Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Neytendur u DV Verðstríð í uppsiglingu: Nettó stofnar verðgæslusveit - slagur á Akureyri gæti þýtt lækkun á höfuðborgarsvæðinu Um helgina opnaöi Bónus verslun á Akureyri og hafa forráðamenn þeirrar verslunar veriö með yfirlýs- ingar um að þeir ætli að vera með lægsta matvöruverðið á þeim mark- aði. Forsvarsmenn Nettó hafa svarað fullum hálsi og því ljóst að i uppsigl- ingu er verðstríð á Akureyri. Á höf- uðborgarsvæðinu er spennan í þess- um geira síst minni þar sem á næst- unni ætlar Kaupás, sem er með Nóa- tún, 11-11 og fleiri verslanir á sínum snærum, að opna nýjar lágvöru- verðsverslanir undir nafninu Krón- an. Nettó í Reykjavík hefur þegar hafist handa við að búa sig undir aukna og harðnandi samkeppni með því að stofna svokallaða verðgæslu- sveit sem hefur það hlutverk að fylgjast grannt með ölium hreyfing- um hjá samkeppnisaðilunum. „Samkeppnin á matvörumark- aðnum er að harðna allverulega og sem svar við því erum við að aga okkar vinnubrögð og því stofnum við verðgæslusveitina," segir Elías Þorvarðarson, verslunarstjóri Nettó i Mjódd. „Verðgæslusveitin er liður í því að við ætlum út í harðara verð- og gæðaeftirlit hjá keppinautum okkar en hefur þekkst á þessum markaði hingað til. Keppinautar okkar hafa veriö stóryrtir upp á síðkastið og við erum að bregðast við stóru orðunum með geröum. Ef verðstríð er að brjótast út á mat- vörumarkaðnum þá er það á hreinu að við bregðumst við af fullum krafti og á fleiri sviðum en verðlagi. Þar á ég auðvitað við þjónustu, gæði, vöruúrval og andrúmslofti inni í versluninni. En eins og allir vita þá er það mjög ólíkt milli versl- ana. Markmið Nettó hingað tii og hér eftir er að bjóða upp á hagstæð- ustu heildarinnkaupin í verslunar- geiranum. Ekki er hægt að gera heiidarinnkaup í Bónus þar sem vöruúrvalið er í kringum 1000 vöru- númer á meðan Nettó býður upp á um 5000 vörunúmer," segir Elías. „Bónus opnaði verslun á Akur- eyri um helgina og að sjálfsögðu fognum við allri samkeppni og þeir Bónusmenn eru velkomnir á Akur- eyri aftur,“ segir Elías og er þá að vísa til þess að Bónus opnaði versl- un á Akureyri fyrir nokkrum árum en lokaði henni síðan aftur. „Verðgæslusveitin er iiður í skipulegri og faglegri baráttu Nettó til að bjóða góð kaup, auka verð- skyn neytenda og skila þeim bætt- um hag á harðnandi tímurn," segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Elías segir að Nettó „ætli að liggja og anda ofan í hálsmálið á sam- keppnisaðilunum" og að þeir ætli „ekki að láta neinn komast upp með að stinga okkur af í verði, það ger- ist ekki“. Hann segir að jafnmikið verði lagt í sölurnar á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri og að höfuð- borgarbúar muni njóta þess ef verð- stríð brýst út á Akureyri. „Nettó keyrir á einu verði og það er sama verð á öllum hlutum í öllum okkar verslunum." Gaman verður að fylgjast með þróuninni á þessum markaði á næstunni og ef harkalegt verðstríð brýst út þá kemur það neytendum til góða í lækkuðu matvöruverði. -ÓSB DVMYND PJETUR Verðgæslusveit Nettó Tilbúin í slaginn á matvörumarkaönum. Hlutverk verögæslusveitarinnar er aö halda úti virku verö- og gæöaeftirliti hjá samkeppnisaöiiunum. Jólaföndur með saltkeramiki Jólafóndur ýmiss konar er alltaf vinsælt og er oft hluti af því að byggja upp stemninguna fyrir jólin. Þetta á ekki síst við um heimili þar sem bömunum er leyft að taka virk- an þátt. Hér er auðveld og skemmti- leg uppskrift að saltkeramiki sem er búið til úr efnum sem til eru á flest- um heimilum auk þess sem mjög auðvelt er að gera skemmtilega hluti úr því. 6 dl salt 2 dl vatn Saltið og vatnið er soðið saman í potti þar til suðan er komin vel upp. 3 dl maizenamjöl 1 1/2 dl kalt vatn Maizenamjölið er leyst upp i köldu vatninu og blöndunni síðan hellt rólega út í pottinn, hrært vel saman og síðan hnoðað vel á borði. Úr þessu verður deig sem mótað er í alls kyns hluti og þeir látnir þorna við stofuhita. Hlutina má mála og einnig er skemmtilegt að stinga alls kyns hlutum í deigið á meðan það er enn mjúkt eins og gert var við kertastjakann á myndinni. Séu sprittkerti notuð ætti ekki að hafa þau í deiginu á meðan það þomar því þau eiga það til að festast við. Smáauglýsingar á símatorgi Fyrirtækið Þjóðarsálin-símatorg opnaði fyrir skömmu smáauglýs- ingaþjónustu i sima 904-5050. Þar er fólki boðið að lesa inn eigin auglýs- ingu eða hlusta á auglýsingar frá öðrum. Ekkert kostar að augiýsa en greiddar eru 39,90 kr. fyrir hverja minútu sem simtalið tekur. Reiknað er með að um 2 mínútur taki að setja auglýsingu inn á línuna og fara yfir hana. Auðvelt er að lag- færa upptökuna og breyta textanum meðan ekki er búið aö staðfesta upptökuna endanlega. Starfsfólk simatorgsins hlustar á allar auglýs- ingar og setur þær í viðeigandi flokka og reynt verður að koma i veg fyrir að að óviðeigandi auglýs- ingar birtist. Auglýsingar eru hafð- Tll sölu Ný leiö til aö kaupa og selja fíest þaö sem hugurinn girnist. ar á símatorginu þar til beðið er um að þær séu teknar út. í boði verða 10 aðalflokkar og fjölmargir undir- flokkar. Aðaiflokkamir sem um ræðir eru eftirfarandi: 1. Atvinna 2. Bílar 3. Húsnæði 4. Fyrir heimilið 5. Tölvur, símar og hljómtæki 6. Einkamál, stjömuspeki, likamsrækt 7. Tómstundir 8. Allt til sölu 9. Óska eftir 10. Ýmislegt Mánaðarlega verða veitt verðlaun fyrir frumlegustu og skemmtileg- ustu auglýsinguna. Malarhöfða 2,110 Reykjavík Sími: 567-2000 - Fax: 567-2066 bilfang@bilfang.is www.bilfang.is BMW 750 IA (upptekin vél), árg. 1992, ek. 170 þ km, ssk., grár. Verð 1450 þús., staðgr. 880 þús. Range Rover, árg. 1992-4, 5 gíra, ek. 118 þ. km, þlár. Verð 1250 þús., staðgr. 900 þús. Volvo 850 GLT station, árg. 1996, ek. 65 þ., 5 gíra, grænn. Verð 1600 þús., staðgr. 1300 þús. VW Vento, árg. 1995, ek. 102 þ. km, 5 gíra, blár. Verð 760 þús., staðgr. 600 þús. Opel Senator, 3,0 I, V6, árg. 1992, ek. 130 þ. km ssk., vínrauður. Verð 750 þús., staðgr. 550 þús. Opel Calibra 2,0 i, 16 v., árg. 1992, ek. 137 þ., 5 gíra, svartur. Verð 780 þús., staðgr. 480 þús. Ford Bronco II, árg. 1988, ek. 115 þ. km, 5 gíra, brúnn.Driflæsingar, lækkuð hlutföll, Verð 450 þús., staðgr. 330 þús. Peugeot 605 SRI, 2,0 I, árg. 1991, ek 232 þ. km ssk., drapplitur. Verð 450 þús., staðgr. 250 þús. Daihatsu Grand Move, 1,5 I, árg. 1998, ek. 40 þ. km, 5 gíra, grænn. Verð 850 þús., staðgr. 720 þús. Grand Cherokee LTD, 5,2 I, ssk., árg. 1996, ek. 80 þ. km, reyklitur. Verð 2500 þús., staðgr. 1950 þús. BMW 735 IA (ný sjálfsk.), árg. 1990, ek. 230 þ. km, ssk., svartur. Verð 750 þús., staðgr. 550 þús. Raðgreiðslur Skuldabréf L _ I EUROCARD VISA MasterCard I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.