Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Útlönd DV Krafinn sagna Benjamin Netanyahu umkringdur fréttamönnum viö heimkomuna. Benjamin Net- anyahu hugsan- lega gegn Barak Benjamin Netanyahu, fyrrum for- sætisráðherra ísraels, sagði í gær að hann myndi hugsanlega reyna að koma Ehud Barak forsætisráðherra úr embætti í kosningunum næsta vor. Netanyahu nýtur mestrar hylli almennings í skoöanakönnunum. Netanyahu sagði að ástandið í ísrael væri mjög alvarlegt eftir rúm- lega tveggja mánaða átök israelskra hermanna og Palestínumanna á heimastjórnarsvæðunum. „Þessu verður að breyta,“ sagði Netanyahu þegar hann kom heim frá Banda- ríkjunum. Hann tekur ákvörðun um framboð fljótlega. Bíll Fischers notaður við vopnaflutninga Yfirheyra á Joschka Fischer, ut- anríkisráðherra Þýskalands, vegna máls gegn Hans-Joachim Klein sem er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ráni Sjakalans á 11 olíumálaráð- herrum á ráðstefnu í Vín 1975. Klein er ákærður fyrir morötilraun og morð. Klein var á fyrri helmingi áttunda áratugarins náinn vinur Fischers ásamt Daniel Cohn-Bendit sem nú er þingmaður græningja á Evrópuþinginu í Strasbourg. Fischer var á námsárum sínum í róttækum vinstri sinnuðum sam- tökum sem slógust við lögreglu þeg- ar efnt var til mótmæla. Við morð á ráðherra í Hessen 1981 var notuð byssa sem stoliö hafði verið í banda- rískri herstöð 8 árum áður. Árið 1973 fann lögreglan hluta vopnanna í bíl Fischers. Fischer kvaðst hafa lánað Klein bílinn sinn. Hann hafi ekki vitað um vopnaflutninginn fyrr en löngu seinna. Gore varð undir fyrir tveimur dómstólum í gær: Bush þokast nær forsetaembættinu Repúblikaninn George W. Bush fagnaöi í gærkvöld úrskurði dóm- ara í Flórída sem hafnaði kröfu Als Gores, forsetaframbjóðanda demó- krata, um að þúsundir atkvæða úr forsetakosningunum í Flórída skyldu endurtaldar. N. Sanders Saul, dómari í Leon- sýslu, úrskurðaði að lögmönnum Gores hefði ekki tekist að sannfæra sig um aö umbeðin endurtalning þúsunda atkvæða úr Miami-Dade og Palm Beach-sýslum myndi breyta úrslitunum í Flórída Gore í vil. Lög- menn Gores áfrýjuðu niðurstöðunni þegar í stað til Hæstaréttar Flórída. Fyrr um daginn tók Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington fyrir kröfu Bush um að úrskurður Hæstaréttar Flórída um að fram- lenging á fresti til að handtelja at- kvæði skyldi felldur úr gildi. Æðsti dómstóll landsins ákvaö einróma að senda málið aftur til dómstólsins í Flórída til frekari meðferðar þar Bush getur brosað George W. Bush, forsetaframbjób- andi repúbiikana, hefur efni á aö brosa eftir aö úrskuröur dómara á Rórída færöi hann skrefinu nær Hvíta húsinu og forsetaembættinu. sem lykilþættir í úrskurði hans væru ekki nógu skýrir. Niðurstaða Hæstaréttar Banda- ríkjanna er ekki talin hafa nein áhrif á málaferli Als Gores til að fá úrslitunum í Flórída hnekkt. Kjör- stjórn þar lýsti Bush sigurvegara fyrir rúmri viku. Bush sagðist í gær ekki myndu krefjast þess að Gore viðurkenndi ósigur sinn í baráttunni um Hvíta húsið. Ríkisstjórinn í Texas hélt hins vegar áfram að undirbúa valdaskiptin í janúar. „Ég tel að ég hafl unnið kosning- arnar. Ég tel að ég hafi unnið við fyrstu talningu, aðra talningu og þriðju talningu," sagði Bush við fréttamenn á rikisstjóraskrifstofun- um í Austin í Texas. Málaferlin snúast um 25 kjör- menn Flórída. Sá frambjóðendanna sem fær þá hefur þar með tryggt sér forsetaembættið. Jólasveinar í rússíbana Jólasveinninn og aöstoöarmenn hans brugöu sér í hetjarinnar rússibana í Ævintýraeyju Universal kvikmyndaversins í Oriando í Flórída í gær, svona rétt til aö æfa sig fyrir jólahasarinn fram undan. Allir skemmtu sér vel. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættlslns að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftlrfarandl elgnum: Garðabraut 45, hluti 0101, Akranesi, þingl. eig. Eyrún Sigríður Sigurðardóttir og Hjálmur Þorsteinn Sigurðsson, gerðar- beiðandi Akraneskaupstaður, mánudag- inn 11. desember 2000, kl. 14.00. Höfðabraut 1, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Sigurður Þór Mýrdal Gunnarsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánu- daginn 11. desember 2000, kl. 14.00. Jaðarsbraut 35, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Guðni Jónsson og Ingveldur M. Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og sýslumaðurinn á Akranesi, mánudaginn II. desember 2000, kl. 14.00. Kirkjubraut 2, 4. hæð, Akranesi, þingl. eig. Ólafur Hallgrímsson, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 11. desem- ber 2000 kl. 14.00. Merkigerði 4, Akranesi, þingl. eig. Þráinn Þór Þórarinsson og Berglind Guðmunds- dóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstað- ur, íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Akranesi, mánudaginn 11. desember 2000, kl. 14.00. Presthúsabraut 31, Akranesi, þingl. eig. Ragnheiður Gunnarsdóttir, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. desember 2000, kl. 14.00. Skagabraut 5a, efri hæð og ris, hluti 101, Akranesi, þingl. eig. María Gunnarsdóttir og Haraldur Ásgeir Ásmundsson, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. desember 2000 kl. 14.00. Skólabraut 30, neðri hæð, Akranesi, þingl. eig. Club 67 ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vesturlands, mánudaginn 11. desember 2000, kl. 14.00. Suðurgata 29, Akranesi, þingl. eig. Gunn- vör Bjömsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóðir, Bankastræti 7, mánudaginn 11. desember 2000, kl. 14.00. Vogabraut 46, Akranesi, þingl. eig. Ragn- ar Valgeirsson, gerðarbeiðendur Bíla- verkstæði Hjalta ehf. og Lífeyrissjóður Vesturlands, mánudaginn 11. desember 2000, kl. 14.00. ■■^it.y.MAÐURINN ,Á ^KRANES,I í herferð gegn dómaranum Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra Chile, hefur nú fengið fjölda lögmanna, herfor- ingja og stjómmálamanna til liðs við sig í herferð gegn dómaranum sem síð- astliðinn fostudag tók þá sögulegu ákvörðun að ákæra einræöisherrann fyrir aðild að morðum á 74 stjómarandstæðingum. Gaf dómarinn, Juan Guzman, út fyrirskipun um að Pinochet yrði hald- ið í stofufangelsi þar til réttarhöld fara fram. Samkvæmt lögmönnum Pin- ochets er dómarinn óhæfur til að dæma í málum sem snerta einræð- isherrann fyrrverandi þar sem hann er þekktur fyrir að gagnrýna einræðið. Segja lögmenn- imir að þess vegna sé hann ekki hlutlaus og krefjast að annar dómari verði skipaður. Órói hef- ur veriö í hemum vegna ákvörðunar Guzmans. Forseti Chile, Ricardo Lagos, hefur boðið æðstu mönnum hersins til við- ræðna í dag um fyrirskip- unina um stofufangelsi og réttarhöld. Innanríkisráð- herra Chile, José Miguel Insulza, hefur vísað á bug kröfu hersins um að ör- yggisráð landsins verði kallað saman. Fjöldi stuðningsmanna Pinochets hefur efnt til mótmæla við heimili dómarans. Hann segir þá í fullum rétti þar sem Chile sé frjálst land. Juan Guzman Dómarinn fyrirskipaöi aö Pinochet yröi settur í stofufangelsi. I sambandi við Kína Dalai Lama, and- legur leiðtogi Ti- bets, greindi frá því í gær að bróðir sinn hefði verið í heim- sókn í Peking og komið með boð það- an. Dalai Lama vildi ekki greina frá innihaldi þess en kvaðst hafa sent svar og útskýrt aö hann vildi einnig senda þangað sendinefnd. Dalai Lama kveðst biða eftir svari. Fleiri ökutímar Frá og með áramótum verða allir þeir sem læra á bíl í Danmörku að fara í minnst 24 ökutíma áður en þeir taka próf. Nú er krafist 20 kennslustunda fyrir próf. Skotið á farþegaflugvél Tveir farþegar særðust lítillega þegar skotið var á belgíska farþega- flugvél er hún var að lenda í Búrúndí í gær. Á kafi í jólaskrauti Bill Clinton Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Hillary, voru um helgina önnum kafin við að setja upp jólaskraut frá fyrri árum í Hvíta húsinu. Hillary segir síðustu jólin þeirra þar verða jól minning- anna. Ný loftslagsráðstefna Evrópusambandið og Bandaríkin funda á morgun í Ottawa í Kanada um leiðir til aö ná samkomulagi um niðurskurð á gróðurhúsalofttegund- um. Skipuleggja útför sína —— Bresku prinsam- ■k ir Vilhjálmur og Harry hafa, ásamt * ,^-T eldri fjölskyldumeð- limum, verið beðn- _ r ir um að skipu- , 9 \ leggja útfór sína. M Deilur urðu í kjöl- far andláts Díönu prinsessu um hvemig útfór hún hefði sjálf viljað. Þóttist vera hæna Kalkúnninn Paxo í Englandi fékk hugboð um að hann yrði jólasteik í ár. Hann læddist því inn í hænsna- kofann og lagðist þar á þrjú egg og neitaði að yfirgefa hreiðrið. Lifi Paxos, sem er 3 ára karlfugl, verður þyrmt. Síðasta utanlandsferðin Madeleine Al- bright, utaxu-ikis- ráðherra Banda- ríkjanna, heldur til Afríku og Evrópu á morgun. Vera kann að þetta verði síð- asta opmbera utan- landsferð Albright fyrir valdaskiptin. Skotárás í Frankfurt Þrir menn voru skotnir til bana á veitingastað í Frankfurt í Þýska- landi í gærkvöld í kjölfar deilna manna frá Júgóslavíu. Útgöngubann Útgöngubann verður á Fílabeins- ströndinni fram yfir kosningamar á sunnudaginn. Þúsundir hunsuðu bann við götumótmælum í gær. Nokkrir létust í átökum viö lög- reglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.