Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
45
x>v____
RÚV
c við tjöldin í sjónvarpi allra landsmanna
Helgarblað
DVWND HILMAR ÞÓR
Ragnheiður er önnum kafin í nýju starfi og sést hér á vettvangi fyrir 19-20 að ræða við Erling Gíslason leikara
„Ég hef síöan ég var barn verið afskaplega upptekin af því að gera eins vel og ég get. Ég held að það megi kalla það
fullkomnunaráráttu. Ég held að ég sé að læra að það er í lagi að vera mannlegur og gera mistök stöku sinnum án
þess að líða illa. “
" .......... r
heiður segist undanfarin ár alltaf
hafa verið að leita. Hún hefur lært
graflska hönnun í tæp 4 ár í Mynd-
lista- og handíðaskólanum, frönsku
í Sorbonne í Frakklandi og undan-
farin ár sótt tíma í Háskóla íslands
í lögfræði, frönsku, bókmennta-
fræði, sálfræði og sagnfræði.
Ragnheiður fór fljótlega eftir að
hún hóf störf hjá RÚV að fást við að
lesa inn á heimildarmyndir og ann-
að sjónvarpsefni. Hún sýndi því
talsverðan áhuga að reyna sig við
önnur störf tengd dagskrárgerð inn-
an RÚV og tók t.d. viðtal við hinn
heimsfræga píanóleikara Richard
Clayderman þegar hann heimsótti
ísland.
„Ég hef alltaf haft gaman af því að
lesa upp og við Tage heitinn Amm-
endrup náðum vel saman. Hann
hringdi einmitt í mig nokkrum dög-
um áður en hann lést og vildi fá mig
til að lesa og sennilega hefði ég unn-
ið fleiri svona verkefni ef hans hefði
notið lengur við.
Ég bað um að fá að taka þetta við-
tal við Clayderman og mér var leyft
það á endanum. Þetta varð bara lít-
ið og nett viðtal. Mér fannst satt að
segja að sjónvarpið hefði oft getað
nýtt hæfileika mína betur en það
gerði en það varð ekki.“
Hætti í ftfllri sátt við
Markús Orn
Ragnheiður er treg til þess að
• ræða í smáatriðum hver tildrög þess
voru að hún hætti nokkuð skyndi-
lega hjá RÚV og fór yfír til keppi-
nautarins.
„Ég vil bara segja að ég hætti í
fullri sátt við Markús Örn Antons-
son útvárpsstjóra og hann skildi að-
stæður mínar vel. Ég hafði lengi sóst
eftir því að fá að gera annað og
meira inni í sjónvarpi en það sem
fólst í þularstarfinu en var farin að
efast um að ég gæti það.
Þegar mér bárust tilboð um starf
við dagskrárgerð frá fleiri en einum
aðila þá tók ég mér langan umhugs-
unartima en svo ákvað ég að taka til-
boði Stöðvar 2 og er mjög sátt við
það í dag,“
Ég ætlaði mér aldrei að vera sjón-
varpsþula nema takmarkaðan tíma
og fólk hefur áreiðanlega verið farið
að halda að ég væri metnaðarlaus.
Það er ég alls ekki en það tekur
mann stundum langan tima að sjá
hlutina. Ég er forlagatrúar og tel að
allt sé fyrir fram ákveðið og þó mað-
ur velji stundum rangan veg þá endi
maður alltaf þar sem örlögin ætluðu
manni að lenda.
Ég sakna margra góðra stunda og
skemmtilegra starfsfélaga ofan úr
sjónvarpi. Strákamir í útsending-
unni vom eins og frændur mínir og
fjölskylda. Ég sakna starfsfólksins í
mötuneytinu og ræstingafólksins og
margra annarra sem ég kynntist
mjög vel, sérstaklega Gerðar vin-
konu minnar Bjarklind sem tók mér
opnum örmum frá fyrsta degi.“
Fékk frelsi sama dag og
Júgóslavía
Finnst þér þá að þú sért eins og
laus úr viðjum Rikissjónvarpsins eft-
ir öll þessi ár?
„Ég og Júgóslavía fengum frelsi
sama daginn. Mér finnst svolítið eins
og ég hafi verið geymd niðri í skúffu
hjá RÚV árum saman. Ég held að
þetta hafi átt að gerast og þegar ég
fór á fund Páls Magnússonar til að
semja um nýtt starf og steig út úr
bílnum á Lynghálsi þá var það síð-
asta sem glumdi í útvarpinu brot úr
auglýsingu Bylgjunnar: „Þin bíður
brosandi og betri tíð...“
Leita að mínum elgin stíl
Ragnheiður Elín er þessa dagana á
„Ég vil bara segja að ég
hœtti í fullri sátt við
Markús Öm Antonsson
útvarpsstjóra og hann
skildi aðstæður mínar
vél. Ég hafði lengi sóst
eftir því að fá að gera
annað og meira inni í
sjónvarpi en það sem
fólst í þularstarfinu en
var farin að efast um að
ég gœti það. “
-nýjum vinnustað að ganga í gegnum
ferli sem allt fjölmiðlafólk þekkir.
Það er ekki eytt tíma í þjálfun eða
kennslu heldur er fólki hent út í
djúpu laugina þar sem það annað-
hvort syndir eða sekkur. Ertu enn á
floti?
„Ég þekki auðvitað ýmsa fleti
þessa starfs og mér hefur alltaf liðið
vel fyrir framan myndavélina. Ég
geri auðvitað mistök i þessu starfi og
á eftir að gera fleiri en ég er að kepp-
ast við að læra og á vonandi eftir að
finna minn eigin stíl í þessu. í þessu
nýja starfi finnst mér aðalatriðið að
vera ég sjálf og fylgja minni eigin
sannfæringu um rétt og rangt. Sam-
starfsfólk mitt á Stöð 2 er jákvætt og
þolinmótt og vonandi á ég eftir að
gera góða hluti og nýta hæfileika
mína.“
Þarf að vera meiri frekja
Ragnheiður Elín er orðin vön því
að lifa lífi sínu í sviðsljósi almenn-
ings og segist yfirleitt aðeins fá já-
kvæð og elskuleg viðbrögð. Fólk
Sagan á bak við brotthvarf
Ragnheiðar Elínar Clausen frá
RÚV er örlítið dramatískari en
hún vildi segja frá en DV komst í
samband við heimildarmenn inn-
an stofnunarinnar sem voru fúsir
til þess að segja frá því sem gerð-
ist.
Staðreyndin er sú að Ragnheið-
ur hefur alla tíð goldið öfundar
samstarfsmanna sinna sem hafa
metið þulustarfið léttvægara en
aðrir landsmenn virðast gera og
vinsældir Ragnheiðar munu alltaf
hafa farið í taugamar á nokkrum
þeirra. Sérstaklega munu sumar
kynsystur Ragnheiðar á RÚV hafa
átt erfitt með að þola endurteknar
kosningar hennar sem kynþokka-
fyllstu konu ársins.
Hvað á þetta að þýða?
Það var almennt álit yfirmanna
Ragnheiðar að ýmsar tiltektir
hennar á skjánum væra tilgerðar-
legar og kjánalegar og ekki í sam-
ræmi við starfslýsingu. Ragnheið-
ur kom einu sinni með óskilakött
með sér á skjáinn og auglýsti eftir
eigandanum, hampaði börnum
sem kynntu jóladagskrá og talaði
við tuskudýr á öxl sér frammi fyr-
stöðvar hana og tekur tali í verslun-
um og hvar sem hún fer og vill tala
við hana um starfið eða eitthvað
tengt því. En hvernig hefur henni
gengið að varðveita einkalíf sitt í
sviðsljósinu?
„Ég hef ekki verið nógu dugleg við
það. Ég hef ekki sett nógu skýr mörk
og verið ailtof þolinmóð og elskuleg
við ókunnugt fólk sem er að hringja
heim til mín. Ég er að læra að verða
meiri frekja og setja skýrari mörk
sem fólk verður að virða.
Það er mjög mikilvægt að fólk sem
er þekkt og vinsælt tapi ekki sjálfu
sér í sviðsljósinu. Ég hef alltaf sagt
að fólk í fjölmiðlum sem ekki segist
hafa áhuga á umtali og athygli um
sjálft sig er ekki að segja satt. Ef
maður er ekki einlægur og heill í
starfi eins og þessu þá skynja áhorf-
endur það um leið og sjá í gegnum
hjúpinn.“
ir alþjóð. Þetta kunni þjóðin vel
að meta en sumir yfirmenn Ragn-
heiðar reyttu hár sitt.
Ragnheiður hafði lengi sóst eft-
ir því að komast í frekari dag-
skrárgerð innan sjónvarpsins en
fengið dræmar undirtekir þótt
hún læsi afbragðsvel að allra
dómi. Ragnheiður var orðuð sem
einn umsjónarmanna Kastljóss í
fyrra og sitthvað fleira hefur ver-
ið í farvatninu en aldrei orðið að
veruleika.
Bagnheiður eða Steinunn
Oiína
Síðastliðið vor flaug það fyrir
innan Sjónvarpsins að leitað væri
að konu til að sjá um skemmtiþátt
á laugardagskvöldum og velunn-
arar Ragnheiðar innanhúss
hvöttu hana ákaft til að sækja um.
Það gerði hún og sendi inn ítar-
lega umsókn með bunka af hug-
myndum um efnistök í lok maí í
vor og mun hafa innt bæði Rúnar
Gunnarsson dagskrárstjóra og
Bjama Guðmundsson fram-
kvæmdastjóra eftir viðbrögðum
þeirra næstu mánuði án þess að fá
svör.
Eins og glöggur lesandi hefur
Var með komplexa
Ragnheiður viðurkennir þegar talið
berst að kynþokka hennar að hún hafi
í fyrstu litið á umræddar vinsælda-
kosningar sem hálfgert grín og hafi
alls ekki þótt það þægilegt að hún
væri í opinberri umræðu sem kyn-
þokkafyllsta kona landsins.
„Satt best að segja hef ég lengi ver-
ið meö hálfgerða komplexa gagnvart
útliti mínu. Þessum kosningum var
ekki sérlega vel tekið innan stofnunar-
innar né fjölskyldunnar og mér fannst
þetta allt hálfóþægOegt. En þetta er
auðvitað ákveðin viðurkenning."
Lifi eins og klassísk nunna
Ragnheiður er enn ógefin og það er
því freistandi að spyrja hvers vegna
kona eins og hún ferðist ein og hvort
séu einhverjar sérstakar ástæður fyrir
því.
eflaust áttað sig á er hér rætt um
skemmtiþáttinn Milli himins og
jarðar sem Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir leikkona var fengin
tO að stýra á laugardagskvöldum.
Hingað og ekki lengra
í lok september sl. henti það
síðan Ragnheiði að mæta heldur
seint úr forðun í útsendingu sem
varð tO þess að hún var nokkuð
flaumósa á skjánum í fyrstu kynn-
ingu kvöldsins. Bjami Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Sjón-
varpsins, sá ástæðu til þess að
setja ofan i við Ragnheiði í votta
viðurvist og átelja hana fyrir slæ-
leg vinnubrögð. Þá missti Ragn-
heiður endanlega stjóm á skapi
sínu og lét skoðanir sínar í ljós á
vinnubrögðum Bjama og fleiri
innan hússins á skorinorðan hátt.
Atgervisflótti
Daginn eftir gekk hún á fund
útvarpsstjóra og samdi um starfs-
lok. Það er haft fyrir satt að mála-
vextir og aðdragandi alls þessa
hafi komið honum algerlega í
opna skjöldu.
Kunnugir innan Sjónvarpsins
„Flestir vinir mínir eru íjölskyldu-
fólk í dag og um tíma hélt ég að ég
myndi fara hina hefðbundnu braut í
þessum efnum og ferðast í sama takti
og aðrir. Um tíma var ég mjög
stressuð yfir því að gera það ekki en
er það ekki lengur. Margir karlmenn
óttast þekktar konur og finnst erfitt
að nálgast þær. Ég er mjög gamal-
dags í þessum efnum og vO geta farið
á stefnumót í rólegheitum og gefið
mér góðan tíma tO þess að kynnast
fólki. Ég hef nógan tíma i þessum efn-.
um.
Ég er leiðinlega reglusöm, fer
sjaldan eða aldrei á skemmtistaði og
líður best heima með góða bók eða
útsaum og hannyrðir. Ég lifi mínu
lífi næstum því eins og klassísk
nunna. Ég er aOtaf að leita að ró og
jafnvægi en ég vil ekki aOtaf vera
ein. Ég held að þegar sá tími kemur
þá verði ég tObúin.“ -PÁÁ
segja brotthvarf Ragnheiðar enn
eitt dæmið um atgervisflótta frá
RÚV. Þeir benda á Sólveigu Berg-
mann sem fór úr fréttamanns-
stöðu á RÚV i fréttastjórastöðu á
Skjá einum, á Áslaugu Baldurs-
dóttur skriftu sem varð framleið-
andi á Stöð 2 og Jón Þór Víglunds-
son, reyndasta tökumann RÚV,
sem einnig hvarf tO Stöðvar 2 sl.
haust. Við þennan lista má bæta
HOdi Helgu Sigurðardóttur sem
sá um þáttinn Þetta helst, Jóni
Víði Haukssyni tökumanni sem
hvarf til Stöðvar 2 og ef tO vill
Hermanni Gunnarssyni, forvera
Steinunnar Ólínu.
Þetta er trúnaðarmál
Ekki náðist í Rúnar Gunnars-
son, dagskrárstjóra RÚV, en
Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri RÚV, hafði eftirfar-
andi um málið aö segja:
„Ég lít á vitneskju mína um
málefni einstakra starfsmanna
RÚV sem trúnaöarmál sem ég
ræði ekki opinberlega og það á
einnig við í þessu tilviki. Ég er
þakklátur Ragnheiði Ellnu fyrir
störf hennar og óska henni alls
góðs á nýjum vettvangi.“ -PÁÁ
Sagan bak við brotthvarf Ragnheiðar Elínar frá RÚV:
Það sem raun-
verulega gerðist