Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 Helgarblað DV „Hafið þér heyrt af því?“ spyr hann [Alfreð Árna- son] lágróma og setur fram varir, „að Kári þyk- ist hafa fundið MS-gen- ið?“ Hann roðnar í vöng- um. „Þetta er dœmigert. Allt tóm lygi“, það vœri ekki til neitt einstakt MS-gen. Þetta vissu allir erfðafrœðingar. Það vœru í mesta lagi mörg gen með smágöllum á mis- munandi litningum og þetta svœði hefðu menn þekkt í 20 ár. „En vitið þér það að fjárfestarnir trúðu Kára?“ gleraugun með fógrum vel snyrtum höndum og guUúrið rennur fram á úlnliðinn þá byrjar ánægjulegt sam- tal um hina miklu fyrirætlun, um Island, um gagnabankann, sem eig- inlega er samtal um hann, sí- streymandi eintal, sem er truflað með spumingum. Niðri í stærstu erfðarannsóknastofu heims suða, dynja og drynja 28 sjálfvirkir rað- greinar til þess að einhvem tima rætist draumur mannkynsins um að þjáningunni linni, bráðlega, mjög bráðlega." *** „I stóra glugganum, á skrifstofu hans, blasir Esjan við, þokuslæð- ingur loðir við breiðan toppflöt hennar. Kári situr í snúningsstól. Hann jjyldi ekki þýska blaðamenn, segir hann vingjamlega. - „Ef til vill má breyta þv.í“ - „Æðisgengin óraunhæf gagnrýni" - „Þýskaland er viðkvæmt gagnvart misnotkun vísindanna," - „Já, já, það er vegna fortíðarinnar. Ég skil það vel og virði aðferð ykkar til að afgreiða þennan heilaskaða.“ Hann fer að borða bláberjajógúrt og mælir þessi þýðingarmiklu orð: „Menn eiga rétt á heilbrigði. Það væri glæpur að notfæra sér ekki hina nýju þekk- ingu.“ Síðan tekur hann ofan gler- augun og þá sést í stór augun sem stara í órafjarlægð köld - eða tælandi. „Foreldrar okkar, afar og ömmur hafa gefið leyfi til þess að nýta þessi gögn og þannig hafa þau lagt grundvöll að nýtísku vísindum. Og við megum ekki halda í okkar gögn þegar um velgengni bama okkar er að ræða,“ segir hann, set- ur gleraugun aftur á nefbroddinn og horfir álútur fram fyrir sig yfir gleraugun. „Eiga ekki allir rétt á því að vita um erfðagalla sína svo aö þeir geti breytt lífsstíl sinum? Ég fullyrði að það sé skylda okkar að ávísa gögnum okkar til þess að tryggja framfarir." Þetta er þá aumi bletturinn: Menn geta ekki krafist fyrsta flokks heilsugæslu án þess sjálfir að láta af hendi upplýsingar fyrir framtiðarheilsuvemd. Vonin kostar sitt.“ Gagnrýnendurnir Gagnrýnendur Kára láta þung orð falla í grein Die Zeit og Kári lætur andstæðinga sína sömuleiðis finna fyrir því. „Hafið þér heyrt af því?“ spyr hann [Alfreð Ámason] lágróma og setur fram varir „að Kári þykist hafa fundið MS-genið?“ Hann roðn- ar í vöngum. „Þetta er dæmigert. Allt tóm lygi“, það væri ekki til neitt einstakt MS-gen. Þetta vissu allir erfðafræðingar. Það væru í mesta lagi mörg gen með smágöll- um á mismunandi litningum og þetta svæði hefðu menn þekkt í 20 ár. „En vitið þér það að fjárfestarn- ir trúðu Kára?“ Og lyfjafyrirtækin, sem aðeins hafa áhuga á þjóðar- sjúkdómunum, krabbameini, kransæðasjúkdómum, flogaveiki, parkinsonsjúkdómi, elliglöpum (alzheimersjúkdómi) og mænusiggi (MS-sjúkdómi). Öll líftæknifyrir- tækin væru á höttunum eftir þess- um sjúkdómum og gæfu miklar yf- irlýsingar til þess að beita fyrir lyfj- arisana. Meðul fyrir smásjúkdóma sem ekki næðu útbreiðslu borga sig ekki, segir Alfreð Árnason. „ímynd- ið yður, Kári lofaði því á árinu 1998, að hann skyldi á hverju ári finna erfðafræðilega orsök tólf þjóðar- sjúkdóma!" Alfreð Árnason segir ekkert meira. I stað orða fáum við heilagfiski og skyr.“ *** „Á blaðamannafundi 18. ágúst árið 2000 auglýstu Hoffmann- LaRoche og deCODE áfangasigur í alzheimerrannsóknum. Þetta var mikill viðburður, menn lögðu við hlustir. Hafði deCODE fundið gen? Ekkert gen, sagði Kári í viðtali, en svæði hefði verið kortlagt. Hvað þýðir kortlagning litningssvæðis sem nær yfír 30 Megabasa [30 milj- ón basa] að stærð, svæði sem nær yfir 300 til 3000 gen og er fjórðung- ur eða fimmtungur meðallitnings? „Hreint ekki neitt,“ segir uppgjafar- sinninn Einar Ámason, „kortlagn- ing svæðis af þessari stærð skeður nær því í hverri viku“. Að vísu er Einar gamaldags vísindamaður, dæmigerður andstæðingur Kára Stefánssonar, andstæðumar liggja í stílnum. Allt eru þetta andstæður stílsins, ekki ærunnar. Umfram allt er deilt um siðferðislögmálin." *** „Hann stynur lágt, eins og óþægi- legar spumingar séu honum böl, og hann veit að þær eru óhjákvæmi- legar. Menn taka eftir: Hann hefur sagt það hundrað sinnum. Staðið fyrir því hundrað sinnum. Enginn hafi talað oftar en hann á líftækni- siðfræðiráðstefnum síðustu tveggja ára, segir Kári. Aftur og aftur ræð- ir hann um þá sem gagnrýna hann. Afbrýðisemi, öfund. Það væri kannski skiljanlegt en honum fmnst það ekki vega þungt. Hann spyr hvers vegna gagnrýnendur hans æsi sig svona upp og hann svarar og er ekki laus við hroka: „Þér verðið að líta á hvaðan gagn- rýnin kemur. Það var alltaf þannig á íslandi að læknafélagið var beðið um álit á nýjum lagafrumvörpum en svo var ekki í þessu tilfelli. Fyr- irtæki okkar hefur nú geysilegt vald sem læknamir höfðu áður: Fólkið í landinu spyr okkur þegar það óskar umsagna um líffræðileg- ar framfarir." Og aö lokum „Kári? Nei, Kári hefur ekki vald- ið neinum vonbrigðum. Ríkisstarfs- menn eru vonsviknir vegna þess að ríkisstjómin hefur látið eitt fyrir- tæki spenna sig fyrir vagn þess. Kári er Kári er sagt með virðingu, hann hefur aldrei tapað. Hann var alltaf á undan. Hann braut allar reglur. Já, satt er það, hann virðist hafa unnið, hann hefur selt stóra loforðið sitt. Það er eitthvað óhagg- anlegt við hugmyndir hans, eitt- hvað einstaklega hvetjandi, á óróa- stund. Hve mörgum áföngum hefur hann náð? Kári talar alveg rólegur: „Við höfum unnið mikið á, við höf- um kortlagt gen hjartaáfalls, elli- glapa (alzheimersjúkdóms), geð- klofa, slitgigtar og asma. Við höfum fundið svæði margra annarra sjúk- dóma.“ „Hafið þér fundið ákveðin gen?“ „Nei, en þetta gengur mjög vel.“ Hann leggur fæturna upp á borðið. Dökk ský myndast yfir Esj- unni. Messías kom heim þegar hann var 47 ára og fjórum árum síð- ar var hann kannski orðinn ríkasti maður í landinu. Þrír mávar garga til himins á meðan sólin sest á bak við Esjuna." -sm Margfaldaáu upphæáina núnai Þúsund króna Safnkortsávísun gildir sem • 4000 kr. innborgun hjá Samvinnuferbum-Landsýn: Helgarferb til Dublin, skíbaferð í Alpana, Kanaríeyjar. • 5000 kr. innborgun hjá Radíóbæ upp í vandab AIWA myndbandstæki. • 3000 kr. innborgun ef keypt er fyrir meira en 10.000 krónur hjá 66°N. • 5000 kr. innborgun á ESSO-stöövunum upp í glæsilegt Fiesta gasgrill. Fyrir þúsund króna Safnkortsávísun geturbu líka fengib áskrift at> Sýn í mánuð eba Bfórásinni í tvo mánuöi aöild aö alþjóölega afsláttarklúbbnum World for 2 vandaða stálhitakönnu meö pumpu hjá ESSO myndatöku hjá Ljósmyndastofu Kópavogs fyrir 4 mánaða til 11 ára börn klassískan geisladisk, verk Saint-Saéns eöa Rachmaninovs, á ESSO-stöövunum. Flytjandi Sinfóníuhljómsveit íslands. Fleiri kostir í bobi. Nánari upplýsingar á ESSO-stöbvunum. Essoi Olíufélagið hf www.esso.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.