Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 12
12 Menning Fjörutíu ár í bókaútgáfu á Akranesi: Sárafáir keyptu fyrstu bókina DV-MYND ÞOK Bragi Þórðarson í Hörpuútgáfunni „Sameiningin á aö margra mati aö bjarga bókaútgáfunni en ég heföi viljað sjá Vöku-Helgafell taka með sér einhver smærri for- lög og Mál og menningu önnur. “ „Þegar ég var ungur piltur las ég bók- ina Ég lofa, sem fjallar um skátaflokk í Danmörku og hafði mikil áhrif á mig. Þessi bók haföi ekki veriö fáanleg í áraraöir en mér fannst aö fleiri þyrftu aö fá aö lesa hana og bjóst viö aö allir tœkju henni fagnandi. Ég var prentari og ákvað aö vinna bókina alla sjálfur. Þegar hún var komin í sölu settist ég niöur og beiö þess að pantanirnar kœmu í rööum en niöurstaöan varö sú að bókina keyptu sárafáir!“ Þetta var upphafið að Hörpuútgáfunni á Akranesi sem Bragi Þórðarson og Elín Þor- valdsdóttir, kona hans, hafa rekið í fjörutíu ár á þessu hausti. En þó að byrjunin væri ekki gæfuleg hafði Bragi fengið bakteríuna og hélt áfram að kanna útgáfubransann. „Ég reyndi ýmislegt, gaf m.a. út sérstakan flokk barnabóka, en það gekk líka illa,“ riijar hann upp með bros á vör. „Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að spá meira í það sem fólk vildi kaupa en ekki gefa eingöngu út það sem ég hafði áhuga á. Að lokum prófaði ég að gefa út ástarsögu sem ég þýddi sjálfur og það gekk ágætlega. Síðan þróaðist þetta áfram; ég fór að gefa út bækur um þjóðlegan fróðleik: ævisögur, ljóð, sígildar gjafabækur og handbækur.“ Þau hjónin hafa staðið saman í útgáfunni eins og einn maður og auk þess hafa börn þeirra, sem bæði hafa annað að aðalstarfi, tek- ið þátt í starfinu á álagstímum. Yfirleitt komu út 10-12 bækur á ári en fyrir utan þær hafa Bragi og Elín sinnt ýmsum öðrum verkefnum; hann var prentsmiðjustjóri og rak Prentverk Akraness um árabil og saman ráku þau Bóka- skemmuna í áratug. Auk þess skrifaði Bragi Borgfírska blöndu í átta bindum og bókaflokk- inn Lífsreynslu í þremur bindum. Guömundi Böövarssyni hafnaö Vendipunktur varð í útgáfumálum Hörpuút- gáfunnar þegar Bragi hitti Guðmund Böðvars- son, eitt ástsælasta ljóðskáld íslendinga, í fyrsta sinn. „Ég hafði nýlega byrjað að gefa út bækurnar Borgfirsk blanda og ferðaðist um Borgarfjörð- inn með Ara Gíslasyni sagnfræðingi og skráði frásagnir fólks. Þar rakst ég á Guðmund Böðv- arsson og vildi ræða við hann útgáfumál. Sann- arlega var það á ögurstundu. „Þú hittir á mig á einkennilegum tíma,“ sagði hann. „Mínir útgef- endur voru að hafna mér.“ Forsagan var sú að Guðmundur hafði skrifað smásagnasafn og Kristinn E. Andrésson hjá Máli og menningu neitaði að gefa það út með þeim rökum að Guðmundur væri ljóðskáld. „Þú átt ekkert að vera að skrifa smásögur, haltu þig bara við ljóðin," sagði Kristinn, og þó að Guðmundur færi á fleiri staði fékk hann sama svarið. Nú bauð hann mér að lesa smá- sögurnar. Mér fannst þær auðvitað frábærar og það varð að samkomulagi að ég gæfi þær út.“ Svo fór að Guðmundur bauð Braga að gefa út heildarsafn verka sinna í sjö bindum. Löngu seinna gaf hann út bók Silju Aðalsteinsdóttur, Skáldið sem sólin kyssti, ævi- sögu Guðmundar Böðvarssonar, sem hlaut islensku bókmennta- verðlaunin 1995. Bragi segir að þau verðlaun hafl aldeilis verið fjöður í hatt útgáfunnar. Ekki hafi heldur verið verra að sama ár var tilnefnd bók Steinunnar Jóhannesdóttur um Halldóru Briem sem einnig var gefin út hjá Hörpuútgáfunni. „Þetta var í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna sem ævisög- ur voru tilnefndar, og ekki ein heldur tvær frá sömu útgáfu,“ segir Bragi. Lausnarorðið sameining Bragi og Elín hafa verið hepp- in og rekstur Hörpuútgáfunnar hefur ávallt gengið vel þótt lítill sé. Hvemig líst þeim á samein- ingu stóru forlaganna? „Að margra mati er samein- ing lausnarorð í rekstri fyrir- tækja í dag,“ segir Bragi. „Hún á að bjarga bókaútgáfunni og sjálfsagt gerir hún það að ein- hverju leyti. Ég hefði þó viljað sjá Vöku-Helgafell taka með sér einhver smærri forlög og Mál og menningu önnur. En ef mað- ur ætlar að ná árangri þá verð- ur maður að taka mið af mark- aðnum eins og hann er á hverj- um tíma og á þessum tímamót- um er að verða áherslubreyting hjá okkur. Við fækkum titlum á jólamarkaðinum og leggjum meiri áherslu á sígildar gjafa- bækur, handbækur og hljóð- bækur með barnaefni." Meðal sígildra bóka útgáfunn- ar eru Spakmæli, Gullkom dagsins, Bókin um veginn, af- mælisdagabækur og fleiri smábækur sem eru sívinsælar og koma út jafnt allt árið. í fyrra gaf Hörpuútgáfan út sex bækur á jólamarkað; í ár verða þær fjórar. En Bragi hefur ýmislegt ann- aö á prjónunum en útgáfuna. Hann segist vera að skrifa margt og einnig hafa verið með þætti um borgfirskt efni í útvarpinu. Lítur hann þá á sig sem rithöfund? „Ég lít fyrst og fremst á mig sem bókaútgef- anda,“ segir Bragi Þórðarson með sinu glettna brosi sem margan skjólstæðinginn hefur glatt á þessum fjörutíu árum. -þhs Tonlíst _________________________________________________________________________ Brot af snilli Aðeins tvö tónskáld komu við sögu á tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar íslands I gær- kvöldi. En það vom þá engin smámenni, þeir Richard Strauss og Richard Wagner. Þýskur stjómandi, Thomas Kalb, hélt á sprotanum og einleikari á horn var einnig þýskur, Lars Michael Stransky. Bæði Wagner og Strauss skrifuðu fyrir stórar hljómsveitir og var svið- ið því troðfullt þetta kvöld, en svo var vel að merkja í salnum líka. Tónleikamir hófust með tónaljóði Strauss um hrekkjalóminn Ugluspegil. Ævintýrið er fjörlegt og tónverkið geymir fjölbreytt og oft glæsileg skrif fyrir hljómsveit. Þrátt fyrir til- burði stjórnandans tókst ekki að gefa verkinu það smitandi fjör sem er nauðsynlegt til þess að hlustendur geti gleymt sér og söguþræðin- um líka. Tónverk verður jú að standa stöðugt á eigin fótum án stuðnings söguþráðar. Flutn- ingurinn var í þetta skipti dálítið flatur og því áhrifalítill. Veikir hlekkir voru þegar rithátt- ur var fínlegur og gegnsær en hraður, þvi ekki tókst að móta stefnu fyrir þessa flöktandi tóngeisla. Að hellast svo út i næsta tuttihluta jafnvel af miklum krafti bjargaði ekki þessum viðkvæmari augnablikum. Heildin var þó snurðulaus en áhrifalítil eins og áður sagði. Homkonsert nr. 1 i Es-dúr op. 11 eftir Strauss var vist gjöf hans til föður síns og verkið samið áður en Strauss náði tvítugu. Þeir eru nokkrir rómantísku tónsmiðirnir sem samið hafa ódauðleg verk á táningsaldri og koma Schubert og Mendelsohn strax upp í hugann. En homkonsertinn getur ekki talist til þess flokks þó að hann hafi ýmislegt til síns ágætis. Þjónusta við hefðina einkennir verkið og það skortir persónulegan lit og ein- lægni. Flutningurinn var ekki slæmur. Stran- sky las nótur sínar af öryggi, sérstaklega á efri hluta tónsviðsins, og hljómsveitin studdi hann vel. Það sem var óvenjulegt var að Stransky tók, eftir að hafa lokið einleikshlut- verki sínu, þátt í flutningi á síðasta verkinu á efnisskránni. Svona rausnarskapur vermir hjartarætumar. Góö lausn Þættir úr Ragnarökum eftir Wagner voru fluttir eftir hlé. Þetta hljómaði ekki vel. Hvaða þættir úr þessari óperu urðu fyrir valinu og hvemig voru þeir tengdir saman? Væri mögu- legt að njóta þessa samtínings sem heildar eða myndi maður skynja brotin aðskilin og finnast samskeyti skrýtin? Allar efasemdir reyndust óþarfar. Hljómsveitin fór á kostum við flutning á hinum ótrúlega fogru tónhendingum Wagners og enn á ný er maður minntur á hversu mikill snillingur þessi maður hefur ver- ið. Thomas Kalb leiddi einbeitta hljómsveitina öraggur gegnum tónvefinn sem var i höndum þeirra djúpur og einlægur, síkvikur og fagur. Mikið mæddi á hæfum blásurum sveitarinnar og stóðu þeir vel undir kröfunum. Að öllum öðrum frábæram tónlistarmönnum á sviðinu ólöstuðum þá verður að játast hér að seiður Odds Bjömssonar á bassatrompet var alveg ógleymanlegur. Þættir úr Ragnarökum reyndist vera góð lausn á þeim vanda hve sjaldan gefast tækifæri til að horfa á Niflungahringinn. Það að kynnast hljómsveitarskrifum Wagners með þessum hætti virðist vel til fundið. Fögnuður tónleika- gesta var mikill og greinilega frá hjartanu, kannski vegna þess að tónlist Wagners reynist alltaf aðeins fallegri en maður þorði að vona. Aö lokum skal þess getiö að hin óformlega tilraun við umbreytingu tónleikaumsagna sem fór af stað í haust er hér með sett til hliðar. Það á sér sögulegar fyrirmyndir að láta nokkrar persónur tala saman um tónlist líkt og gert var í fyrstu umsögnum um tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, en þetta form hentar illa þegar langt líður á milli einstakra umsagna. Þau Nanna, Nína og Guðjón kveðja því að sinni en gætu snúið aftur síðar. Sigfríður Bjömsdóttir Sinfóníuhljómsveit islands ték í Háskólabíói: Till Eu- lenspiegels lustige Streiche og Hornkonsert nr. 1 eftir Richard Strauss og þætti úr Ragnarökum eftir Richard Wagner. Einleikari: Lars Stransky. Hljómsveitarstjórl: Thomas Kalb. FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Svanasöngur á leiði Megas er upp risinn, hefur gefið út nýja plötu og tekið við málorðu Jónasar Hallgríms- sonar úr hendi menntamálaráðherra. Nýja platan heitir Svanasöngur á leiði sem kallar fram í hugann ýmsan útúrsnúning Megasar á árum áður og strákslegan leik að menningar- verðmætum. En Svanasöngur á heiði verður ekkert ómerkilegri fyrir það þó að nú sé hann sunginn á leiði, enda vísunin ekki til þess ætl- uð að varpa rýrð á Steingrím Thorsteinsson heldur til að láta okkur hrökkva upp úr vana- hugsuninni. Megas viðrar sinn makalausa orðaforða í textum plötunnar og þeir eru að öðru leyti líka í hans anda, hæðnir og þunglyndir - „mér er ofaukið lífs,“ segir í „Tröð“ (sem reynist vera stytting á martröð), „enda fullreynd hin mann- legu gæðin" og uggurinn heldur tilverunni i skorðum. Undirleikari Megasar er hinn margreyndi og snjalli Jón Ólafsson og hann sá líka um tæknistjóm. Útgefandi er Eyrað ehf. sem er dulnefni þeirra félaga. Messa og Gloria Kór Háteigskirkju heldur tónleika á sunnu- dagskvöldið kl. 20.30. Flutt verða tvö vinsæl verk: Messa í G-dúr eftir Franz Schubert sem hann skrifaði komungur, og Gloria eftir Ant- onio Vivaldi. Einsöngvarar verða Erla B. Ein- arsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Hrönn Hafliðadótt- ir, Sigurður Haukur Gíslason og Skarphéðinn Þ. Hjartarson. Kammerhljómsveit leikur með. Dr Douglas Brotchie, organisti og kórstjóri Háteigskirkju, stjómar flutningi. í órólegum takti heitir ný skáldsaga Guð- rúnar Guðlaugsdóttur, blaðakonu hjá Morgun- blaðinu. Þetta er áleitin saga og djörf sem gerist í Reykjavík samtímans og segir frá Margréti Hann- esdóttur sagnfræðingi og margslungnum örlögum hennar. Fyrir orð bróður síns smyglar hún land- flótta Kúrda inn í landið og neyðist til að leita til yfirvalda þegar allt er komið i óefni. í glímunni við íslenska embætt- ismannakerfið hittir hún og leiðist út í ástar- samband við Alfreð Jónsson ráðherra sem set- ur tilveru beggja úr skorðum. Undir niðri kraumar gamalt leyndarmál eins og noma- pottur. Að lokum neyðist Margrét til að gera upp líf sitt og velja - og val hennar kemur á óvart. Þetta er nútímasaga um nútímakonu. Hólar gefa út. I órólegum takti I ÖBflimií ÍiXTI Orö vindanna Jóhann Ólafur Þorvaldsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, Orð vindanna. Ljóðin era í frjálsu formi og fjalla mörg um sjómennsku. Meðal þeirra er „Sigling í þoku“: Brimió brýtur við klettótta strönd þokuna þéttir bátur siglir inn bátur siglir út bátur siglir í hánorður bátur siglir út og suður þokuna þéttir enn frekar kolsvarta myrkur glymjandi vélardynkir koma úr norðri glamrandi vélarskellir koma úr suóri dýpi jjörutíu faðmar vantar radar vantar gervihnattastaðsetningartæki. Orð vindanna eru gefin út í 25 tölusettum eintökum. Listavaktin Manstu hvemig dóma Djöflamir fengu í vor? Eða hvað hér var sagt um Tuminn hans Steinars Braga? Við minnum á að umsagnir um bækur í DV era settar á Listavaktina á vis- ir.is og þar er auðvelt að fletta þeim upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.