Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Qupperneq 40
48 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Tilvera DV Ovenjuleg og hátíöleg súpa Grænar baunir eru uppistaöa áramótasúpunnar en freyðivínið aðalsérkenni hennar. Kampavinsdro, Sætt eda þurrt? Salat skrifstofufólks Salatbarinn hjá Eika í Pósthús- stræti 13 er betri en sá upprunalegi, sem enn er opinn i Fákafeni 9. Póst- hússtrætis-staðurinn er ekki eins kuldalegur; úrvalið er meira; súp- urnar fjórar, en ekki tvær; og heitu réttirnir tveir eru ekki bara pöstur. Á hvorum stað kostar máltiðin 980 krónur. Mötuneytislegur salatbarinn í Pósthússtræti er tvískiptur og hefur glugga á tvo vegu. Hér er oft mikið að gera. Skrifstofufólk úr nágrenn- inu kemur í hádeginu og blandar í plastöskjur til að fara með að tölv- unni. Aðrir sitja í bakháum stólum við gamaldags og ljóta olíudúka á borðum og geta farið margar ferðir á barinn, svo að þeir blandi ekki öllu saman í graut. Um daginn voru á boðstólum fjór- ar heitar og áhugaverðar súpur, fiskisúpa, lauksúpa, sveppasúpa og grænmetissúpa. Volgu réttirnir voru kartöflukaka og blandað græn- meti, hvort tveggja aðlaðandi. Margs konar brauð var á boðstólum og ótal tegundir af hráu grænmeti, svo og dósatúnfiskur, en engir baunaréttir voru sjáanlegir. Hér voru líka epli, appelsínur, kiwi og tvenns konar melónur. Kaffið var vont. Salat líkamsræktarfólks Salatbar- inn hjá Eika í Fákafeni hef- ur skánað að yflrbragði en versnað að innihaldi. Af tveimur súp- um virtist önnur vera hveitisúpa, en hin var tært og ágætt tómatseyöi. Brauðið var fjölbreytt. Volgu réttimir voru fremur fráhrindandi pöstur og ekki sást lengur neinn baunaréttur. Hrásalatið var fjölbreytt og hér voru líka epli, appelsínur, vínber og melónur. Kafflð var þolanlegt. Innréttingin er ekki lengur í hörðum grunnlitum og lampar eru komnir á borðin, sem enn standa í hernaðarlega þráöbeinum röðum með þröngu bili. Á langvegg er nú komin feiknarleg stækkun ljós- myndar af ýmsum jarðávöxtum. Hingað slæðist líkamsræktarfólk úr nágrenninu og ýmsir, sem halda, að þeir séu i megrun. Freyðivín Freyðivín er samheiti yfir vín sem freyða og oft eru kölluð kampavín. Kampavín er hins vegar eingöngu það freyðivín sem framleitt er í héraðinu Champagne í Frakklandi. Freyðivín er oftast framleitt úr blöndu af berjunum Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay og yfirleitt er víni frá fleiri en einu ári blandað í flöskurnar til að ná sem jöfnustu gæðum. Ástæða þess að vínið freyðir er síðari gerjun þess sem á sér stað eftir að það er komið á flöskur. Þegar víninu er tappað á þær flöskur sem það fer á markað í er sykri bætt í það, mismiklum eftir því hvort það á að vera þurrt (brut), sætt (doux) eða þar á milli (sec eða demi- sec) sem raunar er algengast. Freyðivín eða kampavín er iðulega notað til að skála við hátíðleg tæki- færi og tímamót og í huga margra er freyðivínið sjálfsagður þáttur í hverjum áramótum. Áramótasúpa með freyðivíni Á tímamótum er gaman að elda óvenjulegan veislumat. Hér er upp- skrift að súpu sem er bæði bragðgóð og einstaklega hátíðleg og skemmti- leg. Þessi súpa er tilvalin í forrétt á gamlárskvöld eða við önnur hátíðleg tækifæri eða tímamót. Uppistaða súpunnar eru grænar 1 smátt saxað- ur laukur 1/2 lítil gulrót 1/2 tsk. salvía 1/2 tsk. timi skreyta súpuna með ör- litlum létt- þeyttum rjóma, annað hvort eins og sýnt er á mynd-inni eða með því að draga hann út í örlítið mynstur með gaffli. Mikilvægt er að bera súpuna fram strax og sjálfsagt að drekka freyðivín með, sérstaklega um ára- mót! Krap úr freyðivíni er afar frískandi og skemmtilegt, t.d. milli rétta í stórri máltíð. Ekki er flókið að búa til freyðivínskrap en ekki er hægt að búa það til fyrirfram og matargerðarmaðurinn er bundinn yfir því meðan það er að frjósa. Hitið 300 g sykur og 1/2 lítra af vatni í potti og sjóðið í nokkrar mín- útur. Setjið glæran vökvann í skál og kælið vel. Hellið einni flösku af freyðivíni saman við ásamt safa úr einni sítrónu. Loks er léttþeyttri hvítu af einu eggi blandað út í. Frystið en hrærið í reglu- lega í krapinu. Berið krapið fram mjúkfros- ið í háum glösum og skreytið gjarnan með myntu- laufi. Flagg- skipið Þegar kampavín er nefnt á nafn dettur mörgum strax í hug Dom Pérignom sem að öðrum ólöstuðum telst óum- deilanlega vera flaggskipið í kampavínunum.Dom Pérignom heitir eftir Bendiktusarmunki sem talinn er hafa fundiö upp freyðivínið árið 1690 og enn í dag er það framleitt í klausti Benediktusarbræðra. og lárviðarlaufið upp úr pottinum. Maukið súpuna þvi næst í mat- vinnsluvél og setjið hana aftur í pottinn. Bætið kjötsoði, soja, sérríi og sítrónusafa út í súpuna og hitið að suðumarki. Ef súpan er leiðinlega fól á litinn mætti á þessu stigi setja í hana agnarögn af grænum matarlit en ekki er þó mælt með því sérstaklega hér. Þegar súpan er orðin snarpheit er hún þykkt með arrowrót sem blandað er út í tvær tsk. af sérriinu. Pass- ið vel að láta súpuna ekki sjóða eftir að arrowrót- in er komin út i hana. Áður en súpan er borin fram er þeytta rjómanum og freyðivíninu bætt út í hana. Fallegt að Þeir sem eru óvanir freyðivíni geta verið óöryggir um hvers konar freyðivín þeir eiga að velja. Margir halda að annað freyði- vtn en kampavín sé hálfgert plat en tilfellið er að víða annars staðar en 1 Champagne héraðinu í Frakklandi er framleitt prýðilegt freyðivín. Að sjálfsögðu ræður hér bæði smekkur og tækifæri. Mörgum þykir til dæmis þurrt freyðivín • (brut) beinlínis vont og er þá ekki ástæða til að drekka það. Aðrir hafa sömu skoðun á sætu freyðivíni (doux). Segja má að milliþurru vínin (sec og demi- sec) séu þá öruggasta valið og hæfi smekk flestra. Ef nota á freyðivín til að skála í eða t.d. með forréttum er þum- alfingursreglan þó sú að halda sig í þurrari kantinum en 1 þeim sætari ef nota á vínið með eftir- réttum eða sætum kökum. Loks er hægt að mæla með því að fólk noti þjónustu afgreiðslu- manna í áfengisverslunum við að velja gott freyðivin Freyðivínskrap Vonlaus megrun Kolvetnisríkir salatbarir sem þessir höfða til megrunarfólks án þess að gera neitt gagn sem slíkir. Það er ekki nóg að hafa bragðvond- an dósatúnfisk einan sem prótein. Til skjalanna þurfa að koma heitir baunaréttir, sem geta verið mjög góðir. Þá er dauð fæða á borð við pöstu úr hvítu hveiti og hvít hrís- gijón ekki heppilegt megrunarfæði, ekki frekar en sykurblönduð jógúrt með ávaxtabragði eða niðursoðnir ávextir í sykurlegi. Salatbarirnir tveir gagnast hvorki þeim, sem eru grænmetisæt- ur og vilja jafnvægi í næringarefn- um, t.d. forðast prótein-skort, né þeim, sem vilja grenna sig eftir nýj- ustu að- ferðum, er flestar banna allt, sem lýtur að viðbætt- um sykri, alla sterkju og allt, sem gert er úr unnu komi. Þeir, sem ætla eftir of- fylli jólanna að gefa nýjársloforð um nýjan lífsstíl, verða að snúa sér ann- að. Meira um það eftir viku, í fyrstu veitingarýni nýs árs. Jónas Kristjánsson Kampavín fyrir tvo Kampavín tilheyrir alls konar tímamótum í huga margra. baunir en freyöivín sem er hellt út í hana rétt áður en hún er borin fram gefur henni óneitanlega mikinn svip. Áhrif þess eru á þá lund að súpan eins og springur í munni þegar hún er borðuð. Athugið að velja litsterkar og fallegar baunir í súp- una því af þeim tekur hún lit og er því fallegri sem hún er grænni. Eftir-farandi hráefni er að finna i súpunni: 2 frystipokar af grænum baunum 1 msk. smjör an 1/2 lárviðarlauf 1 tsk. salt 6 dl kjötsoð 1 msk. soja 1 dl sérrí 1 tsk. sítrónusafi arrowrót 1,5 dl ijómi 1/4 flaska freyðivín (þurrt eða miili þurrt) Ekki er flókið að matreiða súpuna en nauðsynlegt er að gefa sér góðan tíma, sérstaklega i fyrsta sinn. Athugið að matvinnsluvél er skilyrði til að hægt sé að elda þessa súpu, eins og svo margar aðrar. Þíðið baunimar, mýkið laukinn í smjörinu og setjið í pott ásamt gul- rót, kryddi og lárviðalaufi og látið vatn fljóta yfir. Sjóöið þetta í hálfa klukku-stund og takið þá gulrótina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.