Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Síða 51
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
DV
Tilvera
5Í ^
Dorrit hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar:
95 prósent styðja
Olaf og Dorrit
- enn fleiri sáttir við samband þeirra en í fyrra
Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun DV eru enn fleiri
nú sáttir við samband Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta ís-
lands, við ungfrú Moussaieff en
fram kom í síðustu könnun um
sama mál sem gerð var 20. október
1999. í könnun sem gerð var mánu-
dagskvöldið 23. október sl. kom
fram að nærri 95 pró-
sent þeirra lands-
manna sem afstöðu
tóku eru nú sátt við
samband þeirra á
móti 90 prósentum ís-
lendinga i fyrra.
í könnuninni var
stuðst við 600 manna
úrtak sem skipt var
jafnt á milli lands-
byggðar og höfuðborgar-
svæðis og einnig var
jöfn skipting á milli
karla og kvenna.
Spurt var: Ertu fylgj-
andi eða andvíg(ur) sam-
bandi forsetans við Dorrit
Moussaieff? Mjög góð svör-
un var við þessari spurn-
ingu og tóku 81,2% að
spurðra afstöðu í málinu en
18,8% voru annað hvort óá-
kveðin eða svöruðu ekki. Er
það mun betri svörun en í
fyrra en þá voru 34,9% ýmist
óákveðin eða vildu ekki svara.
er vart marktækur munur á af-
stöðu fólks eftir búsetu.
í fyrra var munur á milli kynja
líka mjög lítill en síðan hefur það
eitt gerst að þau Dorrit og Ólafur
virðast hafa heillað enn fleiri ís-
lendinga upp úr skónum
en áður. ^ —--—'
,ndVÍgt“r'
hugguleg kona
og mér er alveg sama þótt hún sé
gyðingur," sagði eldri maður af
landsbyggðinni.
„Ég held að hann
megi fá sér kven-
mann, karlanginn,"
sagði kona utan af
landi.
„Mér finnst þessi
spurning óviðeigandi og
dónaleg. Þetta kemur
okkur ekkert við,“ sagði
karlmaður af landsbyggð-
inni.
Fleiri höfðu skoðun á
málinu og yfirleitt voru at-
hugasemdirnar mjög já-
kvæðar varðandi samband
þeirra. Þannig sagði eldri
kona á Austurlandi:
„Mér finnst nú bara sjálfsagt að
Ólafur nái sér i konu. Af hverju
má hann ekki eiga kærustu eins
og hver annar?“ -HKr.
peSr noa sSnto mband *<°,set'
OtkúPP® , sambanu
fcssSíöfifc
Örfáir andvígir
Ef skoðuð eru hlutfallsleg
svör allra í heildarúrtakinu
kemur í ljós að 77% landsmanna
eru sátt við samband Ólafs og Dor-
rit en einungis 4,2% eru andvíg
sambandinu. Óákveðnir reyndust
vera 13,5% og þeir sem vildu ekki
svara þessari spurningu voru
5,3%.
Þegar aðeins er litið á þá sem af-
stöðu tóku voru 94,9% landsmanna
sátt við samband bresku demanta-
drottningarinnar og forsetans en
aðeins 5,1% var því andvígt.
Lítill munur á afstöðu
kynja
Þegar skoðuð er afstaða kynja til
sambands Ólafs Ragnars og Dorrit-
ar þá er ekki um ýkja mikinn mun
að ræða. Þar eru konur þó heldur
hlynntari sambandinu eða 95,6%
en 94,1% karla er sama sinnis. Þá
ans
tytta
■f 'hvott fo'-Vtb Dortit'
spuÆ aÖ
„Sama þótt hún
sé gyðingur"
Nokkrum svarenda
fannst spurningin
óþarfa hnýsni I sam-
drátt þeirra Ólafs
Ragnars og Dorritar
Moussaieff. Öðrum
fannst samband þeirra
eins sjálfsagt og lífið
og tilveran yfirhöfuð.
„Ég er algerlega
fylgjandi þessu sam-
bandi, þetta er bráð-
Islendingar eru sáttir
viö sambandið
Ólafur Ragnar Gríms-
son og Dorrit
Moussaieff.
Svigrúmið eykst:
Ástin blífur á Bessastöðum
Frá þvi Ólafur Ragnar
Grímsson bað þjóðina um
„tilfinningalegt svigrúm" á
haustmánuðum ársins 1999 hefur
svigrúmið aukist nokkuð. Mun
fleiri taka afstöðu nú en í fyrra og
kemur þar kannski til að nokkuð
skammt var liðið frá því samband
þeirra varð opinbert þar tii skoð-
anakönnun DV var gerð. Á þvi ári
sem liðið er hefur sambandið hins
vegar orðið æ opinberara og náði
hámarki þegar Ólafur og Dorrit
opinberuðu á blaðamannafundi
heit sín á Bessastöðum í sumar.
Með því má segja að þau hafi svar-
að harðri opinberri gagnrýni sem
hafði heyrst vegna heimsóknar
þeirra til Bandaríkjanna en marg-
ir töldu óviðeigandi að forsetinn
mætti með vinkonu sína i opinber-
ar athafnir erlendis þar sem mjög
stífar reglur gilda um veisluhald
fyrirmenna.
Þæfð íslensk hjörtu
Dorrit hefur náð til þjóðarinnar
með framkomu sinni við opinber-
ar athafnir þar sem fram hefur
komið að hún ber virðingu fyrir
þjóðinni og sýnir það meðal ann-
ars með því að leggja áherslu á að
læra islensku og leggja rækt við
þjóðlega siði. Til að mynda er ekki
ólíklegt að hroliur hafi farið um
þæfð íslensk hjörtu þegar sást tii
Dorritar í opinberri heimsókn for-
setans í íslenskmunstraðri lopa-
peysu.
Ást í beinni
Islenska þjóðin hefur sýnt sam-
bandi Ólafs og Dorritar mikinn
áhuga og, eins og kemur fram í
skoðanakönnun DV, mikinn
stuðning. Forvitni spilar þar
kannski stórt hlutverk en eins
og komið hefur fram á síðustu
árum er fólk hrifið af því að
fylgjast með lífi raunverulegs
fólks. Skemmst er að minnast
gífurlega vinsælla þátta, Ex-
pedition Robinson, Survivor,
Big Brother og kvikmyndum
um sama efni, The Truman
Show og Ed TV.
Framhaldið verður spennandi
og ljóst að enn mun íslenska
þjóðin fylgjast vel með Ólafi
Ragnari og Dorrit því brúðkaup
er í vændum.
-sm
Góðar gjafir
frá Glóa
Dalbrekku 22 - síml 544 5770
lltiskilti - margar gerðir,
t.d. blóm, bjöllur, englar,
stjörnur o.fl., bæði blikkandi
og föst Ijós.
Ljósaslöngur og Ijósanet,
t.d. til útstillinga, á útlínur
húsa, upplýst húsnúmer.
Glær hlífðarfilma á húdd,
brettakanta og sílsa.
Plöstunarvélar til að plasta
allt sem þú vilt halda upp á.
Verðið er ótrúlega lágt,
kr. 4.800 -12.800.
Rafdrifnir 12 V bílar og fjórhjól
fyrir börn, 3-10 ára.
Háþrýstivatnsbyssa
m/sápuhólfi.
Þvær húsið, bílinn og
gangstéttina.
Verð 2.800, gjafapakkning.
Úti-ljósaskilti með hvaða
texta sem er. Mjög gott verð
Dökk rönd efst í framrúðu.
Sólar- og öryggisfilmur á allar
rúður (hús og bíla).
Viðarklæðning á mælaborð.
12 V Ijósaslöngur um allan bíl.