Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 x>v Fréttir Harmleikurinn í hafnarmynninu: Enn ein flotgirðingin DV, SEYÐISFIRÐI:_______________________ Um miðja þessa viku var lögð út ný flotgirðing um flakið af olíuskip- inu margnefnda, E1 Griflo, í hafnar- mynninu. Þetta er þriðja tilraunin á tæpu ári. Snemma varð ljóst að hvorug fyrri flotgirðingin réð við það hlutverk sem þeim var ætlað. Olian streymdi upp frá flakinu og mengaði bæði hafnarsvæðið og skaðaði þvi bæði umhverfið og líf- ríkið í firðinum. Nú hefur verið sjósett ný girðing sem vafalaust mun valda hlutverki sínu betur en hinar gerðu. Hún er hönnuð og sett upp af snjöflum Seyðfirðingum sem nutu sérþekk- ingar og hagleiks fagmanna frá Neta- gerðinni á Seyðisflrði sem tóku þátt í vinnunni. Efni var að hluta fengið af leifum laxeldiskvía sem voru hér hjá Strandarsíld í nokkur ár en lagðist af vegna þörungasmits. Nánar verður sagt frá þessu máli eftir fá- eina daga þegar ljóst er hvort ein- hver árangur hefur orðið í þessu basli. -JJ Ný flotgirðing lögð um flakið af El Grillo. Menningar- og Ijóðaverðlaun Þróttmikil leik- starfsemi í Borgar- firði fékk Borg- firsku menningar- verðlaunin sem stjóm Minningar- sjóðs Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurð- ardóttur veitir og afhent voru á föstu- dagskvöldið. Við þeim tóku fufltrúar Leikfélags Reykdæla og leikdeildar Ungmenna- félagsins Dagrenningar en þessi fé- lög settu upp rómaðar sýningar á sí- gildum íslenskum stórvirkjum sl. vetur, Galdra-Loft og íslandsklukk- una. Við sama tækifæri voru afhent Ljóðaverðlaun Guðmundar Bööv- arssonar sem Ingibjörg Haraldsdótt- ir hlaut. Sjá viðtal við Ingibjörgu á bls. 13. _____________________-SA Skjálfti norð- ur af Geysi Jarðskjálfti fannst í Biskupstung- um kl. 12.44 í gær. Reyndist hann vera 2,8 stig á Richter og átti upptök um 10,5 km norður af Geysi. Örfáir minni skjálftar mældust á svæðinu fram til 13.30. Ekki er búist við neinni sérstakri virkni í kjölfarið. -HKr. Bílvelta og árekstur Bílvelta varð á Dímonarvegi á fostudagskvöld þegar ökumaður missti stjóm á bifreiðinni i lausa- möl. Þrennt var í bílnum og voru allir fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Á sunnu- dag var svo árekstur á Þverárbrú rétt austan við Hvolsvöll. Brúin er einbreið og þar skullu saman tvær bifreiðar. Ekki urðu slys á fólki. -snæ Æfingasvæði: Flugið fært burtu DV. HAFNARFIRÐI:____________________ Flugmálastjóm hefur ákveðið að færa æfmgasvæði kennsluflugvéla frá byggðinni í Hafnarfirði að ósk bæjaryfirvalda. Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 17. ágúst var lagt fram svar Flugmálastjómar frá 9. ágúst við þessari ósk um að færa æfingasvæðið vestur fyrir álverið í Straumsvík eða annað þangað sem íbúðabyggð stafar ekki hætta af né hávaðatruflun. í svari Flugmálastjórnar kemur fram að ákveðið hefur verið að færa æfmgasvæðið fjær fyrirhugaðri byggð og austurmörk þess vestur fyrir Krýsuvíkurveg. -DVÓ Tíminn flýgur dv-mynd einar j. Þeir sem áttu ieiö um Garðatorg í Garöabæ á iaugardaginn var ráku upp stór augu þegar þeir sáu tvo krana hífa helj- arinnar klukku upp á turn ráöhúss bæjarins. Höföu gárungarnir á oröi aö uppsetning klukkunnar væri til heiöurs nýráönum bæjarstjóra Garöabæjar, Ásdísi Höllu Bragadóttur, enda slægi hún sex. Góð berjaspretta: Tínt f kapp við þröst og stara Víða um land er mjög góð berjaspretta eftir prýðsgott alda- mótasumar. Á Selfossi voru þau hjónin Regína Guðmundsdóttir og Bene- dikt Franklínsson að tína ber af rifsberjarunnunum sínum sem voru sligaðir af berjum. „Ég er bara að hjálpa honum við þetta, hann gerir svo úr þessu hlaup og sultu,“ sagði Regina. Berjatínslan er þó orðin kapp- hlaup við fuglana þegar komið er fram á sumarið og berin farin að roðna, víða má sjá stóra hópa af þröstum og störum sem fljúga á milli garða og hamast við að tina þroskuðustu berin af trjám garð- eigenda. -NH DV-MYND NJORÐUR HELGASON. Frelstandi Regina Guömundsdóttir og Benedikt Franklínsson meö skálar fullar af rifsbeijum. Sf'. llmsjón: Horðúr kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is SUS eða ekkert Sagt er að ungt fólk á uppleið streymi nú tfl SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ástæðan er sögð sú að það sé vísasta ; leiðin til skjótrar upphefðar og góðr- ar atvinnu. Horfa menn þar til ný- legrar ráðningar Ásdisar Höflu Bragadóttur í embætti bæjarstjóra í Garðabæ. Hún var eitt sinn formaður SUS og síðar aðstoðarmaður Björns Bjamasonar menntamálaráðherra. Ásdís tekur við af þrautreyndum manni i sveit- arstjórnarmálum, Ingimundi Sigur- pálssyni. Kurr mun vera í minni- hluta bæjarstjómar vegna ráðningar Ásdisar og telja menn þar að ýmsir hafi verið með meiri reynslu og bet- ur hæfir til starfans en Ásdís. Gall- inn sé bara sá að þeir byrjuðu ekki sinn feril í SUS... Leyndó Heimsókn Li Pengs, forseta kín- verska þingsins, um helgina í boði Alþingis vakti mikla athygli. Skipt- ar skoðanir era um | þann ágæta mann. íslensk stjómvöld I sættu gagnrýni fyr- ir að bjóða þeim sem sumir kölluðu „blóöhund" til landsins. Skipu- lögð vom mót-1 mæli gegn þessum langt að komna gesti. Islenskir stjórnarherrar tóku lítið mark á mótmælunum og töldu sjálfsagt að taka á móti þessum tigna gesti. At- hygli vakti þó að með dagskrá heim- sóknarinnar var farið sem hernaðar- leyndarmál. Fréttamenn áttu í mesta basli með að rekja slóðina og flestir þingmenn íslenskir munu ekki einu sinni hafa haft hugmynd um ferðir Kínverjans þó hann væri hér í boði Alþingis... Spennan vex Jón Amar Magnússon tugþraut- arkappi er lagður í hann til keppni á Ólympíuleikunum sem haldnir rerða í Sydney í Ástralíu. Var hann að sjálfsögðu knús- aður í bak og fyrir við brottfór af klakanum. Eins og venjulega eru miklar væntingar til afreka hans þegar á hólminn kemur og blómvendir til taks ef hann kemur heim með guflmedalí- ur. Sagt er að aflur almenningur sé þó miklu spenntari yfir öðru en íþróttaafrekum Jóns Amars á hlaupabrautum eða í kastíþróttum. í höfuðstöövmn ÍSl munu menn sitja sem límdir fyrir framan skjáinn þeg- ar kappinn skokkar inn á vöflinn. Sagt er að veðmál sé komin á fuflt um það hvernig hetjan muni líta út. Verður hann krúnurakaður og skegglaus, eða ef til vill búinn að mála íslenska fánann á skallann... Engar áhyggjur I gegnum tiðina hafa menn gjarn- an talað um trúarbrögð í sambandi við merki í bensín sölunni. Einn góð- ur maður vestur á fjörðum kom eitt sinn að lokaðri Essó-bensínstöð en til boða stóð að taka bensín hjá Shell. Sagðist hann þá heldur keyra bensinlaus en kaupa þar nokkum dropa. Nú virðast trúar- brögðin hins vegar vera að hefja innreið sína á bensínstöðvamar sjálfar. Komið hefur í ljós að slagur Gunnars Þorsteinssonar í Krossin- um og Kristjáns Rósinkranssonar í Betaníu, um yfirráð yfir söfnuði og húsi, var alveg óþarfi, hvað þá ein- hver kirkjubygging. Nú messar Kristján bara við afgreiðsluborðið hjá Esso og þarf engar áhyggjur að hafa af kirkjubyggingarmálum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.