Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Síða 8
8 Viðskipti Umsjón: Víðskiptablaðið Samkeppnisráð setur skilyrði fyrir samruna Lyfju og Lyfjabúða - Lyfja þarf að selja fimm verslanir Samkeppnisráð telur að fyrirhug- aður samruni Lyfju hf. og Lyfjabúða hf. myndi leiða til markaðsráðandi stöðu Lyfju á höfuðborgarsvæðinu sem hefði skaðleg áhrif á sam- keppni og væri andstæð hagsmun- um neytenda. Samkeppnisráð hefur í viðræðum við Lyfju fallist á að með sölu fimm af fjórtán starfandi apótekum Lyfju á höfuðborgarsvæð- inu verði skaðlegum áhrifum sam- runans eytt. Samrunanum sett skilyrði Telji Samkeppnisráð að samruni hindri virka samkeppni getur ráðið ógilt samruna eða sett honum skil- yrði. Þegar ljóst var hvert mat Sam- keppnisráðs á fyrirhuguðum sam- runa var var af hálfu forsvars- manna Lyfju óskað eftir því við samkeppnisyfirvöld að samrunan- um yrðu sett skilyrði sem myndu eyða hinum skaðlegu áhrifum á samkeppnina á lyfsölumarkaðnum, að því er fram kemur í frétt frá Samkeppnisráði. Lögðu forsvars- menn Lyiju fram tillögu þar að lút- andi. Viðræður Lyfju og samkeppn- isyfirvalda hafa leitt til þess að fyr- irtækið fellst á að selja í einu lagi fimm af fjórtán starfandi apótekum þess á höfuðborgarsvæðinu. Að upp- fylltum skilyrðunum telur Sam- keppnisráð að skaðlegum áhrifum samrunans verði eytt en salan hefur í fór með sér að markaðshlutdeild Lyfju, sem að óbreyttu hefði orðið 52-53%, mun lækka i 37-38%. Forsaga málsins er sú að þann 4. desember sl. var undirritaður samn- ingur um sameiningu á rekstri Lyfju hf. og Lyfjabúða hf. sem eru apótek í eigu Baugs hf. og rekin hafa verið undir heitinu „Apótek- ið“. Fyrst um sinn mun hið samein- aða félag, sem mun verða í meiri- hlutaeigu Baugs, bera heitið Lyfja. Samkeppnisráð telur að sá markað- ur sem sameining fyrirtækjanna hefur áhrif á sé smásala á lyíjum á höfuðborgarsvæðinu. Flest apótek hins sameinaða fyrirtækis starfa þar, auk þess sem áhrifa samrunans gætir eingöngu á því svæði. Hvort um sig voru Lyfja og Apótekið með 26-27% markaðshlutdeild fyrir sam- runann þannig að sameinuð eru fyr- irtækin, að óbreyttu, með 52-53% hlutdeild. Svo há markaðshlutdeild, auk mats á öðrum þáttum, leiddi til þeirrar niðurstöðu Samkeppnisráðs Smáauglýsingar DV eru öflug og ódýr , lausn fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Ef þú þarft að koma þaki yfir höfuðið, | grisja geymsluna heima eða lagerinn í | fyrirtækinu, vantar starfskraft eða félagsskap | þá er smáauglýsing í DV góður kostur. I Auglýsingin þín birtist ekki einungis í DV l heldur einnig á smáauglýsingavef á I Vísi.is Þar stendur auglýsingin í viku eftir | að hún birtist í blaðinu. Pantaðu smá- < auglýsinguna f síma 550 5000 eða á Vísi.is. smáauglýsingar vísir.is að við samrunann yrði L\fja mark- aðsráðandi í sölu á lyfjum á höfuð- borgarsvæðinu. Þá var talið að aðr- ir keppinautar myndu ekki geta veitt Lyfju nægjanlegt samkeppnis- legt aðhald en næststærsti keppi- nauturinn, Lyf og heilsa, er meö 26-27% hlutdeild. Hlutur annarra keppinauta er hins vegar á bilinu 1-3%. Samruninn hefði því, aö mati Samkeppnisráðs, að óbreyttu haft í for með sér óviðunandi samþjöppun á markaðnum og mikla röskun á samkeppni til tjóns fyrir neytendur. Seld til óháðra aöila Viðræður milli samkeppnisyfir- valda og forsvarsmanna Lyfju leiddu th þess að fyrirtækið féllst á að selja eftirtalin fimm apótek: Apótekið Mosfellsbæ, Þverholti 2, Mosfellsbæ, Apótekið Smiðju- vegi 2, Kópavogi, Apótekið Suður- strönd 2, Seltjarnarnesi, Apótekið Firði, Fjaröargötu 13-15, Hafnar- firði, og Lyfju, Hamraborg 11, Kópavogi. Markaðshlutdeild framan- greindra apóteka er um 14-15% af lyfsölu á höfuðborgarsvæðinu þannig að hlutdeild Lyfju eftir sölu apótekanna mun verða á bil- inu 37-38%. Stefnt skal að því að apótekin verði seld í einu lagi til keppinautar sem er óháður Lyfju eða félögum henni tengdum. Með því er reynt að stuðla að því að samkeppnisleg staða á markaðn- um verði sem næst því sem hún var áður en af samrunanum varð. Að mati Samkeppnisráðs mun um- rædd sala á apótekum, með þeim skilmálum sem nánar eru til- greindir í ákvörðun ráðsins, nægja til að eyða þeim skaðlegu áhrifum sem samruninn hefði annars haft í för með sér. Síldarvinnslan og Skipaklettur sameinast Stjórnir Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og Skipakletts hf. á Reyðarfirði hafa undirritað áætlun um samruna félaganna undir nafni Síldarvinnslunnar. Hluthafar Skipa- kletts munu eignast 20% í samein- uðu félagi. í tilkynningu frá Síldarvinnsl- unni kemur fram að samruninn miðist við 1. mars næstkomandi. Við samrunann hækkar hlutafé Sildarvinnslunnar hf. úr 880 millj- ónum króna í 1.100 milljónir. „Markmiðið með sameiningu fé- laganna er að efla sjávarútveg í Fjarðabyggð og ná fram hagræðingu í rekstri með betri nýtingu á fjár- festingum í veiðum og vinnslu," segir í tilkynningunni. Skipaklettur hf. hefur til þessa rekið einn frystitogara en allmörg ár eru síðan fiskvinnslu í landi var hætt á vegum félagsins. Sildarvinnslan hf. er stærsta sjáv- arútvegsfyrirtækiö á Austurlandi og rekur í dag einn frystitogara, einn ísfisktogara og þrjú skip til loðnu- og síldveiða. Auk þess starf- rækir félagið öfluga landvinnslu á bolfiski og uppsjávarfíski. Ailaheimildir Síldarvinnslunnar hf. eru nú 6.947 þorskígildistonn og aflaheimildir Skipakletts hf. 2.138 þorskígildistonn. Aflaheimildir sameinaðs félags verða þannig um 9.100 þorskígildistonn. ÞRIDJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 x>v Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 4055 m.kr. - Hlutabréf 339 m.kr. - Húsbréf 1566 m.kr. MEST VIÐSKIPTI O Hlutabréfasjóðurinn 65 m.kr. © Íslandsbanki-FBA 43 m.kr. ©Opin kerfi 34 m.kr. MESTA HÆKKUN oBakkavör Group 4,9% 0 Flugleiðir 3,4% ©Íslandsbanki-FBA 2,8% MESTA LÆKKUN O Delta 4,6% ©Eimskip 2,1% © MP-Bio 1,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1223 stig - Breyting o 0,16% Óvænt tap hjá Commerzbank Commerzbank hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist endurskipuleggja reksturinn í kjölfar óvænts taps á fjórða ársfjórðungi ársins 2000. Tap bankans var 98 milljónir evra miðað við 361 milljón evra hagnað á sama tímabili í fyrra og voru ástæð- ur tapsins slæmar aðstæður á fjár- málamörkuðum. Yfir allt árið jókst hagnaðurinn um 1,34 milljónir evra en hagnaðurinn árið 1999 var 911 milljónir og var minni en vænting- ar vegna þess að áhættuþóknanir höfðu aukist í 694 milljónir sem eru um 100 milljónum meira en spáð hafði verið. Bertelsmann á leið á markað? Þýska ijölmiðlasamsteypan hefur gert samning sem gerir félagið að stærstu ókeypis sjónvarpsstöð Evr- ópu og gæti leitt til skráningar hlutabréfa Bertelsmanns á hluta- bréfamarkað. Bertelsmann hefur aukið hlut sinn í RTL, sem er stærsta ókeypis sjónvarpsstöð Evrópu, um 30%, eða upp í 67%. Kaupin eru greidd með 25% hlut í Bertelsmann og hefur kaupandinn, Groupe Bruxelles Lambert, valrétt á að láta skrá þau hlutabréf i Kauphöllinni í Frankfurt eftir 3-4 ár. Bertelsmann, sem er ein stærsta fjölmiðlasamsteypa heims, hefur frá upphafi verið lokað einkafyrirtæki en í dag eru um 75% hlutafjár i eigu fjölskyldu stofnanda félagsins. Fyr- irtækið hefur sætt nokkurri gagn- rýni fyrir að skrá ekki hlutabréf sin á markað og hefur m.a. veriö bent á að núverandi fyrirkomulag komi i veg fyrir aö hlutabréf félagsins séu notuð sem gjaldmiðill við kaup og yfirtökur á öðrum fyrirtækjum. Smáauglýsingar 550 5000 UENG’i 06.02.2001 kl. 9.15 KAUP SALA fedDollar 84,400 84,830 S^Pund 124,180 124,810 1*1 Kan. dollar 55,970 56,320 KSSpönsk kr. 10,5950 10,6540 IffejNorsk kr 9,6610 9,7140 SSsænsk kr. 8,8670 8,9160 99Fl. mark 13,2979 13,3778 1 E Fra. franki 12,0535 12,1259 1 llBelg. franki 1,9600 1,9718 E3 Sviss. franki 51,4400 51,7300 CShoII. gyllini 35,8785 36,0940 *Þýskt mark 40,4257 40,6686 Oít. líra 0,04083 0,04108 ŒAust. sch. 5,7459 5,7805 : Port. escudo 0,3944 0,3967 LTTjSná. peseti 0,4752 0,4780 1 ♦ ÍJap. yon 0,73660 0,74100 L írskt pund 100,392 100,996 SDR 110,0000 110,6600 Secu 79,0657 79,5408

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.