Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 41
LAUGÁMJÁGITR 30. ÐESEMBÉR áOOO 49 DV Tilvera - álfarnir buðu konunni í dans með glensi miklu og lauk honum með því að þeir hjuggu af henni höfuðið Allar þjóðir halda upp á áramót þótt þær geri það ekki allar á sama tíma ársins. í samfélögum sem byggja allt sitt á frumstæðum landbúnaði tengjast áramótin uppskerunni. Árið hefst við sáningu og lýkur þegar uppskeran er komin í hús. Egyptar til foma tengdu áramótin við flóðin í Níl og í Grikklandi voru þau breyti- leg eftir héruðum. Róm- verjar héldu upp á ára- mótin í mars með því að fagna komu vorsins. í Kína er haldið upp á nýja árið við fyrsta fulla tungl í febrúar og á Ind- landi eru þau breytileg frá norðri til suðurs. Áramót á jólunum í bók sinni Saga daganna segir Ámi Bjömsson: „Hérlendis verður 1. janúar að nýársdegi á 16. öld, og virðist sú venja fylgja siðaskiptun. Áður höfðu áramót verið talin á jólunum, og 1. jan- úar var þá áttundarhelgi jóladagsins. Jólanótt var því áður hið sama og nýársnótt og hafa þær svipaða drætti í þjóðtrú, en á síðari öldum hefúr slíkur átrúnaður færst æ meira yfir á núver- andi nýársnótt og þrettándanótt." Huldar vættir á ferö Áramótin hafa alltaf verið talin varasöm þar sem huldar vættir em á ferð. Dauðir risa úr gröfum sínum, álf- ar og huldufólk fara á stjá. Áramótin era upphafið á nýju skeiði og miklu skiptir að það hefjist vel þvi upphafið ræður því sem á eftir kemur. Til að reka burt illa anda er barið á bumbur, hringlað í bjöllum, blásið í lúðra og skotið upp flugeldum. í Kína halda menn upp á nýja árið með svip- uðu sniði og á íslandi. Kínveijar gera sér glaðan dag, klæðast nýjum fótum, borða góðan mat og heimsækja vini og ættingja. Hús era þrifrn, skuldir gerð- ar upp og hengdir upp rauðir borðar með spakmælum og kveðjum. Guðum og forfeðrum era færðar fómir og skot- ið upp flugeldum til að reka burt illa anda. Vatn breyttist í vín Um áramót er mikið um dýrðir þeg- ar huldufólk ríður álfareið, flytur bú- ferlum, sækir messu eða fer í heim- sókn í næsta hól. Álfar áttu það til að heimsækja mennska menn og þiggja af þeim veitingar. Húsfreyjur tóku þvi frá kjöt og aðrar kræsingar og gengu í kringum bæinn og sögðu: „Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að skaðlausu." Einnig þótti sjálfsagt að þrífa bæinn hátt og lágt vegna þess að álfar þola ekki óhreinindi. Þá þótti gott að sitja úti á krossgötum á nýársnótt og leita frétta með því að horfa í hárbeitta exi. Menn urðu að gæta þess að þiggja ekki góðgerðir eða svara nokkru því þá gengu þeir af göflunum, eins og Fúsi sem gat ekki neitað flotinu. Sumstaðar var því trúað að vatn breyttist sem snöggvast í vín og er það án efa ná- tengt trúnni um óskastund á nýársnótt. í Þjóðsögum Jóns Áma- sonar segir frá dreng sem ætlaði sér að hitta á óska- stund og sat því alla nýársnóttina með húfúna sína fyrir framan sig og sagði: „Full full húfan mín með rauða.gull." Sagan segir að þegar langt er liðið á morguninn hafi vinnu- maður gengið framhjá drengnum og sagt: „Ég vildi hún væri full af skít,“ og að hann hafi hitt á óskaskund þvi húf- an fylltist samstundis af skít. Drengur- inn mun hafa þagað rétt á meðan vinnumaðurinn sagði þetta. Búrdrifan Búrdrífa er hrím sem fellur á gólfið í búrinu sé gluggi hafður opinn á nýársnótt. Hrímið líkist lausamjöll, er hvítt á litinn, smágert og bragðsætt, en stoppar hana. Búrdrífúnni fylgir ein- stök búsæla og drýgindi. Kýrtala Samkvæmt þjóðsögunum mæla kýr mannamál á nýárs- eða þrettándanótt og tala saman. Einu sinni lá maður úti í fiósi á nýársnótt til að heyra um hvað kýmar töluðu. Hann heyrði eina kúna segja: „Mál er að mæla.“ En þá segir önnur: „Maður er í fjósinu", tekur þá þriðja kýrin til máls og segir: „Hann skulum við æra.“ Og sú fjórða: „Áður en ljósið kemur". Maðurinn náði að segja frá þessu um morguninn rétt áður en hann gekk af göflunum. Átfaskartiö Til er fjöldi þjóðsagna sem segja frá samskiptum álfa og manna á jóla- eða nýársnótt. í flestum sögunum er sagt frá því að fólk sem er á leið til kirkju og ein- hver einn á að vera heima og gæta bæj- arins. Oftar en ekki hafa þeir sem heima hafa setið árið áður fundist dauð- ir eða vitstola þegar fólkið kemur heim. Mikill munur er á hegðun kynjanna í þessum sögum, karlmenn era yfirleitt úrræðagóður og bjarga sér með klókind- um en kvenfólk prútt og bjargar sér með aðgerðaleysi. í sögunni Álfaskartið seg- flitar dansa ana nottina meo miKium sKripaiatum 77/ að reka burt illa anda er bariö á bumbur, hringlaö í bjöllum, blásiö í lúöra og skotiö upp flugeldum. Mikil undur eiga sér staö á nýársnótt, álfár flytjast búferlum, dauöir rísa úrgröfum sínum og kýrgeta talaö. sést hvorki né næst nema I myrkri og hverfur þegar birtir. Húsfreyjur sem vilja safna búrdrífuni eiga að setja pott á gólfið og siugrind með krossmarki yfir. Drífan getur ekki komist upp úr pottinum aftur þar sem krossmarkið ir frá viðskiptum manna og álfa á nýárs- nótt og hvemig kvenfólk á að hegða sér við slíkar aðstæður. Tvö ár í röð höfðu konumar sem gæta áttu bæjarins á nýársnótt fundist dauðar þegar fólkið kom heim. Sam- kvæmt sögunni áttu álfar og huldufólk að hafa komið í heimsókn. „Gjörðu álf- ar þessir allmikið um sig og buðu mærinni í dans með glensi miklu og lauk svo dansinum að huldumenn hjuggU höfuð af henni.“ Þriðja gamlárskvöldinu fara allir af bænum nema ein kona sem dvelst heima. Þegar allir era famir sópaði hún húsið vandlega og setti ljós í öll hom. Að þvi búnu settist hún og fór að lesa. Skömmu seinna heyrði hún mik- il háreysti og læti og var barið að dyr- um. Konan gaf því engan gaum og hélt áfram að lesa. Komu þá álfar inn í húsið og reyndu aö tæla hana í dansinn með sér en hún afþakkaði. Huldufólkið dáðist mjög að því hve þrifalegt allt var í húsinu og hversu staðföst hún var við bóklestur- inn. Álfamir dönsuðu alla nóttina með miklum skrípalátum en þegar dagur rann sagði konan: „Guði sé lof, dagur er á loft kominn," en við það brá álfa- fólkinu svo mikið að það ákvað að drífa sig. Áður en það fór setti einn huldumaðurinn kistil hjá konunni og bað hana að þiggja hann og skartið sem i honum væri. Síðan hurfu álfam- ir en konan geymdi kistilinn vandlega og lét engan af vita. Þegar heimamenn komu frá tíðum vora þeir að vonum ánægðir aö finna konuna á lífi en þeir undraðust mjög hvað allt var á tjá og tundri eftir partí- ið hjá álfúnum. Þegar konan gifti sig opnaði hún kistilinn sem álfamir höfðu gefið henni. í honum var gullsaumaður kvenbúningur ásamt gullhring og þótti konan mjög glæsileg með álfaskartið. Kip Kýr tala mannamál . 16 síðna sérblað um Leið til betra lífs fylgir DV þriðjudaginn 2. janúar 2001 Leifft ttfl bstra lífs Fjallað verður um dans, ballett, líkamsrækt, sund, skíði og bretti, skauta, göngur, andlega og líkamlega næringu o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.