Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Page 60
68
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
Tilvera
SIMI
II — M 551 6500
Laugavegi 94
Bióhúsin eru lokuö á gamlársdag
Skautað í kringum jólatréð
j
Starfsfólk Skautahallarinnar í
Laugardal stóð fyrir jólaballi á
fimmtudaginn. Stóru jólatré var
komið upp á miðju svellinu og fólki
boðið að koma og renna sér i kring-
um tréð. Stúlkurnar í skautafélag-
inu Birninum sýndu listdans á
skautum viö mikinn fögnuð áhorf-
enda. Jólasveinninn kom í heim-
sókn og fólk skemmti sér innilega á
þessu sérstæða jólaballi.
Skautaö í kringum jólatréö
Þaö var mikil stemning á jólaball-
inu í Skautahöllinni I gær.
Hó, hó og gleöileg jól
Jólasveinarnir komu í heimsókn og tóku lagiö meö gestum.
Rjóöar í kinnum
Þessar ungu hnátur tóku sér örlítiö hlé frá fjörinu til aö leyfa Ijósmyndara
DV aö taka af þeim eina mynd.
Skautastúlkurnar í Birninum sýndu listdans.
'jjj
House!
★★*
Lífið er bingó
Hoifsei
9»
"Biogo just soí tcxr"-
House! er bresk kvikmynd sem Mtið
hefur farið fyrir, meira að segja á
heimaslóðum. Hún er samt í flokki
með betri gamanmyndum sem hafa
komið frá Bretum á undanfómum
misserum og það gefur mönnum
nokkra nasasjón af gæðum hennar.
Bretar em sérfræðingar í smábæjarlífl
og House! gerist í einum slikum í Wa-
les. Þar er stórt bingóhús, sem heitir
því stóra nafni La Scala, sem má muna
sinn fifd fegri. Áður fyrr var þetta
glæsilegt kvikmyndahús en með til-
komu sjónvarpsins var því breytt í
bingósal og nú koma aðeins fáeinar
gamlar konur til að spila bingó. Aðal-
persónan er Linda (Keliy MacDonald),
sem starfar í bingósainum. Hún er
gædd þeim hæfdeika að geta séð fyrir
hvaða tölur koma upp. Hún ásamt
fleirum tekur sig til og kemur húsinu
til bjargar sem felst meðal annars í því
að hressa upp á leikinn og gera hann
nýtískulegri. Það að Linda getur séð
fyrir tölur í bingói (það er að segja þeg-
ar hún er ekki að spila sjálf) sveipar
myndina nokkumi dulúð sem vel er
farið með. Þá hefur leikstjóranum Juli-
an Kemp tekist að gera bingó að spenn-
andi leik. Eins og vera ber koma
skondnar persónur við sögu í misstór-
um hlutverkum og er leikur í heildina
góður. Atriðin eru misfyndin en þegar
upp er staðið þá er House! góð skemmt-
un._____________________________________JIK
Utgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Julian Kemp.
Bresk, 2000. Lengd: 87 mín. Leyfð öllum ald-
urshópum.