Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Ástfangin og afskipt Dennis Quaid, fyrrverandi eigin- maöur Meg Ryan, er ekki sá eini sem er afskaplega pirraður út í þau skötu- hjú, Russell Crowe og Meg Ryan. Leikstjóri myndarinnar Proof of Life, sem þau leika aðalhlutverkið í og dró varir þeirra saman, er ekki sáttur við framkomu þeirra í sinn garð. Þau hafa neitað að kynna myndina með viðtölum í prentmiðlum. Þau vilja bara fara í sjónvarpsviðtöl. Leikstjórinn, Taylor Hackford, sagðist á blaðamannafundi hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með við- horf nýja parsins til kynningarinnar. Hann sagði enn fremur að hann hefði áhyggjur af því að myndarinnar Proof of Life yrði aðallega minnst sem myndarinnar sem olli skilnaði Meg og Dennis og samdrætti Russels og Meg (að sjálfsögðu í öfugri tímaröð). Taylor fer nærri því þegar hann segir að myndarinnar verði ekki minnst fyrir söguna því í New York eru öll veggspjöld þar sem myndin er auglýst útkrotuð. Á spjöldunum sjást Russell og Meg haldast í hendur á hröðum flótta. Flest eru slagorðin sem krotuð hafa verið á spjöldin óprent- hæf en þó er eitt sem hefur aldeilis hitt í mark í New York. Á spjaldinu er búin til talbóla sem kemur út úr Russell og í henni stendur: „Flýttu þér, ég held aö maðurinn þinn sé að koma.“ Kristófer Kólumbus sestur að í Skerjafirði - kom inn um gluggann á Þorláksmessu fyrir sex árum og er ekki farinn enn „Við vorum í rauninni ekki kattaaðdáendur og ætluðum ekki að fá okkur kött en örlögin sendu Kristófer Kólumbus til okkar og nú er hann orðinn ómissandi í fjölskyld- unni,“ sagði Sigríður Ragna Sigurðar- dóttir, dagskrárstjóri barnaefnis í Ríkissjónvarpinu í samtali við DV um heimilisköttinn Kristófer Kólumbus. Jólakötturinn mættur „Rristófer kom inn um gluggann hjá okkur seint á Þorláksmessukvöld fyrir sex árum. Það var 13 stiga frost, hvasst og nístandi. Sonur minn kall- aði í mig og sagði mér að það væri kominn gestur'og ég var komin upp i rúm og var hálf fúl en hann sagði að ég þyrfti ekkert að klæða mig upp.“ Sigríður Ragna býr í Skildinganesi í Skerjafirði rétt við vinsælan göngu- stíg og var því ekki alveg ókunnug Kristófer sem hafði oft sést á vappi á stígnum. „Við gátum ekki sent greyið út i kuldann og leyfðum honum að gista. Kristófer hvarf á braut um miðjan að- fangadag og á jóladag fórum við út úr bænnum og komum ekki aftur fyrr en á annan í jólum. Þegar við vorum að koma heim sáum við hvar hann sat á stígnum ekki langt frá húsinu og þeg- ar hann heyrði rödd mannsins míns sem hafði leyft honum að gista og opn- að fyrir hann túnfiskdós þá kom hann þjótandi." Þau hjónin ákváðu þegar að aug- lýsa eftir eiganda kattarins og voru sannfærð um að hans væri sárt sakn- að einhvers staðar. Fljótlega fundust eigendur hans úti í Sörlaskjóli en þá kom í ljós að kötturinn hafði farið að heiman fyrir einu og hálfu ári og eig- endurnir höíðu í millitíðinni fengið sér hund og sýndu því engan sérstak- an áhuga á að fá hann aftur. Selskapskötturinn Kristófer „Sá sem var ákveðnastur í þessu máli var maðurinn minn sem hafði aldrei ætlað að fá sér kött.“ Það varð því ofan á að kisi var tek- inn í fóstur og gefið nafnið Kristófer Kólumbus enda talið víst að hann hefði kannað ókunn lönd á þeim tíma sem hann var útigangsköttur. „Þetta er óskaplega mikill sel- skapsköttur sem fer sínar eigin leiðir og líkar best að fá að stjóma. Eitt sinn var ég með fund heima hjá mér. Kristófer var búinn að koma sér vel fyrir í hand- bróderuðum stól. Ég reyndi að reka hann í burt en hann sat sem fastast og sýndi mér klærnar. Þannig tók hann þátt í fundinum á sinn hátt. „ segir Sigríð- ur Ragna þegar hún er beðin lýsa persónuein- kennum Krist- ófers. Átt þú gula köttinn? „Hann er kon- ungur á göngu- stígnum sem ligg- ur hérna í gegn- um hverfið og gerir sér mjög dælt við alla sem eiga leið um, rölt- ir með þeim stuttan Kötturínn Kristófer Kólumbus Hann kom inn um gluggann á Þorláksmessu fyrir nokkrum árum og varð um kyrrt. Hann er konungur göngustígsins í Skerjafirði og fær sér ’önguferð með hverjum sem er. lifandi inn til okkar og fer að leika sér að bráðinni. Tvisvar sinnum hefur hann fært mér lifandi haga- mús. í annað skiptið var ég nýkom- in heim eftir langa fjarvist og ég býst við að hann hafi verið svona glaður að sjá mig. Ég stökk æpandi upp á stól og fagnaði honum ekki eins og hann hefur kannski reiknað með.“ Kristófer er ekki eina dýrið sem hefur leitað skjóls hjá þeim hjónum því einu gæludýrin sem þau hafa átt fyrir utan hann eru tveir páfagauk- ar sem báðir komu fljúgandi inn um gluggann og enginn vitjaði þrátt fyr- ir auglýsingar. „Kristófer er eftirlæti allra enda ákaflega bliður og góður. Hann er orðinn alltof feitur og stór enda matvandur með afbrigðum og ég frétti síðast í gær að hann hefur ekkert á móti því að fá matarögn í hverfinu. Það eina sem þýðir að bjóða honum er harðfiskur og glæ- ný ýsa hrá. Ef hún er ekki glæný þá étur hann ekkert af henni. Honum finnst harðfiskur svo góður að ef ég opna dyrnar og kalla; Kristófer, harðfiskur, þá kemur hann hlaup- andi í harðaspretti þótt hann sé langt úti á göngustig að spóka sig.“ Þannig má segja að köttúrinn Kristófer hafi lokið landkönnunar- tímabilinu í lífi sínu og hafi fundið sér örugga höfn við sjóinn í Skerja- firði og lifi þar við allsnægtir. PÁÁ spöl, lætur klappa sér og er hinn kumpánlegasti. Hann gerir sér sann- arlega engan mannamun en gætir sín afar vel á hundum sem eiga leið um. Ég hef oft heyrt fólk segja: Átt þú gula köttinn og þetta er sagt með mik- illi lotningu. Hann er bráðvel gefinn hann Krist- ófer. Þegar hann vill láta hleypa sér út þá stendur hann fyrir framan mann og mjálmar mjög ákveðið. Hann hefur iðulega vakið mig þegar honum þóknast að fara út eldsnemma á morgnana." Færöi húsmóður sinni mús Kristófer fer út á hverjum degi og dvelur úti löngum stundmn ef veður eru góð en er lítt hneigður til útivistar þegar kalt og blautt er. Hann er lúnkinn veiðiköttur og grípur sér oft einn og einn fugl þegar sá gállinn er á honum. „Þetta er eðli kattarins og við getiun ekki breytt því. Við höfum oft bjargað fugl- um lifandi úr kjafti Kristó- fers þegar hann kemur með þá sprell- Hallgrímur Helgason Haiigrímur Minningarorð um 20. öldina Tuttugustu Öldinni skolaði upp á Lónsfjöru klukkan 01 þann 01.01.01 og skreiddist þaðan upp að næsta koti, guðaði á glugga, og var næst- um orðin úti áður en henni var hleypt inn í bæ. Ungfrúnni var bor- ið skyr í trogi. Hún setti það í sig með alþjóðlegum semingi og fylgdist síðan með hundunum vaska upp. Þeir gerðu það ósköp vel greyin. Húsfreyjan gekk síðan úr rúmi fyr- ir hina nýju öld sem fékk þannig að sofa sína fyrstu nótt í þessu landi undir baðstofuglugganum. Fólk svaf hinsvegar lítið þá því hún hlustaði á morstækið sitt alla nóttina. Daginn eftir bauðst bóndi til þess að fylgja gestinum á leið en sú Tuttugasta sagði það óþarfa, hún væri á bil. Allir nema elsta kerling- in (sem kölluð var „Sú nítjánda") komu út á hlað til að skoða „sjálfrennireiðina" og horfðu stór- eygir á eftir henni vestur á bóg. Á Breiðamerkursandi mætti Tuttug- asta Öldin hundrað bændum í hópreið suður gegn Ritsímanum. Hún bað þá að slappa af, gerði und- antekningu á réttri tímaröð og gaf þeim öllum farsíma. En karlarnir misskildu konseptið: sögðu nokkur orð i símann og létu svo strákinn hlaupa með hann á næsta bæ. Tuttugasta Öldin var ferjuð yfir Jökulsárlón á lekum báti en festi sig um stund í smárri sprænu í Öræf- um sem nú ber nafnið Kreppa og hélt síðan í Skaftafell. Skriðjöklarn- ir hopuðu fyrir henni á leiðinni. Við Skeiðarársand beið hún þess að vötnin yrðu brúuð og Hringvegur- inn kæmist í gagniö; sat bara róleg í bílnum og hlustaði á Seinni Heimsstyrjöldina í Útvarpi Reykja- vík og horfði á nokkur eldgos. Hún sá skipin sigla hjá, fella segl og setja upp strompa, með HKL í koju og aðra sem vildu uppá dekk. Hún fékk heimsóknir úr sveitinni og sagði fólki sögur; súrrealískar, absúrd og abstrakt sögur. Kenndi mönnum að yrkja laust og lint og tældi menn með kommúnisma og rauðum varalit og dró þá inn í Járn- tjald. Fékk upp á sig unga menn sem hún kenndi að kyssa rétt og var svo nauðgað af hermönnum, fór á blæðingar og missti fóstur. Lands- ins freyju. Yfir landinu sá hún ríkisstjómir myndast líkt og ský og falla eins og skúrir. Uppáklæddir menn flugu yflr. Inn og útaf á þingi. Vindurinn skipti um stjórnmálastefnur og hug- sjónir birtust yfir jöklunum og dóu líkt og draumar þegar dagur rann. Smölum óx ásmegin og hár og eign- uðust jeppa, vildu skreppa. Eina nóttina gerði mikinn hávaða af suðri. Það var Bítlaæðið. Þannig var nú það. En loksins voru svo brýrnar yfir Skeiðarársand byggðar og Magnús Torfi Ólafsson kom og klippti á borðann. Ómar Ragnarsson náði tali af Tuttugustu Öldinni fyrir Sjónvarpið: „Má ekki þar með segja að nú sé Tuttugasta Öldin loksins komin í Öræfm?" „Nei nei, ég er búin að bíða hérna í 40 ár.“ „Ha ha ha ha ha ha!“ Svo rann Öldin sitt skeið yfir sand- inn. Á brúnni yfir Núpsvötn mætti hún vöskum félögum sem sögðust á leiðinni niður á sand að grafa upp „Gullskipið". Þá glotti sú gamla og skipti á aðra stöð: Valdís Gunnars að kynna nýja Júróvisjónlagið meö Stebba og Eyva á Bylgjunni. Um leið og Tuttugasta Öldin var komin yfir sandinn sópuðust brýrn- ar burt að baki henni í miklu jaka- hlaupi. Hún mætti vinnuflokkum frá Vegagerðinni á planinu við sjoppuna á Kirkjubæjarklaustri. „Þið fyrirgefið mér, strákar, en það hleypur víst ekki meira undan mér. Ég er víst komin á breytinga- skeiðið“ sagði hún við þá og fann til svengdar, hafði ekkert borðað frá því á aldarmorgni. Hún fékk sér hamborgara með frönskum. Á Skógum var risið Byggðasafn og Tuttugasta Öldin gat losað sig við allt dótið í skottinu og hélt síð- an áfram veginn. Hún var nú farin að dotta undir stýri og billinn rás- aði á veginum; undan hjólum henn- ar spruttu 20 sjónvarpsrásir og breiddust út yfir byggðimar; girð- ingarnetið losnaði upp af staurun- um meðfram veginum og breiddist út yfir landið, miðin og heiminn; hagamýsnar fengu Mclntosh-merkið á sig og stungu skottum í tölvur. Allt var orðið tengt og harla gott þegar allt í einu, á milli Hellu og Selfoss, það sprakk á bílnum. Öldin stansaði en landið hélt áfram að ganga í bylgjum og nokkur hús á Skeiðum skemmdust illa. Það tók hana nokkra stund að skipta um dekk og að því loknu var henni mál. Hún gekk útí móann, svipti upp um sig pilsi og gerði sitt. Niður af henni gengu þrjár klámspólur. Og áður en hún gat snúið sér við spruttu þrett- án unglingar útúr hól og hirtu und- an henni spólurnar, hrópuðu til hennar „Fuck U Bitch!“ og hlupu hlæjandi burt. Hún skeindi sig á Grámosanum sem hún skóf af ná- lægum steini og sleppti því svo að gyrða sig, lét pilsið rétt lafa á göml- um mjaðmarliðum svo sá í boru. Það var orðið áliðið dags þegar Tuttugasta Öldin kom loksins skröltandi niður af Hellisheiðinni. Hún vakti athygli vegfarenda og var drifin í beina útsendingu á Stöð Tvö þar sem hún var kynnt þannig: „Svona er ísland í dag.“ Við áhorfendum blasti 100 ára gömul kona sem bað fólk að fyrir- gefa sér hve lengi hún hafi verið á leiðinni. „En hvað er þér nú annars efst í huga, nú þegar þú lítur yfir farinn veg?“ spurði Dúi Landmark. „Hvað er opið lengi á Thomsen?" spurði sú gamla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.