Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
Helgarblað
I>V
Umfjöllun Die Zeit um
Kára Stefánsson og íslenska erfðagreiningu olli fjaðrafoki:
Messías á Lynghálsinum
„Messías sneri heim þegar hann var 47 ára og menn sáu aö hann var nær tveir metrar á hæö. Vélin stansaöi á mörkum hins byggilega heims, hann steig
út inn í framtíöina og ók um hraunbreiöurnar til vesturs, í áttina aö Esjunni, því dularfulla flalli."
Fyrir skömmu birtist í hinu
virta þýska blaði, Die Zeit, grein um
Kára Stefánsson og íslenska erfða-
greiningu. Á vef Mannverndar
(mannvernd.is) birtist nýlega þýö-
ing á greininni sem er eftir Christi-
an Schiiie og nefnist í íslenskri þýð-
ingu Draumarannsóknarstofan.
Greinin er að mörgu leyti frá-
brugðin því sem íslendingar mega
venjast. Hún einkennist af kómík,
beittri ádeilu og sterkum stílbrögð-
um. Hér á eftir fylgja nokkrar til-
vitnanir í greinina.
Messías
í umfjöllun blaðamannsins er
Kára iðulega líkt við Messías vegna
þess að honum sýnist sem íslend-
ingar liti á Kára sem frelsara.
„Messías sneri heim þegar hann
var 47 ára og menn sáu að hann var
nær tveir metrar á hæð. Vélin
stansaði á mörkum hins byggilega
heims, hann steig út inn í framtíð-
ina og ók um hraunbreiðumar til
vesturs (sic) í áttina að Esjunni, því
dularfulla fjalli. í andlega fartesk-
inu voru þrjú mikilfengleg loforð:
heill alheimsins, hið gullna tímabil,
framfarir i vísindum. Hann hvatti,
útlistaði, benti á. Hann boðaöi nið-
andi framtíðardrauma og talaði inn
í íslensku þjóðarsálina. Hann talaði
um siðferðilegar skyldur, um rétt
hvers og eins til bata, um þá ósk
sína að ná tökum á erfðabundnum
þjóöarsjúkdómum þessa heims og
um þekkinguna, þessa nýju óræðu,
sem væri ávöxtur líffræðilegra
rannsókna í læknavísindum. Hann
vildi ekkert hik, hann vildi hraða
og hann var eldmóður boðberi.
Hann ók um þorp og bæi og boðaði,
talaði í ríkissjónvarpiö og einka-
sjónvarp, skrifaði í blöðin og talaði
í útvarp um blessun líffræðiupplýs-
inga. Geð hans var óstöðugt eins og
veðrið, hann kom kurteislega fram
og ruddalega, mönnum fannst hann
bæði vingjamlegur og frekjulegur.
Messías íslands réð yfir vopnum
hinnar nútímalegu hetju, charisma,
mælsku, yndisþokka, gáfum og hug-
boði um hinn rétta veg. Þannig byrj-
aði tímabil síðari tísku á íslandi
1996.“
***
„Ef menn eru svo heppnir að
hitta Messías á spennuiausri hvíld-
arstund sjá þeir fyrir sér aðlaðandi
persónu sem sýnir sveigjanlegan
trúnað og ætlast sjáif til hins sama.
Það er sagt um þennan mann að
hann gæti selt hverjum sem væri
sand i Sahara sem einstætt fyrir-
brigði, hann virðist ekki vera einn
af þeim sem leggja ofuráherslu á
mikla nákvæmni ef haldið er i rétta
átt.“
***
„Stöðug æsiskrif í hálft annað ár
hafa ekki brotið þjóðartrúna á
Messías á bak aftur.“
Hann fer að borða bláberja-
jógúrt
Christian lýsir nákvæmlega út-
liti Kára og hvemig persónueigin-
leika hann skynjar.
„HANN. Röddin fer á undan hon-
um. Teppið er blátt, og í því er lang-
dreginn rauður rétthymingur.
HANN gengur á rauða teppinu,
stikar stórum, buxnaskálmarnar
blakta, hlustunartæki við eyrað,
ákveður, semur. Þóttafullur. Föt,
vesti, hvít skyrta. HANN er frægur.
Það em til doktorsritgerðir um
hann og ein ævisaga. HANN gengur
um án þess að sjá neinn og enginn
þorir að heilsa honum, enginn af
nánum og nánustu samstarfsmönn-
um hans í deCODE genetics í iðnað-
arhverfmu 1 Reykjavík i rigningar-
sudda á eftirmiðdegi. HANN mætir
rúmlega einni klukkustund of
seint. Þetta verður að láta sér vel
líka - er annað hægt? - forvitnin að
hitta þetta fyrirbrigði hefur vaxið
dag frá degi. Hvað mun HANN
segja? HANN, sem íslendingar dást
að af því að þeir kunna að meta
þrjósku og kraft?
Óvænt opnast dymar - uml,
hvísl, fyrirmæli. Röddin. Enginn
annar talar. Þama stendur HANN.
Brosandi álútur með útbreidda
langa handleggi, lófamir snúa upp,
gleraugu fremst á nefbroddinum,
hjartanleg kveðja, mjúkt handtak.
Með sérstökum yndisþokka ávarp-
ar hann þýska gestinn á íslensku til
þess að gera honum ljósar stað-
reyndir: „Ég er Kári Stefánsson,
forstjóri og leiðtogi íslenskrar
erfðagreiningar, góðan dag.“ Eitt-
hvað á þessa leið talar hann og óró-
legur kinkar maður kolli í kveðju-
skyni. Og þegar hann tekur af sér
FIosi
Tilvistarkreppa flygils
Akureyringar em og hafa alltaf verið tón-
elskari en almennt gerist. Þessvegna þarf
öngvum aö koma á óvart þó þeir hafi með
sameiginlegu stórátaki ráðist í að festa kaup á
slaghörpu (flygli) sem boðlegur væri píanist-
um, virtuósum og jafnvel Akureyringum. Tón-
listarfélagið og bæjarsjóöur splæstu fyrir
nokkru sex miljónum í Steinway-flygil sem
þótti líklegur tii að hefja „hina dýru list“ á
Akureyri í nýjar hæðir og síðan var safnaðar-
heimilið heiðrað með því aö fá að skjóta
skjólshúsi yfir þennan kjörgrip, sem keyptur
hafði verið í minningu hins ástsæla tónlistar-
manns Ingimars Eydal.
En Adam var ekki lengi i Paradís. Flygill-
inn var of stór og var raunar að því er manni
skilst ekki hægt að nota hann á söngæfingum
þar sem hann tók of mikið pláss frá söngfólk-
inu.
Nema nú er búið að bera flygilinn út úr
safnaðarheimilinu, hann kominn á hrakhóla
og liggur nú til geymslu í pakkhúsi Akoplast
á Akureyri innanum plastik-fiskkör og rot-
þrær.
En við skulum ekki víla par. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem flygill lendir í tilvistar-
kreppu á íslandi
Átakanlegasta æfiskeið flygils á íslandi er
vafalaust ferill hljóðfærisins sem keypt var
hingað tfl lands vegna komu Friðriks áttunda
árið 1907.
Þetta er semsagt harmsaga einhvers mesta
kjörgrips sem komið hefur tfl landsins, hljóð-
færis sem sérstaklega var hingað flutt af því
ekkert annað var tfl í landinu konungi sam-
boöið
Það er til marks um hvílíkur kjörgripur
hljóðfærið var aö öngvum íslendingi þótti
treystandi til að leika á það og var í skynd-
ingu sent teligramm til Hafnar og pantaður pí-
anisti þaðan.
Svo slysalaust virðist spilamennskan í
kóngsveisluimi hafa gengið fyrir sig að henn-
ar er ekki getið í annálum.
Nú segir ekki af flyglinum í tvo þrjá ára-
tugi. Þá birtist hann útá túni í Stykkishólmi á
uppboði á eigum valinkunns fjáraflamanns
sem kominn var á hausinn og fluttur suður.
Aflt sem á túninu var seldist, nema flygill-
inn,sem útvegsbændum í Hólminum þótti
ólíklegt að gæti flotið jafnvel þó jámaruslið,
væri tekið innanúr honum.
Allar vorannimar stóð svo þessi kjörgripur,
sérhannaður fyrir kónga og keisara og öðrum
hljómfegurri, þama í gróandanum öllum til
ama og ekki síst þeim sem þurftu að sinna
vorverkum.
Þá var það að Jónas frá Hriflu kom gersem-
inni tfl Laugarvatns. Telja sérfræðingar að
þegar hér var komið sögu hafi hljómbotninn
verið orðinn eitthvað siginn og strengir mis-
þandir eða jaíhvel slakir.
Laugvetningar vissu að sjálfsögöu ekki frek-
ar en aðrir hvaða not gætu orðið af þessari
mublu sem var of há tfl að hægt væri að éta
við hana en of lág tfl að nota við hreingem-
ingar. Rottur tóku sér bólfestu í kassanum og
juku þar kyn sitt þar til skólapfltar fóm að
gera sér dagamun með því að míga ofaní
flygilinn.
Þá flúðu rottur vosbúðina.
Flygillinn var svo gefmn einhveijum sér-
vitringi og altmúlígmanni austan af fjörðum
að því tflskfldu að hann losaði menntasetur
Sunnlendinga viö draslið.
Þegar svo flyglinum var skipað upp á Norð-
firöi, nöktum, umbúðalausum og í öngri af
sinni upprunalegu dýrð, héldu karlamir í
uppskipuninni að hér væri komin pulsugerð-
arvélin sem kaupfélagið var búið að panta.
Og í kaupfélagskjötvinnslunni á Höfn stend-
ur konungsgersemin víst enn, búiö að rífa úr
hljómfegursta instrúmenti sem komið hefur
til þessa guðblessaða lands, vírana og
jámarusliö og er i þessum kjörgrip kjörgrip-
anna geymt ketfars.
Þetta var semsagt sagan um konungsger-
semina sem flutt var hingað tfl lands, flygil-
inn, sem var öðrum flyglum hljómfegurri, en
tekinn í misgripum fyrir pulsugeröarvél og er
nú notaöur til að geyma í honum ketkássu.
Og nú er Akureyrarflygillinn að hefja
göngu sína, vafalaust hjómfegursta instrúment
sem komið hefur tfl landsins síðan ket-
kássuflygillinn útaf konungskomunni 1907.
Einhverjum þykir vafalaust kominn tími tfl
að nothæft hljómleikahús risi á Akureyri þó
ekki væri nema til að hýsa flygflinn góða og
gefa fólki kost á að njóta hans.
Öðrum er víst sama þó ekkert komi uppúr
hljóðfærinu annað en ketkássa.
Flosi