Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Síða 13
13 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000______________________________________________ DV Fréttir Óli á Stað kemur gjör- breyttur frá Lettlandi Kominn heim Hér er Óli á Staö kominn í heimahöfn, nýr og betri Óli, og skiptir nú um verkefni frá því sem áöur var. PV, GRINDAVÍK: Nýlega kom til Grindavíkur skip- ið Óli á Stað en undanfama mánuði hefur hann verið í breytingum í Riga í Lettlandi. Óli á Stað er rúm- lega 250 tonn að stærð, smíðaður 1964 og var hefðbundinn vertíðar- og síldarbátur en hefur nú verið breytt í línu- og netabát og eru helstu breytingamar þær að settur var nýr afturendi og lestin var líka tekin í gegn, þá var settur nýr krani og mastur og einnig skorsteinshús. Þá var líka bætt aðstaðan fyrir áhöfnina með nýrri setustofu og stakkageymslu að ógleymdu gufu- baðinu. Eigendur Óla eru Gunnlaugur Þór Ævarsson ásamt eigendum Stakkavíkur, þeim feðgum Her- manni og Gesti Ólafssonum og Ólafi Gamalíelssyni, kenndum við Stað. Hafa þeir feðgar rekið saman verk- unar- og útgerðarfyrirtækið Stakka- vík og gert út smábáta og áttu á tímabili hátt i 30 báta en hafa nú söðlað um og selt nokkra báta og keypt 3 stóra netabáta. Segir Her- mann að tilgangurinn sé að tryggja vinnslunni stöðugra hráefni auk þess sem erfítt hafi verið að halda utan um alian bátaflotann. Hermann er sannkallaður útvegs- bóndi en hann hefur verið með kindur og gæsir og sinnir þessu öllu af miklum áhuga, skýtur mink og tófur ef slík kvikindi láta sjá sig á landareigninni og nýtur þess að hafa nógu mikið fyrir stafni. Að auki er hann svo einn öflugasti stuðningsmaður körfuboltans í Grindavík. Gunnlaugur er skip- stjóri á Óla og sigldi honum heim frá Riga og var hæstánægður með breytingamar. Hann sagði að veltitankurinn sem settur var á bát- inn virkaði mjög vel og að gaman hefði verið að sigla bátnum inn til Grindavíkur nýmáluðum þar sem hann fékk glæsilegar móttökur. -ÞGK DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Eigendur Á myndinni eru Gunnlaugur Þór, Gestur og Hermann, þrír eigendanna, en Óli á Staö sjálfur var upptekinn viö að sækja fisk á markaöinn. DV efnir til teiknisamkeppni meðdl krdkka á grunnskólaaldri. öæsileg verðlaun í boði fyrir fófa*, Toy Story 2 myndband Skilafrestur er tll laugardagslns 20. nóvember nk. Utanáskrift er: DV^jólakort, Þverholtl 11,105 Reykjavík Glæsilegt úrval Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum og gjafavörum. Matta rósin 20% afsl. Pelsar í úrvali CpB Sigurstjarnan virka daga 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-16 Símj 588 4545. Raunveruleikinn - ótrúlegri en skáldskapurinn... íslenskur ævintýramaður í vist hjá drottningu ástarsögunnar - Danielle Steel JíJ'O JPV FORLAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.