Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 DV Palestínumenn semja ekki um hvað sem er Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, sagði utan- ríkisráðherrum arabalanda í gær að í friðarsamningum við ísrael gæti þjóð hans ekki sætt sig við neitt minna en sjálfstætt ríki með Jerúsalem sem höfuðborg. „Við munum ekki sætta okkur við hvað sem er fyrir friðarsamn- ing,“ sagði Arafat við upphaf tveggja daga fundar utanríkisráð- herranna í húsakynnum Arababandalagsins i Kaíró. Arafat ræddi að því loknu við Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, áður en hann hélt aft- ur heim til Gaza. Jörðin skalf í Kaliforníu í gær Meðalstór jarðskjálfti skók vín- ræktarhéruðin í norðanverðri Kali- forníu í gærmorgun. Að minnsta kosti einn maður slasaðist alvarlega og rafmagnið fór af á þúsundum heimila. Gluggar brotnuðu, flöskur hrundu ofan úr hillum verslana og fólk kastaðist fram úr rúmum sín- Bíræfinn flótti úr fangelsi í Kosovo: Stríðsglæpamenn leika lausum hala Friðargæsluliðar NATO og lög- regla Sameinuðu þjóðanna í Kosovo leituðu í gær að þrettán Serbum sem yfirbuguðu fangaverði og sluppu úr fangelsi á laugardags- kvöld. Mennirnir eru flestir ákærð- ir stríðsglæpamenn. Flóttinn á laugardagskvöld var hinn fimmti á þessu áru úr fangelsi i borginni Mitrovica. Embættis- menn í stjórnkerfi SÞ i Kosovo við- urkenndu í einkasamtölum að þetta væri mikið vandræðamál sem gæti dregið enn frekar úr trúverðugleika samtakanna meðal íbúa Kosovo. Komnir til Serbíu „Það er erfitt að lýsa því hversu miklar áhyggjur ég hef af atburði þessum,“ sagði William Nash, fyrr- um hershöfðingi í Bandaríkjaher, æðsti embættismaður borgaralegrar stjómar SÞ í Mitrovica, í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér. Oliver Ivanovic, leiðtogi serbneskra íbúa borgarinnar, sagð- ist hafa áreiðanlegar fréttir um að fjórir strokufanganna hefðu komist yfir landamærin til Serhíu. Þar ná lögregla SÞ og gæsluliðar NATO ekki í þá. „Þeir hringdu í fjölskyldur sinar og sögðust vera komnir til Serbíu,“ sagði Ivanovic í samtali við frétta- mann Reuters. Fangamir sluppu eftir að hafa yf- irbugað varðmann úr lögregluliði SÞ þegar hann fylgdi fanga sem hafði fengið að fara í síma aftur til klefa síns. Hópur fanga réðst að manninum og barði í höfuðið með byssu sem hafði verið smyglað inn í fangelsið. Fangarnir bundu síðan manninn og kefluðu, tóku lykla hans og opnuðu nokkra fangaklefa til viðbótar. Síðan komust mennirn- ir yflr gaddavírsgirðingu. Strokufangarnir réðust einnig á fleiri lögregluþjóna á flótta sínum, hótuðu þeim með byssum og bundu þá og kefluðu. Fimmtán fangar sluppu en gæslu- liðar sögðust hafa náð tveimur þeirra aftur. Margfaldir morðingjar Þrír fanganna sátu inni ákærðir fyrir þjóðarmorð og fjórir fyrir aðra glæpi sem framdir vom í stríðinu miUi Serba í Kosovo og albanska þjóðarbrotsins sem er í meirihluta í héraðinu. Fjórir til viðbótar voru ákærðir fyrir fjöldamorð og þeir sem eftir eru fyrir minni glæpi. Lögregla SÞ notaði hunda við leit- ina að mönnunum og gæsluliðar NATO komu upp vegatálmum og gerði víða húsleit. Bernard Kouchner, yflrmaður stjórnar SÞ f Kosovo, sagði að grip- ið yrði til strangra refsinga ef ein- hver starfsmaður SÞ reyndist hafa sofnað á verðinum. Þá fyrirskipaði Kouchner að fram færi rannsókn á öllum fangelsum í héraðinu. Jospin ver stefnu sína Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, hélt í gær uppi vörnum fyrir stefnu sína um aukin völd til heimamanna á Kor- síku. Sagði hann það bestu leiðina til að halda Korsíku innan Frakklands. Áformin hafa verið harðlega gagn- rýnd og sagði innanríkisráðherrann af sér vegna þessa á dögunum. Danskar brýr slitnar Dönsk stjómvöld hafa um árabil látið hjá líða að halda við umferðar- brúm á þjóðvegum landsins og stafar vegfarendum nú hætta af þeim, segir í Berlingske Tidende. Til stuðnings Miiosevics Stjórnarflokkamir í Júgóslavíu lögðu í gær fram rúmlega hálfa aðra milljón undirskrifta fólks sem styð- ur Slobodan Milosevic forseta til endurkjörs síðar í mánuðinum. „Það var eins og eldingu hefði lostið niður i húsið,“ sagði Brian Murdoch, íbúi í Napa-dalnum, við útvarpsstöð í Kaliforníu. Skjálftinn mældist 5,2 stig á Richter. Hann átti upptök sín um 80 kílómetra norður af San Francisco. PHOSPHATIDYLSERINE BETRA MINNI - SKARPARIHUGSUN BRAINBOW er fæðubótarefni sem eflir starfsemi heilans og talið er bæta verulega minnið með því að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta. Grindhvölum var stolið í Færeyjum Ekki þykir leika vafi á að rúm- lega sextíu grindhvölum, sem hurfu í skjóli myrkurs frá þorpinu Hvannasundi á Austurey í Færeyj- um aðfaranótt sunnudagsins, hafi verið stolið. Horfnu hvalirnir voru meðal 300 hvala vöðu sem drepin var í Hvannasundi, stærstu vöðunnar sem rekin hefur verið á land á þessu ári. Grindumar biðu þess að vera skipt milli íbúanna. Mikil reiði er nú í Færeyjum vegna þessa þar sem grindhvölum hefur aldrei verið stolið í jafnmikl- um mæli. Búist er við að stolna kjöt- ið og spikið verði selt. Danskir evru- sinnar sækja á Fylgismenn evrunnar, sameigin- legs gjaldmiðils Evrópusambands- ins, í Danmörku eru nú fleiri en andstæðingar, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun fyrir nokkra danska fjölmiðla. Það hefur ekki gerst í marga mánuði, að sögn Berl- ingske Tidende. Niðurstöður könnunarinnar eru þær að 51 prósent kjósenda mun greiða atkvæði með upptöku evr- unnar i þjóðaratkvæðagreiðslunni 28. september en 42 prósent á móti. Að sögn eru efasemdarmenn nú frekar með evrunni en á móti. Andstæðingar nýnasista láta í sér heyra Lögregluþjónar í Hamborg kljást viö konu eina sem sá sóma sinn í því, ásamt um eitt þúsund öörum vinstrisinnum, aö mótmæla fundi um eitt hundraö nýnasista í þorginni. Snoöinkollar fengu leyfi fyrir fundinum hjá æösta dómstól Þýskalands og básúnuðu þar skoöanir sínar. Örtröð á bensínstöðvum Mikil örtröð var á bensínstöðvum í Frakklandi i gær vegna áforma flutningabílstjóra um að loka öllum leiðum að birgðastöðvum og olíu- hreinsistöðvum í dag til að mót- mæla háu bensínverði. Tundurskeyti á Kúrsk Rússneskur aðmíráll sagði í gær að hugsanlegt væri að kjarn- orkukafbáturinn Kúrsk hefði orðið fyrir tundurskeyti frá öðru skipi. Kúrsk sökk í ágúst í Barentshafi og lést 118 manna áhöfn hans. Tilkynnt var í gær að reynt yrði að ná líkum sjóliðanna upp í lok mánaðarins. Gore í rúman sólarhring A1 Gore, forseta- efni demókrata, og Joseph Lieberman, meðreiðarsveinn hans, lögðu upp í 27 klukkustunda kosn- ingaslag síðdegis í gær til að sýna stuðning sinn við ungar fjölskyldur í verki. Á þessum rúma sólarhring ætla félagamir til þriggja ríkja og ræða við mikinn fjölda fólks. Annan hefur áhyggjur Kofl Annan, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti í gær enn yflr áhyggjum sínum af atburðum í Burma, eftir að stjórnvöld höfðu flutt Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, burt með valdi frá mótmæla- stöðu á vegum úti. Chevrolet Silverado '98 1500, SLT, Z-71,6,5 turbo, dísil, ekinn 46 þús. km, litur gull-brons. Verð 2.950.000. Dodge Grand Caravan '96 3,3 vél, ssk., 7 manna, blár, rafdr. rúður og speglar, 5 d., cruisecontrol, aircondition, ek. 81 þús. km. Verð 1.680 þús. Grand Cherokee Limited '98 Silver Smoke með sóllúgu, ekinn 44 þús. km, 4,0 vél. Verð 3 millj. Enn fremur 5,2 vél, ekinn 29 þús. km. Verð 3.120 þús. Egill Vilhjálmssons sími 564 5000, Smiðjuvegi 1 - Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.