Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 51
+
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000__________________________________
DV Helgarblað
Kvikmyndaárið:
Best og
verst
arímur Sverrisson
Being John Malkovich
Hver kostulega uppákoman rekur aðra.
Darraðardans af uppfinningasemi, sprelli og
frumspekilegum pælingum að það hálfa
væri nóg.
Dancer in the Dark
Hvemig er hægt að aihjúpa loddarann
þegar hann er búinn að þvi sjálfur og að
auki með þvílíkum tilþrilúm að úr verður
stórbrotið listaverk?
High Fidelity
Þetta er sérlega skondin mynd um ofúr
venjulegt nútímafólk og ofur venjulegar
raunir þess, þannig gerð að manni stendur
ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt
hið besta.
The Limey
Angurvær dökkmynd (fihn noir) sem ger-
ir sér leik að minningum okkar úr kvik-
myndasögunni.
Magnolia
Hér er áherslan á þau skemmdarverk
sem unnin eru í skjóli fjölskyldunnar, van-
ræksla, misnotkun og skeytingarleysi. Fal-
legur samhljómur og hjartnæm lýsing á eðli
mannlegra samskipta.
The Beach
Það verður að segjast eins og er, bæði
Trainspotting-gengið og Leonardo skella
harkalega til jarðar með þessu verki sem er
sérlega óspennandi og skelfilega leiðinleg
della klædd í íðilfagrar mnbúðir.
Björn Ægir Noröf jörö
Amerícan Psycho
Það tókst í þessari mynd það sem margir
höfðu talið ógerlegt: Að laga hina hrottalegu
en áleitnu bók að kvikmyndatjaldinu. Það er
ekki síst Christian Bale að þakka hversu vel
tekst til.
Being John Malkovich
Nýstárleg flétta krydduð knýjandi heim-
spekilegum vangaveltum, stórgóður leikur
skreyttur magnaðri sviðsumgjörð, og skeyt-
ingarlaus sambræðsla á hálist og afþrey-
ingu.
Boys Don’t Cry
Þetta er saga um æskumissi sem á fáa
sína líka - hvað varðar bæði hrikalega at-
burðarás og listrænt inntak.
Brínging Out the Dead
Gamla brýnið Martin Scorsese sýnir að
hann hefur engu gleymt - eins og sagt er á
boltamáli. Hugur hans er jafn ferskur og
ögrandi sem fyrr.
Snatch
Góð mynd Skotans Guy Ritchie, Snatch
þar sem mörgum furðum kvikmyndagerðar
samtímans ægir saman svo úr verður af-
bragðs kokkteill.
Kevin and Perry Go Large
Engin mynd á árinu var verri en Íbísa-
þvælan Kevin and Perry Go Large. Frekari
lýsing á þeirri viðurstyggð yrði með öllu
óhæf til prentunar og fylgir því ekki.
Hilmar Karlsson
American Beauty
Stórgóð frumraun Bretans Sam Mendes.
Djörf og áreitin lýsing á gölskyldulífi mið-
stéttarfólks sem kemur við kaunin á okkur.
Kevin Spacey er fullkominn í hlutverki
sínu.
Being John Malkovich
Ótrúlega gefandi ferðalag um lendur hug-
ans, hver mannskepnan er og hvort við vilj-
um breyta okkur. Myndin er stundum á
mörkum þess að vera fáránleg í hugvitssemi
sinni en alltaf trú sjálfri sér.
Crouching Tiger, Hkkten Dragon
Ang Lee sendir frá sér mikið augna-
konfekt þar sem honum tekst að sameina
bardagahst og rómantík. Leikarar njóta sín
sem og stórfengleg bardagaatriði.
Gladiator
Ridley Scott er kominn á blað á ný. Mik-
il epísk kvikmynd þar sem sagan er á þunn-
um ís en myndmálið á sterku svelli.
Sweet and Lowdown
Besta kvikmynd Woody Allens í nokkur
ár. Einstaklega lifandi og gráglettin kvik-
mynd um mann sem öðrum þræði er snilling-
ur en á hinn bóginn sjálfselskur drykkjubolti.
Sean Penn er frábær í aðalhlutverkinu.
Chariie's Angeis
Englar Charlies er afar vond kvikmynd
og er hún valin hér sem samnefnari fýrir
margar lélegar og dýrar Hollywood-myndir
sem voru í fokdýrum umbúðum sem hefðu
lyktað strax á fyrsta degi hefðu þær lent í
jólapóstinum hjá íslandspósti.
Af heimsmeisturum
Fyrsti heimsmeistarinn i skák,
Wilhelm Steinitz, var sérkennileg
persóna. Hann, eftir áratugayfir-
buröi í skáklistinni, lýsti því yfir aö
hann væri heimsmeistari í skák
1886, þá um fimmtugt! Fáir mót-
mæltu og þeir sem gerðu e.t.v. til-
kall til titilsins gátu skorað á karl-
inn. Það voru aðailega skák- og
skylmingarmeistarinn Jóhannes
Zukertort og faðir rússneska skák-
skólans, Mikael Chigorin (svo segja
sovéskar heimildir!), sem höfðu eitt-
hvaö erindi við Steinitz.
Steinitz var sá fyrsti sem nefndi
sig heimsmeistara í skák en það
voru nokkrir á undan honum sem
hefðu svo sem getað gert það líka.
Stuttur skákferiU Bandaríkja-
mannsins Paul Morphys, sem var
reyndar aðeins 2 ár, 1858 og 1859,
var glæsilegur en síðan dró Morphy
sig inn í skel sína í New Orleans.
Þrælastríðið hófst skömmu síðar,
ætli það hafi haft einhver áhrif?
Alla vega hefur verið smá umræða
um Steinitz í hinum íslenska skák-
heimi nýlega sem endurvakti áhuga
minn á meistaranum.
Steinitz varði titil sinn m.a.
tvisvar í Havanna, Kúbu, gegn
Chigorin. Það var á árunum 1889 og
1892 og hefur ugglaust haft áhrif á
að þar kom fram síðar þriðji heims-
meistarinn í skák, José Raoul Capa-
blanca. Hann vann titilinn 1921 í
Havanna eftir sigur á Emanuel
Lasker, sem var heimsmeistari á
eftir Steinitz og sigraði hann í ein-
vígi 1894 þá 27 ára en Steinitz var 58
ára (!) það ár. En það eru þessi ein-
vígi i Havanna, afskaplega glanna-
lega tefld, sérstaklega af Chigorin.
Steinitz lagði drögin að vamartafl-
mennskunni, að halda fengnum hlut
og brjóta á bak aftur æðisgengnar
sóknir andstæðingsins. Fyrra ein-
vígið fór 10,5-7,5 og það seinna
12,5-10,5.
Seinna einvígið var mjög jafnt og
Steinitz vann eftir sigur í 2 síðustu
skákunum. í síðustu skákinni lék
Chigorin sig í mát í gjörunninni
stöðu en jafntefli í einvíginu hefði
engu að síður þýtt að Steinitz hefði
haldiö titlinum. Lítum nú á eina
glæsilega vinningsskák Chigorins
gegn Steinitz, en flestar vinnings-
skákir Steinitz eru og voru lítið fyr-
ir augað.
Hvítt: Mikael Chigorin
Svart: Wilhelm Steinitz
Evans-bragð. Havanna (7), 1889
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5.
Næsti leikur hvíts er kenndur við
enskan skipstjóra, Evans að nafni.
Leikurinn þykir hraustlegur og peð-
inu er fórnað fyrir skjóta liðskipan.
4. b4 Bxb4 5. c3 Ba5 6. 0-0 Df6. Á
þeim 111 árum sem liðin eru síðan
þessi skák var tefld hefur margt
gerst. Síðustu leikir beggja eru ekki
hátt skrifaðir í dag. Drottningarflan
heitir þetta i kennslubókunum. Þró-
unin hefur verið mikil í skákinni
sem og öðru. Öllum til góðs? 7. d4
Rge7 8. Bg5 Dd6 9. d5 Rd8 10. Da4
Bb6 11. Ra3 Dg6.
Svartur gefur eftir hrókunarrétt-
inn til aö létta á stöðu sinni. En það
eflir því miður aðeins sókn hvíts.
12. Bxe7 Kxe7 13. Rxe5 Df6 14.
Rf3 Dxc3 15. e5 c6 16. d6+ KÍ8 17.
Bd3?! h6. Eitthvað hafa þeir verið
illa fyrirkallaðir skákmennimir.
Eftir 17.-Dxd3 18. Dh4 Re6 19. De7+
Kg8 20. Rg5 Df5 rennur sókn hvíts
út í sandinn. En sumir treysta and-
stæðingnum um of, stundum. 18.
Dh4 g5 19. Dh5 Dxd3. Þetta fannst
honum betra, að veikja kóngsstöð-
una fyrst og þyggja síöan manns-
fómina. 20. Hadl Dh7 21. Rc2 Kg7
22. Rcd4 Dg6 23. Dg4 h5 24. RÍ5+
Kf8.
Hvítur, sem er manni undir,
skiptir upp í unnið endatafl. Ætli
þessi skák hafi veriö tefld á
gamlárskvöld 1889? 25. Dxg5 Dxg5
26. Rxg5 h4 27. Khl Hh5 28. f4!
Re6 29. g4! Svartur situr eftir með
herafla sinn í reiðuleysi. Það kann
ekki góðri lukku að stýra. 29. -hxg3
30. Rxg3 Hh6 31. Rxf7 Kxf7 32. f5
Ke8.
33. fxe6 dxe6 34. Re4 1-0. Eftir
34. -Hh8 35. d7+ Bxd7 36. Rf6+ er
fokið í flest skjól.
Næsta staða er úr seinna einvíg-
inu og sýnir að jafnvel i heims-
meistaraeinvígjum geta skákmenn
leikið af sér eins og byrjendur!?
Ekki ætla ég að reyna að skýra
þessa skák enda ekki prestlærður.
Hvítt: Mikael Chigorin
Svart: Wilhelm Steinitz
Kóngsbragð. Havanna (23), 1892
1. e4 e5 2.f 4 exf4 3. Rf3 Rf6 4.
e5 Rh5 5. Be2 g6 6. d4 Bg7 7. 0-0
d6 8. Rc3 0-0 9. Rel dxe5 10. Bxh5
gxh5 11. dxe5 Dxdl 12. Rxdl Rc6
13. Bxf4 Bf5 14. Re3 Be4 15. Rf3
Hfe8 16. Rg5 Bg6 17. Rd5 Bxe5 18.
Rxc7 Bxc7 19. Bxc7 Hac8 20. Bg3
Rd4 21. c3 Re2+ 22. Kf2 h4 23.
Bd6 Rd4 24. cxd4 Hc2+ 25. Kgl
Hee2 26. Hael Hxg2+ 27. Khl Kg7
28. He8 f5 29. Re6+ KfB 30. He7
Hge2 31. d5 Hcd2.
Hér er hvítur með unnið tafl. Eft-
ir 32. Hxb7 Bh5! 33. Rg5! vinnur
hvítur.
32. Bb4?? Hxh2+ 0-1. Það er mát
eftir 33. Kgl Hdg2+
Hraðskákmót með 8 íslensk-
um stórmeisturum!
í dag í húsakynnum Skeljungs við
Suðurlandsbraut verður haldiö
hraðskákmót kl. 14. Allir stórmeist-
aramir íslensku verða meðal þátt-
takenda nema Guðmundur Sigur-
jónsson.
Áhorfendur eru velkomnir að
fylgjast með þessu spennandi móti
og ljóst er að fjörlega verður teflt en
keppendur verða alls 16.
Þú svífur með okkur
Það er alltaf sérstök hátíðarstemning á Vínartónleikum
Sinfóníunnar. Enda kemur sama fólkið ár eftir ár, allir
í sínu fínasta pússi og skálar í kampavíni áður en ballið
byrjar. Og Vínartónlistin ersannkölluð kampavínsveisla
í tónum.
Fyrir fullu húsi ár eftir ár. Tryggðu þér miða í tíma!
Peter Guth
Arndís Halla Ásgeirsdóttir
Hljómsveitarstjóri: Peter Guth
Einsöngvari: Arndís Halla Ásgeirsdóttir
Kór íslensku óperunnar
Kórstjóri: Garðar Cortes
Fimmtudaginn 4. janúar kl. 19.30 örfá sæti laus
Föstudaginn 5. janúar kl. 19.30 laus sæti
Laugardaginn 6. janúar kl. 17.00 laus sæti
Að þessu sinni verða Vínartónleikarnir
í Laugardalshöll. Númeruð sæti
SINFÓNÍAN
í
5*