Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Qupperneq 26
«. 42
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000
x>v
Ættfræði__________________
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
95 ára__________________________________
Ástrós Sigurðardóttir,
Furugeröi 1, Reykjavík.
Sigrún Gunnlaugsdóttir,
Víðilundi 14e, Akureyri.
90 ára__________________________________
Kristinn Sigmundsson,
Þingvallastræti 29, Akureyri.
85 ára__________________________________
Ólafur Guömundsson,
Hringbraut 80, Keflavík.
80 ára__________________________________
Guörún Eyjólfsdóttir,
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík.
Sæmundur Gíslason,
Safamýri 46, Reykjavík.
' 75 ára___________________________________
Hulda Ragnarsdóttir,
Rjúpufelli 1, Reykjavík.
Sigtryggur Þorbjörnsson,
Funalind 7, Kópavogi.
70 ára__________________________________
Erla Jóhannsdóttir,
Kleifarvegi 8, Reykjavlk.
60 ára__________________________________
Sigríður Óskarsdóttir,
hand- og myndmenntakennari,
Móabarði 12b, Hafnarfiröi.
Eiginmaður hennar er Eiríkur Skarphéð-
insson bókari.
Sigríður verður ekki heima á afmælis-
daginn en tekur á móti vinum og ætt-
ingjum I Kiwanishúsinu, Helluhrauni 22,
Hafnarfiröi, laugard. 18.11. nk. milli kl.
17.00 og 20.00.
Hansína Einarsdóttir,
Eyrargötu 3, ísafirði.
Þráinn Pátsson,
Heiöarbrún 67, Hveragerði.
50 ára__________________________________
Baldur Garöarsson,
Álfhólsvegi 153, Kópavogi.
Bryndís Magnúsdóttir,
Austurvegi 5, Seyöisfirði.
Eiín Rögnvaldsdóttir,
Lindarseli 7, Reykjavík.
Gunnar Halldórsson,
Jöklalind 2, Kópavogi.
Gunnar Þorsteinsson,
Grandavegi 41, Reykjavík.
Kristín Auðunsdóttir,
Kleifarseli 31, Reykjavlk.
Kristín Þóra Sverrisdóttir,
Skipholti 53, Reykjavík.
Rut Agnarsdóttir,
Grettisgötu 3, Reykjavlk.
Sara Guöfinna Jakobsdóttir,
Heiömörk 9, Stöðvarfirði.
Stefanía Eygló Aðalsteinsdóttir,
Suðurengi 3, Selfossi.
40 ára__________________________________
Abigail Grover Snook,
Huldulandi 26, Reykjavík.
Arndís Helga Einarsdóttir,
Hörgsholti 25, Hafnarfirði.
Björg Guðmundsdóttir,
Hlíðarhjalla 65, Kópavogi.
Gísli Baldursson,
4 Vallarbaröi 11, Hafnarfirði.
Guðrún Bryndís Einarsdóttir,
Stekkjarhvammi 9, Hafnarfirði.
Jón Loftur Árnason,
Funafold 24, Reykjavík.
Peter William Humphrey,
Lambeyrarbraut 1, Eskifirði.
Siguröur Andrés Ásgeirsson,
Háageröi 41, Reykjavík.
Sæmundur Kristjánsson,
Lindarholti, Búðardal.
Valdís Magnúsdóttir,
Langholtskoti, Flúðum.
Þórdís Hjálmarsdóttir,
Mýrarbraut 37, Blönduósi.
Persónuleg,
alhliöa útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrír Olsen Baldur Fredriksen
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suíurhlíö35 • Sími 581 3300
allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Árni Þór Sigurðsson
formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar
Árni Þór Sigurðsson, borgarfull-
trúi og formaður skipulagsnefndar
Reykjavíkur, gat þess í DV-frétt um
helgina að gert yrði ráð fyrir lóðum
undir lúxusíbúðir á uppfyllingu út
af Ánanaustum í vesturbænum í
Reykjavík.
Starfsferill
Árni Þör fæddist í Reykjavík 30.7.
1960. Hann lauk stúdentsprófl frá
MH 1979, cand.mag.-prófl í hagfræði
og málvísindum frá Óslóarháskóla
1986 og stundaði framhaldsnám við
háskólana í Stokkhólmi og Moskvu
1986-88.
Árni var fréttaritari ríkisútvarps-
ins i Moskvu 1988 og starfaði um
tíma sem fréttamaður á útvarpinu.
Hann var deildarstjóri í samgöngu-
ráðuneytinu 1989-91, ritstjómarfull-
trúi og ritstjóri Þjóðviljans og Helg-
arblaðsins 1991-92, starfaði hjá
Kennarasambandi íslands 1992-97,
var framkvæmdastjóri þingflokks
Alþýðubandalagsins 1998 og var að-
stoðarmaður borgarstjóra 1998-99.
Árni Þór var kjörinn í borgar-
stjóm 1994, var formaður stjómar
Dagvistar bama 1994-98, varafor-
maður fræðsluráðs 1994-96, formað-
ur stjómar SVR 1996-98, formaður
hafnarstjómar frá 1994, tók við for-
mennsku í skipulags- og umferðar-
nefnd haustið 1999 og var um tíma
formaður hverfisnefndar Grafar-
vogs. Þá hefur hann átt sæti í stjórn
Hafnasambands sveitarfélaga frá
1994, þar af sem formaður frá 1997.
Árni átti sæti í æskulýðsnefnd Al-
þýðubandalagsins 1978-80, í mið-
stjórn og framkvæmdastjóm flokks-
ins 1991-99, var formaður kjördæm-
isráðs flokksins í Reykjavik 1992-94
og hefur átt sæti í ýmsum stjórnum
og nefndum á vegum Alþýðubanda-
lagsins. Þá var hann varaformaður
Ferðamálaráðs Islands 1989-93.
Fjölskylda
Kona Árna Þórs er dr. Sigurbjörg
Þorsteinsdóttir, f. 24.9. 1955, ónæm-
isfræðingur á Tilraunastöð HÍ i
meinafræði að Keldum. Hún er dótt-
ir Sofflu G. Jónsdóttur, hússtjómar-
kennara frá Deildartungu í Reyk-
holtsdal, og Þorsteins Þórðarsonar,
bónda á Brekku í Norðurárdal.
Börn Árna Þórs og Sigurbjargar
eru Sigurður Kári, f. 9.11.1986; Arn-
björg Soffia, f. 4.8.1990; Ragpar Auð-
un, f. 26.12. 1994.
Bræður Áma Þórs eru Friðrik, f.
22.5. 1957, framkvæmdastjóri, bú-
settur á Seltjamamesi; Steinar, f.
13.9. 1958, arkitekt, búsettur í
Reykjavík; Þórhallur, f. 7.8. 1964,
arkitekt, búsettur í Kaupmanna-
höfn; Sigurður Páll, f. 10.9.1968, ljós-
myndari, búsettur í Kaupmanna-
höfn.
Foreldrar Áma Þórs: Sigurður
Kristófer Árnason, f. 7.2. 1925, skip-
stjóri í Reykjavík, á Hrafnistu í
Hafnarfirði, og k.h., Þorbjörg Frið-
riksdóttir, f. 25.10. 1933, d. 12.4. 1983,
hjúkrunarframkvæmdastjóri Land-
spítalans.
Ætt
Sigurður Kristófer er sonur Áma,
sjómanns í Ólafsvík og Reykjavík,
bróður Friðriks, fóður Arnar, fyrrv.
varaforseta ASÍ. Ámi var sonur Sig-
urðar, sjómanns í Hellnum, Vigfús-
sonar, útvegsb. í Pétursbúð, Sig-
urðssonar. Móðir Árna var Guðríð-
ur Ámadóttir frá Stapabæ.
Móðir Sigurðar Kristófers var
Sigurborg Þorkatla Jóhannesdóttir,
b. á Brimilsvöllum, Bjarnasonar, b.
í Bakkabæ, Hallssonar. Móðir Sig-
urborgar var Anna Sigurðardóttir,
b. i Klettakoti i Fróðárhreppi. Móð-
ir Önnu var Þorkatla Jóhannsdótt-
ir, móðir Sigurðar Kristófers Pét-
urssonar rithöfundar og amma Hall-
dórs E. Sigurðssonar, fyrrv. ráð-
herra.
Þorbjörg var dóttir Friðriks, b. á
Hömram i Skagafirði, Jónssonar, b.
á Hömrum, Guðmundssonar, b. á
Hömram, Hannessonar, bróður Jór-
unnar í Valadal, ömmu Pálma
Hannessonar rektors, Þorsteins
Briem, ráðherra og prófasts, og
Helga Hálfdánarsonar skálds. Jór-
unn var einnig langamma Hannesar
Péturssonar skálds, Þórðar Bjöms-
sonar ríkissaksóknara, Elínar
Pálmadóttur blaðamanns, Pálma
Jónssonar i Hagkaupi og Solveigar,
móður Jóns Ásbergssonar, forstjóra
Útflutningsráðs. Móðir Friðriks var
Katrín Friðriksdóttir, b. í Borgar-
gerði, Sveinssonar.
Móðir Þorbjargar var Soffia, syst-
ir Tryggva á Skrauthólum á Kjalar-
nesi, föður Ragnheiðar leikkonu og
afa Tryggva Gunnarssonar, um-
boðsmanns Alþingis. Soffia var dótt-
ir Stefáns, b. í Víðidal, Þorsteins-
sonar, b. á Tindum, Pálssonar. Móð-
ir Stefáns var Guðrún Jónasdóttir,
b. á Auðunnarstöðum, Jónssonar.
Móðir Guðrúnar var Soffla, systir
Guðrúnar, ömmu Guðmundar
Björnssonar landlæknis. Guðrún
var einnig langamma Torfa á Torfa-
stöðum, Jónasar fræðslustjóra, föð-
ur Ögmundar, alþm. og formanns
BSRB, Guðmundar, fyrrv. skóla-
stjóra á Hvanneyri, föður Ásgeirs
námgagnastjóra, og langamma
Bjöms yfirlæknis á NLFÍ, fóður
Guðmundar verkfræðings. Soffía
var dóttir Sigfúsar, ættfóður Berg-
mannsættar. Móðir Soffíu Stefáns-
dóttur var Ásta Margrét, systir Ingi-
bjargar, móður Sigfúsar í Heklu,
föður Sigfúsar forstjóra og Ingi-
mundar sendiherra. Ásta var dóttir
Jóns Levís, sonar skáldanna Egg-
erts Leví Jónssonar og Margrétar
Guðmundsdóttur. Móðir Ástu Mar-
grétar var Margrét, systir Sigurðar,
fóður Sigurðar Norlands, pr. i
Hindisvík.
Fimmtugur
Árni B. Pétursson
mm.
'mmm
rafvirki á Akureyri
Árni Bergmann Pétursson raf-
virkjameistari, Tjarnarlundi 15H,
Akureyri, er flmmtugur í dag.
Starfsferill
Ámi fæddist á Skeggjastöðum í
Norður-Múlasýslu og ólst upp þar
og á Bakkafirði. Hann stundaði raf-
virkjanám við Iðnskólann á Akur-
eyri og lauk þaðan prófum 1971.
Ámi hefur verið búsettur á Akur-
eyri frá 1968 að undanskildum árun-
um 1973 og 1974 er hann bjó á Þórs-
höfn. Hann vann við rafmagnseftir-
lit og mælaskráningu á vegum
RARIK á Norðurlandi eystra
1973-75 og hefur starfað við eigið
fyrirtæki, Raf, frá 1980. Þá hefur
hann verið formaður Félags raf-
verktaka á Norðurlandi frá 1987.
Fjölskylda
Ámi kvæntist 25.8. 1973 Oddnýju
Hjaltadóttur, f. 26.5.1952, húsmóður,
dóttur Hjalta Sigurðssonar og Ingi-
bjargar Kristjánsdóttur, fyrrv.
bændahjóna að Hjalla í Blönduhlíð í
Skagafirði.
Böm Áma og Oddnýjar eru Hug-
rún, f. 23.7. 1973, nemi í hjúkranar-
fræði við HA; Inga Sigríður, f. 3.11.
1981, nemi við MA; Pétur Bergmann
Ámason, f. 27.4. 1983, nemi í raf-
virkjun við VMA.
Bræður Áma: Kristinn, f. 12.3.
1952, fyrrv. alþm og starfrækir fisk-
verkun á Bakkafirði; Bjartmar, f.
14.12. 1954, framkvæmdastjóri í
Hafnarfirði; Baldur, f. 11.1. 1958, bú-
settur í Þýskalandi; Brynjar, f. 3.3.
1961, búsettur í Reykjavík; Ómar, f.
9.4. 1969, markaðsstjóri Sæplasts á
Dalvík.
Foreldrar Áma: Pétur Bergmann
Ámason, f. 8.5. 1924, rafveitustjóri á
Bakkafirði, og k.h., Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 24.7. 1929, d. 29.11.
1989, húsmóðir á Bakkafirði.
Ætt
Pétur var sonur Áma, útvegsb. i
Höfn í Bakkafirði, Friðrikssonar, b.
á Hafursstöðum, Einarssonar. Móð-
ir Friðriks var Ásta, systir Guðrún-
ar, langömmu Kristjáns frá Djúpa-
læk. Ásta var dóttir Benjamíns, b. í
Koflavíkurseli, Ágústínussonar í
Múla, Jónssonar, b. á Arndísarstöð-
um, Halldórssonar, bróður Jóns, afa
Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum.
Móðir Árna var Guðrún Árnadóttir
á Mel, Jónssonar og Rannveigar
Gísladóttur í Höfn, Vilhjálmssonar.
Móðir Péturs var Petrína Péturs-
dóttir, b. í Dalshúsum, Sigurðsson-
ar, bróður Hólmfríðar, ömmu Gunn-
ars Gunnarssonar skálds.
Móðursystir Áma er Guðríður,
skólastjóri og oddviti á Bakkafirði.
Sigríður var dóttir Guðmundar
Kristins, b. í Kolsholtshefli í Flóa,
Sigurjónssonar, b. í Moldartungu í
Holtum, Daníelssonar, b. í Kaldár-
holti, Jónssonar. Móðir Daníels var
Sigþrúður Daníelsdóttir, systir Guð-
rúnar, langömmu Guðmundar Dan-
íelssonar rithöfundar.
Móðir Sigríðar var Marta, systir
Gísla, afa Ingibjargar Sólrúnar
borgarstjóra. Marta var dóttir
Brynjólfs, b. á Sóleyjarbakka, Ein-
arssonar, b. þar, bróður Matthíasar,
langafa Haralds Matthíassonar
kennara, fóður Ólafs alþm. Einar
var sonur Gísla, b. á Sóleyjarbakka,
Jónssonar, b. á Spóastöðum, Guð-
mundssonar, ættföður Kópsvatns-
ættar, Þorsteinssonar.
Merkir Islendingar
Eysteinn Jónsson ráðherra fæddist á
Hrauni á Djúpavogi 13. nóvember 1906.
Hann var sonur Jóns Finnssonar, prests í
Hofsþingum, og k.h., Sigríðar Hansdótt-
ur Beck húsfreyju. Bróðir hans var dr.
Jakob Jónsson, sóknarprestur í Hafl-
grímskirkju og rithöfundur, faðir rit-
höfundanna Jökuls og Svövu.
Eysteinn stundaði nám hjá föður
sínum, við Samvinnuskólann 1925-27
og við Pitman's College í London 1929.
Hann gerði ungur bandalag við Her-
mann Jónasson gegn Hriflu-Jónasi og
hófst yngri til mannvirðinga í stjómmál
um en dæmi eru um hér á landi,
alþm. tuttugu og sex ára og ráðherra í Stjórn
hinna vinnandi stétta 1934, aðeins tuttugu og
Eysteinn Jónsson
sjö ára. Hann var síðan ráðherra í öllum
stjórnum Framsóknarflokksins fram að
Viðreisn, lengst af fjármálaráðherra.
Hann tók við Framsóknarflokknum af
Hermanni og gegndi þar formennsku
1962-68. Þá var hann stjómarformaður
SÍS 1975-78 og formaður Náttúruvemd-
arráðs 1972-78.
Eysteinn þótti með mælskustu þing-
mönnum á sínum yngri árum en hafði
óáheyrilega rödd sem minnti á nöldur.
Hann var fremur ófríður, með ústæð
eyru, en skarpgreindur, samvisku- og at-
orkusamur og reglumaður í leik og starfi.
Hann harst ekki á, var mikill útvistar- og
ferðamaður og einlægur málsvari náttúru-
vemdar. Eysteinn lést 11. ágúst 1993.
Jarðarfarir
Útför Jónínu Gunnlaugar Magnúsdóttur,
fýrrum húsfreyju á Atlastöðum, fer fram
frá Urðarkirkju, Svarfaðardal, þriðjud.
14.11. kl. 13.30.
Elías Arnlaugsson, Bjargi, Stokkseyri,
verðurjarðsunginn frá Háteigskirkju
þriðjud. 14.11. kl. 15.00.
Þorgerður Ingibergsdóttir verður
jarðsungin frá Aðventistakirkjunni I
Reykjavlk þriðjud. 14.11. kl. 15.00.
Halldór Kjartansson, Hlíðarási 5,
Mosfellsbæ, veröur jarðsunginn frá
Bústaðakirkju þriöjud. 14.11. kl. 13.30.
Benedikt Þórður Jakobsson, Meöalholti
19, Reykjavik, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjud. 14.11. kl. 13.30.
Arnbjörg Eysteinsdóttir, Vesturvallagötu
1, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjud. 14.11. kl. 10.30.