Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Skoðun I>V Margs þarf að gæta. - Allur pakklnn fylgi. Tölvueign landans tútnar út Spurning dagsins Hefur verkfallið haft mikil áhrif á námið þitt? Auöur Dagný Kristinsdóttir, nemi í VÍ: Já, aö sjálfsögöu, ég vona aö þaö fari aö leysast. María Kristjánsdóttir, nemi í VÍ: Einhver en erfitt aö vita hvar ég stend. Jóhannes Runólfsson, nemi í VÍ: Ég myndi segja þaö, já. Ég hef ekki opnaö bók í öllu verkfallinu. Jóhannes Kjartansson, nemi í VÍ: Heilmikil. Taskan er á sama staö og fyrir verkfall, ég þarf leiösögn til aö halda áfram námi. Þorvaldur Gunnarsson, nemi í VÍ: Já töluverö, hef þó aðeins lært og tekiö 2 próf. Daníel Tryggvi Daníelsson, nemi í VÍ: Já, ég myndi segja þaö. Ég hef ekk- ert lært í þessu verkfalli. Konráð Friðfinnsson skrífar: Síðan tölvan hélt innreið sína inn í heiminn hefur hún flætt yfir lönd- in með ógnarhraða og virðist sem ekkert lát sé á vinsældum hennar. Tölvur seljast því „eins og heitar lummur" og í stórum upplögum, víða um veröldina. Margs þarf að gæta áður en menn ákveða að kaupa sér tölvu. Hún þarf að vera á eðlileg- um hraða eða helst þaðan af meiri, og virka eins og „vel smurð vél.“ Annað langar mig einnig til að benda mönnum á. Það hefur nefni- lega borið á ákveðnum óheiðarleika í þessum viðskiptum, sem rétt er að hafa í huga. Þegar fólk fer út í svona fjárfestingu og kaupir sér tölvu og auglýst að tækið sé selt með, segjum Windows 2000 stýrikerfi, ber versl- uninni að láta Windows-diskinn fylgja með í pakkanum. Diskurinn er hluti af verðinu. En misbrestur hefur verið á því að verslanir setji Helga Magnúsdóttir skrífar: Nú er eina ferðina enn bryddað á umræðunni um hvort birta eigi nafn eða mynd af afbrotamanni sem gerst hefur sekur um gróft brot, t.d. líkamsmeiðingar, rán, eða jafnvel morð, áður en dómur gengur í máli hans. Ég held að mjög fáir hér á landi óski þess sérstaklega að fá mynd af afbrotamönnum yfirleitt, jafnvel ekki nöfn þeirra. Hitt er annað mál og ekkert sé ég athugavert við það ef nafn eða mynd verður birt yfirleitt af þessum einstaklingum, megi það gera, um leið og viðkomandi játar verknað- „Vonandi láta fyrirtœkin af þess háttar flumbrugangi, verða heiðarleg og láta hlutina sem framleiðand- inn vill að fylgi með í kaupunum fylgja, án vífilengja. “ diskinn með þegar tölva er afhent til viðskiptavinar. Sú staða getur nefnilega komið upp að tölvan kalli á diskinn, ef menn eru til dæmis að setja eitt- hvert kerfl upp hjá sér. Og þá neyð- ast þeir til að útvega sér eintak af diskinum til að geta lokið verkinu. Til þess að sannreyna þetta sjálfir geta menn lagt inn fyrirspurn hjá Microsoft og aðgætt hvort þessu sé þannig varið. Kunningi minn, sem er vel kunn- ugur tölvumálum og hefur unnið „Sú túlkun að enginn sé sekur (hvers konar glœpa- verk sem um getur og hafi verið staðfest með játn- ingu) fyrr en dómstólar hafi komist að sömu niður- stöðu finnst mér fáránleg. “ inn. Játningin verður varla aftur tekin. Ég tek dæmi af manni sem stað- inn er að verki við að misþyrma manneskju á almannafæri, lemur hann og sparkar í hann liggjandi á götu eða annars staðar á víðavangi. töluvert með þessi tæki, benti mér á þetta á dögunum. Upplýsingarnar gerðu og að verkum að annar kunn- ingi minn hringdi i ákveðna tölvu- verslun í bænum og benti þeim kurteislega á að hann hefði ekki fengið Windows-diskinn með í sín- um pakka. Niðurstaðan úr samræð- um þeirra var að talsmaður versl- unarinnar ákvað að senda honum diskinn í pósti, sem bendir til þess að þeir hafi vitað upp á sig sökina og því viljað Ijúka málinu með slíkri sátt. Þetta er ekki sett hér fram til að ásaka einn eða annan, heldur til að benda kaupendum á rétt sinn. Von- andi láta fyrirtækin af þess háttar flumbrugangi, verða heiðarleg og láta hlutina sem framleiðandinn vill að fylgi með í kaupunum fylgja, án vífilengja. Fólk sem kaupir tölvu borgar fyrir heildarpakkann, en ekki einhvern hluta hans. Þetta er vert að hafa að leiðarljósi. Segjum nú svo að einhver nær- staddur hafi náð mynd af atvikinu án þess að hann hafi haft ráðrúm til að bjarga hinum liggjandi manni, enda orðið algengt að viðstaddir séu bara áhorfendur og láti sér jafnvel vel líka að horfa á aðfarirnar. - Þá finnst mér ósköp eðlilegt að mynd birtist af slíkum óbótamanni. Eða hvað finnst lesendum? Sú túlkun að enginn sé sekur (hvers konar glæpa- verk sem um getur og hafi verið staðfest með játningu) fyrr en dóm- stólar hafi komist að sömu niður- stöðu fmnst mér fáránleg. Og sé þetta viðtekin lögskýring, er hún kolröng, og langt frá þvi sem flokk- ast undir heilbrigða skynsemi. Mynd- og nafnbirting afbrotamanna Dagfari Sjálfumgleði og glötuð tækifæri Islendingar hafa verið ótrúlega barnalegir varðandi kynningu á sér og sínum framleiðslu- vörum. Hér hafa forsvarsmenn þjóðarinnar gengið reigðir um stræti og torg þannig að í rigningartíð hefur verið mikil ástæða til að óttast að menn hreinlega drukknuðu, svo mik- ið hefur rignt upp í nef þeirra. Þjóðinni hefur verið talin trú um að hér væri allt flottast og best og þjóðin sú ham- ingjusamasta í heimi. Staglast hefur verið á að íslendingar byggju við hreinustu náttúru heims, besta vatnið og hreinasta loftið. Þegar svo erlendir gestir koma frá ríkjum sem við teljum tómar eyðimerkur og rekur í rogastans yfir uppblæstri og eyðimörkum á Islandi snú- um við okkur gjarnan undan og fórum að tala um eitthvað annað. Við göngum um fiskimiðin í sjónum eins og þau séu óþrjótandi uppspretta sem ekkert fái haggað. Við komum upp fiskveiðikerfi til þess eins að auð- velda einstökum aðiium að koma þessum auðlind- um í verð. Svo köstum við öllum umframafla sem okkur likar ekki og þekjum hafsbotninn af dauð- um og rotnandi fiski. Allar frásagnir um sóðaskap- inn og sagnir af því sem miður fer eru þagðar í hel. Meira að segja reyndi ráðherra að hvítþvo skipstjóra sem lýsti sig sekan um glæp gegn nátt- úrunni. Nei, hann hafði sko engan glæp framið og heim að reyna að selja hugmyndina að þessu stórkostlega kerfi. Á meðan halda okkar duglegu fiskimenn áfram að draga björg í bú o'g moka upp milljón- um tonna af sjávarfangi sem í tonnum talið fer að stórum hluta í fiskimjöl til að fóðra skepnur. Ekki dettur sjáfumglöðum forsvarsmönnum þjóðarinnar í hug að það þurfi að réttlæta á nokkurn hátt fiskveiðarnar og framleiðsluna. Árum saman hefur verið uppi umræða í Evr- ópu um að kjötmjöl orsakaði kúariðu í naut- gripum og væri því hættulegt. Á íslandi bönn- uðu menn notkun kjötmjöls til að fóðra slátur- dýr fyrir 22 árum. Þrátt fyrir það datt ráða- mönnum ekki eina mínútu i hug að aðrar Evr- ópuþjóðir gerðu slíkt hið sama. í mörg ár höfðu menn gullið tækifæri til að kynna sérstöðu fiski- mjöls sem komið gæti algjörlega í stað kjötmjöls í fóðrun dýra. Mönnum var i lófa lagið að láta fara fram rannsóknir með það að markmiði að sýna fram á að kúariða gæti ekki borist úr fiskimjöli. Sjálfumgleði íslendinga var hins vegar svo mikil að ekkert var gert. Þetta fáránlega sinnuleysi er nú að koma í bakið á íslendingum. Ef fiskimjöl verður bannað blasir við hrun margra sjávarplássa. Það eina sem við getum þá treyst á er að ráðherramir haldi áfram að brosa. _ n . / mörg ár höfðu menn frábœrt tœkifœri til að kynna sérstöðu fiskimjöls sem komið gæti algjör- lega í stað kjötmjöls í fóðrun dýra. Sjálfumgleði íslendinga var hins vegar svo mikil að ekkert var gert. líklega fær hann fálkaorðuna fyrir einstaka snyrti- mennsku og góða umgengni við fiskistofnana. Sið- an fara forsvarsmenn þjóðarinnar út um allan Blaðberar og póstkassar Blaðberi hringdi: Við blaðberar eigum við vanda að etja þegar kemur að póstkössum í húsum. Eitt er að þeir eru allt of oft ýmist vanmerktir eða alveg ómerktir. Það segir sig sjálft að slíkt gengur ekki. Annað er að póstkassar og hólf em flest þannig að úr þeim má ná blöðum. Eigendur þurfa þvi að tæma kassana reglulega og helst tvisvar á dag ef vel á að vera. í þriðja lagi er nauðsynlegt að hafa póstkassa læsta, svo að það sem i þá fer, sé ekki tekið ófrjálsri hendi. Blaðberar hafa átt í erfiðleikum vegna kvartana póst- kassaeigenda sem kvarta yfir að blað þeirra hafi ekki borist. Þá eigum við í vök að verjast því „viðskiptavinur- inn“ hefúr ávallt rétt fyrir sér. En það er ekki alltaf og ofangreind atriði myndu bæta heimtur blaða og skil- vísi að fullu. Ríkið og dag- peningarnir Þórhallur skrifar: Það hefur komið fram að ríkið greiddi alls rúma 8 milijarða króna í dag- peninga og ökutækjastyrk vegna ferða- laga starfs- manna innanlands sem utan árið 1999. Greiðslur þessar hafa hækkað um 700 milljónir milli ára, samkvæmt svörum fjármálaráðherra. Ótrúlegt er að rétt rúmlega 20.000 manns skuli hafa fengið dagpenigna vegna ferða- laga á vegum hins opinbera! Hér er um óskipuleg fríðindi og sporslur að ræða af hálfu ríkisins. En það virðist sannast hér, sem einhver sagði í við- tali nýlega, að efst í huga íslenskra starfsmanna, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum, væri þetta tvennt; farseðill í aðra hönd og dag- peningar í hina. Um þetta tvennt væri mikið spurt þegar menn réðu sig í hin veigameiri störf í þjóðfélag- inu. - Fáir fara að dæmi Péturs H. Blöndals; að gefa alla afgangs dagpen- inga til líknarmála. Erlendur gjaldeyrir Hefur enn mikið vægi í hlunninda- þættinum. Gifting er gulls ígildi Eöa eftir hentugleikum? Henti-hjónabönd Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég held ég megi fuilyrða að hin svokölluðu „henti“-hjónabönd þekk- ist ekki neins staðar á Norðurlöndun- um. En eins og allir vita eru þau til komin vegna þess að maður eða kona giftist einhverjum sem vísað hefur verið úr landi. Það er furðulegt að maður sem vísað er úr landi í Noregi og Danmörku skuli geta sest að hér á landi og gift sig, og sýnt yfirvöldum hroka og dónaskap og komist upp með það. Það er einnig furðulegt að íslenskur prestur skuli gifta mann sem hefur ekkert til að sanna hver hann er. Mér sýnist maðurinn ekki líkjast Tsjetsjena mjög. Algengt er að menn séu sumir hverjir án skilrikja tO að ekki sé hægt að rekja slóð þeirra. Það er hreint bull í Amnesty- félögum að okkur beri skylda til að taka við öllum sem kallast flótta- menn. Og enn stendur spurningin; hvers vegna var manni þessum vísað úr Noregi og Danmörku? wsaumsm Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn i síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.