Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Qupperneq 59
67
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
I>V Tilvera 4 -
61. Sykurrík fæða getur leitt
til krabbameins í gallblöðru.
Moerman. C. et. al.: Intemational Joumal of
Epidemiology, apríl 1993, bls. 207-214.
62. i sykurríkri fæðu er hætta
á að lítið sé af andoxunarefn-
um.
Moerman. C. et. al.: Dietary sugar intake in
the etiology of biliary tract cancer.
Intemational Journal of Epidemiology, apríl
1993, bls. 207-214.
63. Mikil sykurneysla hjá
þunguðum konum getur vald-
ið því að börn þeirra fæðist of
létt.
Joumal of Nutrition, 127,1997, bls. 1113-1117.
64. Mikil sykurneysla hjá
ungum mæðrum getur valdið
þvi að börn þeirra fæðast of
snemma.
Joumal of Nutrition, 127,1997, bls. 1113-1117.
65. Sykur styttir dvöl fæðunn-
ar í meltingarveginum.
Bostick, R.M. et. al.: Sugar, meat and fat inta-
ke, and non-dietary risk factors for colon
cancer incidence in Iowa women. Cancaer
Causes Control no 5,1994, bls. 38-53.
66. Sykur getur aukið magn
gallsýru í hægðum og bakter-
luensím í ristli geta breytt
gallinu í krabbameinsvald-
andi efni sem leiða til ristil-
krabbameins.
Bostick, R.M. et. al.: Sugar, meat and fat inta-
ke, and non-dietary risk factors for colon
cancer incidence in Iowa women. Cancer
Causes Control no 5,1994, bls. 38-53.
67. Sykur getur minnkað
krómmagn líkamans sem
tengist nærsýni.
Joumal of Nutrition, 127,1997, bls. 1113-1117.
68. Sykur getur verið áhættu-
þáttur vegna gallblöðru-
krabbameins.
Moerman, C. et. al.: Dietary sugar intake in
the etiology of biliary tract cancer.
Intemational Joumal of Epidemiology, apríl
1993, bls. 207-214.
69. Sykur er vanabindandi
efni.
Sugar, white floor withdrawal produces chem-
ical response. The Addiction Lettr, júli 1992,
bls. 4.
70. Sykur getur valdið eitrun
líkt og alkohól.
Sugar, white floor withdrawal produces chem-
ical response. The Addiction Lettr, júlí 1992,
bls. 4.
71. Sykur getur valdið fyrir-
tíðaspennu.
The Edell Health Letter, september 1991, bls. 1.
72. Sykur getur bælt hvítu
blóðkornin.
Bemstein, J. et. al.: Depression of lymfocyte
transformation following oral glucose
ingestion. American Joumal of Clinical Nut-
rition, 30,1977. bls. 613.
73. Ef sykurmagn blóðsins
minnkar getur það þýtt meiri
tilfinningalegan stöðugleika.
Joumal of Abnomal Psyhology, no 85,1985.
74. Sykur getur breyst í fitu.
Nutritional health Review, haust 1985.
75. Sykur getur valdið slæmri
hegðun barna og einbeiting-
arskorti.
Joumal of Abnormal Child Psychology, 14.
árg. no 12,1983, bls. 567-577.
76. Sykur getur gert einkenní
addisons-veikinnar verri hjá
börnum.
Pediatrics Reasearch 38, 4,1995, bls. 539-542.
77. Sykur í tyggigúmmíi
skemmir tennur.
Malkmen, K. K. et aiL: A desciptive report of
the effects to a 40-monts sucose gum
programme. Caries Res, 32,2,1998, bls. 107-112.
Bókin Sugar Busters!: Cut Sugar
to Trim Fat eftir H. Leighton
Steward og fleiri er fjalla um sykur
og megrun á aðgengilegan hátt enda
hefur hún verið á metsölulista vest-
anhafs lengi. -Kip
Servíettur hollari en sykur
- hægt að nota ýmislegt í staðinn fyrir sykur
Á matsölustaðnum Grænum
kosti er aldrei notaður sykur til
matargerðar. Sólveig Eiríksdóttir
matráðskona segir að hún sé alin
upp við sykurskert fæði og hafi
vanið sig á að elda sjálf slíkan mat.
„Listinn með ákærunum er þess
eðlis að mann langar helst að fá sér
eitthvert vopn til að verja sig fyrir
sykrinum af hræðslu við að hann
ráðist á mann. í eina tíð þótti ekk-
ert tiltökumál að reykja og fólki
var nánast ráðlagt að gera það.
Viðhorfið er allt annað í dag og all-
ir vita að reykingar eru hættuleg-
ar. Ég held að í nánustu framtíð
eigi málin eftir að þróast í sömu átt
hvað sykurinn varðar. Sykur-
neysla verður alltaf til staðar en
það á eftir að draga verulega úr
henni.
■ Sjálfri finnst mér fólk ekki vera
sér meðvitandi um að það er hægt
að nota ýmislegt í staðinn fyrir
sykur í matargerð. Ég hef aldrei
notað sykur til matargerðar, ég
lærði að matreiða hollustufæði fyr-
ir um það bil tuttugu árum og þá
var búið að taka sykurinn út. í
staðinn var kennt að nota hrís-
grjónasíróp, hveitisíróp, byggmalt
og sætuefni sem ekki innihalda
sykur. Þessi efni innihald líka
ýmsa hollustu, eins og vítamín og
steinefni, sem ekki er að finna í
sykri. Við hjá Grænum kosti göng-
um reyndar skrefinu lengra og not-
um einungis ferska eða þurrkaða
ávexti til að sæta með.“
Allir sammála
Sólveig segir að árið 1923 hafl
verið haldið málþing þar sem fjall-
að var um sömu mál og í dag.
„Amma mín, sem var á þinginu,
sagði mér að þar hefði verið sagt
frá rannsókn sem gerð var á bresk-
um skrifstofustúlkum. Tilraunin
fór þannig fram að hópnum var
skipt í tvennt. Annar hópurinn
fékk fæðu sem var að mestu gerð
úr sykri og hveiti en hinn afurð
sem var búin til úr hvítum serví-
ettum. Það var ekki að sökum að
spyrja að stúlkurnar sem fengu
servíetturnar döfnuðu betur en
þær sem nærðust á sykri og hveiti.
Ég held að allir séu sammála um
að sykur sé óhollur en við göngum
bara mislangt í að fordæma hann.
Okkur er ekki öllum tamt að nota
sömu lýsingarorðin þannig að þeg-
ar ég segi að sykur sé eiturlyf get-
ur meiningin verið sú sama og þeg-
ar næringarfræðingur segir að
hann sé óhollur."
Veröum aö gera heilsuaf-
uröir lokkandi
„Mér finnst alveg hræðilegt hvað
sykur er mikið notaður í barnamat
og sykurneysla barna er að aukast
gifurlega. Afurðirnar eru gerðar
spennandi með auglýsingum sem
höfða til barna en ekkert er gert til
að auka hollustu þeirra. Við sem
störfum í hollustugeiranum verð-
um að taka okkur til og hefja gagn-
sókn og vekja áhuga á kostinum
sem við erum að bjóða upp á. Ég er
sannfærð um að í framtíðinni eigi
viðhorf fólks til sykurs og annarr-
ar óhollustu eftir að breytast og
það verði smart að borða hollan og
góðan mat.“ -Kip
Sólveig Eiríksdóttir, annar eigandinn aö Grænum kosti
Viöhorf fólks eiga eftir aö breytast og þaö veröur smart
aö boröa hoilan oggóöan mat.
fýígk ailum
Barnarokkari - hambo
ri meö frönskum
Glóðagrillaður ostborgari með frönskum og
fersku salati
Kjúklingasamloka með frönskum ^hrósalati
Grillaðar lambasneiðar BBQ nfflð ™sku
salati og frönskum m