Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
Fréttir I>V
Kynbótasýning íslenskra hrossa í Tulsa í Oklahoma:
Bandarískir eigendur
hrossanna metnaðarfullir
Hvalf j arðargöng:
Bílateljari
bættist við
DV, HVALFIROI:________________
Starfsmenn 1 gjaldskýli Hvalfjarðar-
ganganna vita hér eftir upp á hár hve
margir bílar eru hverju sinni á leið
gegnum Hvalfjarðargöng. Tæknibúnað-
ur, sem gerir mögulegt að fylgjast með
fjölda bíla, hefur verið settur upp. Það
er m.a. ástæðan fyrir því að loka þurfti
göngunum fyrir umferð þrjár nætur.
Bílateljari við gangamunna telur bíl-
ana sem fara inn og út og þannig má
alltaf sjá hve margir eru á leiðinni und-
ir fjöröinn. Þetta er að sjálfsögðu afar
mikilvægt öryggisatriði ef eitthvað
skyldi koma upp á í göngunum.
Annar öryggisþáttur kemur til sög-
unnar fljótlega, blikkljós gegn
hraðakstri eins og greint hefúr verið
frá. Blikkljósabúnaðurinn var settur
upp að næturþeli en svo kom á daginn
að tölvukubb vantar til að hann virki.
Vonir standa til að bið eftir kubbnum
verði stutt. Hraðakstursmenn ættu að
láta sér segjast og hægja ferðina því lög-
reglan ætlar hreint ekki að slá slöku við
hraðamælingar þrátt fyrir að blikkljós-
in komi til skjalanna. -DVÓ
í PV, TULSA, OKLAHQMA:______________
Fyrsta kynbótasýning íslenskra
; hrossa í Bandaríkjunum var haldin
j í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjun-
I um nýlega. Fulldæmd voru 32 hross,
j auk þess sem mörg hross voru bygg-
i: ingardæmd. Þrjú hross náðu yfir 8 í
: aðaleinkunn og 18 voru milli 7,5 og
I 8.
| Ágúst Sigurðsson hrossaræktar-
j ráðunautur og Jón Vilmundarson,
I ráðunautur á Selfossi, dæmdu
j hrossin. Ágúst sagði í samtali við
DV að honum hefði komið á óvart
I hversu mörg góð hross hefðu komið
j á þessa sýningu og hefði hún í heild
| verið mjög lík héraðssýningu heima
j á íslandi. Var Ágúst viss um að sýn-
j ing sem þessi hefði mikil áhrif á
‘ bandaríska eigendur íslenskra
hrossa sem margir hverjir væru
mjög metnaðarfullir og vildu eiga
góð hross.
Ritara þessarar fréttar fannst að-
staða til sýningarhaldsins í Tulsa
mjög góð hvað varðar allan aðbúnað
hrossanna og þau voru dæmd inni í
húsi. En brautin sem notuð var til
sýningarinnar var svo slæm að ef
upp á slíkt hefði verið boðið á ís-
landi hefðu menn neitað að sýna
hrossin. Eftir mikla rigningu nótt-
ina fyrir sýninguna var brautin sem
eitt drullusvað yfir að lita og aöeins
harðviljug hross sýndu það sem i
þeim bjó. Brautin var heldur betri á
sunnudag, þegar yfirlitssýningin fór
fram, þannig að mörg hossanna
náðu að bæta einkunnir sinar.
Eigendur hrossanna lögðu
áherslu á að fá mjög góða knapa frá
íslandi til þess að sýna hrossin og
svo voru einnig nokkrir bandarísk-
ir knapar sem riöu hrossum á sýn-
ingunni.
Hæst dæmdi stóðhesturinn var
Þröstur frá Ytri-Skeljabrekku sem
hlaut 8,35 í aðaleinkunn. Knapi var
Guðmar Þór Pétursson. Hæst
dæmda hryssan var Stikla frá Ási í
Hegranesi sem hlaut 8,06. Knapi var
Baldvin Ari Guðlaugsson. Hæst
dæmda 5 vetra hryssan var Mær frá
Grafarkoti. Knapi var Herdís Ein-
arsdóttir.
Daginn fyrir sýninguna voru
Ágúst og Jón Vilmundarson með
námskeið í hrossadómum og bentu
mönnum á eftir hverju væri sóst hjá
hrossunum. Þátttakendur virtust
mjög áhugasamir og voru menn
sammála um að þessi sýning væri
stórt skref fram á við til þess að efla
allt ræktunarstarf íslenskra hrossa
í Bandaríkjunum og myndi hún
veröa til þess að auka áhuga fólks á
að kaupa góð hross frá íslandi.
-Magnús Ólafsson
DV-MYND DANlEL V. ÓLAFSSON
Bundiö aflaskip
Elliöi liggur bundinn viö bryggju á Akranesi og lítur glæsilega út en hefur engin verkefni.
Nýkomin sending frá ELITA Microfiber,
yndislegt viðkomu og andar eins og bómull.
Tegtind 8825, 8826 og 8827
Litir: hvítur, húðlitur og svartur
Stærðir: s, m, 1, xl
QMsÍyj)
Aflaskip við bryggju allt árið
Verð 995
Nærtföt og skór
Laugavegi 40 • Sími 551 3577
Spegilsónata
ÞÓREY FRIÐBJÖRNSDÓTTIR
Kemur út á morgun
JJjO
JPV FQRLAG
DV, AKRANESI:___________________________
Nóta- og togveiðiskpið Elliði GK 445,
sem smíðað var í Noregi árið 1979 og
er í eigu útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækisins Haraldar Böðvarsson hf., hef-
ur legið við bryggju á Akranesi nærri
allt þetta ár og veriö á sölulista, en
skipinu var lagt þegar Óli í Sandgerði
var keyptur. Elliði var gerður út á
loðnu og síld.
Þegar búið verður að selja Elliða
verður aðeins eitt skip eftir af þeim
fjórum sem Sandgerðingar lögðu inn í
sameiningu HB, en það er Jón Gunn-
laugs GK 444, togbátur smíðaður 1972.
Sturlaugur Haraldssson, sölustjóri
hjá HB hf., segir að það sé ætlun þeirra
að selja Elliða: „Það hafa komið nokkr-
ar fyrirspumir og við munum fmna
farveg fyrir Elliða, enda er skipið gott
og í mjög góðu ástandi. Þetta er bara
spuming um tima,“ sagði Sturlaugur.
-DVÓ
Meira veitt af tófu en áður
- 307 tófur féllu í Skagafirði og 236 minkar
ad^lbjörg
DV, SKAGAFIRDI:________________________
Alls voru veiddar 307 tófur í sveit-
arfélaginu Skagafirði á síðasta
veiðitímabiii sem stóð frá 1. septem-
ber 1999 til 31. ágúst síðastliðins.
Þetta er 50 dýrum fleira en árið á
undan og kostnaðurinn varð 4,7
milljónir króna, hækkaði um rúma
milljón frá fyrra ári. í skýrslu sem
Sigurður Haraldsson, þjónustufull-
trúi í Varmahlíð, hefur tekið saman
um minka- og refavinnslu kemur
fram að alls voru unnin 39 greni í
Mlnkurinn
Færri dýr voru felld nú en veiöiériö
undan.
Tófan
Þaö kostaöi 15 þúsund að fella hvert dýr.
vor. Fullorðin dýr voru 142 en yrð-
lingar 165. Kostnaður á hvert veitt
dýr varð liðlega 15 þúsund krónur.
Á sama tíma veiddust 238 minkar
sem er 46 dýrum færra en árið á
undan, þar nam heildarkostnaður
tæplega 1,1 milljón króna. Kostnað-
ur við veiðamar hjá sveitarfélaginu
varð því tæpar 5,8 milljónir. Af því
mun um ein milljón króna fást end-
urgreidd úr ríkissjóði. Það sem
sveitarstjómarmönnum hefur svið-
ið hvað mest varðandi kostnað við
þessar veiðar er að þegar ríkisvald-
ið lækkaði endurgreiðsluhlutfallið
fyrir nokkrum árum varð þessi
vinna virðisaukaskattskyld. Þykir
mönnum afleitt aö þau sveitarfélög
sem reyni að halda þessum rándýr-
um í skefjum skuli vera skattlögð af
ríkinu. Hins vegar séu dæmi um
sveitarfélög sem ekki sinni þessum
veiðum sem skyldi og auki þar með
kostnað hinna sem halda uppi
skipulagðri leit og vinnslu á hverju
ári. -ÖÞ