Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Tilvera I>V Tónleikar til heiðurs Andreu Á Gauknum verða í kvöld haldn- ir tónleikar til heiðurs Andreu Jónsdóttur, útvarps- og blaða- manni. Fram koma: Bubbi, Bjartmar Guðlaugsson, KK og Maggi Eiríks, Magnús og Jó- hann, Mike Pollock, SteUa Haux, Lísa Páls og Böggi, Hljómar frá Keflavík, Todmobile, Sigun’ós og Stuðmenn. Kynnir er Jón Olafs- son. Húsið verður opnað kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Kabarett ■ STRAKARNIR A BORGINNI Helgl Björns og Bergþór Pálsson - Strák- arnir á Borginni halda útgáfutónleik- ar kl. 20.30 í kvöld í Borgarleikhús- inu. Klassík ■ AÐVENtufONLÉIKAR I kvöld kl. 20.30 heldur Kvennakór Reykjavík- ur árlega aðventutónleika sína í Hallgrímskirkju. Dlddú syngur meö kórnum. ■ MOZART í FRÍKIRKJUNNI Blásarakvintett Reykjavíkur heldur árlega tónleika sína undir heitinu Kvöldlokkur á jólaföstu í Frí- kirkjunni í Reykjavík í kvöld kl 20.30. Þetta er i 20. sinn sem efnt er til slíkra tónleika þar sem ein- göngu eru leiknar klassískar blás- araserenööur og hafa þeir notið sí- vaxandi vinsælda. Að þessu sinni verður leikin hin volduga og fagra kvöldlokka fyrir 13 blasara í B-dúr K.361 eftir W.A Mozart. ■ RÚSSNESKIR VIRTÚÓSAR Rúss neskir virtúósar munu spila í Saln- um í Kópavogi í kvöld kl. 20. Tríóið er skipað Dmltry Tsarento, bala- laiku-leikara og stjórnandi tríósins, Nicholas A. Martynov bassa-bala- , laiku-leikara og Veru A. Tsarenko dormu-leikara. Þau flytja verk eftir Lully og Couperin og þjóðsöngva og dansa eftir Svridov og Gavrilin, ásamt léttri tónlist af nýrra taginu. ■ FAGOTTERÍ í NORRÆNA HUSINU A morgun kl. 12.30 kemur fram nýstofnaður fagottkvartett á háskólatónleikum. Kvartettinn skipa þær Anette Arvidsson, Joanne Árnason, Jutith Þorbergsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir sem eiga þaö sameiginlegt aö leika á fagott, búa á tslandi og vera langt aö komnar. Á efnisskránni eru fjölbreytt og aðgengilegjóla- og barrokkverk. Leikhús________________________ ■ HAALOFT Háaloft er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu r Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 21.00 í kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp- anum. Fundir ■ KVÖLPVAKA KVENNASÖGU- SAFNS ISLANDS I ÞJOÐARBOK- HLOÐUNNI Arleg kvöldvaka Kvennasögusafns íslands er að þessu sinni helguð hlutskipti kvenna á hernámsárunum á íslandi. Herdís Helgadóttir mannfræðingur og Bára Baldursdóttir sagnfræðingur flytja fyrirlestra. Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja nokkur þekkt stríösáralög. Kvöldvakan verð- ur haldin í veitingastofu á 2. hæö V Þjóöarbókhlööu kl. 20. Allir vel- komnir og aðgangur ókeypis. Ferðir ■ JOLAFERÐ I HEIÐMORK I dag kl. 13.30 veröur farið í hina árlegu jóla- ferö leikskóla borgarinnar í Heiö- mörk. Þetta markar lokin á fjöl- breyttri heilsársdagskrá í tilefni af 50 ára afmæli Heiðmerkur. Sjá nánar: Lffiö eftir vinnu á Vísl.ls Jóhann Ásmundsson. Spilar ásamt félögum sínum eigin tónsmíðar á So Low Jóhann Ásmundsson bassaleikari með sólóplötu: Alltaf jafn spennandi að leika tónlist sem ég hef mestan áhuga á Ein frægasta hljómsveit íslendinga er Mezzoforte. Hljómsveitin sem hefur starfað með hléum í ein tuttugu og þrjú ár náði um tíma alheimsfrægð og kom lögum inn á vinsældalista. Um tíma var hljómsveitin á faraldsfæti um aUan heim og fer enn í tónleika- ferðir til fjarlægra landa þegar tími gefst tU. Þegar fór að hægjast um hjá sveitinni lágu leiðir meðlima hennar í sitt hverja áttina, án þess að þeir misstu sjónar hvor af öðrum og hafa þeir Eyþór, Friðrik, Jóhann og Gunn- laugur verið tíðir gestir með hinum og þessum tónlistarmönnum á tón- leikum og á plötum, auk þess að starfa undir eigin nafni. Bassaleikari Mezzoforte, Jóhann Ásmundsson hef- ur nú sent frá sér sína fyrstu sóló- plötu, So Low, plötu sem hann hefur verið með nokkum tíma í smíðum og lék forvitni á að vita um tUurð henn- ar: „Það er lengi búið að geijast með mér að gefa út plötu undir eigin nafni og eru um tvö ár síðan ég fór að að vinna að plötunni. Ég hef ekki samið mikið af lögum í gewgnum tíðina og þau lög sem ég hef komið frá mér hafa farið á plötur Mezzoforte. Nú hefur Mezzoforte verið lítið starfandi und- anfarin þrjú tU fjögur ár og lög farin að safnast fyrir hjá mér og fannst mér tilvalið að gera eitthvað fyrir þau. Ég var í rauninni aldrei í vafa um að platan yrðu instrumental og eru lögin í anda Mezzoforte, enda hefur sú tón- list sem Mezzoforte er hvað þekktust fyrir aUtaf verið mín uppáhaldstón- list. Þar sem þetta er mín plata þá er bassinn nokkuð framarlega, sumir hafa þó sagt við mig að hann sé ekki nógu framarlega, en þetta er eins og ég vildi hafa það. Þetta er fyrsta skref- ið hjá mér í plötuútgáfu og það er aldrei að vita nema bassinn verði meira áberandi á næstu plötu.“ Með Jóhanni á plötu hans, So Low, er fjöldinn áUur af þekktum tónlistár- mönnum, félagar hans úr Mezzoforte ásamt fleirum: „Þegar ég var tUbúinn með lag í upptöku hóaði ég í þá sem mér datt í hug og ef þeir máttu vera að því að koma komu þeir og því er ég með enga eina hljómsveit á plötunni. Flestir þeir sem með mér eru eiga það þó sameiginlegt að koma úr djassgeir- anum.“ Jóhann hefur fengist við ýmislegt í tónlistinni á síðustu árum: „Ég starfa eingöngu sem tónlistarmaður, hef ver- ið mikið á sýningum á Broadway og leikið með hljómsveitinni GUdru- Mezz, sem er í rokkkantinum, og gáf- um við út plötu í fyrra. Þá hef ég leik- ið inn á plötur og ýmsum tónleikum. Annars býður þessi bransi ekki upp á neitt öryggi. Ég hef verið lánsamur að hafa yfirleitt haft nóg að gera.“ Jóhann segir að nafn plötunnar, So Low, hafi orðið tU í huga hans fyrir mörgum árum: „Ég var aUtaf ákveð- inn að ef ég myndi gera sólóplötu þá ætti hún að heita So Low. Þannig að nafnið varð tU á undan lögunum." Félagar Jóhanns úr Mezzoforte, Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem, hafa komið sér fyrir í London þar sem þeir starfa i tónlistarbransan- um. Jóhann er spurður hvort hann hafi hugsað sér tU hreyfings: „Við störfuðum úti um tíma og ég kynntist bransanum sem er mjög harður og það þarf bæði áhuga og vUja til að heUa sér út í hann af fullri alvöru. Friðrik er búinn að koma sér vel fyr- ir er orðinn virtur og eftir'sóttur og GuUi er að koma sér fyrir. Ég er með eiginkonu sem er með fyrirtæki og þrjú börn svo það er meira en að segja það að flytja út í óvissuna, svo ég held ég haldi mig við Island. Eftir tuttugu og þrjú ár í spUa- mennskunni, er þetta aUtaf jafn gam- an? „Já, þegar hægt er að lifa af því að spUa þá tónlist sem maður hefur mestan áhuga á, er þetta aUtaf jafn spennandi. Mezzoforte er ekkert hætt þó lítið hafi borið á henni að undan- fómu. Við erum ennþá að fá tUboð um að leika erlendis og það er aldrei að vita nema við sjáum okkur fært um að koma saman aftur og taka upp þráðinn á ný.“ -HK Hljómplótur Einar Már Guðmundsson/Tómas R. Einarsson - í draumum var þetta helst: ★★ Dansaðu fíflið þitt Það er ekki beinlínis hefðbundið að semja jasstónlist við ljóð, ekki síst þegar gert er ráð fyrir að ljóðin séu lesin upp undir flutningnum en ekki sungin eins og söngtextar. Þetta gerði nú samt Tómas R. Einarsson, tón- skáld og jassgeggjari, við nokkur af bestu ljóðum Einars Más Guðmunds- sonar, sem bókhneigður vinnufélagi minn kallar alltaf Einar alheimsins. Tómas fékk Eyþór Gunnarsson slag- hörpuleikara, Matthías Hemstock trumbuslagara og Óskar Guðjónsson saxófónundrabarn sér til fulltingis og ásamt skáldinu fluttu þeir þessa sér- stæðu dagskrá í Kaffileikhúsinu í sumar. Þá var aldeilis kátt í höllinni. Einar las ljóð sín með þeim sérstæða upplestrarstíl sem hann hefur tamið sér og sennilega fundið upp sjálfur og er eiginlega sjálfstætt listform. Af hljóðfæraleikurum verður sérstaklega að nefna Óskar Guðjónsson, sem var demónískur í atgangi sínum með saxófónana. Gamli timburhjallurinn í Kvosinni svingaði með þetta kvöld. Þessi dagskrá er nú komin á disk og var tekin upp í Ríkisútvarpinu sam- kvæmt því sem stendur á umslagi. Það er allt þama á sinum stað og held- ur vandlegar gert en var á tónleikun- um forðum en að sama skapi vantar einhvem neista. Þeir Einar skáld og Óskar saxari halda manni samt alveg við efnið. Ljóð Einars hafa ekkert misst af slagkrafti sínum og að heyra skáldið hrópa: Dansaðu fíflið þitt, dansaðu, er hreint ógleymanlegt. Ósk- ar blæs af stakri snilld og er vand- fundinn sá sem ekki skynjar snilli- gáfu hans í ágætum lögum Tómasar sem em eiginlega meira í ætt við stemmningar en hefðbundin lög. Þeir Einar og Óskar eiga þær stjörnur sem diskurinn fær úthlutað hér. Tómas er lipur bassaleikari en mér hefur alltaf fundist hljómurinn i hans fomfálega bassa eitthvað þunnur og skrýtinn. Mér er tjáð af kunnugum að þetta sé gamalt og vandað hljóðfæri en ég held að Tómas ætti að splæsa á sig nýjum bassa. Þá myndum við njóta betur tónlistar hans. Páll Ásgeir Ásgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.