Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Page 28
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sóiarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001
Bálköstur í
kjallaranum
Tilkynning frá öryggiskerfi veit-
•ingastaðarins Ítalíu við Laugaveg 11 í
Reykjavík um kl. 2 í nótt varð til þess
að slökkvilið fór á vettvang. í ljós kom
mikill reykur i veitingasalnum, mest-
ur við bar og þar við ísvél.
Reykkafarar sem fóru inn uppgötv-
uðu þó að reykurinn kom frá kjallara
með affallsröri. Þegar farið var í kjall-
arann bakdyramegin blasti við bál-
köstur sem hlaðinn hafði verið þar á
miðju gólfi og því ljóst að um íkveikju
hefur verið að ræða. Skemmdir á veit-
ingastaðnum urðu ekki miklar vegna
elds þar sem hann hafði skort súrefni
en talsverðar vegna reyks og sóts sem
barst um húsnæðið. -gk
^Kriiger kemur
Howard Krúger er væntanlegur i
stutta heimsókn til íslands í vik-
unni, samkvæmt upplýsingum DV,
til að fara yfir stöðuna á milli hans
og Jóns Ragnarssonar, eiganda Hót-
el Valhallar. Eins og fram hefur
komið í DV er tilboð Bretans út-
runnið en Krúger féllst á það í gær
að koma til stuttra viðræðna við
Jón. Krúger hefur marglýst því yfir
að hann hvorki geti né vilji kaupa
Valhöll fyrr en seljandi hefur geng-
ið frá vafaatriðum gagnvart íslensk-
'filtm stjórnvöldum. Þau atriði hafa
ekki verið leyst. Jón hefur engu að
síður sagt að hann ætli að halda
áfram að vinna að því að leysa um-
rædd mál ef vera kynni að einhver
vilji kaupa Valhöll.
í síðustu viku stóð til að tilkynna
Jóni það hér á landi að frekari
grundvöllur til viðræðna við
Krúger væri brostinn, tilboðið út-
runnið og skilyrði heldur ekki upp-
fyllt. Það náðist ekki þar sem ekki
tókst að koma á fundi með Jóni.
-Ótt
Grafarvogur:
Landi seldur
' ungmennum
Lögreglan í Reykjavík uppgötvaði
umtalsverða landaframleiðslu í hús-
næði í Grafarvoginum um helgina. í
framhaldi þess að upplýsingar bár-
ust lögrelgunni um hugsanlega
landaframleiðslu í umræddu hús-
næði fóru laganna verðir á staðinn
með húsleitarheimild frá Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Við leit fundust
um 220 iítrar af gambra og um 20
lítrar af landa, auk framleiðslu-
tækja. Grafarvogslögreglan hefur
tæplega fertugan karlmann grunað-
an um framleiðsluna, sem og að
hafa selt ungmennum í Grafarvogi
áfengið. Lögreglan er með málið í
t %Cannsókn-
-SMK
UNGURNEMUR
GAMALL SEMUR!
Spennandi talning
Atkvæði um samning grunnskólakennara viö launanefnd sveitarfélaga voru talin í gær i Kennarahúsinu. Mikil spenna
ríkti í talningunni vegna þess aö margir töldu tvísýnt um úrslitin.
Grunnskólakennarar:
Samning-
urinn í höfn
Talningu í tví-
sýnni atkvæða-
greiðslu grunn-
skólakennara um
kjarasamning Fé-
lags grunnskóla-
kennara og Skóla-
stjórafélagsins við
launanefnd sveitar-
félaga lauk um
kvöldmatarleytið í
gær. Liðlega 92% fé-
lagsmanna greiddu
atkvæði og sam-
þykktu 59,5%
þeirra samninginn en tæplega 37%
sögðu nei. Tæplega 4% atkvæða
voru auð eða ógild.
Mikil spenna hafði ríkt um niður-
stöðu atkvæðagreiðslunnar vegna
þess að talsvert andóf fór af stað
meðal kennara meðan á atkvæða-
greiðslunni stóð í síðustu viku. Því
óttaðist forysta Félags grunnskóla-
kennara að félagsmenn þeirra
kynnu að fella samninginn.
í samningnum felst, auk launa-
hækkunar, meðal annars fjölgun
kennsludaga um 10 á skólaári og
jafnari laun kennara yfir árið. -ss
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir.
Ánægð meö
samninginn
Ofbeldisrán í söluturni á Háaleitisbraut í gærkvöld gaf 70-85 þúsund krónur:
Peningana eða lífið
öskruðu ræningjarnir
- vopnaðir stórum hnífum. Óhugnanlegt, segir eigandinn
„Þetta var óhugnanlegt. Mennirnir
ruddust hér inn með látum, báðir
vopnaðir hnífum, og annar þeirra
greip dóttur mína, sem var að hjálpa
mér ásamt vinkonu sinni, fyrir fram-
an afgreiðsluborðið. Hann reif í hár
hennar og keyrði hana upp að lottó-
kassa en hinn maðurinn stökk yfir af-
greiðsluborðið sem er þó í brjósthæð
og greip til vinkonu dóttur minnar.
Sjálfur var ég að koma í búðina innan
úr eldhúsi og ég nam staðar og gerði
nákvæmlega ekkert," segir Þórhallur
Steingrímsson, eigandi Söluturnsins
Bláa turnsins við Háaleitisbraut þar
sem framið var vopnað rán um klukk-
an 11 í gærkvöld.
Þórhallur segir að annar mann-
anna hafl kallað „peningana eða líf-
ið!“ og Þórhallur sagði dóttur sinni að
opna peningakassa söluturnsins og
lottókassans umsvifalaust. Mennirnir
Blái turninn
Ræningjarnir höföu um 80 þúsund krónur upp úr krafsinu.
Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaöarbankans:
Neikvætt að lenda í umræðunni
„Það er mjög
neikvætt að lenda
í svona umræðu,“
sagði Stefán Páls-
son, aðalbanka-
stjóri Búnaðar-
banka íslands, um
þann gjörning
Samkeppnisstofn-
Stefán unar að kæra Bún-
Pálsson. aðarbankann fyrir
lögregluyfirvöldum þar sem
bankinn hafi vísvitandi veitt
rangar og villandi upplýsingar
vegna yfirtöku Grænmetis ehf. á
Ágæti hf. Stefán sagði að banka-
ráð hefði verið upplýst um stöðu
málefna bankans á hverjum tíma.
Þau ummæli, sem höfð hefðu ver-
ið eftir Pálma Jónssyni, formanni
bankaráðs, í fréttum þess efnis að
ráðið hefði kallað eftir skýring-
um frá yfirstjórn bánkans, hefðu
ekki verið rétt eftir honum höfð.
„Bankaráð hefur verið látið
fylgjast með þessu og lögfræðing-
ur bankans er að taka saman upp-
lýsingar um máið fyrir banka-
stjórn og bankaráð,“ sagði Stefán
og bætti við að sami lögfræðingur
væri með bæði mál bankans sem
til rannsóknar eru hjá lögregluyf-
irvöldum, þ.e. ofangreint mál, svo
og mál sem er til rannsóknar
vegna gruns um innherjavið-
skipti með bréf Pharmaco.
„Svona mál verða að ganga
sinn gang,“ sagði Stefán .“Vitan-
lega er vonast til að niðurstaða
fáist sem fyrst. Við teljum að viö
höfum upplýst um þetta mál varð-
andi Samkeppnisstofnun á hverj-
um tíma eins og við vissum best.“
Aðspurður hvort komið hefði
komið til tals að einhverjir yfir-
manna bankans yrðu látnir vikja
meðan tvö mál varðandi hann
væru til lögreglurannsóknar
kvaðst Sterfán ekki hafa heyrt
um það. „Meðan rannsókn fer
fram þá er ekki sök. Það þarf að
sanna hana. Ég hef ekkert heyrt
um það en það er heldur ekki
mitt að svara því.“ -JSS
hrifsuðu þar til sín peninga, 70-85
þúsund að sögn Þórhalls, og síðan
hurfu þeir jafn snögglega og þeir
höfðu komið.
„Þetta voru ungir menn og grannir,
sennilega undir tvítugu. Þeir voru
með eins konar feluhúfur yfir andlit-
inu þannig að ekki sást framan í þá.
Það er mikil lífsreynsla að lenda i
svona nokkru og hún er ekki
skemmtileg. Mestar áhyggjur hafði ég
af dóttur minni og vinkonu hennar
sem voru að hjálpa mér í versluninni,
mér var fyrir mestu að þeim yrði ekki
unnið neitt tjón og ég þorði ekki að
gera neitt sem gæti stuðlað að því að
æsa mennina upp. Þetta er lífsreynsla
sem maður gleymir ekki í bráð,“ sagði
Þórhallur í morgun en hann var þá
mættur til vinnu að nýju. Að sögn lög-
reglu í morgun var mannanna enn
leitað og málið í rannsókn.-gk
Gæði og glæsileiki
smoft
Csólbaðstotá")
Grensásvegi 7, sími 533 3350.
Utsala
Ármúla 24 • sími 585 2800