Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 57
65 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 DV Tilvera dagagnrýni Englar alheims- ins ★★★★ Nornin snýr aftur Stór- brotið meist- araverk Ég er ekki mikið fyrir að lofsyngja islenskar myndir eitthvað fremur en aðrar og frnnst þeim oftast hampað meira en þær eiga skilið. Nú hef ég þó loksins fengið að sjá íslenska kvik- mynd sem virkilega heillar mig, svo mjög að ég held ég geti vart lýst henni öðruvísi en sem stórbrotnu meistara- verki. Englar alheimsins er ein af þessum sjaldgæfu myndum þar sem allt geng- ur upp og allir þættir verka saman til að skapa magnað kvikmyndaverk. Leikstjórinn fer af stað með sterka og áhrifaríka sögu Einars Más Guð- mundssonar og skapar með henni dramatík sem er hjartnæm, sorgleg, angurvær, hryllileg og stundum jafn- vel fyndin, og hann gerir það án allrar tilgerðar. Kvikmyndataka og tónlist eru samofln sögunni og nýtt til að magna upp áhrifin í hverju atriði fyrir sig. Gott dæmi er hvemig lag Sigur Rósar, Dánarfregnir og jarðarfarir, er notað í lok myndarinnar. Þá era allir aðalleikaramir frábærir og aukaleik- arar standa líka fyrir sinu. Friðrik Þór hleypir engum í íslenska leikhúsofleik- inn, heldur laðar fram látlausan leik sem gerir myndina trúverðugri. Það er í raun ekkert sem hægt er að flnna að myndinni. Hún er ekki aðeins besta ís- lenska mynd sem gerð hefúr verið, heldur í hópi bestu mynda á heims- vísu. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Friörik Þór Friöriksson. Aöalhlutverk: Ingvar E. Sigurösson, Baltasar Kormákur, Björn Jörundur Friöbjörnsson og Hilmir Snær Guönason. íslensk, 2000. Lengd: 97 mín. Öllum leyfö. -PJ Boys Don’t Cry ★★* ^ Rómeó og Júl- ía kyn- hneigð- anna Það er alltaf vandmeðfarið að byggja mynd á sönnum atburðum. Sumir líta á staðreyndir málsins eingöngu sem hugmyndabanka fyr- ir skáldskap og það er allt eins hægt að búa til fína mynd á þann hátt. Margir vilja þó nýta þann áhrifa- mátt sem orðin „byggt á sönnum at- burðum" búa yfir og reyna að draga fram sannleikann. Það þarf þó alltaf að skálda i eyðumar og margir láta jafnvel freistast til að breyta at- burðarásinni til að þjóna dramatík- inni, en vilja samt halda í ímyndina um „sanna sögu“. Boys Don’t Cry einkennist einmitt af slíkri málamiðlun. Margt i henni er beint upp úr heimildum þeim sem koma fram í heimilda- myndinni The Brandon Teena Story, en rangfærslumar eru einnig áberandi, sú stærsta er að láta kær- ustu Teena Brandon vera viðstadda morð hennar. Reyndar er merkilega lítil áhersla á þá atburði beinlínis. Fyrst og fremst er þetta tragísk ást- arsaga, e.k. Rómeó og Júlía kyn- hneigðanna. Málamiðlanakennd nýting hinna raunverulegu atburða dregur úr trúverðugleika myndar- innar, en hún er engu að síður nokkuð athyglisvert og vel leikið drama. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Kimberly Peirce. Aöalhlutverk: Hilary Swank, Chloe Sevigny og Peter Sarsgaard. Bandarisk, 1999. Lengd: 120 mín. Bönnuö innan 16 ára. -PJ Særinga- maðurinn Um næstu helgi verður tekin til sýningar hér á landi hin tuttugu og sex ára gamla The Exorcist, einhver magnaðasta djöflakvikmynd sem gerð hefur verið. Hefur verið flikk- að upp á myndina og leikstjórinn, William Friedkin, bætt við atriðum sem ekki vorú notuð í upprunalegu útgáfunni. Flestir eru á því að þessi atriði bæti ekki myndina. Það sem hefur komið á óvart er sú mikla að- sókn sem The Exorcist hefur fengið í Bandaríkjunum en þar hefur hún verið meðal vinsælustu kvikmynda í nokkrar vikur. Sjálfsagt verður þetta til þess að flikkað verður upp á fleiri myndir og þær teknar til sýningar í kvikmyndahúsum þar sem komiö hefur í ljós að helsti markhópur í Bandaríkjunum hafði ekki séð The Exorcist og brást því við eins og um frumsýningu á nýrri mynd væri að ræða. The Exorcist er ein besta djöfla- kvikmynd allra tíma. Hún segir frá ungri stúlku sem verður andsetin djöflinum og tilraunum tveggja presta til aö særa andann úr henni. Með hlutverk stúlkunnar fer Linda Blair og prestamir eru leiknir af Max Von Sydow og Jason Miller. Tónlistin í myndinni er meðal ann- ars úr hinu magnaða verki Mike Oldflelds, Tubular Bells. Blair Witch Project var kannski ekki mjög merkileg kvikmynd, kvikmyndalega séð, tekin með einni handheldri kvikmyndatökuvél og þar af leiðandi einföld í allri gerð og útliti og ekki var sagan ýkja efnis- mikil. Það var aftur á móti fram- setningin og uppbygging myndar- innar sem náði að hrífa eða skelfa áhorfendur. Myndin var gerð eins og um heimildamynd væri að ræða, leikararnir héldu sínum nöfnum og markáðssetningin, sem var í einu orði, snilld, gekk út á það að um sannleik væri að ræða. Óhugnaður- inn í myndinni var því raunveru- sem hafði gert verðlauna- myndina Paradise Lost. Sú mynd á margt sameig- inlegt með Blair Witch Project. Hún segir frá at- burði sem átti sér stað i bænum West Memphis í Arkansas árið 1993. Þrir átta ára drengir fóru sem oft áður í hjólreiðatúr út í skóg í nágrenninu. Þeir komu ekki til baka. Fáum dögum síðar fundust hjól- in og lík drengjanna, illa limlest. Voru margir á því að þetta hefði verið Særingamaöurinn að störfum Max Von Sydow og Linda Blair í hlutverkum særingamannsins og stúlkunnar sem haldin er illum anda. Erica og Jeffrey Tveir af fimm háskólanemum sem ætla aö gera heimildarmynd u annarra ungmenna. Erica Leerhsen Eins og í fyrri myndinni halda leikararnir eigin nöfnum. honum hafl fundist það nauðsynlegt að sleppa því að hafa kvikmyndavél- ina á hreyfmgu allan timann: „Við vinnum myndina eins og kvikmynd enda þekki ég ekkert annað.“ Eins og í fyrri myndinni voru valdir al- gjörlega óþekktir leikarar sem halda sínum nöfnum. I fáum orðum fjallar myndin um fimm ungmenni sem hafa litla reynslu af kvik- myndagerð, en ákveða samt að gera kvikmynd í fullri lengd um fræg- ustu galdranornina í skóginum við Burketsville. í hópnum eru meðal annars tvö sem eru að vinna að bók um nomina. Þess má geta að þau sáu öll kvikmyndina Blair Witch Project. Blair Witch Project kostaði smá- aura og varð gróðinn óhugnanlegur en innkoman í Bandaríkjunum varð 140 milljónir dollarar. Book of Shadows: Blair Witch Project 2 kost- aði 10 milljón dollara og hafa sér- fræðingar reiknað út af ef nýja myndin á að ná sama hagnaði í pró- sentum þarf innkoman að vera 50 milljarðar í dollurum sem að sjálf- sögðu er útilokað. Book of Shadows: Blair Witch Project 2 var frumsýnd í Bandaríkj- unum í gær. Hér á landi verður hún- frumsýnd snemma á næsta ári. -HK legur fyrir alla þá sem ekki vissu að um leikna mynd væri að ræða og neituðu margir að trúa því að myndini væri leikin. Aðstandendur Blair Witch Project létu íljótlega vita að um framhald yrði að ræða, en létu ann- ars ekkert uppi um það hvemig það yrði. Til að leikstýra framhalds- mynd fengu þeir Joe Berlinger, þekktan leikstjóra heimildamynda, fórnardráp einhvers galdratrúarflokks. Þrír menn voru handteknir sem nú sitja í dauðadeild og segjast vera saklausir. Berlinger fékk nokkuð frjálsar hendur með gerð myndar- innar án þess að fara út fyrir for- múluna að byggja hana upp sem heimildamynd. Hann segir þó að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.