Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 DV 11 Útlönd Flestir strokufangarnir frá Texas aftur á bak viö lás og slá: Einn framdi sjálfsmorð og tveir eru enn á flótta Lögregla handsamaði fjóra af sjö strokuíongunum frá Texas í hjól- hýsabyggð við rætur Klettafjallanna í Kóloradó í gær, eftir einhverja um- fangsmestu leit síðan á fjórða ára- tugnum. Fimmti maðurinn svipti sig lífi en tveir eru enn á flótta, vel vopnaðir og stórhættulegir, að sögn lögreglu. Þeir eru hugsanlega á leið til Mexíkós. Sjömenningamir struku úr fang- elsi í suðurhluta Texas þann 13. des- ember. Þeir eru grunaðir um að hafa skotið lögregluþjón til bana nærri Dallas á aðfangadag jóla. Talið er að þeir hafi komið til Kóloradó í janúarbyrjun. Sjömenningamir héldu hópinn og létu fara lítið fyrir sér í hjólhýsa- byggðinni í bænum Woodland Park. Þeir höfðu breytt útliti sínu svo þeir vom vart þekkjanlegir af myndun- um sem hafði verið dreift um allt land í kjölfar flóttans. „Þeir virtust vera eins og ósköp Logreglan gætir hjolhýsabyggðar Lögregla frá Kóloradó og Texas gætir innkeyrslunnar að hjólhýsabyggðinni þar sem fjórír af strokuföngunum sjö frá Texas voru handsamaðir í gær. Hinn fimmti svipti sig lífi en tveir eru enn á flótta undan réttvísinni. venjulegt fólk og einn þeirra tók þátt i Biblíuleshring í hjólhýsa- byggðinni," segir einn íbúanna, Betty Denn. Lögreglan lét til skarar skriða gegn strokufongunum eftir ábend- ingar frá almenningi um að þeir væru i Woodland Park. Þrír fanganna voru handteknir þegar þeir stigu út úr jeppa sínum við verslunina í bænum, þeirra á meðal foringi hópsins, George Rivas. Þeir veittu enga mótspymu og hafa verið samvinnuþýðir við lögreglu í yflrheyrslum. Fjórði mað- urinn hafði lokað sig inni í einu hjólhýsanna en gafst fljótlega upp. Sá fimmti neitaði að gefast upp og skaut sig í brjóstið. Tveir strokufanganna eru enn á flótta undan réttvísinni. Yfirvöld í Texas telja að þeir kunni að vera á leið til Mexíkós. Vopn fundust bæði í bíl stroku- fanganna og í hjólhýsunum. William Hague Kristilegir innan breska ihaldsflokks- ins biðja guð um að halda hendi sinni yfir Hague. íhaldsmenn biðja um íhlutun guðs Breski íhaldsflokkurinn, sem hef- ur haft lítið fylgi í nýlegum könnun- um, leitar nú á náðir bænarinnar. Kristilegur félagsskapur innan flokksins hefur birt lista með pólitískum bænum, að þvi er bresk dagblöð greindu frá í morgun. Beð- ið er meðal annars um guðlega íhlutun við rekstur höfuðstöðva flokksins og guð er beðinn um að halda hendi sinni yfir WiUiam Hague leiðtoga og öðrum forystu- mönnum. Kristilegi félagsskapurinn hefur einnig verið beðinn um að biðja til guðs um að mönnum komi vel saman innan skuggaráðuneytis- ins og að skýr framtíðarstefna komi fram á fundum þess. Tony Blair for- sætisráðherra og fjölskylda hans eru einnig á bænalistanum. Er beð- ið um styrk honum til handa. Vaxtarhormón geta valdið kúariðusmiti í bandarískri skýrslu er greint frá 139 tilfellum af Creutzfeldt-Jakob veikinni frá 1985 vegna töku vaxtar- hormóna. Sænskur prófessor, Per Olov Lundberg, varar við smygluð- um vaxtarhormónum og hormónum keyptum á Netinu sem kunna að vera framleidd á ólöglegan hátt. í sumum löndum eru heiladingull úr nautgripum notaður við framleiðsl- una. Lundberg bendir á hættuna í sex síðna grein í sænska læknablað- inu. Talið er að tugir þúsunda sænskra íþróttamanna og vaxtar- ræktarmanna hafi sprautað smygl- uðum hormónum í sig undanfama tvo áratugi. Fækkaði fötum tll stuðnlngs furutrjám Briony Penn brá sér i hlutverk hinnar nöktu lafði Godivu og reið á hesti sínum um götur Vancouver i Kanada i gær. Það gerði hún til að mótmæla áformum fyrirtækis um að höggva furuskóg í Salt Spring i Bresku-Kólumbíu. Valdamenn skjálfa vegna réttarhaldanna yfir Dumas Fyrrverandi utanrikisráðherra Frakklands, Roland Dumas, sat í gær á sakamannabekk í dómsal í París ásamt fyrrverandi ástkonu sinni, Christine Deviers-Joncour, og nokkrum öðrum þegar réttarhöld hófust í umtalaðasta spillingarmáli Frakklands í marga áratugi. Dumas og ástkonan eru sökuð um að hafa dregið sér um 1 milljarð íslenskra króna frá ríkisolíufyrirtækinu Aquitane Elf. Dumas hafði útvegað Christine starf í Elf. Rannsókn hefur leitt i ljós að Elf borgaði síðan ástkonunni háar upphæðir til að hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir Dumas. Ráð- herrann naut einnig góðs af öllum milljónunum sem ástkonunni tókst aö afla á þennan hátt. Hann neitar þessum ásökunum. Tveir fyrrverandi forsætisráð- Ákærður Dumas leit ekki á ástkonuna fyrrver- andi við réttarhöldin. herrar, Michel Rocard og Pierre Mauroy, hafa verið kallaðir sem vitni ásamt fyrrverandi herforingja og íjölda sendiherra. Sagt er að valdamenn i Frakklandi skjálfi nú vegna þess sem mögulega kemur í dagsljósið við réttarhöldin. í bók, sem Christine gaf út fyrir tveimur árum, Hóra ríkisins, kveðst hún hafa tekið við um 800 milljón- um íslenskra króna frá Elf sem not- aðar voru til að smyrja Dumas. Christine notaði hluta fjárins til að kaupa íbúð handa þeim í París. Hún keypti einnig gríska vasa fyrir rúm- ar 3 milljónir og gaf honum og einnig handsaumaða skó á rúmar 100 þúsund krónur. Rannsóknardómaramir telja að fé hafi einnig verið varið til ólög- legrar fjármögnunar pólitísks starfs í Frakklandi og Þýskalandi. Breski forsætisráðherrann leitaði í smiðju til Clintons um ráð um hvern- ig best sé að tryggja endurkosningu. Tony Blair þiggur ráð frá ráðgjöf- um Bills Clintons Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur fengið ráð frá gömlum ráðgjöfum Bills Clintons, fyrrum Bandaríkjaforseta, um leiðir til að tryggja endurkjör sitt. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrif- stofu Blairs sem bresk blöð sögðu frá í morgun. Minnisblaðið þykir til marks um þau nánu tengsl sem voru milli þeirra Blairs og Clintons. Víst þyk- ir að ekki verði jafnhlýtt með Blair og nýja Bandarikjaforsetanum, repúblikananum George W. Bush. Einn ráðgjafa Blairs skrifaði minnisblaðið eftir ferð vestur um haf þar sem hann hitti fyrrum hátt- settan ráðgjafa Clintons. Ástkona njósna- foringjans tekin Ástkona Vladimiros Montesinos, fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Perús sem er á flótta undan réttvís- inni, var handtekin í gær og gefið sök að hafa hagnast á ólöglegum auðæfum hans. Mynd af ástkonunni í fullri stærð prýddi vegg í baðher- bergi og leikflmisal lúxusvillu njósnaforingjans. Jacquelin Beltran, sem jafnframt var einkaritari Montesinos, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Hún var handtekin með tilvísan í sérstök lög gegn spillingu sem heimila lögreglu að halda henni í fimmtán daga. Undanfarna daga hefur lögreglan í Perú handsamað nokkra nána bandamenn Montesinos. í biðröð til að skoða líkið Stuðningsmenn Laurents Kabila Kongóforseta bíða í langri röð eftir aö fá að sjá lík hans á viðhafnarbör- um í alþýðuhöllinni í Kinshasa. Þúsundir votta Kabila hinstu virðingu sína Þúsundir Kongóbúa gengu hjá kistu Laurents Kabila forseta, sem var myrtur í byrjun síðustu viku, þar sem hún var á viðhafnarbörum í alþýðuhöllinni í höfuðborginni Kinshasa. Kabila verður borinn til grafar í dag. Sonur myrta forsetans, hinn 31 árs gamli Joseph, hefur tekið við forsetaembættinu til bráðabirgða. Hugsanlegt er að hann veröi form- lega svarinn í embætti á miðviku- dag. Kabila komst til valda árið 1997 eftir átta mánaða hernað gegn þá- verandi forseta, Mobutu Sese Seko. Valdatíö Kabila einkenndist af stríði og óáran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.