Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjórí: Sveínn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@>ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerð: isafoldarprensmlöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöí 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Óheillaþróun Málefni unglinga hafa eðlilega verið í brennildepli að undanfómu vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Hin harkalega kjaradeila kennara og samninganefndar ríkis- ins bitnar harðast á þeim. Nám þeirra fellur að mestu nið- ur og haustönn er að ónýtast enda hefur verkfallið staðið á þriðju viku og lausn er engu nær en á upphafsdegi verk- fallsins. Staðan leiðir óhjáhvæmilega til þess að hluti ung- linga flosnar úr námi. Margir em þegar komnir í vinnu og aðrir að leita sér að einhverju að gera. Hætt er við að þeir sem fara út á vinnumarkaðinn við þessar aðstæður ílendist þar. Líklegt er að unglingar nú séu viðkvæmari fyrir rösk- un sem þessari en áður var. Hið harða neyslusamfélag nú- tímans hefur ekki hvað síst sett mark sitt á þennan ald- urshóp. Kröfurnar eru harðar og flestir þurfa að spila með. Kynslóðaskiptin eru greinileg. Sé litið aftur til þess tíma er foreldrar unglinganna nú vom á sama aldri var allt annað upp á teningnum. Menn höfðu úr minna að spila en vom um leið nægjusamari. Samkeppnin var ekki jafn hastarleg. Þá heyrði til undantekninga ef unglingar unnu með framhaldsskólanámi. Nú er það fremur regla. Velmegun hefur aukist undanfarin ár og unglingarnir vilja sinn skerf af kökunni. Þeim hluta ná þeir ekki endi- lega með því að leita til foreldra sinna heldur vinna sjálf- ir fyrir aukinni eign og neyslu. Það er ekki nýtt hér á landi að unglingar byrji snemma að vinna en áður var einkum um sumarvinnu að ræða. Nú er hið algenga að auk sumarvinnunnar haldi nemendur hlutastarfi með- fram skólavist að vetri. Þetta telja þeir nauðsynlegt til þess að standa undir þörfum sínum, eign og rekstri far- síma, kaupum á öflugum hljómflutningstækjum, fatakaup- um, heimsóknum á skemmtistaði og kaffihús, utanlands- ferðum og síðast en ekki síst kaupum og rekstri á bíl. Yf- irfull bílastæði framhaldsskólanna voru augljós sönnun þessa, fyrir verkfall vel að merkja. Þessi stífa og almenna vinna nemenda með framhalds- skólanámi er óheiUaþróun. Óhjákvæmilegt er að hún komi niður á náminu. Unglingamir vinna á kvöldin og um helgar og koma því þreyttir í skóla að morgni sem og í upphafi skólaviku. Sláandi var könnun Vinnueftirlitsins á vinnutíma barna og unglinga á skyndibitastöðum í Reykjavík og á Akureyri en hún var birt fyrr í vikunni. Stofnunin heimsótti tugi slíkra veitingastaða og kannaði sérstaklega hvort ákvæði um vinnutíma ungmenna og ákvæði um vinnu með fullorðnum væri haldin. í fyrsta lagi sýnir könnun Vinnueftirlitsins að vinna unglinga á skyndibitastöðum er algeng. Hið sama gildir raunar um söluturna og söluskála, myndbandaleigur, bensínstöðvar og sambærilega vinnustaði. Þótt böm und- ir 15 ára aldri megi ekki vinna milli kl. 20 að kvöldi og 6 að morgni og ungmenni undir 18 ára aldri megi ekki vinna frá miðnætti til kl. 6 að morgni kom í ljós að á höf- uðborgarsvæðinu var fjórðungur ungmennanna við vinnu eftir miðnætti. Fyrir utan þá hættu sem slíkt skapar má hverjum manni vera það ljóst að þeir nemendur eru ekki til stórræðanna í skóla næsta morgun. Unglingar þurfa ákveðið frelsi og olnbogarými en um leið umhyggju og aga. Velferð þeirra er á ábyrgð foreldra þeirra og forráðamanna. Sú ábyrgð verður hvorki fram- seld skólum né vinnustöðum. Það er því foreldranna að sjá til þess að dregið verði úr sýndar- og neysluæði ung- linganna enda kemur það augljóslega niður á aðalstarfi þeirra - skólanáminu. Jónas Haraldsson DV Skoðun Aldraðir setja hnefann í borðið Á hátíðastundum tala ráðamenn þjóðarinnar um þá sem skópu velferðar- samfélagið, að þeir eigi heiðurinn af því sem þessi þjóð stendur fyrir í dag. Þeir eru þá að tala um og til aldraðra. Þegar svo kem- ur að því hvemig ævikvöld þessir sömu ráðamenn skapa eldri kynslóðinni blasir allt önnur mynd við. Ég fór á sameiginlegan fund eldri borgara í Bessa- staðahreppi, Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi nýlega og það var alveg ljóst af umræðunni þar að fólki er nóg boðið og ætlar ekki að una við þau kjör sem öldruðum eru búin í dag. Á fundinum voru mætt um 300 manns, kynjahlutfall var nokkuð jafnt og gaman að sjá hvað konur sem karl- ar létu til sín taka í umræðunni. Menn voru þungorðir í garð ríkisvaldsins og ætluðust til að þingmenn sem þama vora mættir kæmu þvi til skila. A6 spara á kostnað aldraðra Menn vildu vita hvað aldraðir hafa sparað ríkinu á liðnum árum. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaOur Svarið er að milli 3 og 4 milljarðar hafa sparast í tryggingakerfinu miðað við að haldið hefði verið við óbreytt hlutfall af launum. Með því að falla frá viðmið- un við laun á sinum tíma hafa tryggingagreiðslur lækkað afgerandi. Ríkið sparar þannig stórfé á kostn- að aldraðra og fatlaðra eins og barnafólkinu. Það er ekki síst á kostnað þessara hópa sem ríkið nær síauknum tekjuafgangi í ríkissjóð. Fram kom á fundinum að þeir sem fá lágmarksgreiðslur frá Trygginga- stofnun ríkisins og 35 þúsund úr líf- eyrissjóði halda aðeins eftir 16 þús- und krónum af þeim. Að þeir sem halda áfram að vinna eitthvað og ná að fá 50 þúsund krónur úr lífeyris- sjóði og 40 þúsund í laun halda bara eftir 25 þúsund af þeim 90 þúsund krónum. Að síðustu 55 þúsund krón- ur sem aflað er gefa 9 þúsund í vas- ann og tekjur eftirlaunaþega eru margskattaðar. Hörðust voru þó við- brögð fundarboðenda varðandi þann hóp sem engra tekna nýtur annarra en frá almenna tryggingakerfinu og „Meira en helmingur aldraðra er með framfœrslueyri undir lágmarkslaunum og 40% lífeyrisþega er með óskerta tekjutryggingu, sem þýðir að þeir hafa litlar eða engar aðrar tekjur“. - Frá fundi um málefni eldri borgara í Glœsibœ á sl. ári. sögðu það forgangsverkefni að stuðla að því að bæta kjör þess hóps. Samfylkingin vlll nýja afkomutryggingu Nú á haustþinginu hefur Samfylk- ingin sett fram tillögu um sérstaka afkomutryggingu fyrir aldraða og ör- yrkja svo enginn þurfi að una fátækt eða óvissu um kjör sín. Samfylking- in vill að slíkur samningur taki gildi um næstu áramót og verði undir- staða nýrra laga um almannatrygg- ingar. Ríkissjóður skilar miklum tekjuafgangi og bilið breikkar stöðugt milli tryggingagreiðslna og launa. Meira en helmingur aldraðra er með framfærslueyri undir lág- markslaunum og 40% lifeyrisþega er með óskerta tekjutryggingu, sem þýðir að þeir hafa liúar eða engar aðrar tekjur. Þessi nýja afkomutrygging gæti kostað 3 til 5 milljarða króna, sem þýðir að ríkinu er ætlað a.m.k. að skila til baka því sem það hefur spar- að á þessum hópum undanfarin ár. Á árum góðæris sem ríkisstjórnin gumar svo mjög af meðan stórir hóp- ar standa hjá og spyrja góðæri fyrir hverja og notað til hvers? Fundurinn í Garðabæ var athygl- isverður. Aldraðir ætla að sækja sinn rétt. Þeir hafa sett hnefann í borðið. Rannveig Guðmundsdóttir Þá riðu hetj „Nú er sól og sunnanvindur og ríður Sörli i garö“ segir í Hrafn- kötlu. Fortíðin glæsta og sögumar hafa verið innprentaðar æskunni í áratugi, í það minnsta fyrir fólk sem er nú á miðjum aldri. Islandssagan hefur verið kennd með óraunsærri rómantík og fortíðarþrá. Nú er allt breytt og æskan er upptekin af tölvu- leikjum og Harry Potter. Hverjir sakna nú liðins tíma? í raun hefur þjóðemið verið dýrk- að og því næst allt, sem islenskt hef- ur þótt; tungan, sagan og kynstofn- inn. Hermönnum var haldið frá ung- um stúlkum og sjónvarpssendingar þeirra takmarkaðar. Island hefur á margan hátt verið eins og Albanía af eigin hvötum. Öld þjóðernishyggju 20sta öldin einkenndist af þjóð- ernishyggju, öfgum og stórstyrjöld- um. Nú bólar á nýjum öfgum víða í Evrópu; þær birtast m.a. í kröfum um takmarkanir á innflytjendum. Þýskaland og Austurríki eru sem flakandi sár í þessum efnum eftir tvær heimsstyrjaldir. Reyndar hefur réttlætisformúlan í þessum efnum ekki verið fundin upp; þó vita allir að sagan kennir bara hvað ekki á að „Þéttbýlisbúar eru vanir því að þingmenn þeirra hafa látið í minni pokann og verið þögulir. Háttalag „stjórn- málastéttarinnar“ hefur ekki riðið við einteyming, sér í lagi skilningur þeirra og skilgreining á lýðrœði. “ - Svipmynd frá Alþingi. ur um héruð gera. í Vestur-Evrópu eru nú milljónir manna, sem hafa ekki innflytjendaleyfi og þeim fjölgar stöðugt. Páll Pétursson félags- málaráöherra hefur haldið nokkuð vel á málum fólks frá Kosovo, tilsvör hans og gerðir bera með sér, að hann hefur gefið sig af ein- lægni. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Á slóðinni althingi.is er að finna skrif hans, „Pólitík á hausti", en þar bregður fyrir tón sem er verður umhugsimar. „Rasisml á íslandi“ Já, þetta stendur í skrifum Páls; og hann er í sölum Alþingis. Bragð er að þá barnið finnur. „Sá rasismi sem hér er að byggjast upp beinist gegn landsbyggðarfólki". Hér er rétt að staldra við. Frá upphafi lýðveldis á íslandi hafa þingmenn landsbyggð- ar og sér í lagi bændur haft tröllatak á stjóm landsins vegna ranglátrar kjördæmaskipunar og afleiðingamar eru augljósar um allt þjóðfélagið. Minnisstætt er hvemig tveir flokkar mynduðu svokallað „Hræöslubanda- lag“ á sjötta áratugnum til þess bein- línis að auka áhrif sin á stjóm lands- ins með prettum. Þéttbýlisbúar eru vanir því að þingmenn þeirra hafa látið í minni pokann og verið þögulir. Háttalag „stjómmálastéttarinnar" hefur ekki riðið við einteyming, sér í lagi skiln- ingur þeirra og skilgreining á lýð- ræði. Breytingar hafa verið skammt- aðar úr hnefa smám saman; þó hefur aðeins dregið úr ofurvægi atkvæða bænda. Enn sér þó ekki til lands þótt kosið verði næst skv. nýj- um reglum. Sýlt og rifað Þegar Páll gekk síðast til kosninga dró hann I raun með sér tvær rollur sem einnig höfðu kosningarétt, og enn fleiri áður fyrr. Ekki skal það efaö, að reisn og glæsileiki hafi verið yfir reið ungra eldhuga til Húnavers og dansleikja á sjötta áratugnum, andi Jónasar frá Hriflu svífandi yfir vötn- unum, hrífandi starf fyrir unga menn fram undan í sauðfjámækt- inni; bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi. En svo kom nútíðin og einnig fór að brydda á framtíðinni sem sótti á; fólk vildi boröa annað en bara kinda- kjöt og sauðfjármör. Hagspekingar reiknuðu út að sauðfjárrækt gat ekki verið undirstaða fyrir miklar fram- farir eða hagvöxt, jafnvel þótt kýrin væri talin með. Þá voru kollegar Páls orðnir vanir því að sækja það í sölum þingsins sem þeir vildu. Nú fúlsa þeir við uppkaupum ríkisins á „framleiðslurétti" skv. síðustu sauð- fjársamningum; þar fauk haldreipi Sivjar ráöherra varðandi stöðvun gróðureyðingar; biðskák fyrirsjáan- leg næstu sjö árin, því miður. Sagan segir að hafi einhverjir hagsmunahópar haft ofurvald í stjórnmálum hafi þeir misnotað það. En nú er að renna upp fyrir þeim að þeir eru bara þingmenn eins og hin- ir, næstum þvi; ráðherranafnbót breytir þar litlu. Þetta upplifa þeir nú sem hreinan og kláran rasisma. Jónas Bjarnason Með og á móti i til forváls Óskarsverðlauna? Sjálfsagt að leita betri leiða Hefur reynst vel j Núverandi fyrir- komulag við til- I nefningu kvik- ■mPT myndar sem fram- lag íslands til for- vals Óskarsverðlauna hefur verið við lýði í nokkur ár. Þetta fyrirkomulag hefur bæði kosti og galla. Ég get tekið undir það sjónar- mið að núverandi kerfi býður heim hættunni á óvægu hags- munapoti og annarlegum flokkadráttum í röðum myndagerðarfólks. Slíkar Bjarni Þór Sigurösson kvikmynda- geröarmaöur kvik- blokka- myndanir hafa átt sér stað og þær geta skaðað greinina og breytt Edduhátíð í þvingaðan óvinafagnað, þveröfugt við það sem til var stofnað. Víða um heim er sá háttur hafður á að tiltekin nefnd fag- manna velur myndina. Sú leið er ekki gallalaus en hún kemur til álita. Eins kemur til álita að blanda þessu tvennu saman. Hér skiptir þó mestu máli að núverandi fyrirkomulag er ekki heilagt. Þess vegna er sjálfsagt að læra af mistökunum, vera opin fyrir breytingum og bæta kerfið. Fyrirkomulagiö á tilnefningu kvik- OSjÍf*3 myndar til forvals Óskarsverðlauna hefur verið það sama hér á landi i mörg ár. Fagfólk í kvikmyndaiðnaði velur myndina í leynilegri kosningu. Þetta er sama fyr- irkomulag og Akademían í Hollywood notar síðan til að velja milli þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverð- launanna. Önnur möguleg leið væri að stofna nefnd sem veldi myndina. Björn Br. Björnsson, formaöur íslensku kvikmynda- og sjónvarsps- akademíunar efa að mikill friður yrði um þá nefndarskipan eða niður- stöður hennar. Lýðræðisleg kosning er því klárari kostur. Því hefur verið haldið fram að um Óskarstilnefninguna sé mikil barátta sem spilli Eddunni. Sannleikurinn er sá að um ALLAR tilnefning- ar á Eddunni er mikil bar- átta. Hvort sem það er t.d. um sjónvarpsþátt ársins eöa leikkonu. Slík samkeppni er ósköp eðlileg og raunar hluti þess sem gerir Edduna Ég spennandi og skemmtilega. Fyrirkomulag við val á kvikmynd sem framlagi íslands til forvals Óskarsverðlauna hefur verið gagnrýnt að undanförnu. í þeim efnum hefur m.a. verið lagt til að tilnefnlngin fari ekki fram í tengslum við Edduhátíð og að nefnd valinkunnra fagmanna velji viðkomandi mynd hverju sinni. Ummæli Vonbrigði og laxeldi Okkar náttúra- legu laxastofnar era og eiga að vera okkur íslendingum mikils virði þótt sumir séu tilbúnir að taka mikla áhættu með laxeld- inu af norskum stofni og fóma þeim. Það veldur mörg- um vonbrigðum að veiðimálastjóri skuli ekki hafa mælt með umhverfis- mati fyrirhugaðs laxeldis af norskum stofni á Austfjörðum. Margir hafa spurt, einkum þar sem náttúrulegi laxinn á undir högg að sækja, hvernig hægt sé að réttlæta að leyfa laxeldi af norskum stofni án rannsóknar á mengunaráhrifum þess og mögulegs tjóns á náttúrunni? Þorsteinn Ólafs, viðskiptafræöingur í MorgunblaÖinu 17. nóvember Ríkisframfæri í fluginu „Þróun mála í innanlandsflugi landsmanna síð- ustu misserin er með ólíkindum. Ekki er langt siðan mikil samkeppni var á þessum markaði bæði í ferðum og fargjöldum ... Því miður er það enn á ný að sýna sig i innan- landsfluginu, að einokun einkafyrir- tækja er afar slæmur kostur fyrir neytendur. Sigurvegarinn í fargjalda- stríðinu hefur ekki nýtt sigurinn til að byggja upp og efla innanlandsflug- ið ... Það er beinlínis lygilegt, að við upphaf nýrrar aldar skuli innan- landsflug á íslandi vera í alvarlegri kreppu og kerfisbundið ríkisframfæri þeirra sem annast þessar samgöngur skuli nú blasa við.“ Elías Snæland Jónsson í ritstjórnargrein Dags 23. nóvember. Kókaíniö er komið „Full ástæða er til að beina þeirri viðvörun til allra sem málið varðar, að kókaínneysla er komin til Islands og hefur aukist verulega undanfar- in þrjú ár ... Kóka- ínfíkn leiðir af sér mjög mörg líkam- leg og geðræn vandamál fyrir neyt- andann og þjóðfélagiö líður vega fylgifiska neyslunnar sem eru of- beldi, afbrot og önnur félagsleg vandamál... Þegar litið er til sögunn- ar og tilrauna á mönnum og dýrum má segja að kókaín sé öflugasta og hættulegasta vímuefni sem maðurinn hefur komist í kynni við.“ Þórarinn Tyrfingsson, forstööum. sjúkra- stofnana SÁÁ, í Mbl. 23. nóvember. ÖP7, H~KVCr TETPS HíOÞsRlAW , LÆ'l'ýMir^'o tsjdi1(2 Hí=?NiSJ EXtNLSÖdS- NIÝ'CJO NllfTj, SETví StUÖerNRR- 10% Ry'RNO Nl EiTfWíU £ZlJ-vl<R"STí=7 SET ElNSOG vHvKETR- ^VNKIRU? -r-V Í=1—I T(VI<rti4=tCuK'-r~Tr f Gulir eru straumar þínir Tvisvar sinnum á nokkrum dögum hefur ís- lenzk menningaryfirstétt misst niðrum sig í ákafa við að míga utan i menn á svo hæpnum forsendum að ekki einu sinni er ljóst hvort þetta er fyndið eða bara sorglegt. Fyrst Megas I síðustu viku fékk Megas verðlaun Jónasar Hall- grímssonar fyrir afburða- skáldskap á íslenzku. Það var gott framtak og löngu tímabært. Ekki bara af því að Megas er mesta ljóðskáld seinni hluta tuttug- ustu aldar á íslandi, heldur ekki síö- ur af því að hann þurfti á peningun- um að halda. Ef mig brestur ekki minni hafa nefnilega helztu styrk- þegar rikisins hingað til verið met- söluhöfundar og ritstjórar á ríflegum ráðherralaunum. Og verða eflaust enn um sinn. En það var semsagt góð ákvörðun að veita Megasi verðlaunin, og flest- ir fögnuðu líklega úti á akrinum. En þá þurfti einn menningareigandinn náttúrlega að eyðileggja stemning- una. Menntamálaráðherra, sem fær að afhenda verölaun kennd viö Jónas Hallgrímsson, lýsti því nánast tárvotur að þeir Megas hefðu verið saman i Austurbæjarskólanum á sínum tíma, þar sem myndazt hefðu vinabönd sem aldrei rofnuöu. Hann og Megas væru sumsé sálufélagar. Nú væri út af fyrir sig fróðlegt að vita i hverju þetta vinasamband hef- ur falizt í allmarga áratugi. Er Björn Bjarnason skemmtilegri en menn halda almennt? Fengu þeir Megas sér í pípu saman? Nei, sleppum því. Þessi yfirlýsing Bjöms er óvenju- brútal útgáfa á þeirri tilhneigingu menningaryfirstéttarinnar að eigna sér það sem allir vita að þeir eiga ekkert í. Ef hægt er að tala um and- menningu eða öndergránd á íslandi síðastliðin 30 ár, þá er Megas kóng- urinn í þeim kanölum. Allt sem Megas hefur sagt og gert - textarnir, lífsviðhorfið, lífsstíllinn, attitúdið - er fullkomlega á skjön við það sem íslenzk borgarastétt stendur fyrir og vill standa fyrir. Og enginn - enginn - er meiri holdgervingur ís- lenzkrar borgarastéttar en núver- andi menntamálaráðherra. Samt gat hann ekki unnt Megasi heiðursins af verðlaununum án þess aö míga utan í hann í leiðinni og eigna sér hlut í snilldinni. Björn Bjamason er nefnilega þrælpönkað- ur inn við beinið. Hann var í Austur- bæjarskólanum og allt. Og þekkti Megas. Gott ef Megas er ekki fasta- gestur í kvöldverðarboðum í Háu- Kari Th. Birgisson blaöamaöur hliðinni. - Afsakið meðan ég æli. Og svo Þorgeir Seinni kafli sameigin- legrar migu menningar- stéttarinnar fór fram á sunnudagskvöld, þegar ís- lenzka kvikmynda- og sjón- varpsakademían veitti Þor- geiri Þorgeirsyni sérstök heiðursverölaun fyrir framlag sitt til íslenzkrar kvikmyndagerðar og kvik- myndamenningar. Þorgeiri Þorgeirsyni? Framlag til íslenzkrar kvikmyndageröar og kvikmyndamenningar? Vist er rétt að Þorgeir Þorgeirson varð einna fyrstur íslendinga til að sækja sér formlega menntun í kvik- myndagerð, en það þyrfti mikinn kraft til að sannfæra nokkurn mann um að hann hafi haft afgerandi áhrif á íslenzka kvikmyndagerö. Hvar og hvernig hafa þau áhrif birzt? Þeir sem sáu þekktasta verk Þor- geirs, Maður og verksmiðja, sáu til- tölulega frumstætt samsafn mynd- skeiða í leit að meiningu, annarri en þeirri sem öllum venjulegum áhorf- endum varð auðskilin strax á fyrstu mínútunum. Þorgeir Þorgeirson fékk aldrei að gera alminlegar myndir á íslandi og á því ekki skilin nein verðlaun fyrir myndir sem aldrei urðu. Hann á hins vegar skilin verðlaun af allt annarri sort, því menntun hans í Austur-Evr- ópu nýttist okkur á óvæntan hátt. Eins og sumum öðrum listamönnum varð stjórnkerfi, sem var í senn kúg- andi, kauðskt og kjánalegt, til að opna augu hans og andúð á ríkisvaldi sem misbeitt er til að þrúga einstak- linga. Sem varð til þess að Þorgeir fór frægðarför til Mannréttindadómstóls Evrópu i Strasbourg til að biðja þar- lenda dómara að minna íslenzka dómara á grundvallaratriði tjáningar- frelsis í lýðræðisríkjum. Fyrir það ætti að reisa af honum styttu á Aust- urvefli. Það kemur bíómyndum hins vegar ekkert við. Kannski var þessi verðlaunaaíhending síðbúið sam- vizkubit listamanna sem vita að flest- ir eru þeir - öfugt við Þorgeir - ekki að gera neitt sem breytir neinu í sam- félaginu. Þeir eru að búa til afþrey- ingu, einstaka brandara og stemn- ingu. En ekkert af því breytir neinu. En kannski vantaði einhvern til að þiggja verðlaun fyrir ævistarf við kvikmyndagerð. Af mannfæð og mis- skilinni gæzku við prinsipíéla gamla menn varö Þorgeir fyrir valinu. „Héma, geyið, þiggðu soldið af okkur. Þér til hæginda og okkur til prívat- þæginda. Og settu svo upp í þig tenn- umar.“ Hvílíkur heiður. - Johnny National, farðu að biðja fyrir þér. Karl Th. Birgisson „Af mannfœð og misskilinni gœzku við prinsipíéla gamla menn varð Þorgeir fyrir valinu. „Héma, geyið, þiggðu soldið af okkur. Þér til hæginda og okkur til príf vatþœginda. “ - Þorgeir Þorgeirson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.