Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 37 DV Tilvera Scary Movie frumsýnd: Grín á kostnað þekktra hryllingsmynda 0 ■ Jfc, • - • - / Ein vinsælasta grínmynd siðustu vikna í Bandaríkjunum, Scary Movie, verður frumsýnd í Regnbog- anum, Stjömubíói, Laugarásbíói, Nýja bíói Keflavík og Borgarbíói Akureyri á morgun. Myndin, sem leikstýrt er af Keenan Ivory Wayans, einum flmm Wayans- bræðra sem starfa innan kvik- myndageirans í Hollywood, gerir stólpagrín að mörgum vinsælustu hryllingsmyndum og spennumynd- um síðustu ára sem einkum hafa höfðað til unga fólksins, myndum eins og Scream-myndunum þrem, The Blair Witch Project, I Know What You Did Last Summer, The Sixth Sense og The Matrix. 1 mynd- inni kynnumst við hópi unglinga sem er ógnað af raðmorðingja sem svífst einskis. Upphefst mikill elt- ingaleikur og mikið ævintýri þar sem háði og gríni eru engin tak- mörk sett. Með helstu hlutverk fara Jon Abrahams, Carmen Electra, Anna Farris, Regina King og bræð- ur Keenans, Marlon og Shawn Wa- yans. Keenan Ivory Wayans hefur hing- að til verið þekktastur í Bandaríkj- unum fyrir að vera framleiðandi, handritshöfundur og aðalleikari vinsæls sjónvarpsþáttar, In Living Color, en þáttaröð þessi er marg- verðlaunuð. Hans fyrsta kvik- myndahlutverk var í Hollywood Shufíle, þar sem hann var einnig annar handritshöfunda. Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði var I’m Gonna Get You Sucka. Hann lék auk þess i þeirri mynd og skrifaði handritið. Hann hefur leik- Hræöslan leynir sér ekkl Strandvaröastúlkan og fyrrum frú Dennis Rodman, Carmen Electra. heitir New Blood, þar sem mótleikarar hans eru John Hurt, Carrie Anne Moss og Joey Pantoliano. Næsta kvikmynd Marlons er A Requiem for a Dream, sem Darren Ar- onofsky leikstýrir. Mót- leikarar hans þar eru Jennifer Connelly og Ellen Burstyn. -HK Vinkonurnar Cindy og Brenda Regina Hall og nýliðinn Anna Farris leika háskólastelpur sem fá sinn skammt af hryllingnum. Kunnugiegur svipur Þaö leynir sér ekki hvaöan þessi persóna kemur sem er aö vísa leiöina til öryggis eöa dauöa. ið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars A Low Down Dirty Shame, Menace to South Central....og The Glimmer Man. Wayans hefur ekki yfírgefíð sjónvarpið þó nóg sé fyrir hann að gera í kvikmyndum. Hann er á síðkvöldum með sjónvarpsþátt sem gengur undir hans nafni, The Keenan Ivory Wayans Show, þar sem hann fær gesti til sín í létt spjall. Bræður Keenans, Marlon og Shawn, sem báðir leika i Scary Movie auk þess að hafa aðstoðað stóra bróður við gerð handritsins, hófu báðir feril sinn hjá Keenan, Shawn i kvikmyndinni I’m Gonna Get You Sucka og Marlon í In Living Color. Næsta kvikmynd sem við fámn að sjá Shawn Wayans i Taxi 2 Franski leigubílstjórinn í nýjum ævintýrum Lelgubílstjórinn Daniel Samy Nacéri endurtekur hlutverk sitt og sest aftur upp i leigubílinn. Frumsýnd verður í Háskólabíói og Kringlubíói á morgun gaman- myndin Taxi 2, sem er sjálfstætt framhald Taxi, sem sýnd var hér á landi fyrir tveimur árum og hlaut góða aðsókn. Taxi 2 var vinsælasta kvikmynd sumarsins í Frakkalandi og höfðu selst, þegar síðast fréttist, 11 milljón aðgöngumiðar. Eins og í fyrri myndinni er verið að fjalla um leigubílstjórann Daniel (Samy Nacéri) og ævintýrin sem hann lendir í. Nú flækist hann í alþjóðleg- an atburð þegar japanska vamar- málaráðherranum er rænt, sem kom til Frakklands að undirrita samning um vörn gegn hryðju- verkamönnum. Daniel hefur heldur betur betrumbætt leigubíl sinn og fyUt hann af alls kyns aukahlutum og græjum, sem kemur sér vel þeg- ar hann er eltur af japönsku gengi í kraftmiklum bílum. Um Taxi segir leikstjórinn Gér- ard Krawczyk: „Ég tók að mér að leikstýra fyrri Taxi-myndinni þar sem Gérard Pires var á spítala. Hafði ég mjög gaman af þeirri vinnu. Þegar ég svo ári síðar hitti Luc Besson (framleiðandi í þetta skiptið) kom upp hugmynd að gera framhald. Þegar ég las handritið sá ég að þetta yrði meira eins og ný mynd með sömu persónum og áður. Við reyndum síðan að gera fyndnari og hraðari mynd með meiri hasar. Vondu gæjamir eru í þetta sinn jap- anskir. Þeir eru í svörtum bílum eins og hersveit köngulóa á hælun- um á hvíta leigubílnum.” .'il’3'1 l'l ■ I' I1,1, Uvfl. ★★★★ Dancer in the Dark er hámeló- dramatísk sápuópera gerð af hjartans ein- lægni og miklu næmi en um leið læðist stöðugt að manni sá grunur að von Trier sé að skemmta sér viö að hafa áhorfand- ann að fífli. High Fidelity ★★★★ Þetta er sérlega skondin mynd um ofur venjulegt nútímafólk og ofur venjulegar raunir þess, þannig gerð að manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt hið besta. Það er gott að finna þannig til þegar maður gengur út úr bíóinu. -ÁS American Psycho ★★★i Christian Bale leikur ,sækóinn“ Patrick Bateman af mikilli snilld. Hann er óaðfinnanlegur á yfirborðinu en tómur undir niðri. Utlit myndarinnar er fullkom- lega í takt við satíruna sem dregur mis- kunnarlaust dár að uppamenningunni. American Psycho er lykiltexti í vestrænni menningu og Mary Harron gerir honum góð skil. ★★★ X-Men er mikið sjónarspil, tækni- lega fullkomin. Hraðinn í atburðarásinni kemur þó aldrei niður á sögunni sjálfri, sem hefur marga anga, og það er merki- legt hvað tekist hefur að gera teikni- myndaofurmenni aö jafnlifandi persónum og raunin er. Leikarar eru yfirleitt mjög góðir, með þá lan McKellan og Patrick Stewart fremsta meðal jafningja. -HK 101 Reykjavík ★★★ Hilmir Snær leikur auðnuleysingj- ann Hlyn sem lifir og hrærist í hverii 101 Reykjavík. Líf hans er í föstum skoröum þar til vinkona móður hans kemur í heim- sókn og úr verður einhver sérkennilegasti ástarþríhyrningur íslenskrar kvikmynda- sögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN Keepíng the Faith ★★★ Jake og Brian eru afar skemmtilega skrifaðar persónur og, eins og við er að búast, eru Norton og Stiller óaðfinnanlegir í hlutverkum sínum. Jenna Elfmann hefur þá útgeislun sem þarf í hlutverkið og maður skilur varla hvernig hægt er aö vera ekki skotinn í henni. -PJ íslenski draumurinn ★★* Líflegt og skemmtilegt handrit sem er uppfullt af lúmsku háði og skemmtileg- um orðaleikjum. Styrkleiki myndarinnar er kannski einnig helsti veikleikinn. Persón- umar tala mikið í myndavélina og þótt handritið bjóði upp á skemmtileg tilsvör og orðaleiki, þar sem góðir leikarar skapa eft- irminnilegar persónur og fara vel meö textann, þá er ekki laust við að atburða- rásin hafi hæðir og lægöir. íslenski draum- urinn lofar góðu um framtíðina hjá Robert Douglas. ★★i Aöal Titan A.E. er útlitið. Myndin er litskrúðugt sjónarspil þar sem þeyst er á milli plánetna og sólkeria í einni andrá í farartækjum sem eru jafnfjölbreytt í útliti og persónur myndarinnar. Sagan, sem er hin skemmtilegasta, er hentug fyrir formiö og í anda þekktra stjörnustríðsmynda og gefur ekkert eftir mörgum leiknum mynd- um um sama efnið í spennu. -HK Music of the Heart ★★* Wes Craven tók sér smáhvíld á milli „Öskurimynda sinna númer tvö og þrjú og leikstýrði Music of the Heart, sem er eins langt frá hryllingsmyndum hans og hægt er, hugljúft drama um kennslukonu sem kennir fátækum bömum á fiðlu. Og með henni sýnir Craven aö honum er fieira til lista lagt en gera spennandi hryllings- myndir sem fá hárin til að rísa. Með stór- kostlegum leik bætir Meryl Streep enn einni skrautfjöðrinni við einstæðan leikferil í kvikmyndum. Shanghai Noon -HK ★**Þegar best lætur er Shanghai Noon vel heppnaður farsi. Hraðinn í atburða- rásinni er mikill. Fyndnar setningar eru oftast á kostnaö Jackies Chans og svo er myndin uppfull af vel útfærðum bardaga- senum og áhættuatriöum. Enginn slær þó Jackie Chan út í slíkum atriðum þar sem hann nánast prjónar sig í gegnum tug af kúrekum, eins og ballettdansari innan um glímukappa, og gerir svo hluti sem aðrir leikarar mundu fá áhættuleikara til að gera fyrir sig. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.