Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Page 72
Nýtt og spennandi FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Rafdrifinn buggybíll fyrir börnin Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur Læknissonurinn frá Hvolsvelli sem talinn var af í 12 ár: Líftrygging var greidd út - tryggingafélög athuga hvort breyta þarf vinnureglum Líftrygging Halldórs Heimis ísleifs- sonar, læknissonarins frá Hvolsvelli sem hvarf í Texas árið 1988 en birtist á íslandi í síðustu viku, var samkvæmt heimildum DV greidd út á sínum tíma. Þetta kann að hafa þau áhrif að trygg- , ^ingafélög hérlendis verði að breyta ™ vinnureglum sínum í þá veru að dán- arbætur verði ekki greiddar nema lög- formlegur úrskurður hggi fyrir. Forsvarsmenn tryggingafélagsins sem i hlut á vildu ekki tjá sig um mál- ið þar sem það flokkaðist undir einka- mál. Að maður sem er talinn látinn snúi til baka sprelllifandi eftir að lif- trygging hans hefúr verið greidd út er einsdæmi í sögu íslensks tryggingafé- lags og veldur forsvarsmönnum þess miklum heilabrotum. DV er ekki kunngt um hvort fjölskylda Halldórs o ^hHeimis hyggst endurgreiða félaginu fjárhæðina en hugsanlegt er að henni beri engin skylda til þess og krafan sé fymd. Liftryggingin var greidd út á grundvelli þess að sýslumaður kvað upp þann úrskurð að skipta mætti búi hins unga manns. Aldrei féll úrskurð- ur héraðsdóms sem lýsti hinn týnda Látinn“ á Irfi formlega látinn. Vegna fymingarlaga kann að vera að félagið sem um ræðir eigi engan rétt á endurgreiðslu. Eins og áður segir kann þetta að leiða til þess að tryggingafélög verði að breyta vinnureglum. Þetta gæti komið itla við aðstandendur sjómanna sem farast á hafi úti og aðstandendur þeirra sem haldið er á lifi í öndunarvél, án þess að eiga von um að snúa aftur til lifs. Búist er við því að Halldór Heimir verði kallaður fyrir hjá yflrvöldum í sínu heimahéraði og skýringa óskað á fjarveru hans i 12 ár. Eftir því sem DV kemst næst er óskað eftir því að Hall- dór Heimir verði skráður tU heimilis á Áiftanesi, hjá foreldrum sínum. Að sögn Boga Hjálmtýssonar, stað- gengils sýslumannsins í Hafnarfirði, hefúr embættinu enn ekki borist er- indi um að óska skýringa á hvarfi mannsins. I þjóðskrá er Halldór Heim- ir enn sagður látinn þann 14. mars 1988, þrátt fyrir að beiðni hafi verið send fýrir miðja viku um að færa hann aftur inn; á lífi. „Við í íjölskyldunni erum enn að gleðjast og ekki farin að ræða fjárhags- hlið þessa máls,“ sagði Kristín Isleifs- dóttir, systir Halldórs, í gærkvöldi. „En við eigum að sjálfsögðu eftir að fara að lögum í þessu efni.“ -rt Blásið til orrustu gegn risunum á matvörumarkaðinum: Stóraukið samstarf - á teikniborðinu hjá Samkaupum og KEA Kaupfélag Eyfirðinga og Samkaup eiga nú í viðræðum um stóraukið samstarf á matvörumarkaði. Um er að ræða samstarf í innkaupum og markaðsmálum. Samkaup rekur ' “%'erslanir á Suðurnesjum, í Hafnar- firði, Reykjavík, ísafirði og Bolung- arvík. Þar á meðal eru nokkrar Sparkaupsverslanir, sem eru hverfa- verslanir. Þá rekur fyrirtækið lág- vöruverslunina Kaskó í Keflavik svo og kjörvinnslu fyrir versl- anir sínar. Matbær ehf. rekur KEA-verslanirnar Nettó, Úrval og Strax-búðirnar. Úr- val er með stærri verslanir en Strax-búðirnar eru hverfaverslanir. „I framhaldi á sölu Kaupáss á sín- um tíma kom fram í viðtölum við eigendur fyrirtækisins að þeir horfðu til víðara samstarfs," sagði Guðjón Stefánsson, framkvæmda- ***stjóri Samkaupa. „Þeir tilgreindu okkur og KEA í því sambandi. Það hefur ekkert gerst frekar í þeim mál- um. Hins vegar er hið aukna sam- starf okkar við KEA orðið til í fram- haldi af öllum þessum umræðum, svo og framhaldi af þvi sem hefur verið að breytast á markaðinum, þegar tveir aðilar eru að verða ríkj- andi, þ.e. Baugur og Kaupás. Þessir tveir aðilar eru komnir með gifur- lega stóran hluta af kökunni. Það væri heimska ef þeir sem eftir eru á markaðinum væru að berj- ast hver í sínu homi. Þvl hefur neyðin kennt okkur það að við verð- um að starfa meira saman til þess að geta náð fram meiri hagkvæmni í innkaupum." Samkaup og Matbær ehf. kaupa inn í gegnum BÚR ehf. Allt það sem er utan þeirra innkaupa hyggjast fyrirtækin hafa samstarf um. Kaup- félag Héraðsbúa hefur þegar gert samstarfsscunning við Samkaup. Samstarfið hefur verið í þeim far- vegi að fyrirtækin hafa slegið saman magni sínu þegar samið hefur verið um innkaup. Þá hafa þau unnið saman að markaðsmálum. „Út úr þessu höfum við talið koma hagræði fyrir báða,“ sagði Guðjón. „Það er á þessum nótum sem við erum að ræða við fleiri af minni aðilum, þar á meðal Matbæ. Hvort þetta samstarf leiðir á seinni stigum til einhvers verður framtíðin að leiða i ljós. í næstu framtið sýnist mér stefnan vera sú að við, þessir minni aðilar, mun- um vinna þétt sarnan." Guðjón sagði að engin áform væru uppi um beina sameiningu Samkaupa og matvörumarkaðar KEA. -JSS fEzznnnzi LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 DV-MYND E.ÓL. Vala leggur lið Fjölmargir leggja Rauöa krossinum liö vegna landssöfnunar til hjálpar atnæm- issjúkum í Afríku sem fram fer um helgina. Stefnan er aö banka upp á hjá sem flestum landsmönnum og æskja framlags til baráttunnar gegn þeirri ógn sem alnæmisfaraldurinn er í Afríku. Vala Flosadóttir lætur ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn og sést hér viö undirbúning söfnunarinnar í gær. Foreldrar sækja ekki aurana sína: 29 milljónir í óinnleyst um barnabótatékkum í árslok 1999 lágu tæplega 29 millj- ónir hjá ríkissjóði í óinnleystum bamabótatékkum sem gefnir voru út á árunum 1996 til 1998. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar fyrir árið 1999. „Þetta eru bamabótatékkar sem fólk hefur átt rétt á en hefur ekki innleyst," sagði Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi. Aðspurður sagðist Sigurður ekki vita af hverju fólk hefur ekki sótt þessa aura sína. Á síðustu árum hefur dregið úr út- gáfu tékka, þar sem ríkissjóður er farinn að greiða vélrænt inn á bankareikninga viðtakenda, og kemur það í veg fyrir sams konar uppsöfnun fjármuna. Ávísanir fyrnast á einu ári en Sig- urður sagði að ef fólk kæmi og gæti sýnt fram á að það hefði átt rétt á þessum greiðslum þrjú til fjögur ár aftur í tímann þá fengi það greitt. Ef fólk skuldaði ríkissjóði fengi það sent ítrekanir um að greiða skuld sína en ekki væm sendar út ítrekanir til þess að minna fólk á að innheimta það sem rikið skuldar því. Auk 28.932 þúsund króna í óinn- leystum barnabótatékkum liggja einnig óinnleystir launatékkar að fjárhæð 736 þúsund krónur hjá rík- issjóði. -SMK Tilboósveró kr. 4.444 bfOth©f P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileg merkivél 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Gæði og glæsileiki smort (sólbaðstotal Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.