Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 Skoðun Borðarðu mikið af skyndifæði? Nanna Arnardóttir nemi: Nei, ég hugsa frekar mikið um heilsuna. Kristján Guðmundsson nemi: Já, á hverjum degi eitthvaö í skólanum. Guttormur Jóhannesson nemi: Já, frekar oft og þá helst Júmbó-samlokur. Kristinn ísfeld, starfsm. Þykkvabæjar: Já, mjög mikiö og þá helst pitsu og hamborgara. Þorbjörn Eiríksson: Já, mikiö af því og þá helst pylsur, hamborgara og pitsur. Dagur Bjarnason nemi: Nei, ég hugsa mikiö um heilsuna og fjárhaginn. Mannvernd — og upplýstir sjúklingar Guðrún María Óskarsdóttir skrifar: Upplýst samþykki, segja mann- verndarsinnar, nauðsynlegt til handa sjúklingum svo að réttarör- yggi þeirra sé tryggt, þótt góð tillaga Landlæknis á fundi Læknafélagsins varðandi gagnagrunninn hafi verið samþykkt. Þeir hafa uppi efasemdir um að sjúklingur sjálfur geti tekið ákvörðun, eftir að hafa verið upp- lýstur um kosti og galla. - Aðrir verði að gera það fyrir hann. Þvílík og önnur eins forsjárhyggja finnst vart um víða veröld! Og ber því miður vott um að fremur sé hér á landi vernd á allt öðru en hags- munum sjúklinga, svo sem óheftu rannsóknafrelsi í heilbrigðiskerfmu að vild, líkt og verið hefur, því sjúk- lingar eru fullfærir um að mynda sér skoðun sjálfir, hver og einn. Enda er það persónufrelsi í raun. Satt best að segja hef ég sjaldan fundið jafn mikinn hrokagikkshátt og í máililutningi Mannverndar, t.d. á heimasíðum þar sem því eru gerð- ir skómir að sjúklingar séu algjörir fávitar. Þess konar áróður dæmir sig sjálfur. Að heyra orðin „réttar- öryggi sjúklinga" nefnd í þessu sam- bandi er hjákátlegt því illa upplýst- ir sjúklingar á íslandi um áhættu læknisaðgerða hafa gengið og ganga enn þrautagöngu í heilbrigðiskerf- inu, margir hverjir. Einnig fyrir dómstólum þegar læknamistök hafa átt sér stað. Vilji samtökin Mannvernd standa undir nafni vil ég benda þeim á að byrja á byrjuninni, þ.e. að beita sér fyrir herferð til þess að upplýsa sjúklinga almennilega um áhættu og mögulega fylgikvilla einfaldra Skuröaögerö undirbúin. - Ónógar upplýsingar um áhættu og árangur? „Vilji samtökin Mannvernd standa undir nafni vil ég benda þeim á að byrja á byrjuninni, þ.e. að beita sér fyrir herferð til þess að upp- lýsa sjúklinga almennilega um áhœttu og mögulega fylgikvilla einfaldra lœknisaðgerða...“ læknisaðgerða þar sem næga fjár- muni virðist að finna til þess arna á þeim bæ. Áhætta sjúklinga af þátttöku i gagnagrunninum er nefnilega hjóm eitt, miðað við ónógar upplýsingar um áhættu og árangur fram- kvæmda aðgerða innan heilbrigðis- kerfisins. En þess konar upplýsingar eru m.a. einmitt forsenda þess að hver og einn sjúklingur geti myndað sér skoðun um þátttöku í hvers konar rannsóknum. Vonandi er að sá gagnagrunnur sem í vændum er gefl okkur betri upplýsingar um ár- angur og afköst heilbrigðiskerfísins á hverjum tíma til handa raunveru- legum hagsmunum sjúklinga til framtíðar. Alfreð enn á skólalóðinni? Ingvi Gudmundsson skrifar: Þegar ég var í ísaksskóla man ég eftir því að á skólavellinum var oft á tíðum valdabarátta í gangi á milli strákanna. Menn fóru í fýlu, há- grétu eða hótuðu öllu illu. Oft var það einhver ákveðinn náungi sem rakst illa í hópi og þvældist um skólalóöina og dúkkaði upp hér og þar með leiðindi. Síðan eru liðin mörg ár en einhvern veginn finnst mér ég sjá þennan náunga endur- borinn aftur og aftur í líki fullorð- ins manns og að maður skyldi ætla kominn til vits og ára. Ég átta mig t.d. ekki almennilega á því hvað Alfreð Þorsteinssyni gengur til þessa dagana. Stóryrtar yfirlýsingar um nýja vinstri stjórn og heiftug ummæli um ríkisstjóm- „Ef þessu heldur áfram út kjörtímabilið er nokkuð víst að enginn vill starfa með Alfreð og sjónarmiðum hans og Sjálfstœðisflokkur- inn gœti þess vegna mynd- að vinstri stjóm með Sam- fylkingunni eða Vinstri- grœnum. “ arsamstarfíð og sjálfstæðismenn. Um leið og hann heggur til hægri og vinstri er hann að gera lítið úr þeim árangri sem ráðherrar framsóknar- manna hafa áorkað á undafomum árum og við öll ættum að vera þakk- lát fyrir. Ég get ekki ímyndað mér að þessi framkoma Alfreðs í folmiðl- um sé Framsóknarflokknum til framdráttar eins og reyndar komið hefur fram í ummælum forystu- manna flokksins. Ef þessu heldur áfram út kjör- tímabilið er nokkuð víst að enginn vill starfa með Alfreð og hans sjón- armiðum, og Sjálfstæðisflokkurinn gæti þess vegna myndað vinstri stjórn með Samfylkingunni eða Vinstri-grænum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hvort sem er skilgreint sig sem miðjuflokk og munar ekkert um að sveigja sig í átt að þessum flokkum. Mér finnst standa Alfreð nær að huga að innra starfi flokks síns í Reykjavík og spara það hegð- unarmynstur sem ég vitnaði til í upphafi frá skólalóðinni við ísaks- skóla. Dagfari ísland trónir á toppnum Innherjaviðskipti hafa leitt mikla blessun yfir íslenska þjóð. Þau hafa gert það mögulegt að við eignuðumst almennilega milla sem standast kol- legum sínum erlendum fyllilega snúning. Innherj- aviðskipti einfalda nefnilega alla fjármálaumsýslu og koma í veg fyrir að óviðkomandi séu að vasast í málum sem þeim koma hreint ekkert við. íslendingar eru bestir, gáfaðastir og flottastir. íslendingar eiga heimsmet í öllu mögulegu. ís- lendingar eru alltaf á toppnum þegar mikilvæg málefni ber á góma. Að vísu er Alþjóðlega efna- hagsstofnunin eitthvað að bögga okkur af óskilj- anlegum ástæðum og lætur okkur sunka niður lista yfir samkeppnishæfni ríkja heimsins. Við erum sett þar í 24. sæti af 59 ríkjum sem á listan- um eru tilgreind. Við vitum þó betur með allt okk- ar góðæri svo þarna hlýtur að vera um einhvem misskilning að ræða. Þessi Alþjóðlega efnahagsstofnun leyfir sér svo að vera með vangaveltur og rugl um að hjá okkur sé ekki allt í lukkunnar velstandi. Þannig er bent á eitthvað sem þeir kaila innherjaviðskipti og telja til lasta í viðskiptaheiminum. Reyndar eru íslendingar þar taldir i hópi göfugra bananalýðvelda í Afriku og ný-lýðvelda á borð við Rússland. Dagfari verður nú bara að segja það að ef Alþjóðlega efnahags- stofnunin álítur að innherjaviðskipti þrífist best hjá Hvað þá ef almenningur fengi stöðuga vitneskju um það þegar mat- reiða á ríkisfyrirtœki á silfurfat fyrir þá útvöldu. Það yrði hreint kaos. þessum ríkjum, þá verða önnur ríki bara að sætta sig við að vera ekki með jafn þróað viðskiptakerfi. Innherjaviðskipti eru einn af homsteinum okkar siðmenntaða þjóðfélags. Island er lítið land og þjóð- in eins og sæmilega stór íjölskylda. Því er ekki skrítið að innherjaviðskipti, sem stofnunin kýs að kalla þetta fyrirbæri, skuli dafna betur hér en í raglingslegu þjóðskipulagi þjóða á borð við Banda- ríkin. Innherjaviðskipti hafa leitt mikla blessun yfir íslenska þjóð. Þau hafa gert það mögulegt að við höfum eignast almennilega milla sem standast kollegum sínum erlendum fyllilega snúning. Inn- herjaviðskipti einfalda nefnilega alla fiármálaum- sýslu og koma í veg fyrir að óviðkomandi séu að vasast í málum sem þeim koma hreint ekkert við. Þannig tryggja fiölskyldu- og vinabönd að fiár- málakerfi landsins sé í réttum farvegi. Hvernig halda menn að þjóðfélagið liti út ef skítugur almúginn fengi stöðuga vitneskju um hvenær hagstæðast væri að kaupa bréf i hinum og þessum fyrirtækjum. Hvað þá ef aimenningur fengi stöðuga vitneskju um það þegar matreiða á ríkisfyrirtæki á silfurfat fyrir þá útvöldu. Það yrði hreint kaos. Fjármálakerfi landsins færi á hvolf og ekki stæði hér steinn yfir steini. Einhverjir foráttuheimskir dónar hafa uppnefnt okkar ágæta kerfi og kallað mafíustjómun. Dagfara er alveg sama hvað menn vilja kalla þetta, en á meðan þetta virkar - og hreint svínvirkar, þá mega öfundarmenn kalla þetta hvað sem er. Niðurstaða Alþjóðlegu viðskiptastofnunarinnar sýnir það enn einu sinni að ef lesið er úr skýrslunni á réttan hátt, þá trónir ísland á toppnum. ^ ^ . Viö Mývatn Veiöitregöuna má leysa á ráöherra- grundvelli. Léleg reyðarveiöi? SjguröU£_Sigurðsson skrifar: Ég er að lesa um að veiði í ám og vötnum hafi sjaldan verið lélegri, og var hún þó léleg í hittifyrra. En svo heyrði ég í útvarpinu í gær hvers vegna þetta er. Það kom fram í viðtali við mann sem býr við sunnanvert Mý- vatn þar sem menn hafa tapað millj- ónatugum á lélegri reyðarveiði í vatn- inu. Dómsorð þeirra Sunn-Mývetn- inga er á þá leið að fiskileysið sé kís- iigúrvinnslunni að kenna. Þá þarf ekki frekari vitnanna við. Ef Siv um- hverfisráðherra hefur nú vit á því að skrúfa fyrir kísílgúrvinnsluna ,þegar hún gefur sér tíma til að skera úr um það mál. sem verður víst um svipað leyti og Guðni landbúnaðar neyðist tO að leyfa norsku kýrnar, er vandi veiðimanna í ám og vötnum á íslandi leystur í eitt skipti fyrir öll. Þúsaldarhrís? K.A.J. skrifar: Ég og ýmsir afar hressir félagar mínir erum ekkert gjamir á að hneykslast á öllum sköpuðum hlut- um. En svo má brýna deigt járn að bíti. Fyrirtæki eitt hefur auglýst í sí- fellu í sjónvarpi afurð sína, „súkkulaðihrís“, og er þar höfðað til lágkúrulegs og sjúklegs ástands ógæfufólks eiturlyfianna. Finnst okk- ur smekkleysan ganga nokkuð langt í þessu tilviki. Enginn okkar félaga ætl- ar lengur að kaupa vörur frá þessu fyrirtæki. Annað atriði fer einnig í okkar finu taugar, það er allt „þúsald- ar-talið“. Þetta orðskrípi minnir helst á smábarnamál. Af hverju köllum við ekki venjulegu 100 ára öldina bara hundöld. Það væri þó við hæfi. Veggjakrot í menningarborginni Víöa er ömurlegt um aö litast. Löggan taki á veggjakrotinu Jóh£nn_hringdh Ég brenn í skinninu eftir að lögregl- an taki á máli veggjakrotara sem ganga lausir hér í Reykjavík. Borgin er sögð vera menningarborg Evrópu en er að verða eitt allsheijar krot, og er víða er ömurlegt um að litast í því sambandi. Þeir sem staðnir era að veggjakroti ættu að fá þungar sektir og látnir greiða allan kostnað af skemmdunum. Það er ekkert gaman- mál að eyðleggja eigur annarra. Busavígslur eru barnalegar Kristin Björnsdðttir hringdi: Mér þykja þessar svonefndu „busa- vígslur" ekkert sniðugar og fremur barnalegt uppátæki. Ég er ekki á móti því að nýir nemendur, t.d. í mennta- skólum, fái veglegar móttökur á ein- hvem eftirtektarverðan hátt, jafnvel með aumkunarverðum blæ. Að taka hins vegar á móti þeim með stærilæti, ólátum, meiðingum og eignaspjöllum er ekkert annað en skrílsháttur sem einkennir alltof oft okkar einangraðu eyþjóð sem býr þrátt fyrir allt við ofgnótt veraldlegra gæða. Almennur skortur á mannasiðum er of víða áberandi. Ég myndi helst vilja að busavígslur undir núverandi for- merkjum legðust af. DV| Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.