Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Síða 46
s 54 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 Hefur gengid flest í haginn „Mér er það efst í huga að okkur hefur gengið flest í haginn á því ári sem nú er að líða. Það hefur verið mikill vöxtur í þjóðfélaginu, mikil atvinna og tekju- aukning. Við höf- um fengið aukið svigrúm til að sinna ýmsum vel- ferðarmálum. Þar má nefna barna- bætur, fæðingaror- lof, fikniefnamál , og við höfum styrkt okkar velferðar- kerfi í sessi. Ég tel að þetta ár hafi því skilað miklum áfanga. Auðvitað eru viðfangsefnin endalaus. Við höf- um áhyggjur af byggðaþróun, við- skiptahalla og verðbólgu. Aðalatrið- ið er þó að okkur takist að halda áfram á svipaðri braut og viðhalda hér sterku samfélagi." Halldór Ásgrímsson. Ríkisstjórnin löðrunguð „Það merkilegasta á árinu í mínu pólitíska lífi var að Samfylkingin var loks stofnuð á árinu sem formlegur stjórnmálaflokkur. Vitaskuld urðu það líka kaflaskil hjá mér að vera kjör- inn formaður Sam- fylkingarinnar. Að öðru leyti stendur upp úr á vettvangi stjóm- °®s“r skarP- málanna þeir löðr- heðinsson. • ungar sem rikis- stjómin hefur fengið hvem á fætur öðmm upp á síðkastið. í fyrsta lagi var það mjög dökk þjóðhagsspá sem var miklu dekkri en jafnvel spár mín- js og Samfylkingar höfðu gert ráð fyr- ir. Þá tók samkeppnisráð af allan vafa um að Samfylkingin hafði rétt fyrir sér um að sameining ríkisbankanna varðaði við samkeppnislög. Loks er það úrskurður Hæstaréttar, þar sem það er líka staðfest sem við héldum fram að stjórnin hefði með lögum sín- um brotið mannréttindi á öryrkjum." Sigur öryrkja „Eitt af því sem upp úr stendur í mínum huga er gott gengi VG á árinu. Þetta síðasta ár aldarinnar var þessu aldamótabami sínu, Vinstri hreyf- ingunni - grænu framboði, mjög gott. Af öðrum at- burðum er kannski tímamótaúrskurð- ur Samkeppnis- stofnunar sem felldi fyrirhugaðan bankasamruna rík- isstjómarinnar og svo fullnaðarsigur öryrkja með því að brjóta á bak aftur þá ómanneskjulegu og niðurlægjandi tengingu örorkubóta við tekjur maka. Það var úrskurður sem gladdi mig ákaílega. Fram undan er síðan áfram- haldandi slagur við einkavæðingaröfl- in sem hafa því miður algjörlega und- irtökin í þessari ríkisstjóm." Steingrímur J. Sigfússon. Meö góðan byr „Þetta ár var í mínum huga ár hinnar sígandi lukku í þjóðarbú- skapnum og kannski fyrir þær sakir ekki ár mikilla póli- tískra átaka. Það má segja að þjóðar- skútan hafi siglt nokkuð góðan byr með batnandi lífs- kjörum og m.a. auknum útgjöldum hins opinbera til Einar Kristinn velferðarmála. Guófinnsson. Mesti ljóður á ráði jninnar góðu ríkisstjómar hefur verið ákveðin lausatök varandi byggðamál- in. Þar höfum þó einnig sé góða hluti gerast eins og flutning stofnana út á land, lækkun húshitunarkostnaðar og síðast en ekki síst lækkun fast- eignagjalda á landsbyggðinni um rúman milljarð um þessi áramót. Mér finnst stjómarandstaðan engum ár- ^Jangri hafa náð þrátt fyrir bægslagang með þekktum upphlaupsaðferðum." Stjórnin enn sterk þrátt fyrir minnkandi vinsældir: Framsóknarmenn - hart deilt um ríkisfyrirtæki og umhverfismál Sverrir Hermannsson Þetta er ný-frjáls- hyggja hins nýja Sjálfstæöisflokks • meö Framsóknar- viöhenginu. „Þegar spurt er hvaö efst beri af atburðum ársins sem er að líða er nærtæk- ast að nefna nýjan dóm Hæstaréttar í réttindamál- um öryrkja og aldraðra. Einhvern harkalegasta áfellisdóm sem stjómvöld hafa nokkru sinni hlotið fyrir brot á mannréttind- um þeirra sem síst skyldi," segir Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Afsökun hafa stjórn- völd enga, þar sem þau vom frá upphafi vöruð við framferð- inu. Haldi menn að hér hafi verið um óviljaverk að ræða er það mis- skilningur. Hér er um nýja stefnu stjórnvalda aö ræða, þar sem mark- miðið er að draga úr samfélagsþjón- ustunni við almenning. Ný-frjáls- hyggja hins nýja Sjálfstæðisflokks með Framsóknarviðhenginu, telur að því þjóðfélagi farnist best þar sem auðurinn er á sem fæstum höndum. Auðvitað bregðast stjórnarherramir ókvæða við slikum dómi og telja að dómstólar séu að fara út fyrir sitt verksvið þegar þeir verja málstað þegnanna, jafnvel þótt það sé á grundvelli stjórnarskrár. Enda hafa þeir herrar kveðið upp úr með það að ef þeim líkaði ekki niðurstaða dómstóla með vísan til stjórnar- skrár, þá verði bara að breyta stjórnarskránni, samanber orð for- manns Framsóknarflokksins þegar Hæstaréttardómur féll i kvótamál- inu í byrjun desember 1998. Því verður heldur ekki neitað að upp úr stendur lika sú yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins, og varaforsætisráðherra, að tími væri til kominn að hleypa útlendingum inn í íslensku fiskveiðilandhelg- ina.“ Landssíminn Næsta bitbein í sölu ríkisfyrirtækja. Landssímann um útboð og lagningu ljósleiðaranets á höfuðborgarsvæð- inu. ESB-umræöan Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- Qokksins, vakti líka athygli á haust- dögum, þegar netútgáfa Jótlands- póstsins í Danmörku hafði eftir honum að ísland stefndi að aðild að ESB. Komu þessi tíðindi eins og sprengja inn í pólitíska umræðu hér á landi, enda var þetta þvert á stefnu Sjáfstæðisflokksins og vilja Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og samstarfsmanns Halldórs í ríkis- stjóm. í framhaldinu ákvað Fram- sóknarflokkurinn að stofna sér staka nefnd til að skoða kosti og galla aðildar að ESB. Framsóknarmenn í sviðsljósi Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra var mjög í sviðsljósi vegna umhverfis mála. Var m.a. hart tekist á um umhverfismat og virkjunaráform á Eyjabakkasvæðinu í tengslum við svokallað Noral-verkefni og hug- myndir um byggingu risaálvers á vegum Norsk-Hydro í Reyðar- firði. Var þó fallið frá virkjun á þessum stað í bili og upp á borðið voru dregnar áætlan- ir um Kárahnjúkavirkjun norðan Vatnajökuls. Allt er þó enn í óvissu hvort af þessum álversfram- kvæmdum verður fyrir austan. Framsóknarmenn voru víðar í sviðsljósinu og flutningur Byggðastofn- unar út á land, undir stjórnarforystu Kristins H. Gunn- arssonar, sætti mikilli gagnrýni, ekki síst starfsfólksins. Þá má ekki gleyma þeim stórviðburði er Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skreið undan feldi á haustdögum og heimilaði innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Ekki er séð fyr- ir enda þeirrar um- ræðu sem m.a. tengist kúariðuum- ræðu í Evrópu og nú er verið að stofna Búkollusamtök til verndar is- lensku kúnni. Framsóknarmenn voru enn í sviðsljósi er Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra reyndi að koma í gegn sameiningaráformum ríkis- stjórnarinnar á ríkisbönkunum. Vilji ríkisstjórnarinnar náði þó ekki fram að ganga því samkeppnisráð lýsti því yfir þann 14. desember að sameining Landsbanka og Búnaðar- baka stæðist ekki samkeppnislög. Vakti þetta blendnar tilfinningar. Þungu fargi var þó létt af starfsfólki bankanna, sér í lagi í Búnaðar- banka, sem búið hafði við ótta vegna mögulegra uppsagna. Næsta skref í málinu er væntanlega sala bankanna síns í hvoru lagi. Fleiri átakamál Önnur fyrirhuguð sala ríkisfyrir- tækja var líka 1 umræðunni, en það er sala Landssímans sem heyrir undir samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson. Ljóst var að ríkis- stjómarflokkarnir voru á önd- verðum meiði þar sem Framsókn- arflokkurinn vildi halda grunnneti Landssímans utan við söluna. Framsóknarmenn skiptu þó um skoðun og nú er ákveðið að hefja sölu á hlutum í Landssímanum í byrjun næsta árs og þar er grunn- netið ekki undanskilið. Mörg önnur óútkljáð hitamál má nefna, eins og varðandi endanlega útfærslu veiði- leyfagjalds i sjávarútveg- inum. Auðlindanefnd skilaði af sér tillög- um í haust sem endurskoðunar- nefnd og Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra á síðan eftir að taka af- stöðu til. Iðnaöar- og við- skiptaráðherra, Valgerður Sverris- dóttir Mikil átök voru á þingi í haust um þau áform ríkis- stjórnarinnar aö sameina og selja ríkisþankana. Sameiningin tókst ekki þrátt fyrir haröa baráttu ráöherrans, en næst reynir á sölu bankanna hvors fyrir sig. Það sem upp úr stendur: Áfellisdómur Hæsta- réttar yfir stjórnvöldum - í réttindamálum öryrkja, segir Sverrir Hermannsson Ríkisstjórnin naut greinilega enn mikilla vinsælda meðal landsmanna á árinu 2000 samkvæmt skoðana- könnunum DV, þó heldur fjaraði undan er líða tók á árið. Fylgjendur rikisstjórnarinnar i skoðanakönnun i október mældust vera 60 prósent kjósenda, en voru flestir um 69% 1998. Það þóttu tíöindi er Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð náði því á haustdögum að mælast næststærsti flokkurinn í skoðanakönnun DV og komst í ríflega 20%. Framsóknar- flokkurinn mældist þá með 12,9% fylgi. Sjálfstæðisflokkur var þar með 44,2%, Frjálslyndi flokkurinn með 3,8%, Samfylkingin með 18,8% og Anarkistar mældust með 0,3% fylgi. Fróðlegt verður að fylgjast með gengi stjórnarinnar á næstu vikum og mánuðum í kjölfar minnkandi þenslu í þjóðfélaginu. Samfyikingin varð aö flokki Mörg mál urðu tilefni frétta af pólitiskum vettvangi. Má þar t.d. nefna stofnun flokks Samfylkingar- innar sem loks varð að veruleika á vordögum eftir mjög langa með- göngu og harðar fæðingarhríðir. Tveir menn tókust á um formanns- embætti, þeir Össur Skarphéðins- son og Tryggvi Harðarson. Það kom þó fáum á óvart að Össur sigraði í £2 . iii Hörður Kristjánsson blaðamaður þeim slag meö 76 prósentum gildra atkvæða en Tryggvi Harðarson fékk tæp 22 prósent, nánast sama og skoðanakönnun DV frá því í mars hafði sýnt. Ríkisstjórnarsamstarfið Alfreð Þorsteinsson, framsóknar- maður og borgarfulltrúi R-lista, vakti athygli með yfirlýsingum í yf- irheyrslu í DV um miðjan ágúst. „Ég sé ekki fyrir mér að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur myndi næstu ríkisstjóm. Mér finnst það afar ólíklegt," sagði Alfreð og var þungorður í garð sjálfstæðis- manna, ekki síst vegna átaka borg- arfyrirtækisins Línu-Nets við mjög í sviðsljósinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.