Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Síða 28
28 37 Helgarblað 4- LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV Helgarblað Eftirlæti allra - Hilmir Snær Guðnason er leikarinn sem allir vildu ráða. Hann er eftirlæti allra, skærasta stjarna íslenskra leikara um þessar mundir. Hilmir Snær Guðnason leikur aðalhlutverkið. Þetta er setning sem getur átt viö ákaflega margar leiksýningar og kvikmyndir á ís- landi undanfarin fimm til sex ár. Hilmir hefur verið eftirlæti allra og þá er bæði átt við leikstjóra, gagnrýnendur og áhorfendur. Um þessar mundir leikur Hilm- ir aðalhlutverkið i uppfærslu Þjóðleikhússins á Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne þar sem hann túlkar Jimmy, unga reiða manninn sem er orðinn að einhvers konar samnefnara fyrir unga reiða menn um allan heim síðan leikritið var skrifað fyrir 44 árum. Þegar horft er til persónu Jimmys, reiði hans og skapofsa, kemur ósjálfrátt upp í hugann það sem sagt var um þekktan blaðamann á íslandi; Hann hatar alla jafnt. Er þetta sanngjörn lýs- ing? „Að vissu leyti gerir hann það,“ segir Hilmir sem sjálfur er skap- stillingin uppmáluð þar sem hann situr í bás á Kaffi List og reykir með kaffinu. „Hann finnur ákaflega vel að hann er engin hetja og hann þolir ekki aö vera sá sem hann er. Reiði hans brýst því út og bitnar á öllum sem koma nálægt hon- um.“ Þekkir þú fólk eins og Jimmy? „Já ég þekki nokkra sem bera í sér hluta af honum en engan ná- kvæmlega eins.“ Það líður öllum llla Leikritið vakti feiknalega athygli þegar það var sýnt og gagnrýnendur dagsins í dag virðast nokkuð upptekn- ir af því hvar leikritið er sett í tíma og spumingunni um hvort það eigi jafn- mikið erindi við okkur í dag eins og fyrir 44 árum. Hvað finnst þér? „Persónulega finnst mér tímasetn- ingin ekki eins mikilvæg og sumir gagnrýnendur gera hana. Leikritið fjallar um fólk í krísu. Þeim líður öll- um illa. Fólki í dag líður illa og það er beitt andlegu ofbeldi, jafnvel á heimil- um sínum, og þó konur í dag séu ef til vill sterkari en þær voru fyrir 44 árum þá má setja margar þeirra und- ir sama hatt og Alison, unnustu Jim- mys.“ Hvemig finnst þér annars gagnrýn- in á leikritið hafa verið? „Mér fmnst gagnrýnendur hafa eytt of miklu púðri í að fjalla um timasetn- ingar í leikritinu. Þetta er leikhús en ekki heimildarmynd frá sjötta ára- tugnum. Það var viljandi reynt að draga það út úr þeim tíma sem það er skrifað á og gera það tímalaust. Samt var það ekki gert að neinu aðalatriði." Gagnrýnendur eru bara fólk Gagnrýnendur og leikarar virðast standa í ástar/haturssambandi. Leik- arar þola ekki gagnrýnendur og gagn- rýnendur sýnast hafa hom í síðu leik- ara á köflum. Hvemig tekur þú sjálfúr gagnrýni? „Gagnrýnendur em bara fólk og ber að skoða álit þeirra í því ljósi. Það „Um tíma tók ég of mik- inn þátt í þessum leik, þótti athyglin góð, skemmtilegt að fara í við- töl og allt sem því fylgir. Það má segja að ég hafi verið í svolitlum stjörnu- leik en ég er sem betur fer kominn niður á jörðina. Ég þarf ekki að vera betrekktur uppi um alla veggi úti um allan bœ. “ sem þeir skrifa er þeirra skoðun sem getur orðið dálítið stór á prenti en vegur kannski ekki mikið þyngra en það sem einhver segir við mann á kaffihúsi. Ég hef ekkert á móti gagn- rýnendum, þeir eru nauðsynlegir og geta oft örvað fólk til dáða eða veitt aðhald en álit og áhrif eru ekki eins þung á metunum og þeir sjálfir halda stundum. Það er misskilningur að gagnrýni geti fellt sýningu eða komið henni á flug. Orðsporið, álit áhorfenda er það sem skiptir máli.“ Sumir leikhúsunnendur hafa haft við orð að þeir sakni þess að Jón Við- ar skrifar ekki lengur gagnrýni í blöð- in. Ertu sammáia þeim? „Ég er það að vissu leyti. Það er þó mjög hættulegt þegar gagnrýnandinn sjálfur er orðinn aðalatriðið en ekki það sem hann skrifar eða segir.“ Grátur og djöfulæði Hilmir hefur sagt að hlutverk Jimmys hafi verið eitt af drauma- hlutverkum hans. Hvers vegna? „Þetta er breitt svið sem hann sýnir, allt frá því að vera grátandi og veikur yfir í einhvers konar djöfulæði. Það gerir þetta hlutverk alveg drulluerfitt og mig hefur langað til að leika það síðan ég las leikritið í skóla." Stjörnuhlutverk eins og þetta gerir það að verkum að meðleik- endur Hilmis standa svolítið í skugga Jimmys, að minnsta kosti í augum áhorfenda. Er þetta leikrit bara um unga reiða manninn? „Þeirra hlutverk eru ekki síður erfið en á allt annan hátt. Þau eru á sviðinu nánast allan tímann og það reynir meira á leikarann er margir gera sér grein fyrir. Ég reiði mig mikið á þau og þegar Jimmy fer með sínar ræður þá get- ur eitt augnaráð frá þeim ráðið úr- slitum um hvort maður kemst á flug eða ekki.“ Hamlet, Jimmy og Galdra- Loftur Það má telja öruggt að flestir leikarar lumi á stuttum eða löng- um lista yfir hlutverk sem þá dreymir um að leika. Hvernig stendur listinn hjá þér? „Ég er eiginlega að verða búinn með hann því á mínum lista yfir draumahlutverk voru Hamlet, Jimmy og svo dreymdi mig um að leika í Beðið eftir Godot og sá draumur rætist í vetur. Svo var Galdra-Loftur á listanum en það má alveg bíða. Benedikt Erlings- son vinur minn fékk að leika hann fyrir fáum árum og það er nóg fyr- ir mig.“ Hilmir hér og Hilmir þar Hilmir er jafnframt því að leika i Horfðu reiður um öxl að æfa leik- rit sem hann leikstýrir í Borgar- leikhúsinu sem heitir Abigail býð- ur i partí eftir Mike Lee. Síðan tekur við að leika í Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu undir stjórn hins sænska Peters Enquist sem leikstýrði Ormstungu hérna um árið. Þá leikur hann með Stef- áni Karli Stefánssyni 20 hlutverk i írska gamanleiknum Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu og síðast en ekki síst leikstýrir hann í Þjóðleikhúsinu leikritinu Maður- inn sem vildi vera fugl og þar er það Stefán Karl Stefánsson sem leikur aðalhlutverkið. Leikrit þetta er byggt á sama verki og kvikmyndin Birdy sem hlaut mik- ið lof fyrir nokkrum árum þar sem Matthew Modine fór á kostum. Loks er ákveðið að Hilmir leiki í kvikmynd sem Lárus Ýmir Ósk- arsson er að fara að gera og hefj- ast tökur síðla vetrar. Þetta lítur út eins og þéttskipuð dagskrá enda viðurkennir Hilmir að þetta sé al- veg á mörkum þess að vera of mik- ið. Hilmir hefur tvisvar sinnum áður leikstýrt, fyrst Krákuhöllinni í Nemendaleikhúsinu og síðan Gullna hliðinu í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Ætlar hann að verða einn þeirra leikara sem fetar sig af sviðinu yfir í stól leikstjórans? „Enn sem komið er heitir þetta að ég sé að prófa að leikstýra. Það er ágæt tilbreyting og þroskar mann mikið sem leikara í leiðinni. Mér finnst þetta skemmtilegt en lít ennþá á mig sem leikara fyrst og fremst." Þótt Hilmir sé fastráðinn í Þjóð- leikhúsinu vekur það óneitanlega athygli hvernig hann skiptir sér milli leikhúsanna i vetur. Á báð- um stöðum fær hann draumahlut- verk og tækifæri til að leikstýra að auki. Staðfestir þetta hve eftir- sóttur hann er? „Ég hef unnið mikið með Gió (Guðjóni Pedersen) og ég lít á þetta sem áframhald af þvi sam- starfi. Við höfðum oft lagt á ráðin um ýmis verkefni sem viö vildum ráðast í saman og nú þegar hann er orðinn leikhússtjóri þá er eðli- legt að ráðast í þau. Ég vil taka fram að þetta samstarf hefur mætt fullkomnum skilningi á báðum stöðum." Vandræðin í Iðnó Margir hafa spáð því að vetur- inn sem nú fer í hönd eigi eftir að verða spennandi í leikhúsheimin- um. Upphaf leikársins einkenndist „Gagnrýnendur eru bara fólk og ber að skoða álit þeirra í því Ijósi. Það sem þeir skrifa er þeirra skoð- un sem getur orðið dálítið stór á prenti en vegur kannski ekki mikið þyngra en það sem ein- hver segir við mann á kaffihúsi. “ af umtalsverðum væringum þar sem hfð nýstofnaða Leikfélag ís- lands í Iðnó rak hornin í Þjóðleik- húsið og ásakaði það um óheiðar- lega samkeppni. Þegar hið unga leikfélag kynnti með lúðrablæstri listann yfir þá leikara sem myndu starfa með félaginu á næstu vertíð vakti athygli að nafn Hilmis Snæs var þar á meðal. Hilmir dró þess- ar fréttir til baka með sérstakri yf- irlýsingu og er áfram á samningi hjá Þjóðleikhúsinu. í augum utan- aðkomandi leit þetta út eins og hann væri sá sem allir vildu ráða og gull og grænir skógar væru fal- ir ef hann bara kæmi. Hvað var það sem raunverulega gerðist? „Þetta var allt saman hálfgerður misskilningur og vandræöagang- ur. Ég var í viðræðum við Leikfé- lag íslands, það er ekkert leyndar- mál. Þeir voru heldur fljótir á sér að tilkynna það og ég var heldur seinn að ákveða mig og segja þeim frá því. Stundum eru hlutirnir ekki ákveðnir fyrr en á síðustu stundu. Þetta kom auðvitað allt frekar illa út og mér finnst það leiðinlegt." Öll dýrín í skóginum eru vlnlr Samkvæmt bestu heimildum DV var Hilmir undir gífurlegum þrýstingi meðan á þessum átökum stóð og er haft fyrir satt að hann hafi ekki ákveðiö að vera kyrr uppi á Hverfisgötu fyrr en daginn áður en Leikfélag íslands sendi til- kynningu sína frá sér. Mun þessi uppákoma draga dilk á eftir sér í samskiptum hans við leikhúsin eða verða öll dýrin í skóginum vinir hér eftir sem hingað til? „Mér fannst margt í opinberum samræðum leikhúsanna hálfkjána- legt. Leikhúsin eiga að vinna sam- an en ekki hvert á móti öðru. Þetta er of lítið land til þess að standa í einhverjum átökum því við þurfum öll hvert á öðru að halda. Ég held að deilur leikhúsanna minni um margt á það ef mönnum verður sundurorða á kaffihúsi. Það er yfirleitt hægt að lagfæra með einu símtali. En það verður allt svo stórt á prenti." Er eftirsóttur leikari eins og Hilmir bókaður meira en einn vet- ur í senn eða lætur hann hverju leikári nægja sina þjáningu? „Mér finnst dagskráin mín vera svo þéttskipuð í vetur að næsti vetur er algerlega óskrifað blað. Það verður að taka eitt skref í einu.“ Hllmir er stjarnan Hilmir Snær hefur auk aðalhlut- verka á leiksviði leikið í þremur stórum íslenskum kvikmyndum undanfarin tvö ár. Síðastliðið haust var Myrkrahöfðingi Hrafns Gunnlaugssonar sýndur og um þessar mundir var Hilmir að leggja síðustu hönd á hljóðsetn- ingu fjögurra þátta sjónvarpsseríu Hilmir Snær Guðnason er eftirsóttastur allra lelkara dv-myndir tetor „Á mínum lista yfir draumahlutverk voru Hamlet, Jimmy og svo dreymdi mig aö leika í Beöiö eftir Godot og sá draumur rætist í vetur. Svo var Galdra-Loftur á listanum en þaö má alveg bíöa. “ t Hilmir hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á Jimmy í Horfðu reiður um öxl „Hann finnur ákaflega vel aö hann er engin hetja og hann þolir ekki aö vera sá sem hann er. Reiöi hans brýst því út og bitnar á öllum sem koma nálægt honum. “ Hvernig fannst þér? - brot úr umsögnuin gagnrýnenda um Horfðu reiður um öxl „Hilmir Snær Guðnason kom lyndiseinkunn Jimmys fullkomlega til skila. Aftur á móti er persónan svo ógeðfelld í sífelldum árásum sínum á samferðafólkið aö það er illþol- anlegt. Mjög svo sannfærandi leikur en það tekur á að fylgj- ast með Hilmi.“ Sveinn Haraldsson, Mbl. „Reyndar stendur Hilmir Snær Guðnason sig frábærlega og greinilegt að allt verður aö gulli í höndunum á þeim pilti. sem gerð er upp úr Myrkrahöfð- ingjanum. Þættirnir eru 50 mínút- ur hver og verða sýndir I sænska sjónvarpinu sem nú er komið með Breiöbandinu inn á fjölda ís- lenskra heimila og þar geta þeir sem misstu af kvikmyndinni og þeir sem sáu hana og langar í meira séð Jón píslarvott í nýju ljósi. Skömmu síðar komu Englar alheimsins eftir Friðrik Þór í kjöl- farið og 101 Reykjavik Baltasars Kormáks. Tvær síðarnefndu myndirnar hafa verið að fá verð- laun á ýmsum kvikmyndahátíðum að undanförnu og það ilýgur fyrir að leikurum í þeim hafi boðist ýmis gylliboð frá umboðsmönnum þar sem stjörnuljósin í Hollywood tindra í bakgrunninum. í öllum myndunum lék Hilmir ýmist aðal- hlutverkið eða eitt þeirra stærstu. Hvernig er að vera stjarna á ís- landi? Tók of mlkinn þátt í lelkn- um „Þetta stjörnuhugtak er komið frá Hollywood og ef ég væri stjama í þeim skilningi gæti ég ekki setið hér á kaffihúsi. Ég er ekki meiri stjarna en svo að ég get vel farið á krána eftir æflngu og slakað á án þess að það veki einhverja sér- staka athygli. ísland er smáþorp og Reiðin, sársaukinn, vonleysið, allt varð þetta ljóslifandi í túlkun HOmis og á köflum var Jimmy svo fullkomlega óþol- andi að erfitt var að halda kyrru fyrir á áhorfendapöllun- um.“ „Ég heföi reyndar kosið að sjá yngri leikara kljást við þetta verk...“ Halldóra Friðjónsdóttir, DV „Leikur Hilmis Snæs Guðnasonar í hlutverkinu var í einu orði sagt afbragðsgóður. það geta allir íslendingar verið stjörnur. Ég reyni bara að vinna vel það sem ég er að gera. Það sem mestu máli skiptir er að ná að koma við þá sem mæta í leikhúsið Ég neita því ekki að fyrst eftir „Þeir voru heldur fljótir á sér að tilkynna það og ég var heldur seinn að ákveða mig og segja þeim frá því. Stundum eru hlutimir ekki ákveðnir fyrr en á síðustu stundu. Þetta kom auðvitað allt frekar illa út og mér finnst það leiðinlegt. “ að ég útskrifaðist gekk mér vel og ég fékk mikla athygli fyrir hlut- verk sem ég uppveðraðist töluvert af. Um tíma tók ég of mikinn þátt í þessum leik, þótti athyglin góð, skemmtilegt að fara í viðtöl og allt sem því fylgir. Það má segja að ég hafi verið í svolitlum stjörnuleik en ég er sem betur fer kominn nið- ur á jörðina. Ég þarf ekki að vera betrekktur uppi um alla veggi úti um allan bæ. Mér nægir að njóta virðingar samstarfsmanna minna og bera virðingu fyrir þeim.“ Hilmir virðist kannski í mýksta lagi í þennan mann, en hann sýnir að hann getur túlkað hina yfirgengilegu grimmd Jimmys af djöfulleg- um krafti, sem er nauðsynlegt til að hinir mýkri og við- kvæmnislegri tónar hlut- verksins njóti sín. ...Þetta er enn ein rós í hnappagat þessa snjalla leik- ara, sem Þjóðleikhúsinu helst vonandi á.“ Gunnar Stefánsson, Degi- Tímanum Hestamaður og leikari Þegar Hilmir er ekki að leika fæst hann við hestamertnsku og á sjálfur átta hesta og hefur lúmskt gaman af því að stunda hrossa- prang. Þannig var frægasti hestur íslenskra kvikmynda, sá sem fell- ur í rómuðu upphafsatriði Engla alheimsins og Hilmir situr á löng- um stundum í Myrkrahöfðingjan- um, um hríð í hans eigu. Hesta-’ mennska er sem tómstundagaman svo útbreidd í hópi leikara að það er nánast klisja. Hvers vegna heillar hestamennskan leikarana svo mikið? „Ég hef verið í hrossunum síð- an ég var 13 ára, löngu áður en ég varð leikari. Mér finnst afskap- lega gott að fara upp í hesthús og gleyma leikhúsinu. Þaö er alveg sama þó ég sé bara að moka skít. Við það hverfur stressið og amstr- ið sem stundum fylgir þessu starfi. Svo er þetta holl útivera. Við sem vinnum í leikhúsi mæt’- um í vinnuna í myrkri á veturna og yfirgefum ekki leikhúsið fyrr en komið er myrkur. Mér finnst þetta frábært þó ég viti ekki hvers vegna þetta er svo útbreitt meðal leikara. Þeir hafa sjálfsagt áhrif hver á annan." -PÁÁ-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.