Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Page 8
8
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
Útlönd ZZ__________________________________________________________________________________-____________ PV
Hörfað undan táragasi
Palestínumenn flýja er ísraelskir
hermenn skjóta á þá táragasi á
Gazasvæðinu í gær.
Meirihluti ísraela
styður stofnun
palestínsks ríkis
Meirihluti ísraelsku þjóðarinnar
styður stofnun palestínsks ríkis.
Þetta er niðurstaða skoðanakönnun-
ar Gallups sem birt var í ísraelska
blaðinu Maariv í gær. 57 prósent
eru fylgjandi stofnun palestínsks
ríkis en 36 prósent eru andvíg. Samt
sem áður eru 70 prósent þjóðarinn-
ar hlynnt þeirri ákvörðun Ehuds
Baraks forsætisráðherra að stöðva
friðarferlið vegna átakanna. 23 pró-
sent eru mótfallin frestun viðræðn-
anna.
ísraelskir hermenn skutu að
minnsta kosti fjóra Palestínumenn
til bana í gær á Vesturbakkanum og
Gazasvæðinu.
Rotnar endur
valda frönskum
sælkerum áfalli
Nokkrum dögum eftir að Frakkar
komust að því að þeir hefðu keypt
kúariðukjöt i matvöruverslunum
voru þeir upplýstir um að 23 tonn af
sælkeramatnum „confít de canard“
eða önd í eigin feiti, hefðu reynst
rotin við eftirlit á þessu ári. Samt
sem áður hafði næstum helmingn-
um af kjötinu verið pakkað niður í
6 þúsund dósir, merktar gæðavara,
sem senda átti á markað frá verk-
smiðjunni í Dordogne í suðvestur-
hluta Frakklands. Samkvæmt frétt
blaðsins Le Parisien hafði kjötið
verið látið standa nokkum tíma eft-
ir slátrun áður en það var sett í dós-
irnar.
Fréttir af rotnu öndunum bárust
samtímis því sem landbúnaðarráðu-
neytið i Frakklandi greindi frá 7
nýjum tilfellum af kúariðu.
Poul Nyrup Rasmussen
Færeyska landstjórnin gekk bitur af
fundi hans á fimmtudagskvöld.
Styðja Nyrup í
Færeyjamálinu
Stjórnaranastaðan á danska þing-
inu styður stefnu Pouls Nyrups
Rasmussens, forsætisráðherra Dan-
merkur, í samningaviðræðunum
við Færeyjar. Danska stjórnin vill
ekki semja við Færeyinga sem þjóð
og það eru þeir ósáttir við. Þess
vegna fóru viðræðurnar út um þúf-
ur á fimmtudagskvöld.
Færeyingar boða líklega til þjóð-
aratkvæðagreiöslu um sambands-
slitin við Danmörku á næsta ári.
Reynist meirihluti fylgjandi
sjálfstæði verða viðræður teknar
upp á ný við Dani.
Reiði vegna harmleiksins um borð í Kúrsk:
Sjóliðarnir voru
grafnir lifandi
„Bréfið frá Kúrsk, sem sýnir að
að minnsta kosti 23 sjóliðar lifðu af
sprenginguna í Kúrsk, er banvænt
fyrir stjórnina. Yfirvöld grófu
Kúrsk of snemma, kannski á meðan
hann var enn á lífi.“ Þetta skrifaði
rússneska dagblaðið Segodnja í gær.
Reiðin gegn yflrvöldum í Rússlandi
fór vaxandi í gær, degi eftir að greint
var frá innihaldi bréfs lautinantsins
Dmitris Kolesnikovs. Bréflð skrifaði
hann eftir sprenginguna 12. ágúst síð-
astliðinn þegar Kúrsk sökk. Kafarar
fundu bréfið í vasa Kolesnikovs.
„Áhöfnin á Kúrsk var grafin lif-
andi,“ segir Veronika Marsjenko, full-
trúi samtakanna Réttindi mæðra. í
yfirlýsingu, sem birt var í gær, segir
hún að yfirvöld hafi reynt að leysa
alls kyns vandamál eins og að leyna
slysinu, vernda hernaðarleyndarmál,
auka dvínandi vinsældir forsetans og
Ekkjur sjóliðanna
Nokkrar ekkjur sjóliðanna þakka
björgunarmönnum störf þeirra.
múta herskáum, sem tengdust mál-
inu, og fréttamönnum til að þegja.
„Allt var gert nema að bregðast skjótt
við til að bjarga áhöfninni.“
Vjatsjeslav Popov aðmíráll, yfir-
maður Norðurflotans, sagði í gær að
sjóliðarnir 23, sem lifðu af spreng-
inguna, kynnu að hafa lifað í heilan
sólarhring eftir slysið.
Talsmaður Norðurflotans, Vla-
dimir Navrotskí, greindi frá því í
gær að alvarleg brunasár væru á
nokkrum líkanna. Navrotskí sagöi
ekkert um hver kynnu að vera upp-
tök eldsvoðans í kafbátnum. Einnig
var greint frá því að líkin bæru þess
merki að þungir og hvassir hlutir
hefðu rekist í sjóliðana.
Bylur og rok kom i gær í veg fyrir
að kafarar gætu haldið áfram
tilraunum sínum til að ná upp fleiri
líkum frá Kúrsk.
Forsetahjón á bæn
Forseti Filippseyja, Joseph Estrada, og eiginkona hans, Luisa Ejercito, við messu í forsetahöllinni í gær. Forsetinn,
sem sakaður hefur verið um aö hafa þegið mútur frá spilavítisstjórum, lýsti því yfir í gær að ekki væri hægt að neyða
hann til að segja af sér. Óskaði forsetinn eftir vopnahléi við stjórnarandstöðuna.
Hætta á heitara loftslagi
en áður hefur verið spáð
Jörðin hitnar miklu hraðar af út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda en
vísindamenn hafa áður haldið. í
nýrri skýrslu nefndar alþjóðlegra
visindamanna kemur fram að með-
alhiti á jörðinni muni hækka um 6
gráður til ársins 2100.
Þetta er þriðja og alvarlegasta
skýrslan um loftslag á jörðinni frá
sérfræðinganefndinni. Nefndin, sem
í eru 2500 loftslagsvísindamenn frá
öllum heiminum, er nú nær alveg
viss um að sambandið milli gróður-
húsalofttegunda og aukins hita á
jörðinni hafi verið sannað. Fyrir
fimm árum spáði nefndin því að
meðalhitinn á jörðinni myndi
hækka um 1 til 3,5 stig á milli ár-
anna 1990 og 2100. Nú spáir sama
nefnd því að hitinn hækki um 1,5 til
6 stig á sama tímabili. Um er að
Flóö á Ítalíu
Hækkað hitastig vegna
gróðurhúsaáhrifa getur valdið
miklum náttúruhamförum.
ræða meðalhækkun en hitahækk-
unin getur orðið miklu meiri á ýms-
um svæðum og getur þar með vald-
ið miklum náttúruhamfórum.
í annarri skýrslu kom nýlega
fram að síðasti áratugur hefði verið
sá heitasti i 1000 ár. Hitinn fór að
hækka áberandi á áttunda áratugn-
um og á síðasta áratug, einkum síð-
ustu fimm árin, hefur verið óvenju-
hlýtt. Vísindamennirnir sjá enga
aðra líklega skýringu en gróður-
húsaáhrifin.
Búist er við að skýrsla vísinda-
mannanna, sem reyndar er ekki al-
veg tilbúin, muni vekja mikla at-
hygli á ráðstefnu í næsta mánuði
þegar fulltrúar flestra þjóða heims
koma saman í Haag til að ganga frá
Kyotosamkomulaginu um takmörk-
un gróðurhúsalofttegunda.
Refsað í skólanum
Andrés prins,
næstelsti sonur El-
ísabetar Englands-
drottningar, segir
að sér hafi verið
refsað líkamlega
þegar hann var í
einkaskóla nálægt
Ascot í suðurhluta
Englands. Breska blaðið Daily Mail
greindi frá þessu í gær. Það er jafn-
framt haft eftir prinsinum að for-
eldrar hans hafi aldrei barið hann.
Sjálfur hefur hann heldur aldrei
lagt hendur á dætur sínar. Prinsinn
styöur herferð gegn ofbeldi gegn
bömum.
Rændi sjálfum sér
Argentínskur maður rændi sjálf-
um sér til að svíkja um 2 milljónir
króna út úr konu sinni. Konan fékk
féð hjá yfirmanni sínum og afhenti
það á umsömdum stað. Henni brá
þegar lögreglan hafði gripið meint-
an mannræningja.
Kosovo fær sjálfstjórn
Vojislav Kostunica, forseti
Júgóslavíu, og Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti lögðu til í gær að
Kosovo fengi sjálfstjórn en yrði
áfram hluti af Júgóslavíu.
Fáránleg bankagjöld
Neytendamálaráðherra Svíþjóð-
ar, Britta Lejon, segir fáránlegt að
almenningur þurfi að greiða fyrir
að taka út fé úr banka.
90 milljarða tap
Tapið á heims-
sýningunni í
Hannover er áætlað
að verði 90 milljarö-
ar islenskra króna,
sex sinnum meira
en fyrst var gert
ráð fyrir. Gerhard
Schröder Þýska-
landskanslari segir ekki hægt að
meta gildi sýningarinnar í pening-
um.
Tölvuþrjótar hjá Microsoft
Framkvæmdastjóri Microsoft,
Steve Ballmer, sagði í gær að tölvu-
þrjótar, sem brutust inn í tölvukerfi
fyrirtækisins á fimmtudag, hefðu
komist í nokkur aðalforrit fyrirtæk-
isins en ekki breytt þeim.
Argentína vill Pinochet
Argentínsk yfir-
völd kröfðust í gær
framsals Augustos
Pinochets, fyrrver-
andi einræðisherra
Chile. Pinochet er
sakaður um að hafa
staðið á bak við
morðið á Carlos
Prats, yfirmanni herráðsins i Chile,
er var í útlegð í Argentínu. Prats,
sem var mótfallinn valdaráni Pin-
ochets, var myrtur í Buenos Aires
1974.
Gore með grínara
A1 Gore, forsetaframbjóðandi
demókrata i Bandaríkjunum, hélt í
gær kosningafund með grínleikar-
anum Bill Cosby í Vestur-Virginiu.
Samtímis herti George Bush árásir
sínar á persónuleika Gores. Sagði
hann varaforsetann lítt trúverðug-
an.