Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Page 16
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Deilt um erlenda
fjárfestingu
Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, LÍÚ, er andvígur beinni þátttöku
erlendra fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. í ræðu á aðal-
fundi LÍÚ í liðinni viku sagði Kristján Ragnarsson enga
ástæðu til að heimila slíkar fjárfestingar. „Aðalatriðið er
að við höfum ekki þörf fyrir erlendar fjárfestingar i ís-
lenskum sjávarútvegi.“
Þessi skoðun formanns LÍÚ er ekki aðeins röng heldur
hættuleg. Hún byggir á úreltum hugmyndum forræðis-
hyggjunnar - sósíalisma sem Kristján Ragnarsson hefur
yfirleitt reynt að forðast. Kristján Ragnarsson er þess ekki
umkominn, frekar en aðrir, að ákveða i eitt skipti fyrir
öll, og það fyrir öll fyrirtæki í sjávarútvegi, að þau þurfi
ekki á erlendu áhættufjármagni að halda. Þetta vita marg-
ir félagar Kristjáns enda ljóst að ekki taka allir útgerðar-
menn undir skoðanir hans. Forráðamenn margra stærstu
sjávarútvegsfyrirtækja landsins hafa ítrekað rætt um
nauðsyn þess að heimila útlendingum að fjárfesta í veið-
um og vinnslu hér á landi.
Dregið skal í efa réttmæti staðhæfingar Kristjáns Ragn-
arssonar um að ekki sé þörf á erlendri fjárfestingu í sjáv-
arútvegi. En það er ekki aðalatriðið. Mestu skiptir að
sanngimis- og jafnræöissjónarmið fái að ráða hér ferð-
inni. Á meðan fyrirtæki í öðrum starfsgreinum geta leit-
að eftir erlendum fjárfestum er út í hött að meina íslensk-
um sjávarútvegi að njóta sama réttar.
Furðu sætir að formaður Landssambands íslenskra út-
vegsmanna vilji skerða frjálsræði umbjóðenda sinna og
verja núverandi lög um fjárfestingar erlendra aðila - lög
sem eru í andstöðu við þær hugsjónir sem ráðið hafa ferð-
inni innan LÍÚ.
Góðœrið talað niður
Ein mesta hætta, sem steðjar að íslensku efnahagslífi,
er vaxandi svartsýni um framtíðina. Bjartsýni og góðar
væntingar um það sem koma skal er drifkraftur efnahags-
legra framfara. Að sama skapi er bölmóður og svartsýni
ávísun á þrengingar og óáran.
Á undanförnum vikum og mánuðum hefur hver sérfræð-
ingurinn á fætur öðrum komið fram á sviðið til að vara við
hættumerkjum sem þeir telja sig sjá í íslensku efnahagslífi.
Fyrir suma stjórnmálamenn er slíkt svartsýnishjal kærkom-
ið enda málefnin, sem þeir berjast fyrir, mismerkileg. Góðær-
ið, sem íslendingar hafa notið undanfarin ár, er sagt á enda
og efnahagslegar þrengingar fram undan.
Ekkert er fjær sannleikanum þó vissulega muni íslend-
ingar ekki njóta sama hagvaxtar á komandi misserum og
undanfarin ár. Slíkt er enda heilbrigt og eðlilegt. En það
er enginn vandi að tala þjóðfélagið niður í efnahagslega
kreppu - að drepa allt í dróma og draga skipulega
kjarkinn úr mönnum kann að þjóna pólitískum markmið-
um, en gengur gegn hagsmunum almennings og íslenskra
fyrirtækja. Staðreyndin er sú að íslenskt þjóðarbú hefur
aldrei staðið betur en einmitt nú og hefur aldrei verið bet-
ur í stakk búið til að takast á við þrengingar. En mikil-
vægast er að átta sig á því að ef rétt er á málum haldið í
ríkisfjármálum og við stjórmm peningamála, samhliða
því sem byggt er undir bjartsýni, eiga íslendingar alla
möguleika á að njóta góðs hagvaxtar um ókomin ár.
Óli Björn Kárason
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
DV
33 *
Skoðun
Evrópusambandið ekki tímabært
Umræðan er að aukast um
hugsanlega þátttöku íslendinga
í Evrópusambandinu. Eðlilegt
og nauðsynlegt er að menn ræði
málið og kristalli helstu rök
með og á móti. í fljótu bragði
koma í hugann mörg atriði sem
mæla gegn aðild. Hin sem mæla
með eru ekki eins augljós og
þeir sem vilja styðja aðild hafa
ekki sett rök sín skýrt fram.
Óheft erlend fjárfesting
Við hljótum að spyma fótum
gegn því að formleg yfirráð
fiskimiðanna við ísland verði í Brus-
sel. Frá því er tæpast unnt að semja
sig þó menn telji sig geta samið um
undanþágur. Annað atriði af sama
meiði er erlend fjárfesting í sjávarút-
vegi okkar. Útilokað er að ræða er-
lenda fjárfestingu í okkar sjávarút-
vegi með núverandi fiskveiðistjórn-
unarkerfl nema þá með miklum tak-
mörkunum.
Óheft erlend fjárfesting í sjávarút-
vegi getur hæglega leitt til þess að
við glötum yfirráðum okkar yfir mið-
unum við landið. Meðan útgerðarað-
ilar eiga kvótann í reynd er ljóst
hvaða þýðingu það hefur að erlendir
aðilar kaupi útgerðina.
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræöingur
Auðveldlega má
veiða fiskinn frá t.d.
Bretlandi, landa honum
öllum þar og ísland yrði
þá stækkuð mynd af
Ólafsfirði, staður með
engan kvóta. Erlendir
aðilar í útgerð við ís-
land myndu líta á það
sem lítt arðbæra
byggðastefnu að landa
hér til þess að halda
uppi atvinnu og tekjum.
Reykjavík mun ekki
....... keppa við Bolungavík í
framtíðinni um unga fólkið, borgin
mun keppa við New York, London og
Kaupmannahöfn. Kvótasalan á milli
landshluta hér sýnir ljóslega hvers
væri að vænta og reynslan er ekki
uppörvandi. Þeir sem vilja ræða er-
lenda þátttöku í íslenskri útgerð,
eitthvað annað en málamyndaþátt-
töku undir sterkum hámarksskilyrð-
um, hljóta að gera ráð fyrir grund-
vallarbreytingum á stjórn fiskveiða.
Ella er þeim ekki sjálfrátt.
Stjórn frá Brussel
Við erum þátttakendur í Evrópska
efnahagssvæðinu með frjálsu flæði
fjármagns, vinnuafls, þjónustu og
,4 í
„Hygg ég að mörgum íslendingum muni þykja þröngt
fyrir dyrum þegar ákvörðunar verður að bíða eftir
Brussel í slíkum málum. Og til hvers? Innri vandamál
Evrópusambandsins munu taka mikið af tíma þess á
nœstu árum ..."
vöru. Það veitir okkur að ýmsu leyti
kjöraðstæður. Ekki er ólíklegt að sá
samningur þurfi aðlögun að breytt-
um aðstæðum og tíma og ekkert er
Glutrum ekki sáttatækifæri
Tillögur Auðlindanefnd-
ar eru um margt athyglis-
verðar, og i þeim er fólgið
tækifæri til sáttagerðar um
eitthvert umdeildasta mál
síðari tíma í íslensku þjóð-
félagi. Eftir að þær voru
gerðar kunnar lýsti sjávar-
útvegsráðherra því yfir aö
tillögur um breytingar á
lögunum um stjórn fisk-
veiða yrðu fram komnar
fyrir áramót. Verkefni
þeirrar nefndar sem á að
undirbúa tiilögurnar er ný-
lega hafið og tími hennar
til að vinna að lausn þessara
þess vegna mjög knappur.
Afar miklu skiptir að úr
þessu tilefhi verði alvöru
tilraun til að leysa aðal-
ágreininginn um nýtingu
auðlindarinnar. En hann
snýst um það ígildi eignar-
halds sem útgerðarmenn
hafa nú á fiskinum í sjónum
og það einokunarumhverfi
sem þróast hefur í skjóli
þess. En þessi ágreiningur
verður ekki leystur nema
stjómmálamenn hugsi fram
aiþingismaöur Samfyik- í tímann og leggi niður fyr-
ingarinnar á Vesturlandi ^ sér hvaða grunnforsend.
ur eigi að vera fyrir því
,Jóhann
Ársælsson
mála er með hvaða hætti útgerðarmenn
framtíðarinnar eigi að fá tækifæri
til að taka þátt í atvinnugreininni.
Ætli menn að halda sáttaleið er full-
ljóst að hún liggur ekki í því að nýt-
ing auðlindarinnar verði áfram sér-
réttindi útgerðarmanna sem hafi
síðan leyfi til að selja öðrum aðgang
að henni.
Tillögur Samfylkingarinnar
um leigu veiðiheimilda
Það er almennt ekki deilt um
þann skilning að til þess að atvinnu-
grein geti blómstrað þurfi þeir sem
sjá sóknarfæri í því að hefja at-
vinnurekstur í henni að eiga kost á
því að keppa á jafnræðisgrundvelli
við þá sem fyrir eru. Þess er enginn
kostur undir því eignarhaldsfyrir-
„Leiga veiðiheimilda á markaði, sem allir sem vilja stunda útgerð hafa jafnan að-
gang að, er eina leiðin sem bent hefur verið á í þessari umrœðu sem óumdeilanlega
tryggir þjóðareign á auðlindinni, án þess að raska forsendum fiskveiðistjómarinn-
- Kvótafundur á Hótel Sögu í janúar sl.
ar.
komulagi sem nú ríkir í útgerð á ís-
landi. Samfylkingin hefur lagt fram
frumvarp á Alþingi um leigumarkað
á veiðiheimildum sem leysir þennan
vanda. Þessar tillögur Samfylkingar-
innar er í fullu samræmi við aðaltil-
lögu Auðlindanefndar um meðferð
auðlinda i þjóðareign.
I tillögu Auðlindanefndarinnar er
fólgin grunnstefna sem ekki er út-
færð nánar, en frumvarp Samfylk-
ingarinnar er hins vegar útfærð
stefna þar sem gerðar eru tillögur
um allar þær breytingar sem Sam-
fylkingin telur að þurfi að gera á
lögum til að þessi stefna náist fram.
Leiga veiðiheimilda á markaði, sem
allir sem vilja stunda útgerð hafa
jafnan aðgang að, er eina leiðin sem
bent hefur verið á í þessari umræðu
sem óumdeilanlega tryggir þjóðar-
eign á auðlindinni, án þess að raska
forsendum fiskveiðistjómarinnar.
Aðferðin tryggir jafnræði og jafn-
rétti til starfa í greininni. En hún
tryggir líka hámörkun fiskveiðiarðs-
ins. Þeir sem verja óbreytt kerfi
halda því fram að í tillögum Sam-
fylkingarinnar sé fólgin skattlagn-
ing á landsbyggðina.
Það er auðvitað fráleitt í ljósi þess
að útgerðarmenn innheimta nú auð-
lindagjald sem er margfalt hærra en
hugsanlegt leigugjald sem skapast
mundi á opnum markaði og engin
sem stofnar til útgerðar á íslandi í
dag sleppur við þá skattheimtu. Það
er mjög mikilvægt að þeim mögu-
leikum til sátta sem eru fólgnir í
leiðsögn Auðlindanefnar, hvað varð-
ar auðlindir í þjóðareign, verði ekki
glutrað niður vegna pólitískra
áhrifa öflugra hagsmunahópa.
Jóhann Ársælsson
Með og á móti
ólympíska hnefaleika á íslandi?
Enga forræðishyggju
i „Ég tel það
JgL vera jafnréttis-
I mál að ólympísk-
■pT ir hnefaleikar
verði leyfðir hér.
Rannsóknir sýna að meiðsli
í íþróttinni eru ekki meiri
en í öðrum íþróttum og við
sem flytjum þessa tillögu
erum einfaldlega fylgjandi
því að fólk fái að velja, við
viljum enga forræðishyggju
í þessu sambandi. Þetta eru
áhugamannahnefaleikar, menn eru
með hlífar yfir höfuðið og nota
Gunnar
Birgisson
alþingismaöur
þar til
öðruvísi hanska. Þetta eru
þrjár lotur, sem er styttra
en í venjulegum hnefaleik-
um, og menn skora stig, það
er ekkert gefið fyrir að slá
menn í gólfið eða gefa þeim
rothögg. Við teljum þetta
jafngilda öðrum íþróttum,
þetta er ólympísk íþrótt, við
erum aðilar að Alþjóða
Ólympíusambandinu og ég
get ekki séð af hverju við
eigum að vera eina þjóðin
að banna þetta.“
Ekki til góðs
„Ég er fyrst og
I fremst á móti því
aö ólympískir
f hnefaleikar verði
teknir upp hér-
lendis vegna þess að þetta
er árásaríþrótt sem er
stunduð í þeim tilgangi að
meiða andstæðinginn.
Rannsóknir hafa sýnt að
þeir sem stunda hnefaleika
eiga oft við alvarleg og erfið
meiðsli að stríða, aðallega á
höfði. Það var farið í gegnum þetta
allt á þinginu síðast og ég tel að
Arni Steinar
Jöhannsson
alþingismaöur
það séu óyggjandi vísinda-
legar sannanir fyrir því að
þetta sé ekki til góðs. En að-
alpunkturinn er sá að
íþróttin gengur út á að gera
árás á andstæðinginn til að
meiða hann og ég sé enga
ástæðu tfl að taka upp slíka
íþrótt hér á landi.“
Mikll umræða hefur verið um það undanfarin ár hvort lögleiða eigi ólympiska hnefaleika hér á landi. A síðasta þingi var tillaga um það felld en flutnings-
menn hennar hafa ekki gefist upp og gera á næstunni aðra tilraun.
eðlilegra en að endumýja samninga
og ótrúlegt að Evrópusambandið
muni ekki taka það mál á dagskrá
þegar þörf er á. Hitt er ljóst að sam-
runaferli Evrópuþjóða stefnir mark-
visst að Bandaríkjum Evrópu með
Þjóðverja og Frakka i forystu. Þörf
Evrópuþjóða fyrir sameiginlega
stefnumótun í ýmsum pólitískum
málum er skiljanleg í sögulegu ljósi.
Við höfum enga þörf fyrir sameigin-
lega stefnu með Evrópusambandinu í
landbúnaðarmálum, öryggismálum,
sjávarútvegsmálum eða félagsmálum
svo nokkuð sé nefnt.
Hygg ég að mörgum íslendingu
muni þykja þröngt fyrir dyrum þegar
ákvörðunar verður að bíða eftir
Brussel í slíkum málum. Og tfl hvers?
Innri vandamál Evrópusambandsins
munu taka mikið af tíma þess á
næstu árum, ólíkar þjóðir eftir stækk-
un, ólík viðhorf, ólíkir hagsmunir.
Við hljótum líka að leggja áherslu á
tengsl okkar við Bandaríkin og þá
gríðarlegu hagsmuni sem við eigum á
því markaðssvæði. Fylgjendur aðildar
að Evrópusambandinu verða að skýra
miklu betur hvaða ávinning þeir telja
af aðild. Ekki dugar bara að vilja vera
með, hajttumar eru líka miklar.
Guðmundur G. Þórarinsson
Ummælj
Pólitískar ráðningar
á RÚV?
„í könnun fjár-
málaráðherra með-
al ríkisstarfs-
manna nýverið
kom í ljós að eig-
inlega aflir starfs-
mennimir telja að
hér sé um pólitísk-
ar ráðningar að
ræða og það er óþolandi. Við skerum
okkur algjörlega frá öðrum hópum
ríkisstarfsmanna hvað varðar þessi
viöhorf. 80% starfsmanna okkar telja
þetta ástand sérlega slæmt hjá Ríkis-
útvarpinu...Á hinum Norðurlönd-
unum eru menn hreinlega gáttaðir
út af ástandinu héma.“
Jón Ásgeir Sigurösson, form. Starfs-
mannafélags RÚV, í Degi 10. nóv.
LÍÚ-landið í aldarlok
„Getur mér ekki
alveg staðið á
sama hver hér
stjórnar? Getur
mér ekki verið al-
veg sama hver á
sj ávarútvegsfyr ir-
tækin sem eiga
þessi fiskimið? Ég
eignast þau aldrei. Það eru einhverj-
ir flokkar manna sem hafa ráðstafað
þessum náttúruauðlindum íslands til
vina sinna og ætla svo að telja mér
trú um að ég eigi þau! Ekki fékk
Valdimar mikið út úr þeim skilningi
sinum í Hæstarétti... Eftir þátt Páls
sé ég nýtt ljós. Það er nauðsynlegt að
vera sáttur við kerfið því það er rétt.
Alveg eins og sagt var í Austur-
Þýskalandi í mínu ungdæmi. Ég skal
því reyna að vera sáttur við yfirvöld-
in, öll kvótakerfi og sérréttindi svo
að mér líði að minnsta kosti betur í
ellinni."
Halldór Jónsson verkfr. í Mbl.
10. nóvember.
Enginn þver-
girðingsháttur
„Hvorki ráð-
herrar né ríkis-
stjóm hafa verið
með þvergirðings-
hátt gagnvart
RÚV. Menn eru
ráðnir til starfa á
RÚV af mismun-
andi aðilum.
Þannig stendur menntamálaráðherra
að ráðningu framkvæmdastjóra en
útvarpsstjóri ræður aðra. Ef það er
niðurstaða þeirra sem starfa hjá
RÚV að það séu ekki mannkostir
sem ráða því hverjir starfa þar hlýt-
ur hún að koma mörgum í opna
skjöldu."
Björn Bjarnason menntamálaráöherra I
Degi 10. nóvember.
Útkjálkanagg
Sú var tíð að ýmsir gegnir Islend-
ingar voru svo þrúgaðir af vanmeta-
kennd, að þeir töldu vænlegast að
landsmenn legðu niður tungu sína af
hagkvæmnisástæðum. Einn þeirra
var Bjami Jónsson skólameistari í
Skálholti, æðstu menntastofnun í
landinu. Hann skrifaði landsnefnd-
inni fyrri árið 1771 meðal annars:
„Jeg anseer det ikke alene unyttigt
men og meget skadeligt, at man skal
beholde det islandske Sprog.“ Hann
hélt því fram að tunga, sem enginn
skfldi, einangraði íslendinga frá um-
heiminum og torveldaði þeim sam-
skipti við aðrar þjóðir: „Hvorfor
skulde man da være saa fastholdende
der ved? Lader os da folge Norges og
Færoernes Exempel, eftersom vi sta-
ar under den danske Regering og i
Communication med danske Folk.“
Þetta viðhorf mun flestum þjóð-
hollum og sómakærum íslendingum
þykja fiarstætt, enda hefur varð-
veisla þjóðtungunnar reynst vera
hérlendu menningarframtaki á öll-
um sviðum öflugri lyftistöng en
nokkuð annað sem landsmenn hafa
tekið sér fyrir hendur. Framtíðar-
sýnir skáldanna á 19du öld voru
ímyndunarafli þjóðarinnar vissulega
örvandi og frjóvgandi, og ekki síður
lýsingar þeirra á harðbýlu ættland-
inu, en það var meðferð móðurmáls-
ins, endurnýjun þess og nýsköpun,
sem var þeirra stórfelldasti og var-
anlegasti skerfur til óborinna kyn-
slóða. Af framtaki þeirra hefur leitt,
að nútímabókmenntir okkar eru
orðnar gjaldgengar um víða veröld.
Nagg slúðrarans
Samt væri synd að segja að nesja-
mennskan og systir hennar vanmeta-
kenndin séu úr sögunni hjá
okkur Mörlendingum. Enn
eimir eftir af þeim afdala-
hugsunarhætti, að móður-
málið sé ekki nógu fint fyrir
stóra heiminn; við verðum
endilega að nota enskuna til
að ganga í augun á öðrum
þjóðum. Lítið dæmi um þetta
hlálega viðhorf vanmetakind-
anna birtist í einum slúður-
dálki þessa blaðs fyrir réttri
viku. Þar sagði: „Útvarpsráð
Ríkisútvarpsins er enn og aft-
ur aðhlátursefni lands-
manna. í þetta skiptið er það vegna
samþykktar ráðsins um að við ís-
lenska lagið sem sent verður í Evr-
ópukeppni sjónvarpsstöðva skuli
sunginn íslenskur texti en ekki texti
á erlendu tungumáli. Það var sam-
fylkingarmaðurinn Mörður Árnason
sem fann sig knúinn til að leggja
þetta til í útvarpsráði til að bjarga ís-
lensku tungunni og væntanlega ís-
lensku þjóðinni frá glötun. Félagar
hans í ráðinu, sem yfirleitt eru sam-
mála um það að vera ósammála,
brugðust nú hins vegar vel við erindi
Marðar og samþykktu einróma. Væri
réttast að láta útvarpsráðsmenn
sjálfa syngja í keppninni.“
Þráttfyrir yfirlætislegt yfirbragð
klausunnar fær slúðrarinn ekki dulið
djúpstæða minnimáttarkenndina sem
oftlega þjakar þegna kotríkja. Margar
miklu fiölmennari þjóðir en íslend-
ingar láta sér sæma að syngja á eigin
tungum, enda er væntanlega til
keppninnar stofnað til að kynna inn-
lend dægurlög hinna ýmsu þjóðríkja,
en ekki alþjóðlega slagara, þó vissu-
lega beri hún óþarflega sterkan svip
af einsleitum og flatjárnuðum dægur-
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
flugum. Aukþess er ensku-
kunnátta íslenskra dægur-
lagahöfunda satt að segja
einatt næsta bágborin.
Enskukennsla?
Ég ferðaðist nýlega í vél-
um frá flugfélaginu Atl- '
anta með hátt á fimmta
hundrað íslendinga, ann-
arsvegar til Ríó de Jan-
eiro, hinsvegar til Aþenu.
í hópunum var enginn
sem ekki talaði og skildi
íslensku. Samt fór það svo,
að allt sem sagt var í hátalara við
farþegana á íslensku var endurtekið
orð fyrir orð á ensku. Fólkið henti
gaman að þessu og spurði hvort
blessuð flugfreyjan hefði tekist á
hendur að kenna löndum sínum
enskan framburð.
Gallinn var bara sá að framburður-
inn var hvorki enskur né amrískur,
heldur sú tegund ensku sem Islending-
um er töm, og ekkert við þvi að segja é
- nema þetta enskuhjal var bæði ger-
samlega þarflaust og frammúr hófi
leiðigjarnt. Nú má vel vera að enskan
sé talin alþjóðlegt „flugmál", en má
ekki beita heilbrigðu hyggjuviti og
hlífa mönnum við „íslensku ensk-
unni“ þegar allir viðstaddir skilja ís-
lensku, þó menguð sé fiólum einsog
„að versla tollfrjálsan varning"?
Á vissum sviðum virðist móður-
málið vera á hröðu undanhaldi, eink-
anlega í fiölmiðlum, og má vera
landsmönnum íhugunarefni með
hliösjón af því, að íslenskar bók-
menntir hafa verið betur skrifaðar
undanfarinn aldarfiórðung en
nokkrusinni síðan á 13du og 14du öld.
Sigurður A. Magnússon •«
„Nú má vel vera að enskan sé talin alþjóðlegt „flugmál“, en má ekki beita heil-
brigðu hyggjuviti og hlífa mönnum við „íslensku enskunni“ þegar allir viðstaddir
skilja íslensku, þó menguð sé fjólum einsog „að versla tollfrjálsan vaming“?“