Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 22
* 26 Tilvera FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 DV Sími 530 2800 www.ormsson.ls Spenntar stúlkur Að sjálfsögðu voru ungar stúlkur mættar til aö fylgjast með keppninni. Á myndinni eru þrír nemar, Eva Dögg Ingvarsdóttir, Svava Bernhard Gísladóttir og Rakei Davíðsdöttir. Shakespeare frumfluttur í Kópavogi: Grátt gaman aö hætti meistara í kvöld frumsýnir Leikfélag Kópa- vogs gamanleikinn Líku líkt eftir William Shakespeare í Hjáleigunni, Félagsheimili Kópavogs. Þetta er frumflutningur leikritsins hér á landi eftir því sem aðstandendur sýningarinnar komast næst. Líku líkt, eða Measure for Mea- sure eins og verkið heitir á frum- málinu, gerist í Vinarborg, þar sem ólifnaður og siðferðislausung hefur blómstrað í skjóli mildra yfirvalda. Hertogi staðarins afræður að taka sér frí og fela ströngum siðapostula völdin í sinn stað. Sá tekur þegar að hreinsa til í skúmaskotum borgar- innar en þegar ung stúlka vekur hans eigin hvatir lendir hann í sið- ferðisklípu með allskrautlegum af- leiðingum. Gaman verksins þykir nokkuð grátt og höfðaði lítt til leikhúsfólks á fyrri öldum en á síðari hluta tutt- ugustu aldar gekk það í endurnýjun lifdaganna og er nú allmikið leikið, enda er verkið ótrúlega nútímalegt sé horft til þess að það er skrifað upp úr aldamótunum 1600. Leikfélag Kópavogs hefur getið sér gott orð fyrir flutning á sígildum verkum undanfarin ár og má nefna uppfærslur á verkum Ibsens, Tsék- hovs og Dario Fo. Líku líkt verður fyrsta Shakespeare-sýning félagsins. Leikstjóri er Þorgeir Tryggvason. Önnur sýning leikritsins verður á sunnudagskvöld og hefjast sýningar kl. 20.00. Sigurvegaranum óskað til hamingju Úrslitin eru kunn. Sigurvegar- inn fyrir miðju og helstu keppi- nautar hans til hliðar við hann. «VGÓ Hlynur og Katrín Hlynur Þorvatdsson vélvirki og Katrín Gunnarsdóttir hót- elstarfsmaður skemmtu sér vel á Broadway. í gærkvöldi var valinn Herra ísland 2000 á Broadway. Sá sem stóð uppi sem sigurvegari heitir Björn M. Sveinbjörnsson. Átján karlmenn kepptu um titilinn. Keppendur komu fram í karate-at- riði, í smóking, í tískusýningu og á boxerbuxum. Mikið var lagt upp úr sviðsetningu og þótti hún takast vel en þar var við stjómvölinn Lovísa Að- alheiður Guðmunds- dóttir. Kynnir kvölds- ins var Bjarni Ólafur Guðmundsson. Sigur- vegarinn fékk fjölda glæsilegra verðlauna auk þess sem hann vann sér rétt til að keppa í „Male of the Year“ á næsta ári. Dómnefndina, sem hafði það vandasama verk að velja herra ís- land, skipuðu: Katrín Rós Baldursdóttir, fegurðar- drottning ís- lands 1999, Maríkó Ragn- arsdóttir dag- skrárgerðar- maður, Bjöm Leifs- son, eig- andi World Class, Há- kon Há- konarson stórkaupmað- Margrét og Margrét Margrét Hildur Guðmundsdóttir og Margrét Kristjánsdóttir, sem báðar eru nemar, fyigdust með keppninni af áhuga. BJ°rn M Q. .,lierra ísland Freyr og Rósa Hjónin Freyr Baldursson og Rósa Matthíasdóttir, sem er eigandi Gasa, skemmtu sér vel í gærkvöid. ur og Elín Gestsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni íslands ti! að Calida 33 Þótt þab sé slökkt á því, er horft á þab Loewe hefur verib einn virtasti sjónvarpstækja- framlei&andi Þýskalands frá árinu 1923. Tækin samanstanda af því besta úr öllum áttum, hljóð, mynd og umgjörbin sjálf endurspegla þaö, ab ekki sé talab um endinguna. Fyrir vikib erum vib hvergi smeyk ab bjóba þriggja ára ábyrgb á þessari gæðavöru, ekki bara á myndlampa, heldur á öllu tækinu. Loewe er stofuprýbi sem er unun ab horfa á, jafnvel þótt þab sé slökkt á því. g Xelos 32 Xelos 32" 16:9 100Hz- Super black line flatskjár verb 169.900 Planus 29" 4:3 mynd í mynd-IOOHz- Super black line flatskjár ver»1 19.900 Planus 32" 16:9 100Hz- Super black line flatskjár verbl 79.900 Calida 33" 4:3 mynd í mynd-IOOHz- Super black line skjár verbl 59.900 mmnsm Herra ísland valinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.