Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 15
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 15 DV Helgarblað gegn grindadrápi Færeyinga og borg- arstjórinn.i New York, Rudolph Giuli- ani, tiikynnti að hann og eiginkona hans hefðu sótt um skilnað að borði og sæng. Repúblikanar hófu leit að nýjum frambjóðanda til öldungadeild- arinnar gegn Hillary Clinton. Uppreisnarmenn undir forystu Ge- orges Speights tóku forsætisráðherra Fídjieyja í gíslingu. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og Cherie, eiginkona hans, eignuðust son 20. maí sem þau gáfu nafnið Leo. ísraelskir hermenn sneru heim frá Líbanon og iauk þar með 22 ára hersetu Israela í suðurhluta Libanons. í júníbyrjun greindu breskir fjölmiðlar frá því að Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og breska biskupakirkjan væru reiðubúin að leggja blessun sína yfir hjónaband Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles, ástkonu hans. Hugbúnaðarrisanum Microsoft var gert að skipta fyrirtækinu í tvennt. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði misnotað einokunar- aðstöðu sína á stýrikerfum einka- tölva. Fréttir bárust af því að Gorbat- sjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkj- anna, hefði nær drukknað er hann ör- magnaðist á sundi í Karíbahafi við strönd Kostaríku. Forseti Sýrlands, Hafez al-Assad, lést 10. júní í Damaskus. Þingið sam- þykkti breytingar á stjórnarskránni til þess að sonur forsetans, Bash- ar, gæti tekið við völdum. Tímamótafundur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu var haldinn um miðjan júní í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu. Dansinn dunaði fram á nótt í kastaia drottningar Dansinn dunaði fram á nótt í Windsorkastala 21. júni þegar Elisabet Englandsdrottning hélt veislu í tilefni fjölda stórafmæla í konungsfjölskyld- unni. Fyrsta uppkast að genakorti mannsins var kynnt í júní. Sögðu vísindamenn þetta fyrsta áfangann í ferli sem ætti eftir að umbylta læknisfræð- inni. Elian Gonzalez sneri heim til Kúbu 28. júní. Var honum fagnað eins og hetju við heimkomuna. Þann 1. júlí greindi yfirvöld í Irak frá því að viðskiptaþvinganir Samein- uðu þjóðanna gegn landinu frá 1990 hefðu valdið dauða yfir 1 milljónar landsmanna, flestra barna. Viðræður Yassers Arafats Palestínuleiðtoga og Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísra- els, í Camp David í Bandaríkjunum fóru út um þúfur 25. júli eftir 15 daga fundahöld. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti fullyrti þó að umtalsverður árang- ur hefði náðst. Concorde-þota franska flugfélagsins Air France hrapaði eins og eldhnöttur norðaustur af París 25. júlí. 113 manns létu lífið. Kafbáturinn Kúrsk sökk með 118 sjóliða um borð I ágústbyrjun var Suharto Indónesíuforseti formlega ákærður fyrir spillingu. Fyrrverandi fjármála- ráðherra Malasíu, Anwar Ibrahim, var dæmdur í 9 ára fangelsi fyrir sam- Sonur forsætisráðherrans Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og eiginkona hans, Cherie, eignuðust son á árinu. Sá stutti, sem gefið var nafnið Leo, hélt vöku fyrir pabba sínum. kynhneigð. Þann 12. ágúst sökk rúss- neski kafbáturinn Kúrsk í Barents- hafi. 118 sjóliðar týndu lífi. Leiðtogi uppreisnarmanna á Fídjieyjum var ákærður fyrir landráð f ágúst. í byrjun september kom tilkynn- ing frá norsku konungshöllinni um að Hákon prins hygðist fara að búa með kærustunni sinni, ^jT Mette-Marit Tjessen Hojby, sem er einstæð móðir. Vöru- bílstjórar f Frakklandi mót- mæltu verðhækkunum á elds- neyti með því að hindra aðgang að olíuhreinsunarstöðvum og birgðageymslum. Evrópusam- bandsríkin afléttu um m miðjan september refsi- aðgerðum gegn Austur- ríki. Færeyingar fengu kaldar kveðjur frá Dönum í september. í bréfi danska utanrík- isráðherrans, Niels Helvegs Petersens, til Anfinns w ■ ' , Bylting í Belgrad Þúsundir stjórnarandstæðinga réðust til inngöngu í þinghúsið í Beigrad 5. október. í kjölfarið neyddist Stobodan Milosevic til að viðurkenna kosningaósigur sinn. hann boðaði óvænt til. Forsetinn lét undan vegna hneykslismáls sem skók leyniþjónustu landsins. Yfirmaður leyniþjónustunnar, Vladimiro Montessinos, sást á myndbandsupp- töku múta þingmanni stjórnarand- stöðunnar til að styöja forsetann. Stjómarandstæðingar í Júgslavíu lýsti yfir sigri í forsetakosningunum 24. september. Þann 28. september höfnuðu Danir evrunni i þjóðarat- kvæðagreiðslu. Fyrrverandi forsætis- ráðherra Kanada, Pierre Trudeau, lést í Montreal 28. september. Hann varð 80 ára. Sama dag leiddi heimsókn ísraelska stjórnmálamannsins Ariels Sharons til Musteris- ÉSÉIfc. hæðarinnar í Jerúsalem til nýrrar uppreisnar Palestínumanna. Slobodan Milosevic bolað frá í byltingu Belgrad Bylting var gerð í Belgrad 5. október. Rússland og Vestur- lönd viðurkenndu sigur stjórnarandstöðuleiðtog- ans Vojislavs Kostunica í forsetakosningunum 24. september. Þrettán ára valdatíð Milosevics var lok- Loksins forseti Eftir margar umferðir í dómskerfinu varð George W. Bush ioks lýstur sigurvegari. Kallsbergs, lögmanns Færeyja, sagði að dönsk stjórnvöld teldu ekki tíma- bært að færeyska landstjórnin ætti 1 beinum viðræðum við forráðamenn Atlantshafsbandalagsins, NATO, um öryggismál eyjanna. Fujimori, forseti Perú, tilkynnti um miðjan september að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í kosningum sem ið. Þann 10. október lést Sirimavo Bandaranaike, fyrsti kvenforsætisráð- herra heimsins, 84 ára að aldri. Til- kynnt var í október að Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu, hlyti friðarverð- laun Nóbels í ár. Leiðtogi herforingjastjórnarinnar á Fílabeinsströndinni, Robert Guei, flýði land í októberlok. Bréf af hafs- Drottningarmóðirin ÍOO ára Elísabet drottningarmóðir fagnaði aldarafmæli sínu 4. ágúst síðastliðinn. Þúsundir fögnuðu drottningarmóðurinni er hún ók um stræti Lundúna í hestvagni ásamt Karli Bretaprinsi. Hungursneyð í Eþíópíu Ruquia Aroo, sem er 80 ára, heldur á 5 ára vannærðu barnabarni sínu við dauða gripi nálægt Afder í Eþíópíu. Hungursneyð ríkti i Eþíópíu á árinu í kjölfar mikilla þurrka. botni skók Rússland. Bréfið var kveðja frá lautinantinum Dimitrí Kolesnikovs í rússneska kafbátnum Kúrsk til eiginkonunnar. í bréfmu kom fram að sjóliðarnir 118 létust ekki allir um leið og slysið varð. Endurtalning í Flórída að loknum forsetakosningum Þann 2. nóvember lést elsta kona heims, Eva Morris, 114 ára að aldri. Forsetakosningar voru haldnar í Bandaríkjunum 7. nóverríber. Ákveðið var að telja aftur í Flórída til að hægt yrði að úrskurða hver yrði næsti for- seti Bandaríkjanna. HiLLary Clinton hafði betur í öldungadeildarslagnum á móti repúblikananum Rick Lazio. Ingiríður Danadrottning lést 7. nóv- ember. Hún varð níræð. Þann 11. nóvember létu 155 manns lífið í eldsvoða í skíðalest i göngum i austurrísku Ölpunum. Fujimori Perú- forseti sendi afsagnarbréf 20. nóvem- ber af hótelherbergi í Japan. Afsögn- inni var hafnað en forsetinn var samt rekinn. Ekkert samkomulag náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem haldin var í Haag. Ótti við kúariðu breiddist út um alla Evrópu í nóvember. Þingið á Filippseyjum hóf um miðjan nóvember rannsókn á meintri spillingu Joseph Estrada, for- seta landsins. Vicente Fox tók við forsetaemb- ætinnu í Mexíkó 1. desember. Þremur dögum síðar lést elsti maður heims, Harrison Holcomb, í Oklahoma. Hann varð 111 ára. Þann 10. desember til- kynnti Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, afsögn sína. Hann boðaði kosningar í febrúar. A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, játaði 13. desem- ber ósigur sinn í forsetakosningunum 7. nóvember í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar um að hætta ætti endur- talningu. George Bush hafði ekki fyrr verið formlega kjörinn sem næsti for- seti Bandaríkjanna þegar óopinber endurtalning atkvæða í Flórída hófst. Á bak við talninguna standa fjölmiðl- ar og frjáls félagasamtök. Fimmtíu ára valdatíð kommúnista lauk í Serbíu á Þorláksmessu er bandalag Kostunica Júgóslavíuforseta sigraði í þingkosningum. Þúsundir létust af völdum náttúruhamfara í heiminum Náttúruhamfarir urðu víða miklar á árinu sem er að líða. Manntjón varð í Noregi og Ölpunum vegna snjóflóða síðastliðinn vetur og vegna skýstrokka í Bandaríkjunum. í febrúar urðu gífurleg flóð í Mósambík og í marsbyrjun var 1 milljón manna á flótta undan flóðunum. Talið er að um 10 þúsund hafi farist. Þau gleðilegu tíðindi urðu þó að kona, sem flúið hafði vatnsflauminn, ól barn uppi í tré. Björgunarmenn í þyrlu komu konunni til hjálpar. í apríl var hungursneyð í Eþíópíu og Eritreu vegna þurrka. Yfir hundrað manns fórust í jarðskjálfta á eyjunni Súmötru í júní. í júlí gekk mannskæð hitabylgja yfir Balkanskaga og nágrenni. Miklir skógareldar kviknuðu víða í Miðjarðarhafslöndum. Gifurleg flóö urðu í miðhluta Svfþjóðar í júlí og í september lagði aurskriða tjaldstæði í rúst á ítalíu með þeim afleiðingum aö 10 létust, Mestu rigningar í manna minnúm voru í Færeýjum i haust og var tjónið metið á tugi miiljóna króna. Mestu flóð í rúma hálfa öld gerðu Bretum lífið leitt í nóvember. Manntjón varð af völdum skýstrokka í Alabama í Bandaríkjunum í desember. Frægir Ifstamenn Nokkrir frægir leikarar hurfu tU feðra sinna á árinu. Hedy Lamarr, sem eitt sinn var talin fegursta kona heims, lést i janúar, 86 ára gömul. Sir John Gielgud lést i maí, 96 ára gamaU. Walter Matthau lést í júlí. Hann varð 79 ára. Franski leikstjórinn Roger Vadim, sá sem uppgötvaði Brigitte Bardot, lést einnig á árinu. Hann náði 72 ára aldri. Drottning rómananna, Barbara Cartland, kvaddi einnig heiminn, 98 ára gömul. Og danski píanóleikarinn Victor Borge lést á Þorláksmessu, 91 árs. ÍHollywood var American Beauty kjörin besta kvikmynd ársins. Bókmenntaverðlaun Nóbels fékk kínverskur flóttamaður, Gao Xingjian. t»etta gerðist líka á árinu 2000: Vaknaði um jólin eftir 16 ár í dái Aðfangadagur í fyrra verður lík- lega lengi í minnum hafður hjá Pat- riciu White BuU frá Nýju Mexíkó sem er nú loks að átta sig á tilver- unni eftir að hafa vaknað skyndi- lega upp úr dái á aðfangadag eftir 16 ára svefn. Patricia fékk blóðtappa í lunga eftir að eftir að hún gekkst undir keisaraskurð þegar hún átti sitt fjórða barn. Patricia hafði verið meðvitundarlaus sfðan. Þegar starfsfólk á hjúkrunar- heimUinu í Albuquerque, þar sem Patricia dvelur, var að búa um rúm- ið hennar bað hún skyndilega um að því yrði hætt. Læknar kunna enga skýringu á bata hennar. Grísk kona fæddi barn úti á götu Fjörutíu og átta ára gömul kona vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fæddi aUt í einu barn úti á miðri götu í bænum Volos á Grikklandi fyrr á ár- inu. Konan hafði fengið magaverk skömmu áður en barnið kom í heiminn en hún hafði ekki hug- mynd um að hún væri ófrísk. Eftir að barnið var fætt var því vafið inn í dagblöð og peysu og flutt á spítala. Lokaði son sinn inni í 30 ár Hann var frelsinu feginn Spán- verjinn sem yfirvöld á Norður- Spáni leystu úr ánauð eftir 30 ára fangavist í eldhúsi móður sinnar. Konan, sem er 91 árs, hafði lokað son sinn, sem nú er 72 ára, inni í 2 fermetra klefa án hurðar en skUdi þó eftir gat nógu stórt tU að hún gæti gaukað að honum mat. Að sögn móðurinnar greip hún tU þessa ráðs svo að hann myndi ekki að flýja af heimUi þeirra en maðurinn er geð- sjúkur. Vændishús á ítal- íu fyrir eldri borgara Eldri borgarar í bænum AveUino á Ítalíu urðu ekki eins ánægðir á ár- inu. Tvisvar í viku ók bílstjóri hópi af eldri borgurum tU „félagsráð- gjafa“ og hafði gert um allnokkurt skeið. Yflrvöld í bænum gerðust þó á endanum tortryggin og gerðu hús- leit á staðnum þangað sem rútan ók með gamla fólkið. í ljós kom að þar var ekki um neina hefðbundna fé- lagsráðgjafa að ræða heldur vændis- þjónustu fyrir 60 ára og eldri. Inni- falið í verðinu, sem var 7500 kr fyr- ir skiptið, var auk rútuaksturs og „þjónustu", skammtur af rispUlunni Viagra. Eigandi hússins. Mario Bifulco hafði á orði að það kæmi til vegna þess að óhjákvæmilega væri andinn viljanum yfirsterkari. Gullfiskar í matvinnsluvél Að lokum voru ekki allir á eitt sáttir við listasýningu þar sem sýn- ingargestir gátu ráðið örlögum sýn- ingarverkanna. Eitt listaverkanna samanstóð af 10 gullfiskum sem syntu um í matvinnsluvél fuUri af vatni. Með því að þrýsta á einn hnapp gátu gestir og gangandi breytt gullfiskunum í gullfiskasúpu. Sýningin var m.a. kærð til lögreglu af dönskum dýraverndunarsamtök- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.