Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2000, Blaðsíða 12
12 Menning Myndlist__________ ______________________________'_______. _________ - - ; Oravíddir og ofurstærðir Ekki skal ég fuUyrða að sýning Borghildar Óskarsdóttur í Ásmundarsal sé sú athyglis- verðasta i bænum um þessar mundir, en hún er ótvírætt sú víðfeðmasta. Borghildur hræð- ist ekki stóru spumingamar í lífinu og tilver- unni heldur tekst á við þær með sínum hætti, albúin að brotlenda með reisn. Nú þegar naflaskoðanir og eltingaleikir við fáfengileik- ann einkenna æði mikiö af því sem gert er í nafni íslenskrar myndlistar er mikilsvert að eiga slíka listamenn að. Sýningin er tiltölulega einfold í sniðum en fjallar um alheiminn, hvorki meira né minna, eða réttara sagt endimörk þekkingar okkar á honum, en eins og menn vita er tæplega hægt að segja neitt af viti um alheiminn án þess að hafa víddimar með í jöfnunni. Fýrsta skref Borghildar var að virkja hina nýju vidd Ver- aldarvefsins og senda spumingar um sam- setningu jarðarinnar, litróf hennar hið innra, staðsetningar hennar í alheiminum o.s.frv. til þeirra ágætu manna sem halda úti Vísindavef Háskóla íslands. Greinargóð svör þeirra urðu síðan hluti af hugmyndabanka listakonunnar og jafnframt af sjálfri sýningunni, og hygg ég að þetta sé í fyrsta sinn sem Veraldarvefurinn er notaður með nákvæmlega þessum hætti. Um leið kallast vídd vefsins, þar sem þessar upplýsingar „urðu til“, á við aðrar víddir sem Borghildur leitast við að gera sýnilegar í verki sínu. Táknrœn þungamiðja jarðar Listakonan býr síðan til þversnið af jörð- inni með þvermál upp á fimm metra eða svo og styðst við hugmyndir vísindamanna um það hvemig hún sé útlits hið innra, með gló- andi kjama fyrir miðju. Út frá kjarnanum ganga önnur lög, táknuð með mismunandi lit- um geislabaugum, allt þar til kemur að þunnri jarðskorpunni, heimkynni okkar. Þetta þversnið leggur listakonan eins og gólfteppi yfir helminginn af sýningarsalnum og ofan á því er reitaskipt, mannhelt gler. Sýningargestum er boðið að ganga á þessu „þunna“ gleri sem væri það eins konar torg, taka sér stöðu við táknræna þungamiðju jarð- arinnar, væntanlega til að ígrunda rök tilver- Leiklist unnar. í þessari skírskotun til viddanna og tákngervingar jarðkringlunnar, þessari til- raun til að færa okkur óravíddir og ofurstærð- ir heim í stofu, svo að segja, er Borghildur á svipaðri bylgjulengd og sumir stórhuga konseptlistamenn okkar. Upp í hugann kemur „orkustöðin" sem Jón Gunnar Ámason setti upp við Korpúlfsstaði fyrir margt löngu, og órafjarlægðir og víddir sem Kristján Guð- mundsson hefur fært til bókar. Himinbláir kassar En í þessu verki Borghildar, eins og raunar í flestu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur um dagana, er aukinheldur að finna ljóðræna aðferðafræði sem erfitt er að lýsa og skýra, því hún snýst um tilfinningaleg blæbrigði fremur en rökhugsun eða skapandi afbökun rökhugsunar. Að gera úr jarðkringlunni torg og bjóða okkur að standa við miðbik hennar í táknrænum skilningi er innan marka skiln- ings okkar flestra. En að gera hinni táknrænu jarðkringlu sérstaka kassa með óravíddunum innbyggðum eins og Borghildur gerir - kass- amir em málaðir himinbláir að innan - til að hægt sé að flytja hana á milli i pörtum, flokk- ast undir ófyrirsjáanleg ljóðræn undur, það sem Joyce hefði sennilega kallað „epifaníu". Mér verður hugsað til stjömunnar sem Hreinn Friðfmnsson bjó til með því einu að brjóta saman bláa pappírsörk. Hins vegar er ég ekki viss um að Borghild- ur hafi gert rétt í þvi að aðskilja jarðarþver- snið sitt og kassana eins afgerandi og hún ger- ir; kassamir em sýndir niðri í gryfju. Meiri nálægð þessara tveggja hluta verksins hefði sennilega aukið á slagkraft þess. Aðalsteinn Ingólfsson Borghildur Óskarsdóttir: Torg og tómir kassar. Lista- safn ASÍ til 10. sept. Opið kl. 14-18 alla daga nema mán. Milli manns og orms Sitt sýnist hverjum um það hvernig ber að skemmta börnum í leikhúsi. Líklegt er þó að einhverjir hafi fengið nóg af ódýrum barnasýningum sem byggja á handritum unnum í flýti og máttleysislegri framgöngu undirmálsmanna úr leikarastétt. Of al- gengt er líka að börnum sé einungis boðið upp á áhorfendasvæði sem sniðin eru að þörfum fullorðinna og jafnvel veitingar séu lítt fýsilegar þessum yngstu gestum leik- húsanna. Ekkert þessu likt plagaði gagnrýnanda og afkvæmi hans á barnasýningunni Stormur og Ormur í Kaffileikhúsinu liðinn flmmtudag. Þvert á móti. Kaffileikhússtýr- an Jórunn talaði blíölega til barnanna fyr- ir sýninguna, áhorfendasvæði þeirra voru dýnur beint fyrir framan leikrými - sem tryggði góða yfirsýn - og veitingar saman- stóðu af dísætum sleikibrjóstsykrum og sindrandi appelsini. Hrækt í kaffift Sagan um Storm og Orm fjallar um Storm Styrmisson, stirðbusalegan náunga sem býr einn og hefur bundið sig á klafa reglufestunnar. Hann sýnist ánægður í þeirri veröld sem hann hefur búið sér, en stundum þegar einveran fyllir upp í öll vit - þá grætur hann hlutskipti sitt. Óvæntar uppákomur eru ekki vel séðar í lífi Storms, en þegar ánamaðkurinn Ormur kemur til sögunnar neyðist hann til að breyta lífsháttum sínum svo um munar. Ormur er andstæða Storms, frakkur og kann að njóta lífsins; hávaðaseggur sem hneykslar og heillar í senn. Eins ólíkir og þessir tveir eru, þá gerast þeir vinir sem ekki geta hvor án annars verið. Sagan er skemmtilega skreytt aukaper- sónum á borð við ósvífna þjónustustúlku sem hrækir í kaffi og ber fram raksápu í stað rjóma - og ellihruman klæðskera sem hlær að óskum viðskiptavina sinna. Brandarar sniðnir að þörfum barna, s.s. fugl sem kúkar í auga, karl sem dettur á rassinn, kaka í andlit... uppskáru verð- skuldaðan hlátur og meira að segja rætt um þá snilld sérstaklega er lallað var heim á leið. Leikur er í höndum Höllu Margrétar Jó- hannesdóttur sem fer með öll hlutverkin. Það var gaman að fylgjast með hröðum skiptingum Höllu Margrétar á milli per- sóna, einkum og sér í lagi þegar þær eru jafn ólík- ar og þeir Stormur og Ormur. Hvergi var þar slegin feilnóta. Sniðugar lausnir í leik- myndar- og búningagerð verða einnig lengi í minn- um hafðar, en einkum þó andinn sem rikti i Kafiileikhús- inu undir þessari fal- legu sögu af vináttu manns og orms. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Barnaeinleikurinn Stormur og Ormur byggöur á sögu Barbro Lindgren og Ceciliu Torudd. Frumsýning í Kaffileikhúsinu 31. ágúst. Þýölng: Jórunn Siguröar- dóttir. Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Hönnun lýsingar, tækni- og sýningastjórn: Kolbrún Ósk Skaftadóttir. Leikstjóri: Thomas Ahrens Halla Margrét Jóhannesdóttir í hlutverki Storms Styrmissonar og allra hinna persónanna. Hvergi var þar slegin feilnóta. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2000 DV Bókavefur á strik.is Fyrir helgi var opnaður bókavefur á Strik- inu undir ritstjóm Hrafns Jökulssonar. í þess- ari viku verður opnaður vefur um fjölmiðla og i bígerð er leikhúsvefur á sama stað, einnig undir ritstjöm Hrafns. Slóðin á bókavefnum er www.strik.is/menning/bokmenntir. Á bókmenntavefnum verður að finna frétt- ir af bókaútgáfu, viðtöl við höfunda, umsagnir um bæk- ur, greinar um rit- höfunda og skáld, auk fróðleiks af ýmsu tagi. Þá verð- ur áhersla lögð á að virkja gesti Striks- ins til þátttöku, m.a. með því að senda inn til birt- ingar eigin umsagn- ir um bækur. Vísað verður áfram á áhugaverða vefi um bók- menntir, jafnt innlenda sem erlenda. Sjö tónlistarmenn Siðustu tónleikar í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði verða á miðvikudags- kvöldið, kl. 20.30. Þá munu sjö tónlistarmenn flytja tónlist úr óperum: Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari, söngvaramir Berg- þór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ingveld- ur Ýr Jónsdóttir mezzosópran, Martial Nar- deau flautuleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Tón- listin er eftir Bizet, Mozart, Verdi, Brahms, Délibes, Fauré og Offenbach, og loks flytja all- ir saman lög úr Leðurblökunni eftir Strauss. Styrkur til þinghalds Evrópusambandið hefur veitt Sjálfstæðu leikhúsunum rúmlega 6 milljóna króna styrk til þess að standa fyrir evrópska listaþinginu IETM Reykjavik dagana 5,- 8. október í haust. IETM (The Informal European Theatre Meeting) er elsta og virkasta tengslanet sviðs- listafólks og stofnana í Evrópu. í því eru stjómendur margra helstu listahátíða, leik- húsa, danshúsa og menningarstofhana í álf- unni, auk fjölda sjálfstætt starfandi lista- manna. Von er á 150 félögum úr IETM á lista- þingið, frá Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, ísrael og Túnis. Þingið er allt í senn listahátíð, ráðstefna og mikilvægt kynningartækifæri fyrir íslenska listamenn. Fjölmargir fyrirlestrar og um- ræðufundir verða á þinginu, auk þess sem stjómendur IETM efna til sérstakra upplýs- ingafunda fyrir islenska þátttakendur. IETM Reykjavik er opið fólki úr íslenska listgeiran- um, sem og áhugasömum leikmönnum. Stjómandi er Ása Richardsdóttir og skráning- arupplýsingar fást i síma 552 9119. Nýr belgur - gamalt vín Björg Árnadóttir leikkona, sem búsett er í Englandi, gerði óvænta lukku með nýstárlegri uppsetningu sinni á löngu gleymdum óperu- einþáttungi eftir Weber á nýliðinni Edinborg- arhátíð. Á hátíðinni voru yfir 1400 sýningar í boði en litla óperu- kompaníinu i Surrey, sem stendur að uppsetning- unni, tókst bæði að fá að- sókn og góðar umsagnir fyr- ir frumleika og fag- mennsku. The Scots- man gaf sýn- ingunni fjór- ar stjömur af fimm mögu- legum og end- ar umsögnin á orðunum „A delightful show“ - yndisleg sýning. Einþáttungurinn heitir Abu Hassan. Hann er saminn um 1810 og segir frá hjónunum Hassan og Fatímu sem þykjast vera dauð til að ná sér í jarðarfararstyrk sem þau ætla svo aftur að nota til að borga gamla okurlánaran- um og graðnaglanum Ómari. í uppsetningu Bjargar era þau hjón orðin að skítblönku há- skólastúdentunum Andrew og Nicole sem skulda okurlánaranum Wellard peninga. Well- ard er fyrir sitt leyti tilbúinn að gefa upp skuldina fyrir bita af holdi Nicole en þótt Andrew sé óttalegur vandræðagemsi er hann ekki sáttur við það. Þess í stað finnur hann upp ráð til að svindla peninga út úr ættingj- um sínum, rétt eins og sá tyrkneski Hassan forðum. Annað umhverfi og annar tími en ástin söm við sig, og samkvæmt hinum loflegu umsögn- um tekst tilflutningurinn með ágætum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.