Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000
7
JOV
Fréttir
Hvalf j arðargöng:
Ók utan í
vegg á
ofsahraða
og stakk af
DV, HVALFIRÐI:_____________________
Ekki hefur tekist að hafa upp á
bíl sem ekið var á ofsahraða utan í
vegg Hvalfj arðarganga um klukkan
18 laugardaginn 2. september eftir
að hafa stofnað öðrum vegfarendum
í bráða hættu.
Bílstjóri á leið suður göngin lét
Neyðarlínuna vita aö hann hefði
mætt litlum, dökkleitum fólksbíl á
miklum hraða á röngum vegar-
helmingi í göngunum en glæfra-
akstursmaðurinn hefði sveigt frá og
slengt bílnum utan í vegg gang-
anna. Mikil mildi var því að ekki
fór verr.
Göngunum var lokað í skamma
stund og lögreglu gert viðvart. Lög-
reglumenn sátu fyrir bílnum norð-
an ganga en þangað skilaði hann
sér ekki. Vaktmenn í gjaldskýli
urðu heldur ekki varir við bílinn og
útlit er því fyrir að honum hafi ver-
ið snúið við í göngunum og ökuþór-
inn forðað sér aftur suður.
Víst má telja að bíllinn umræddi
hafi borið glögg merki um árekstur-
inn við gangavegginn, með rispum
og beyglum. Þeir sem gefið gætu
upplýsingar sem tengjast þessu at-
viki eru vinsamlega beðnir um að
hafa samband við lögreglu. -DVÓ
Kútterinn fúinn að innan og utan:
Leitað að fjár-
magni til viðgerða
- varla undir 5 milljóna króna viðgerð fram undan
DV. AKRANESI:
Kútter Sigurfari er mjög illa far-
inn eins og blaðið greindi frá í vor
og trúlega verr en talið var þá.
„Hann er fúinn að innan og utan að
góðum hluta og ef ekki á illa að fara
verður að gera við skipið fyrir vet-
urinn,“ segir Jón Heiðar AÚansson,
safnstjóri Byggðasafnsins á Görðum
á Akranesi. Kútter Sigurfari var
fyrir atbeina Kiwanisklúbbsins Þyr-
ils og fleiri aðila gerður upp og
færður í upprunalegt horf.
Sigurfari var smíðaður í
Englandi 1885 og gerður út frá Hull
til 1897. Þá var hann keyptur til ís-
lands og gerður út á handfæri frá
Reykjavík til 1920. Þá keyptu út-
gerðarmenn í Klakksvík i Færeyj-
um hann og notuðu til ársins 1974.
„Það er rétt að kútterinn er mjög
illa farinn að utan og innan að góð-
um hluta en við vitum ekki hvað
það er mikið fyrr en búið er að
kanna það gaumgæfilega en það
verður gert við hann fyrir veturinn.
Það er verið að afla fjármagns til
, DV-MYNDIR DANÍEL V. ÓLAFSSON.
I slæmu ásigkomulagi
Kútter Sigurfari viö Byggðasafnið á Göröum. Eins og sjá má er kútterinn mjög illa farinn af fúa.
viðgerðarinnar og þjóðminjavörður
er búinn að sækja um fjármagn til
viðgerða á kútternum og þeir sem
leitað hefur verið til hafa tekið vel í
málið. Við getum ekki komið með
neina kostnaðaráætlun fyrr en búið
er að gera úttekt á honum,“ segir
Jón Heiðar Allansson, safnstjóri
Byggðasafnsins á Görðum.
Jón segir að taka verði fljótlega
ákvörðun um framtíðarvarðveislu,
hvort byggt verður yfir Sigurfara en
þaö yrði mjög kostnaðarsamt.
Heimildarmenn DV sem skoðað
hafa kútter Sigurfara segja að við-
gerðir á skipinu verði kostnaðar-
samar og ekki undir 5 milljónum
króna. -DVÓ
DV-MYND JÓN BIRGIR PÉTURSSON
Snjókoma
Fyrsti alvörusjórinn féll aðfaranótt laugardagsins á topp Bjólfells.
Snjóar í heimkynni tröllkonunnar í Bjólfelli:
Betra að snjói í
vesturhlíðarnar
- segir Sveinn bóndi Sigurjónsson á Galtalæk
Haustið minnti á sig um helgina
á Suðurlandi, greina mátti snjó á
Heklutindi, og Bjólfell í Landsveit
var krýnt laglegum hvítum hatti á
laugardagsmorguninn. „Þetta er
fyrsti snjórinn sem fellur þetta
neðarlega," sagði Sveinn Sigur-
jónsson, bóndi á Galtalæk, í sam-
tali við DV. „Gamlir bændur sögðu
að betra væri að snjóaði í vestur-
fjöllin en austurfjöllin, núna hefur
snjóað í austurfjöllin hér,“ sagöi
Sveinn. Hann segir að fyrstu frost-
in komi ekkert óvenjulega snemma
þetta árið, oft gerist það þetta
snemma og yflrleitt tolli þessi
snjór ekki lengi. Fjallið er nærri
400 metrar á hæð og talsverðar
fannir voru eina 50-60 metra niður
hlíðamar. Bjólfell var heimkynni
skessu einnar, en systir hennar bjó
í Búrfelli handan árinnar og fóru
þær yfir ána á Tröllkonuhlaupi í
Þjórsá.
Lögregla undirmönn-
uð í umferðarátaki
Nú stendur yfir sér-
stakt átak lögreglu í
umferðargæslu nálægt
grunnskólum í
Reykjavík, en því lýk-
ur 15. september. Sam-
kvæmt upplýsingum
nokkurra skólastjóra
sem samband var haft
við hefur nærvera lög-
reglunnar verið slitr-
ótt og hafði meirihluti þeirra ekki
orðið var við lögregluna nálægt sín-
um skólum. Þorgrímur Guðmunds-
son yfirvarðstjóri sagði að almenn
deild og umferðar-
deild sinntu helstu
álagstímum eins og
kostur væri með rad-
armælingum og eftir-
liti með gangbrautum
þar sem umferð væri
mikil. Hins vegar
væru aðeins um 10-15
lögreglumenn um 35
skóla og því væri lög-
reglan undirmönnuð í þessu verk-
efni, ekki síst þegar mannskapur-
inn þyrfti að sinna slysum víðs veg-
ar um borgina. -MT
arp
Setjum tækið
í bílinn þér að
kostnaðarlausu
DEH-P6100-R
• 4x45 magnari • RDS
• Stafrænt útvarp FM MW LW
• 24 stöðva minni • RDS
• BSM • Laus framhlið
• RCA útgangur
• Klukka • Þjófavörn
• Loudness þrískiptur
• 3 Banda tónjafnari
Mosfet 45 • MARC X •
.900
kr. stgr.
MACH 16 • Octaver • EEQ
RaDIOæMJST
Geislagötu 14 • Slml 462 1300
B R Æ Ð U R N
l<2
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is