Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Page 66
j74
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
Tilvera I>V
lífift
IwWwWBSfóÍs. IMkæJ
Sýning á verk-
um Jóns Axels
í dag, kl. 16, opnar Jón Axel
Bjömsson sýningu á nýjum
verkum sínum 1 Listasafni ASÍ -
Ásmundarsal við Freyjugötu.
Jón Axel á að baki fjölda einka-
og samsýninga frá árinu 1980.
Sýningin stendur til 12. nóvem-
ber og er opin daglega nema
mánudaga frá kl. 14-18.
Klassik
■ ART-2000 Alþjóöleg raf- ogtölvu-
tónlistarhátíö í fyrsta skipti á Islandi
í Salnum í Kópavogi. Allar nánari
upplýsingar má finna á www.salur-
Inn.ls.
Leikhús
■ DRAUMUW A JONSMESSUNOTT
Draumur á Jónsmessunótt veröur
sýndur í Þjóólelkhúsinu í kvöld. Tak-
markaöur sýningafjöldi.
■ HÁALOFT Háaloft er einleikur um
konu meö geöhvarfasýki eftir Völu
Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 21.00
í kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp-
anum.
Borgarlelkhúsiiui í kvöld kl. 19X)0.
Leikstjóri Guöjón Pedersen.
■ STORMUR OG ORMUR í dag
veröur sýndur í Kaffileikhúsinu hinn
stórskemmtilegi barnaeinleikur
Stormur og Ormur sem hefur hlotiö
einróma lof gagnrýnenda. Sýningin
hefst kl. 15.00.
■ HELUSBÚINN Bjarni Haukur er
Hellisbúinn í Islensku óperunni. Sýn-
ingin gengur enn fyrir fullu húsi. Holl
lexía fyrir bæöi kynin. Leikstjóri er
Siguröur Sigurjónsson. Sýning í
-^kvóld kl. 19. Síðasta sýning.
■ LÉR KONUNGUR Í BORGAR-
LEIKHUSI Lér konungur er sýndur
klukkan 19 í kvöld í Borgarleikhús-
inu.
■ MEÐ FULLRI REISN í TJARNAR-
BIOI Meö fullri reisn veröur sýnt í
Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30.
Miöapantanir T 561-0280.
■ VITLEYSINGAR í HAFNARFIRÐI
Hafnarfjaröarleikhúsiö sýnir í kvöld
Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Sím-
onarson. Sýningin hefst klukkan 20.
■ Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI í
LOFTAKASTALANUM Það er síö-
asta sýningin á verkinu Á sama
tíma aö ári í Loftkastalanum kl. 20.
Miöapantanir í 552-3000.
"1
Kabarett
■ ART 2000 I dag t Salnum á veg-
um ART 2000 heldur Konrad Boem-
er fyrirlestur.
Opnanir
■ JYRKI PARANTAINEN I tilefni af
hátiöinni Ljósin í noröri opnar
finnski listamaöurinn Jyrki
Parantalnen tvær sýningar hér á
landi. Sú fyrri opnaöi T i8 gallerí
fimmtudaginn 26. október og sú
seinni opnar í Norræna húsinu í dag
kl. 15.
DÖNSK HÖNNUN í STÖÐLAKOTI
I dag kl. 14 verður opnuö sýning á
danskri hönnun T Stöðlakoti við
Bókhlööustíg. Á sýningunni gefur að
líta þaö nýjasta T dúkaframleiöslu
Georg Jensen Damask, sem er eitt
virtasta vefnaöarfyrirtæki heims og
hefur starfaö í 500 ár.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
María Reyndal, leikstjóri Trúðleiks:
Breytti leikritinu tveim
mínútum fyrir sýningu
- ákvað níu ára að verða leikkona
„Ég ákvað að verða leik-
kona þegar ég var níu ára
gömul í Æfingaskóla Kenn-
araháskólans. Ég tók þátt í
leikriti sem einhverjir
samviskusamir kennara-
nemar höfðu samið en mér
fannst það svo leiðinlegt að
tveimur mínútum áður en
tjaldið var dregið frá ákvað
ég að breyta leikritinu. Ég
sagði hinum krökkunum
bara að fylgja mér eftir en
ákvað að leika frekan og
groddalegan verkstjóra
með stóran vindil, ekki
ólíkan forstjóranum sem
Skúli trúður leikur í Trúð-
leik.
Þetta fékk alveg glimr-
andi viðtökur, fólk hló og
skemmti sér, að frátöldum
kennaranemumnn sem
höfðu samið leikritið.
Þama ákvað ég að verða
leikkona."
Þannig lýsir Maria
Reyndal, leikkona og leik-
stjóri, minningunni um
þegar hún ákvað að verða
leikkona. María fylgdi
þessari ákvörðun sinni eft-
ir því hún var á kafi í leik-
listarstarfí allan sinn
skólaferil, bæði í grunn-
skóla og síðar í MH.
Hún hóf leiklistamám sitt með
þriggja mánaða námskeiði á Ítalíu
undir handleiðslu Antonio Fava þar
sem sérstaklega var farið í hinn
hefðbundna ítalska leikstíl sem
kenndur er við Comedia d’ell Arte.
Trúðslæti á skólabekk
Næsta skref Maríu á menntavegi
trúða og trúðleiks fólst í þremur
námskeiðum í sérstökum trúðaskóla
í London sem kenndur er við Phil-
ippe Goulier og þar em alfarið og
eingöngu kennd trúðslæti og dára-
skapur. Síðan settist María á skóla-
bekk í afskaplega virðulegum leik-
listarskóla í London sem heitir
Central School of Speech and Drama
og tekur aðeins inn 32 nemendur af
um 3000 umsækjendum hvert sinn.
Þar lærðu stórkanónur á borð við
Rúrik Haraldsson og Guðrúnu Ás-
mundsdóttur leik á sínum tíma.
Að loknu námi fékkst María við
leiklist í London um tveggja ára
skeið en sneri aftur heim í heiðar-
dalinn fyrir einu og hálfu ári og fékk
fljótlega starf sem listrænn stjóm-
DV-MYND HILMARWR
María Reyndal leikstýröl Trúölelk eftlr Hallgrím H. Helgason í lönó á dögunum
María sat á skólabekk í sérstökum trúöaskóla í London og_ Skúli trúöur heföi áreiöanlega sagt aö
hún væri helsti trúðfræðingur á Islandi í dag.
andi Kaffileikhússins þar sem hún
leikstýrði Ævintýrinu um ástina eft-
ir Þorvald Þorsteinsson. Oröspor
hennar af þeirri sýningu varð síðan
til þess að þegar Leikfélag íslands
vantaði skyndiiega leikstjóra til þess
að setja Trúðleik Hallgríms H.
Helgasonar á svið varð María fyrir
valinu.
I fótspor Arnar
María hafði reyndar sett upp eina
sýningu áður en hún hvarf utan til
náms, Dónalegu dúkkuna sem sam-
anstóð af þremur einþáttungum eft-
ir Daríó Fó sem Jóhanna Jónas lék
í Loftkastalanum.
Upphaflega var ætlun Leikfélags-
manna að Örn Ámason stýrði upp-
setningunni á Trúðleik en hann
varð frá að hverfa vegna anna.
„Það var því skemmtileg tilviljun
hve nám mitt og sérstakur áhugi á
trúðleik nýttist vel við uppsetning-
una. Ég hafði aldrei séð verkið áður
og las handritið i fyrsta sinn áður
en ég mætti á fyrstu æfingu. Þetta
var alveg dásamleg reynsla. Sam-
starfið við leikarana og höfundinn
var frábært en ekki síður alla aðra
aðstandendur sýningarinnar sem
reyndust óeigingjamir á góðar hug-
myndir og jákvæðir.
Leikritið tók miklum breytingum
á æfingatímanum en Hallgrímur
var samstarfsfús og við hefðum
áreiðanlega getað þróað það lengra
en raun varð á.“
Hvað er svona merkilegt við
það?
Leikritið fjallar um tvo trúða,
Skúla og Spæla, og vangaveltur
þeirra um að „þróa starfsferil sinn“.
Spæli er alvörugefinn trúður sem
telur að ef til vill sé líf eftir trúðs-
læti en Skúli er gegnheill trúður
sem trúir á mátt fíflalátanna til síð-
asta hláturs. En hvaö er svona
merkilegt við það að vera trúður?
„Trúðurinn er frjáls í leik sinum.
Honum leyfist nánast allt og má
setja sig inn í allar aöstæður. Þegar
trúðleikur er góður þá sjáum við
markmið trúðsins og fylgjum hon-
um eftir.
Það er nánast engin trúðahefð á
íslandi og við erum ekki eins gjörn
á að sleppa fram af okkur
beislinu og hrífast með
trúðleiknum eins og þær
suðrænu þjóðir þar sem
trúðurinn er þekkt per-
sóna í leiklistinni. Við
erum, eins og margar nor-
rænar þjóðir, frekar lokuð
þjóð og það á eins við í
leikhúsinu eins og annars
staðar."
Er þetta skot á Davíð?
Nú má greina nokkurn
pólitískan brodd í leikrit-
inu. Það uppsker mikinn
hlátur þegar Skúli segir:
„Trúðar eru næstum
aldrei forsætisráðherrar."
Er verið að skjóta á Davíð?
„Ég dró aðeins fram það
sem höfundur skrifaði í
handritið en ýtti ekkert
undir það að tengja það við
ákveðnar persónur. Áhorf-
endur verða að túlka það
hver fyrir sig.
Höfundur er auðvitað að
hæðast svolítið að virðu-
leikanum og neyslukapp-
hlaupinu í samfélaginu í
kringum okkur. Ég held að
hláturinn verði enn inni-
legri ef við skynjum að grín-
ið er ekki alveg innantómt heldur vís-
ar í hluti sem við öll þekkjum."
María stendur í samningaviðræð-
um við Leikfélag íslands um næsta
leikstjómarverkefni og hefur auk
þess verið ráðin til að leikstýra 3.
árs nemum í leiklistardeild Listahá-
skóla íslands. Hún og dr. Orri Vé-
steinsson fomleifafræðingur, eigin-
maður hennar, eiga sjö mánaða
gamla dóttur sem þarf sinn tíma.
Vil fá aö sanna mig
María segir að sér hafi alls ekki
fundist erfitt að komast inn í ís-
lenskt leiklistarlíf eftir heimkom-
una en langar hana ekkert til þess
að komast á svið og leika sjálf eins
og hún menntaði sig til?
„Ég var svolítinn tíma að sætta
mig við að vera leikstjóri en ekki
leikkona. Ég fékk oft mjög skemmti-
leg verkefni í skólanum, þung og
dramatísk hlutverk. Ég hef raunar
ekkert leitað eftir þvi að komast á
svið síðan ég komst heim en mig
langar til þess að fá að sanna mig
sem leikkona einhvem tímann."
-PÁÁ
Garðrækt á Tálknafirði:
Fallegur álfagarður
DV, TALKNAFIRDI:__________________
A Tálknafirði eru margir einstak-
lega fallegir garðar. Dæmi um þetta
er garður hjónanna Páls Guðlaugs-
sonar og Ástu Torfadóttur. Þau hafa
lagt mikla vinnu í 40 ár í að byggja
upp fallegan og sérstakan garð, álfa-
garð. „Við byrjuðum á garðinum
um leið og við byrjuðum að byggja,"
segir Ásta.
Páll og Ásta planta afklippunum
af trjánum sem þau klippa í hlíðina
fyrir ofan húsið þannig að þar er
kominn góður vísir að skógi, álfa-
skógi.
Þegar ferðamenn koma til
Tálknafjarðar á sumrin sést oft
hvernig bílarnir hægja á sér þegar
þeir fara fram hjá garði Ástu og
Páls og fyrir kemur að þeir stöðva
bílinn og ganga út til að skoða bet-
ur og taka myndir.
-Frank SnærAss