Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
Helgarblað
25
DV
um vel að það er einn skipstjóri á
hverju skipi og leikstjórinn ræður. Ég
hef verið mjög heppinn með verkefni
til þessa.“
Sigurður er að leikstýra um þessar
mundir uppfærslu Leikfélags íslands
á Sniglaveislunni sem er byggt á sam-
nefndri sögu Ólafs Jóhanns ðlafsson-
ar. Verkið verður frumsýnt í janúar í
samvinnu við Leikfélag Akureyrar og
fyrstu sýningar verða þar.
„Það eru Gunnar Eyjólfsson, Sigur-
þór Albert Heimisson, Hrefna Hall-
grímsdóttir og Sunna Borg sem leika í
verkinu og það hefur gengið vel.“
Sigurður er á mjög svipuðum aldri
og Georg í leikritinu eða á miðjum
aldri. Hann hefur mjög fjölþætta
reynslu að baki úr leikhúsinu og hef-
ur fengist við ýmislegt. Það er því
freistandi að spyija hann hvað það sé
sem hann getur ekki.
„Ég get ekki leikið burðarhlutverk
í söngleik," svarar Sigurður að
bragði.
„Ég get spriklað með í dönsum og
hef verið í ballettsýningu en þekki
mín takmörk."
Safnar Chaplin
Sigurður er með þekktustu mönn-
um á íslandi og hefur áratuga
reynslu í því hlutverki. Hann er
rómaður veiðimaður i fristundum
sínum en færri vita að hann á sér-
stætt áhugamál sem tengist leikar-
anum og frumkvöðli grínara heims-
ins, Charlie Chaplin.
„Ég hef í nokkuð mörg ár safnað
bókum, blöðum, myndum og marg-
víslegu dóti sem tengist Chaplin.
Vinir mínir sem vita af þessu gefa
mér stundum styttur og dót sem
tengist karlinum og sjálfur hef ég
gaman af öllu sem þetta varðar. Þeg-
ar dóttir hans Victoria kom hingað
á Listahátíð þá fór ég til hennar og
lét hana árita mynd af þeim gamla
sem ég held mikið upp á.
Chaplin var mikill snUlingur sem
ég hef tekið mér til fyrirmyndar
eins og marga fleiri."
Vinur minn púöurfikillinn
Á morgun er gamlárskvöld og því
freistandi að spyrja Sigurð hvernig
hans gamlárshefðir séu, hvernig
hann verji þessum tímamótum.
„Ég eyði áramótunum í faðmi fjöl-
skyldunnar með hefðbundnum hætti.
Ég strengi álltaf áramótaheit og tekst
sjaldan að standa við þau. Ég hef í
nokkur ár ætlað að hætta að reykja
og ætla að reyna enn einu sinni á
nýju ári.
Ég er ekkert sérstaklega mikill
flugeldamaður en er svo heppinn að
Örn Ámason vinur minn og félagi er
mjög virkur á þvi sviði, hálfgerður
púðurflkili. Hann gaukar stundum
að mér stjörnuljósi og góðum ráðum
um flugelda." -PÁÁ
stæðu lifl og ég get alveg misst þá frá
mér. Ég hef farið í viðtöl í gervi Ragn-
ars og ég sem ekkert fyrirfram, ég
hlusta bara á það sem Ragnar segir,“
En saknar hann Spaugstofunnar?
„Ég sakna þess ekki að vera með
þetta á heilanum 24 tíma á sólarhring.
En það er ekkert endanlegt og við eig-
um kannski eftir að koma aftur.“
Gott að vera gömul lumma
En voruð þið dottnir úr tísku?
„Við íslendingar viljum stundum
alltaf vera að fá eitthvað nýtt og lita á
alla skapaða hluti sem einnota. Við
gerðum þetta á okkar forsendum og
svo koma aðrir grínarar með aðrar
áherslur. Það er ekki hægt að elta
tískusveiflur í þessu heldur bara gera
eins vel og maður getur. Sonur minn
segir stundum að ég sé gömul lumma
og ég er alveg sáttur því ég veit að ég
er eins góð lumma og ég get.“
Sigurður hefur fengist nokkuð við
leikstjórn hin síðari ár og segist hafa
afar gaman af því. Hann stýrði í Þjóð-
leikhúsinu verkum eins og Gaman-
sama harmleiknum og Maður í mislit-
um sokkum en hinum fræga Heilis-
búa í Loftkastalanum. Þetta eru allt
stykki sem hafa notið mikilla vin-
sælda en hvemig gengur Sigurði að
stjórna félögum sínum eftir langan
feril á sviðinu?
„Ég hef aðallega verið að vinna með
fólki sem ég þekki mjög vel og við vit-
REYKLAUST
FÓLK!
Viltu slást í hóp þeirra sem ætla að
drepa í síðustu sígarettunni 10. jan.
í beinni útsendingu í þættinum FÓLK
á SkjáEinum?
Þú getur skráð þig á STRIK.IS eða í
næsta apóteki.
Þeirsem enn eru reyklausir 14. feb.
geta unnið utanlandsferð fyrir 2 í boði
Úrval Útsýn, en allir geta hreppt stóra
vinninginn, reyklaust líf!
Fylgstu með í þættinum FÓLK á
SkjáEinum, skráðu þig á STRIK.IS eða
komdu við i næsta apóteki.
^1 m ■
Nicotmell
SKJÁR EINN
strikis
ÚRVAL ÚTSÝN
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notaö sem hjálparefni til þess að hætta eða
draga úr reykingum. Það inniheidur nikóttn sem losnar úr þvf þegar tuggið er,
frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt.
Tyggja skal eitt stykki f einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf.
Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er
ráðlagt að nota lyfiö lengur en 1 ár. Kynniö ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja
pakkningunni. Geymiö þar sem börn hvorki ná til né sjá.