Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Qupperneq 48
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
.56
Helgarblað
DV
Samstaða
um andóf
Runólfur
Ólafsson.
„Þetta síðasta ár 20. aldarinnar
>?ar viðburðaríkt fyrir bifreiðaeig-
endur. Hið jákvæða var að ríkis-
valdið dró veru-
lega í land með að
stýra því hvers
lags bíla almenn-
ingur skuli eignast
og fækkaði vöru-
gjaldsflokkum úr
sex í tvo. Von-
brigði ársins voru
hins vegar stór-
aukinn kostnaður
vegna dýrara eldsneytis og dýrari
vátrygginga. FÍB og samtök atvinnu-
oílstjóra náðu samstöðu um andóf
gegn sífellt stærri hlut ríkisins og
seljenda eldsneytis og trygginga á is-
lenskum fákeppnismarkaði. FÍB mun
áfram berjast fyrir því að á Islandi
verði virk samkeppni sem tryggir
best hagsmuni félagsmanna FÍB og
allra landsmanna," segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
Lifandi og
skemmtileg
samkeppni
„Á árinu voru opnaðar 12 nýjar
matvöruverslanir og það er spurn-
ing hvort markaður er fyrir þær all-
ar. Næsta ár gætu
því orðið einhverj-
ar umbreytingar i
hina áttina. En al-
mennt séð stendur
greinin sem slík
sig mjög vel í
rekstri og um leið
fyrir neytendur.
Jón Ásgelr Jó- Samkeppnin á
hannesson matvörumarkaðn-
um er alltaf mjög lifandi og
‘ ikemmtileg en þetta var með líf-
legra móti á árinu.
Það sem stóð upp úr hjá Baugi var
átakið „Viðnám gegn verðbólgu" sem
hófst í mars þar sem fyrirtækið ein-
setti sér að einfalda aðföng að starf-
seminni með því að flytja vörur
milliliðalaust inn til landsins. Árang-
urinn af þessu verkefni hefur verið
,'óöur því fyrstu níu mánuði þess
iiækkaði matvöruverð aðeins um 1%
i meðan almennt verðlag hækkaði
un 4%. Augljós árangur átaksins er
pví að koma í ljós.“
Einokun Lands-
símans lokið
„Það var mikið að gerast í fjar-
skiptamálum á árinu í kjölfar
loreyttrar fjarskiptalöggjafar. Lands-
síminn hefur haft
einokunarstöðu í
næstum hundrað
ár en nú er orðin
breyting á því. í
dag hafa neytend-
ur val þegar þeir
velja sér þjónustu-
aðila i símageiran-
Eyþór Arnalds. Um, ekki bara í
hluta þjónustunnar, eins og GSM,
heldur allri.
Síðasta haust fór Íslandssími að
bjóða upp á heimilissima og voru
viðtökumar frábærar og greinilegt
að heimilin eru spennt fyrir val-
1 kostum í fastlínukerfinu.
GSM-símar voru einnig mjög
áberandi og er fjöldi farsíma að
verða jafn, eða meiri, en fastlínur í
landinu og á því sviði er mikil og
ör þróun. Áramótaheit ís-
landssíma er að hefja
rekstur farsímakerfis á
nýju ári og því mun
færast fjör í leikinn
á þeim hluta fjar-
skiptamarkaðar-
ins“.
Stríð og friður
Árið sem var að líða var nokkuð
viðburðaríkt fyrir okkur neytend-
ur. Við náðum, sem aldrei fyrr, aö
sýna samstöðu í því að sýna enga
samstöðu. Fyrir vikið dundu á
okkur miklar hækkanir og litlar
lækkanir, lélegri þjónusta á mörg-
um sviðum og betri þjónusta á
fáum sviðum. Það sem upp úr
stendur eftir árið er að mjög
greinilega kom fram að virk sam-
keppni er til góða fyrir neytendur
því á þeim sviðum sem hún er
hörðust var mun minna um hækk-
anir en annars staðar. Bestu dæm-
in um þetta eru auðvitað olíufélög-
in sem alitaf eru með sama verðið
og svo matvöruverslanirnar þar
sem samkeppnin ríkir og verð hef-
ur hækkað mun minna en vísitala
neysluverðs.
Bensín og tryggingar
Bifreiðaeigendur urðu að opna
budduna upp á gátt því bensínið
hélt áfram að hækka og um þessar
mundir kostar lítrinn tæplega 100
kr. sem er með því hæsta sem gerist
í heiminum. íslenskir neytendur
létu ekki sitt eftir liggja í mótmæl-
um og umluðu eitthvað út um ann-
að munnvikið og héldu áfram að
kaupa sitt bensín þar sem það var
dýrast, á bensínstöðvum með fullri
þjónustu. Fáum datt í hug að spara
krónurnar og dæla sínu bensíni
sjálfir.
Olöf Snæhólm Baldursdóttir
blaðamaður
Um mitt árið tilkynntu svo
tryggingafélögin stórfelldar hækk-
anir bifreiðatrygginga og var það
tryggingafélagið Sjóvá-Almennar
sem fyrst kastaði sér í gin ljónsins
með hækkanir í kringum 30%.
Einnig voru gerðar breytingar í þá
átt að nú var dýrara að tryggja
bíla á sumum svæðum landsins en
öðrum. Það mál flokkast væntan-
lega undir byggðastefnu og á því
ekki heima í pistli um neytenda-
mál.
Stríð á matvörumarkaði
Mikil samkeppni var á matvöru-
markaði og náði hún hámarki í
desember þegar Kaupás opnaði
fjórar lágvöruverðsverslanir undir
nafninu Krónan. Fyrstu dagana
eftir opnun Krónunnar braust út
harkalegt verðstríð milli hennar
og Bónuss og lækkaði verð sumra
vörutegunda mikið. Sem dæmi
- olíufélögin hönd í hönd á meðan verslanirnar berjast
inu var 10-11 versluninni í Set-
bergi í Hafnarfirði einnig breytt í
sólahringsverslun þar sem nátt-
hrafnar eru víst líka á ferð þar.
Verðstríö á matvörumarkaði
Neytendur nutu góðs af komu Krónunnar á markað og braust út verðstríð á
milli hennar og Bónuss.
fengust sumar tegundir grænmetis
því sem næst gefins. Eins mátti
finna aðrar vörutegundir, svo sem
kex, á verði sem hefur ekki sést
hér í nokkra áratugi. Viðskipta-
vinir verslananna gengu út glaðir
í bragði með hvítkáls- og rófu-
birgðir sem dugað hefðu þeim í
tvö ár. Leiöa má líkum að því að
eitthvað af ódýra grænmetinu hafi
endað í ruslafótum höfuðborgar-
búa nokkrum dögum seinna. Eftir
fyrstu vikuna róaðist ástandið og
sýndu verðkannanir DV að Bónus
hafði staðið við yfirlýsingar sínar
um að vera með lægsta verðiö.
Baugur hélt áfram útrás sinni
og opnaði m.a. Bónusverslun á Ak-
ureyri í annað sinn. Þegar þetta er
ritað er ekki vitað hver afdrif
hennar verða en sagt hefur verið
um Akureyringa að þeir borgi
frekar fleiri krónur til KEA heldur
en að láta aurana sína renna tfi ut-
anbæjarmanna.
Vöruveltan opnaði i ágúst fyrstu
sólarhringsmatvöruverslun lands-
ins í 10-11 í Lágmúla. Versluninni
er ætlað að sinna þörfum nætur-
hrafna og ailra þeirra sem eru á
ferli á nóttunni eins og atvinnubíl-
stjóra, lögreglumanna, heilbrigðis-
stétta, vaktavinnufólks og þeirra
sem eru á djamminu. Síðar á ár-
Símamarkaður
Það var líflegt á símamarkaöi
og Síminn fékk á sig harða sam-
keppni úr öllum áttum. í byrjun
árs hóf 1100-Netsíminn að bjóða
ódýrari símtöl, í gegnum Netið, til
útlanda, auk þess sem fyrirtækið
Frjáls fjarskipti boðaði lækkandi
símgjöld. Íslandssími reið síðan á
vaðið í mars með miklum lækkun-
um á hefðbundnum millilanda-
símtölum og síðar sama dag til-
kynntu Frjáls fjarskipti enn meiri
lækkun á þessum sömu símtölum.
Landssíminn kom svo í humátt á
eftir og tilkynnti að breytingar á
gjaldskrá Símans væru væntan-
legar.
Íslandssími hóf að bjóða upp á
heimilssímaþjónustu í nóvember.
Að sögn forsvarsmanna fyrirtæk-
isins gekk skráning viðskiptavina
vel enda buðu þeir, að eigin sögn,
5-11% lægra verð á almennum
símtölum en Siminn og 20-60%
lægra verð á internetsímtölum.
Landssíminn tilkynnti í kjölfarið
að breytingar á gjaldskrá Símans
væru væntanlegar. Reyndar voru
lækkimartölur Islandssíma vé-
fengdar af Símanum og drógu
bæði fyrirtækin upp úr pússi sínu
útreikninga af ýmsu tagi sem
sanna áttu að þau væru með lægri
gjöld en keppinauturinn. Allir út-
reikningamir gerðu það að verk-
um að neytendur vissu ekki í
hvorn fótinn þeir áttu að stíga og
hættu að reyna að skilja út á hvað
málið gekk.
Með öllum þessum breytingum
hvarf sá tími þegar símnotendur
skildu símreikningana sína og
hvað þeir voru að borga fyrir.
Símgjaldafrumskógurinn hefur á
árinu vaxið hinum almenna neyt-
anda yfir höfuð og ísienskir neyt-
endur, sem alltcif eru samir við
sig, borga bara og bölva í hljóði.
Samkeppnisstofnun
Betri tíð er í vændum fyrir alla
þá sem sjá mátt hafa á eftir pen-
ingum sínum í aukinn kostnað á
nær öllum sviðum lifsins og eiga
því ekkert eftir til að eyða i versl-
unarhöllum og -strætum landsins.
í lok þessa árs var Samkeppnis-
stofnun nefnilega gert kleift að
sekta verslunareigendur sem ekki
verðmerkja vöru sína skýrt og
skilmerkilega. Því geta blankir
neytendur staðið og skoðað í
glugga verslana og látið sig
dreyma um hluti sem þeir hafa
ekki efni á en vita nákvæmlega
hvað kosta.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna:
Fjölmennustu neytenda-
samtök í heiminum
- miðað við höfðatölu
„Það sem er minn-
isstæðast frá árinu
sem er að líða er að við
héldum þing Neytenda-
samtakanna þar sem
mættir voru yfir hundrað
fulltrúar tfi að ræða starf og
stefnu samtakanna á næstu
árum,“ segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna.
„Þar var líka kosið á milli
tveggja manna í formanns-
stöðu. Það er eðlilegt í iýð-
ræðissamtökum að hafa kosning-
ar reglulega. Einnig erum við
mjög ánægð hjá samtökunum yfir
því að við fengum 3.500 nýja fé-
lagsmenn og erum þvi fjölmenn-
ustu neytendasamtök í heiminum
miðað við íbúafjölda.“
Jóhannes segir enn fremur að
matvöruverð hafi lækkað, m.a. í
kjölfar þess að samtökin gerðu og
birtu könnun sem sýndi hvað mat-
vöruverð væri miklu hærra hér
en í nágrannalöndum okkar.
Breyting sem gerð var á sam-
keppnislögum, og tók gildi í byrj-
un desember, á eftir að hafa já-
kvæð áhrif fyrir neytendur að
sögn Jóhannesar. Þar er m.a. að
finna mikilvæg ákvæði um heim-
ildir samkeppnisyfirvalda til að
grípa inn í þar sem samkeppni er
ekki næg og þá einkum varðandi
samruna fyrirtækja. „Samkeppn-
isyfirvöld hafa verið vandanum
vaxin að mínu mati og hafa tekið
mjög hart á samrunaþróun en það
er mikilvægt á svo litlum markaði
sem hér.“
Einnig má minnast á að búið er að
leggja fram frumvarp um lög um inn-
heimtustarfsemi en Alþingi hefur
ekki enn samþykkt það. „Með frum-
varpinu er verið að verja hagsmuni
þeirra sem minnst mega sín í samfé-
laginu og geta ekki risið undir sínum
skuldum. Því miöur hafa stjórnvöld
og Alþingi gefið út skotleyfi á þetta
fólk með því að samþykkja ekki
frumvarpið. Þarna ræður þröng
klíka innheimtumanna ferðinni en
ekki breiður fjöldi neytenda," segir
Jóhannes að lokum.