Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 33
33
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Enginn
venjulegur
maður
- Eymundur Matthíasson er leiðtogi lærisveina
Sri Chinmoy á íslandi
Eymundur Matthíasson er leiðtogi Sri Chinmoy á íslandi.
Söfnuðurinn telur rúma 30 lærisveina og vinnur mikið hugsjónastarf.
*
Amánudag kl. 19.30 heldur ind-
verski jógameistarinn Sri
Chinmoy tveggja tíma tón-
leika í Háskólabíói. Aögangur er
ókeypis og öllum heimill meöan
húsrúm leyfir. Chinmoy mun flytja
eigin lög og ljóö og fer flutningurinn
að mestu fram á bengölsku sem er
móðurmál Chinmoys.
„Tónlist hefur þýðingu en sú þýð-
ing er án orða. Það sem vakir fyrir
Chinmoy er að
skapa andrúms-
loft sem kemur
skilaboðum til
fólks. Það má
segja að tónlist
hans kenni okk-
ur að hlusta á
þögnina,“ segir
Eymundur
Matthiasson
sem er í forystu
hóps 32 læri-
sveina Sri Chin-
moy á íslandi.
Hópurinn starf-
rækir miðstöð
og býður upp á
ókeypis hug-
leiðslunámskeið
en lærisveinar
Chinmoys starfa
i meira en 300
slíkum miðstöðvum í um 70 löndum
víðs vegar um heiminn.
Sri Chinmoy er langt frá því að
vera venjulegur maður. Hann fædd-
ist á Indlandi árið 1931, nánar tiltek-
ið í borginni Chittagong í núver-
andi Bangladess. Hann varð munað-
arlaus 10 ára að aldri og flutti þá til
systkina sinna á Suður-Indlandi og
dvaldi þar næstu 20 árin við hug-
leiðslu og andlega iðkan af ýmsu
tagi.
Sri kom til Vesturlanda fyrst
1964, nánar tiltekið til New York
þar sem hann starfaði á indverskri
ræðismannsskrifstofu um tveggja
ára skeið. Hann gaf út tímarit, hélt
námskeið og fljótlega varð til hópur
eða fylkingar lærisveina sem að-
hyfltust kenning-
ar hans um jóga
og hugleiðslu
samfara hollu
mataræði og lík-
amsþjálfun með
áherslu á hlaup og
þolþjálfun.
Um 1970 hóf Sri
að ferðast um all-
an heim og út-
breiða fagnaðarer-
indi sitt og
áriðl974 kom
hann fyrst til Is-
lands og hélt fyr-
irlestra og nám-
skeið.
Engin takmörk
Sri Chinmoy hefur um ævina af-
kastað meiru en flestir dauðlegir
menn og vandséð hvar skuli byrja á
afrekaskrá hans. Hann hefur skrif-
að og gefið út 1350 bækur um andleg
málefni, leikrit, ljóð og fleira en
samtals hefur hann ort yfir 50 þús-
und Ijóð. Hann hefur málað um 160
þúsund myndir og teiknað 10 millj-
ón myndir af fuglum. Hann hefur
samið 15000 lög við eigin texta og
leikur á um 20 hljóðfæri sum þekkt,
eins og þverflauta, selló og pianó, en
önnur minna þekkt, eins og þrefóld
bambusflauta, tvöfold okkarína eða
indverska strengjahljóðfærið esraj
sem hann heldur mikið upp á.
Þrjú tonn meö annarri hendi
Sri hefuj stundað lyftingar og
hlaup um árabil og hljóp 22 mara-
þonhlaup og 4 últramaraþonhlaup
en á sviði lyftinga mætti nefna að
árið 1985 lyfti hann þremur tonnum
með annarri
hendinni. Hann
hefur heiðrað
margra merkis-
menn með því
að lyfta þeim og
mætti til dæmis
nefna íþrótta-
manninn Carl
Lewis en ekki
síður Steingrim
Hermannsson,
fyrrverandi for-
sætisráðherra,
sem Sri lyfti
þegar hann kom
í heimsókn til
íslands 1975.
Þetta sýnast
vera ofurmann-
leg afrek en
hvemig er þetta
hægt, Eymund-
„Það sem vakir fyrir Sri Chinmoy
er að sýna okkur fram á takmarka-
leysi okkar. Hann segir að fyrst
hann geti þetta þá eigum við að geta
það líka. Hann sefur mjög lítið svo
starfsdagur hans er margfaldur á
við það sem við þekkjum. Hann vill
hjálpa okkur að brjóta niður múr-
ana sem við byggjum umhverfis
okkur sjálf.“
Leitin að dýpri tilgangi
Hvenær kynntist þú kenningum
Sri og byrjaðir að lifa samkvæmt
þeim?
„Ég heyrði fyrst af honum 1975
þegar hann hélt fyrirlestur á Akur-
eyri sem móðir mín sótti. Ég gerðist
lærisveinn hans 1985
og hef verið það síð-
an. Þá hafði ég um
tima verið að leita að
einhverjum dýpri til-
gangi eða takmörk-
um til að stefha að í
lífinu og mér fannst
ég finna svarið í
kenningum hans og
aðferðum."
Auk þess að selja
bækur og plötur
meistarans og halda
námskeið starfar
hópur lærisveina Sri
meðal annars að
skógrækt en til þess
að minnast þess að meistarinn lauk
27 þúsund ljóða flokki fyrir þremur
árum ákvað hópurinn að gróður-
setja 27 þúsund trjáplöntur.
„Við fengum land hjá Skógrækt-
arfélagi Reykjavikur í Hvalfírði og
hófum þetta en það hefur reynst
meira verk en okkur óraði fyrir og
krefst meiri þolinmæöi. Fyrirtæki
hafa gefiö okkur plöntur en við
erum samt aðeins um hálfnuð."
Allir vinna fyrir hugsjónina
En kostar þetta allt ekki óskap-
lega mikið? Það þarf aö borga leigu
fyrir húsnæði, bjóða frí námskeið
og halda ókeypis tónleika. Hver
borgar?
„Þetta er allt hugsjónastarf. Við
gerum okkur grein fyrir því að það
þarf að gera þetta og við sem stönd-
um í þessu öflum fjár með margvís-
legu móti og hver og einn lætur eitt-
hvað af hendi rakna."
Eymundur lagði stund á nám í
stærðfræði og eðlisfræði við Was-
hington and Lee háskólann í Amer-
iku og lauk BS-prófi í báðum fogum.
Síðar dvaldi hann í Englandi og
stundaði píanónám. Eftir að hafa
fengist lítillega við kennslu einbeitti
hann sér að starfinu fyrir Sri Chin-
moy.
Alls engin fórn
Varstu að fórna efnilegum náms-
ferli og snúa baki við borgararleg-
um lífsháttum?
„Sjálfsagt finnst einhverjum þetta
vera fóm mér finnst það alls ekki.
Þvert á móti finn ég að þetta er það
sem ég þarf að gera og veitir mér
hamingju og lífsfyllingu. Eini mæli-
kvarðinn á árangur andlegs starfs
eins og þessa er sá hve mikla ham-
ingju það veitir og ég er sannarlega
hamingjusamur.
Gildismat manna er misjafnt og
ég lifi mjög venjulegu lífi að flestu
leyti nema ég lifi eins og lærisveinn
Sri Chinmoy á að gera. Ég nýti mér
veraldleg gæði að því marki sem ég
tel nauðsynlegt en margt sem aðrir
telja nauðsynlegt er það alls ekki.“
-PÁÁ
Kaneho
FEGURÐIN BYRJAR MEÐ
’I'L; ói
. “ ‘ *,
:
'
■■■' ■' - ■'■ ' & M , W 9* r'~
*
Kanebo hefur gert húðhreinsun að list og býður nú sérsniðna aðferð sem er einstök
til daglegrar hreinsunar húðarinnar.
Hreinsilína Kanebo býður upp á frumlega og árangursríka húðhreinsun sem hentar
nútíma lífsháttum.
■ ; * *- v ... , H _ r ^
Þessi hreinsilína er hönnuð til þess að gæla við skilningarvitin og fjarlaegja óhreinindi
og spennu og um leið dekra við húðina með sérstaklega völdum gjöfum náttúrunnar.
fCaneba Xanobo
Kanoho
Jlil
Xanoho
Xandbe
Q&mm ctíAMsiNc
awN4tNf.'tm
aÉmt*
______ 1-,- J
'staiáiastas sik«MSit*c •m.á.i.
-t.. •.í-aS/W '. 'Síív.
■ ' ■ ■
Sri Chinmoy leikur á meira en 20
hljóöfæri og hefur samiö meira en
15000 lög viö eigin texta.
ur?
Hann hefur skrifað og gefið
út 1350 bœkur um andleg
málefni, leikrit, Ijóð og
fleira en samtals hefur
hann ort yfir 50 þúsund
Ijóð. Hann hefur málað um
160 þúsund myndir og
teiknað 10 milljón myndir
af fuglum. Hann hefur
samið 15000 lög við eigin
texta og leikur á um 20
hljóðfæri.