Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 Skoðun J3V Áttu GSM-síma? Haraldur Haröarson sjómaöur: Já. Edda Þórarinsdóttir, hársnyrtir á Toni og Guy: Aö sjálfsögöu. Ásgeir Hjartarson, „style director" á Toni og Guy: Ég á þrjá GSM-síma. Lilja Sigurgeirsdóttir nemi: Já. Katrín Ósk Kjellsdóttir nemi: Nei, ég á ekki GSM-síma. Ragnheiður Halldórsdóttir nemi: Nei. Feröalagið fram undan - ungmennum mismunað í fargjöldum? Okrað á ungmennum Kristján E. Guðmundsson, félags- og stjórnmálafr., skrifar: Samskiptatækni okkar tíma hef- ur fært heiminn saman í margs konar skilningi. Við erum orðnir meiri „heimsborgarar" en áður var. Ein afleiðing þessa eru aukin ferða- lög og persónuleg samskipti þjóða í milli. Þetta á ekki síst við um unga fólkið sem i ríkari mæli en nokkru sinni ferðast til annarra landa og upplifir þar siði og menningu þeirra þjóða sem það gistir. Það eykur væntanlega menntun og viðsýni nýrrar kynslóðar í heimi vaxandi alþjóðlegra samskipta. Um gagnsemi þessa geta allir ver- iö sammála og ýmislegt hefur verið gert til að auðvelda þessi beinu sam- skipti unga fólksins. Á Norðurlönd- unum hefur t.d. verið komið á fót svokölluðu „Nordjob" og á það að greiða götu ungs fólks frá þessum löndum sem vill fá sér tímabundið starf, t.d. i sumarleyfi, annars stað- ar á Norðurlöndunum. Það er því dapurlegt tii þess að vita „Það er því dapurlegt til þess að vita að íslenska flugfélagið, Flugleiðir, skuli í krafti einok- unar sinnar mismuna með grófum og siðlausum hætti ís- lenskum og erlendum ung- mennum í verðlagningu á ferðum milli íslands og annarra landa ...“ að íslenska flugfélagið, Flugleiðir, skuli í krafti einokunar sinnar mis- muna með grófum og siðlausum hætti íslenskum og erlendum ungmennum í verðlagningu á ferðum milli íslands og annarra landa og reyna með þeim hætti að halda íslenskum ungmenn- um í átthagafjötrum. Til er alþjóðleg ferðaskrifstofa, „Kilroy Travel“, sem sérhæfir sig í ferðum ungs fólks undir 26 ára aldri. Hún hefur gert samninga við flugfélög um allan heim um fargjöld fyrir þennan aldurshóp og meðal þessara flugfélaga eru Flugleiðir fyrir m.a. flugleiðina frá Keflavík til ýmissa áfangastaða í Evrópu. Um- boðsaðili Kilroy hér á landi er Ferðaskrifstofa stúdenta. Kilroy í Kaupmannahöfn auglýsir nú far- gjald fyrir viðskiptavini sína á leið- inni Keflavík - Kaupmannahöfn (og öfugt) aðra leið á 1.300 d.kr., eða 13.127 í.kr. (gengi 21. nóv.). Á sama tíma gefur umboðsaðili Kilroy á Is- landi upp verðið 23.900 kr. á sömu leið. Hér sést að fargjald á þessari leið er næstum helmingi dýrara á íslandi en í Kaupmannahöfn. Nú gæti það hvarflað að mönnum á þessum tímum netvæðingar að best væri að kaupa farmiðann í Kaupmannahöfn. En, ónei, Kilroy er ekki heimilt að selja íslenskum ríkisborgurum farmiða á leiðinni Keflavík-Kaupmannahöfn; um það hafa Flugleiðir samið. Hér er um fullkomið siðleysi og mismunun að ræða og fróðlegt væri að vita hvort slíkir samningar standast t.d. EES- samninginn. Nýr Dómkirkjuprestur í febrúar Guölaugur Jónsson skrifar: Nýr prestur mun verða ráð- inn til Dómkirkj- unnar í Reykja- vík hinn 1. febrú- ar nk. Þrír hafa sótt um starfið: Hjálmar Jónsson, alþm. og upp- gjafaprestur að norðan, sr. Jón Sr. Sigurður Árni Aðalsteinn Bald- Þórðarson vinsson, sendi- - einn þriggja ráðs-prestur í umsækjenda um London, og sr. starf Dómkirkju- Sigurður Árni prests. Þórðarson, sem er þeirra yngstur og hefur verið verkefnisstjóri á Biskupsstofu síðan 1955. Hann hefur einnig fjöl- „Margir í Dómkirkjusókn og stuðningsmenn sr. Sigurðar Árna munu leggja allt kapp á að ekki verði ráðinn utanaðkomandi einstaklingur prestur til Dómkirkjunnar. “ breyttasta reynsluna; hefur verið starfsmaður i þjóðgarðinum á Þing- völlum, rektor Skálholtsskóla og sóknarprestur í Staðarfellspresta- kalli i Þingeyjarsýslu og síðar Ás- prestakalli í Skaftártungu. Þingmaðurinn Hjálmar hefur sótt fast að fá starf Dómkirkjuprests og látið orð um þann draum sinn falla í sjónvarpi m.a. Ekki munu þó öll sóknarbörn í Dómkirkjusókn vera sátt við að fá fyrrum alþingismann beint úr þjóðlifsdeilunum inn í hina virðulegu Dómkirkju. Þannig er nú talsverður kurr kominn í marga í sókninni vegna umsóknar þing- mannsins og telja þeir að yngsti um- sækjandinn, sem hefur þó mesta reynsluna og hefur auk þess dokt- orsgráðu í faginu, muni best fallinn til embættisins. Það sem þó mun skipta miklu máli hér er að sr. Sigurður Árni er Reyk- víkingur úr vesturhluta borgarinnar. Margir i Dómkirkjusókn og stuðn- ingsmenn sr. Sigurðar Árna munu leggja allt kapp á að ekki verði ráð- inn utanaðkomandi einstaklingur prestur til Dómkirkjunnar þegar val- ið virðist einkar auðvelt með því að ráða best menntaða og reyndasta ein- staklinginn, sr. Sigurð Árna Þórðar- son, næsta Dómkirkjuprest. Fyrirmyndin hjá Stoke Það vakti mikla athygli á dögunum þegar hinn vaski sveinn, knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson, ruddist fram á vöUinn í fjölmiðlum með það helst að markmiði að koma höggi á núverandi landsliðsþjálfara í fótbolta, Atla Eðvaldsson. Atli tók ummælum Guðjóns iUa. Ekki hafði hann þó manndóm í sér að svara i sömu mynt. Atli tók þann kostinn að tala í hálf- kveðnum vísum. Þessi framkoma Atla kemur sér nú vel fyrir hann á sama tíma og kóngur- inn í Stoke er að briUera í nýja djobbinu. Atli ætti að sjá sóma sinn í því að halda að sér höndum og leyfa Guöjóni að tjá sig opin- skátt í fjölmiðlum. Því oftar sem Guðjóni gefst færi á því þeim mun lengri tími mun líða þar til hann kemur til greina sem lands- liðsþjálfari á nýjan leik. Atli á að taka það alvarlega þegar snjaUasti þjálf- ari landsins talar. Þjálfari, sem vinnur varla leik í 2. deUdinni ensku, og ræður ekki við lið sem leikur utan deilda í enska bikarnum. Hvorki á heimaveUi né útivelli. Þar fer maður sem kann sitt fag. Kann að stiUa liði rétt upp fyrir leiki og koma sínum mönnum í það keppnisskap sem til þarf fyrir átökin á sparkveUinum. Atli á líka að taka Guðjón sér til fyrir- myndar utan vallar. Þar hefur Guðjón verið fyrirmyndin ein og ávallt verið yngri kynslóðinni til mikillar fyrir- myndar sem og öðrum þjálfurum is- lenskum. Atli á að hafa vit á því að þegja þegar slikur maður talar. Atli á líka að taka Guðjón sér til fyrir- myndar utan vaUar. Þar hefur Guðjón verið fyrirmyndin ein og ávallt verið yngri kynslóð- inni tU mikiUar fyrirmyndar sem og öðrum þjálfurum íslenskum. Atli á að hafa vit á því að þegja þegar slíkur maður talar. Hann á líka að hafa vit á þvi að taka fyrirmyndina í Stoke alvarlega utan vaUar. Nú bregður svo við að Atli tjáir sig lítið um afrek Guðjóns hjá Stoke þessa dagana. Hefur hann þó úrliægu að moða. Atli hefur ef til viU ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig opinberlega í íslenskum fjölmiðlum. Ejölmiðlarnir passa sig nefnUega á því að segja frá því í felubúningi þegar iUa gengur hjá Guðjóni og Stoke. Það að stórlið Skaga- mannsins liggi marílatt fyrir liði utan deilda þykir ekki mikiU fréttamatur hér á landi. Það má ekki styggja kónginn né íslensku hirðina sem honum fylgir. Ekki kæmi það á óvart þótt Atli Eðvaldsson kæmi til greina sem næsti framkvæmdastjóri hjá Stoke. Hann hefur örugglega lært heUmikið af Guð- jóni, bæði innan vaUar og utan. Miðað við árangur- inn undanfarið ætti Guðjón þá að eiga mikla mögu- leika á að komast að hjá liði utan deUda á Islandi. Víkingaskipið leggur úr höfn - betur komið í Ameríku en í Búðardal. Víkingaskip í kaupfélagiö? Friðrik Ólafsson skrifar: Ég hef fylgst með áhuga einhverra á að við íslendingar keyptum víkinga- skip Gunnars Marels. Ekki skal ég mæla gegn því, ef það yrði til ein- hvers gagns. En á áhuga alþingis- manna sérstaklega tek ég ekki mikið mark. Þar er um að ræða óraunhæfa atkvæðadrauma þeirra. Hugmyndir um staðsetningu skipsins hér á landi hafa verið hinar ólíklegustu og með ólíkindum hvað mönnum dettur i hug. Einn úr Dölunum kom með þá hugmynd, að skipið væri best komið í húsakynnum kaupfélagsins í Búðar- dal! Ég verð nú að segja að mér finnst skipið best komið á góðu og traustu safni vestanhafs, þar sem von er til þess að skipið fúni ekki í naustum. Hef t.d. í huga Smithsonian-safnið eða álíka stað þar sem milljónir manna koma árlega. Á ekki nýjan afa GísN J. Ástþó^son skrifan Ég hef nú í tvígang, eitt og sama árið, mátt hafa það að móðir mín sál- uga sé tíunduð i afmælisgreinum í blaðinu ykkar (sbr. sl. laugardag) sem dóttir fóðurbróður síns. Þar sem ég er að auki nefndur tO sögunnar í báðum greinum, bætir það gráu ofan á svart, að ég eignast þar með glænýjan afa. Nú finnst mér, satt best að segja, mál að linni. Vijið þið nú ekki, upp á gaml- an kunningsskap, vera svo vænir að upplýsa sökudólginn (sem mig grunar. að sé tölva) um eftirfarandi staðreynd- ir: Sigríður móðir mín (oftast kölluð Sísí) var dóttir Gísla J. Johnsen, út- gerðarmanns i Vestmannaeyjum, og Ásdísar konu hans. Hún var ekki - ég endurtek: ekki - dóttir Árna, bróður Gísla. Hið sama á að sjálfsögðu við um önnur börn þeirra hjóna, þau Soffiu og Gísla Friðrik. Jólahlaðborö á aðventu - veröa þau í hættu? Hlaðborð í hættu Sigfús skrifar: Mér er um megn að tjá mig um þá skerðingu sem ég og fjölskyldan verð- um fyrir ef dagskrá jólahlaðborðanna fer úr skorðum hjá okkur. Við höfum reynt að gera þeim skil á eftirminni- legan hátt á svo sem tveimur eða þremur stöðum fyrir hver jól. Þetta sparar verulega í matarinnkaupum fyrir jólin, sérstaklega ef seinasta jóla- hlaðborð okkar er sem næst aðfanga- degi. Nú er boðað verkfall á veitinga- húsum og það verður víða grátur og gnístran taima, er ég viss um, verði það ekki leyst bráðlega. Ég hefði nú haldið að einhver veitingahúsin hefðu getað nýtt tímann með því að hefja jólahiaðborðin stax í þessari viku og raunar bætt um betur með því að nýta allan sólarhringinn svo að sem flestir gætu fengið úrlausn. Hvað er að því að mæta t.d. strax kl. 18, síðan aftur kl. 21 og þá á miðnætti og svo alla nóttina á þriggja tíma fresti til morg- uns, síðan byrjaði fyrsta „holl“ kl. 12 á hádegi, o.s.frv? Gleymum kennara- verkfalli, en ég býð ekki í landann þurfi að fresta jólahlaðborðum veru- lega og kannski alveg. DV! Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11.105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.