Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Síða 12
12 _______MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 Skoðun x>v Allt flug til Kefla- víkurflugvallar - hugljómun samgönguráðherra Séö yfir Vatnsmýrina. - Áfram verður að þrýsta á um brotthvarf flugvallarins. Spurning dagsins Kanntu hjáip í viðlögum? Sigurgeir Þór Helgason nemi: Nei, en ég er nokkuð viss hvernig bregöast á viö þegar slys ber aö höndum. Valdimar Guömundsson: Já, eitthvaö, en aldrei nógu vel. Ingólfur Kjartansson skólastjóri: Já, ég hef sótt námskeiö. Helga Karlsdóttir verslunarstjóri: Já og nei, ég læröi þaö einhvern tíma. Svo veit maöur aldrei hvernig maður bregst viö þegar á reynir. Elín Rut Kristinsdóttir, starfsm. World Class: Já, einhvern tíma fór ég á Rauða kross-námskeiö. Páll Jónsson nemi: Nei, reyndar læröi ég þaö aöeins í skóla. Guöjón Einarsson skrifar: Það var í hádegisfréttum útvarps- stöðvanna sl. mánudag að sagt var frá þeirri hugljómun samgönguráð- herrans að allt flug myndi flytjast til Keflavíkurflugvallar ef kosning um Reykjavíkurflugvöll færi þannig að fólk vildi flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Ekki kæmi til greina að byggja neinn nýjan flugvöll ann- ars staðar. Þetta er sannkölluð hug- ljómun ráðherrans sem ekki hefur verið neitt sérstaklega hrifxnn af þvi að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður af. Þetta er allt af hinu góða og nú sjá Reykvíkingar fram á bjarta daga hvað brottflutning flugvallarins í Vatnsmýrinni áhrærir. Það eru samt til þeir menn sem vilja halda okkur Reykvíkingum í óttanum og menguninni frá Reykjavíkurflug- velli, jafnvel menn í stjórnunarstöð- um, svo sem hjá Flugmálastjórn, a.m.k. að einhverju leyti, svo og þingmenn og borgarfulltrúar sem ekki þora að koma fram í dagsljósið og tjá sig opinberlega. - Nema Árni Johnsen sem skelfilegt var á að hlýða í Silfri Egils sl. sunnudag á móti hinni hressilegu, nýju baráttu- konu og besta vini höfuðborgarinn- ar þessa dagana, Bryndísar Lofts- dóttur, sem tíndi fram þau einu og réttu rök fyrir brotthvarfi flugvall- arins í Vatnsmýrinni. Sumir bregðast þannig við að telja einhver „störf ‘ fara forgörðum og skapa jafnvel atvinnuleysi, fari innanlandsflug til Keflavíkur. En svo er auðvitað alls ekki. Hótel Loft- leiðir verður áfram þar sem það er. Flugturninn verður áfram þar sem Svava skrifar: Þegar dómarar hækkuðu laun sín um 100 þús. kr. á einu bretti og al- þjóð hnykkti við kom hæstvirtur forsætisráðherra léttur á brún fram í fjölmiðlum og kvaðst ekki deila við dómara, og þar með var málið búið, og síðan greitt refjalaust úr okkar sameiginlega sjóði, títtnefnd- um ríkiskassa. Hvað gerist nú þegar Öryrkja- bandalagið, eftir áralanga þrauta- göngu, reynir að leiðrétta það sem það telur ranglega haft af sambúðar- fólki innan þeirra raða og hæstirétt- ur dæmir rétt vera, að ekki megi skerða grunnrétt þeirrs, svonefnda tekjutryggingu, 51 þús. krónur? „Sumir bregðast þannig við að telja einhver „störf“ fara forgörðum og skapa jafnvel atvinnuleysi fari innan- landsflug til Keflavíkur. En svo er auðvitað alls ekki. “ hann er með öllum sínum stöðugild- um (nema kannski upplýsingafull- trúanum nýja, sem þá verður óþarf- ur), einnig einstaklingar sem stunda viðhald flugvélamótora og halda sínu striki. - Aðeins af- greiöslufólk Flugfélagins kann að þurfa að breyta um vinnustað en ekki yfirgefa störf sín, því auðvitað verður sóst eftir því fólki sem „Hvort maður á að hlæja eða gráta veit ég ekki þegar maður sér viðbrögð forsœt- isráðherra í þessu máli, og ber saman viðbrögð hans við þeim sterka, dómurum, og þeim veika, örykjum...“ Þá virðist sami hæstvirtur for- sætisráðherra fá heilagan anda ábyrgðar til varnar okkar sameigin- lega sjóði yfir þeim ósköpum sem á að færa þessu fatlaða fóli, sem er þvílíkt „hátekjufólk" sem af súlurit- um á forsíðu Morgunblaðsins má sjá, að slíkt og þvilíkt skulu skatt- reynsluna hefur fengið við að inn- rita farþega og annað sem viðkemur innanlandsfluginu. Það myndi bara vinna þau störf í Leifsstöð. Og hvaö er þá annað eftir en að þrýsta áfram á um flutning innan- landsflugs til Keflavíkur og það löngu fyrr en árið 2016? Úrslit kosn- inganna um brotthvarf vallarins verða að liggja fyrir því landsbyggð- arþingmenn, huldumenn í borgar- stjórn sem ekki þora að gera upp hug sinn opinberlega og einhverjir til viðbótar (í sendiferðum á vegum fyrirtækja) í innanlandsfluginu munu leita afbrigða í stjórnsýslunni til að ná með frekjunni fram óska- draumi sínum; að halda Reykjavik í viðjum vanans og vætunnar í Vatnsmýrinni. borgarar þessa lands ekki þurfa að greiða, hvað svo sem dómarar dæma. Hann ætlar svo sannarlega að sjá til þess, ásamt ráðherrum framsóknarmanna, að skattborgar- ar landsins þurfi ekki að blæða nema 43 þúsundum króna í þetta „hátekjufólk“ sem sannur sjálfstæð- ismaður, Pétur Blöndal, oft nefnir svo. Hvort maður á að hlæja eða gráta veit ég ekki þegar maður sér við- brögð forsætisráðherra í þessu máli, og ber saman viðbrögð hans við þeim sterka, dómurum, og þeim veika, örykjum, þegar greiða á úr okkar sameiginlega sjóði. - Mér fall- ast hendur en lítið finnst mér leggj- ast fyrir kappann. Grátbrosleg viðbrögð ríkisstjórnar Dagfari Heiðra skaltu séra Baldur... Dagfara rak í rogastans þegar hann sá í blað- inu að til stæði að flæma séra Baldur Vilhelms- son úr Vatnsfirði vestra þar sem hann hefur búið og þjónað sínu fólki svo áratugum skiptir. Reynd- ar er séra Baldur kominn á aldur eins og það heitir og hættur að þjóna, auk þess sem búið er að leggja niður prestakallið hans. En Dagfara er sama. Prestur sem svo lengi hefur setið keikur við ysta haf í nafni Drottins á betra skilið en að vera úthýst þegar aldurinn færist yfir. Hver vill svo sem vera í Vatnsfirði nema séra Baldur? Dag- fari veit ekki betur en sóknarbörnin séu farin og fátt annað eftir en gamli presturinn, fuglarnir og selurinn í fjöruborðinu, Séra Baldur situr nú og skrifar biskupnum bréf þar sem hann fer fram á að fá að vera áfram í Vatnsfirði. Stjórnarformaðurinn í Prestssetrasjóði stendur hins vegar klár á öllum reglum og og prinsippum kirkjunnar: Þegar prestar hætta að þjóna hætta þeir einnig að sitja jarðir kirkjunnar. Ekki svo að skilja að séra Baldur þurfi að rýma fyrir nýjum presti. Það kemur enginn í hans stað. Prestakallið er farið og sóknarbömin líka. En séra Baldur vill vera áfram. Kirkjan vill selja Vatnsfjörðinn en eftirspurnin er víst ekki mikil. Aftur á móti fengist gott verð fyrir jörðina ef séra Baldur fylgdi. Nýríkir sportist- Og hver myndi slá hendinni á móti hempuklœddum presti í túnfætinum sem messaði alla sunnudaga á þann hátt sem séra Baldri er einum lagið? Vatnsfjörðurinn myndi hækka margfalt í verði ef séra Baldur vœri innifalinn. ar úr Reykjavík vilja gjaman nálgast náttúruna með jarðakaupum og hafa þá hunda og önnur dýr nærri sér. Og hver myndi slá hendinni á móti hempuklæddum presti í túnfætinum sem messaði alla sunnudaga á þann hátt sem séra Baldri er ein- um lagið? Vatnsfjörðurinn myndi hækka margfalt í verði ef séra Baldur væri innifalinn. Þetta þyrfti stjóm Prestssetrasjóðs að taka til athugunar. En ef allt um þrýtur þarf biskup að grípa í taumana. Það er ekki nóg að heiðra fóður sinn og móður. Kirkjan ætti að sjá sóma sinn í því að heiðra einnig sína bestu þjóna og þá sérstaklega þegar þeir fara ekki fram á mikið. Biskupinn hefur átt undir högg að sækja að undanfórnu og þarna gefst honum kjörið tækifæri til að bæta ímynd sína og Þjóðkirkjunnar. Hann gæti einfaldlega blessað áframhaldandi búsetu séra Baldurs í Vatnsfirði með beinni skírskotun i almættið og slegið í gegn aldrei þessu vant. Eng- inn myndi mótmæla þeirri ráðstöfun á eignum kirkjunnar. En það er næsta víst að hávær mót- mæli myndu bergmála úr öllum landsfjórðungum ef aðfórin að búsetu séra Baldurs í Vatnsfirði yrði til þess að hann þyrfti að yfirgefa heimili sitt. Séra Baldur er samgróinn Vatnsfirðinum og fyrir löngu orðinn órjúfanlegur hluti af landslaginu þar. Nær væri að láta Náttúruvemdarráð fjalla um málið frekar en kirkjuna. Hún er hvort sem er búin að afleggja prestakall hans en hún getur aldrei slegið séra Baldur af. Hann á heima í Vatnsfirðinum og hvergi annars staðar - svona eins og Guð á himnum. _ n . Strætó allan sólarhringinn. - Og fóik hefði frjálsar hendur í samgöngum. Strætó í næturakstur Þór Þorsteinsson hringdi: Vilji fólk taka stætisvagn á aðfanga- dagskvöld í jólamatinn kann það að ganga upp, en það fær ekki strætó til baka. Sama ástand er á gamalárs- kvöld, einnig um páska, hygg ég. í Kaupmannahöfn ganga lestar í út- hverfm. Á hátíðum hætta lestar snemma kvölds, en þá taka við stræt- isvagnar, svo að fólk á þess kost að komast fram og til baka fram eftir nóttu. Hér þyrftu strætisvagnar að aka næturlangt. Með því móti tæmd- ist t.d. miðborgin mun fyrr um helgar, og fólk hefði frjáslari hendur um ferð- ir í borginni. - Það er eins gott að nú- verandi forstjóri SVR er ekki þjálfari fótboltaliðs... Sleppum ekki Jónínu Framsóknarmaöur skrifar: Mér sýnist sem línur hafi lítt skýrst varðandi varaformannsfram- boð í Framsóknar- flokknum á meðan allt að átta manns eru tilnefndir. Ég er þeirrar skoðun- ar, að aðeins einn þeirra þingmanna sem tilnefndir eru til varaformanns sé hæfastur, nefnilega Jónína Bjartmarz, lögfræðingur og þingmaður flokksins. Ekki bara af því að hún er kona, heldur vegna þess að hún hefur komið einstaklega vel fyrir sem talsmaður í hinum ýmsu málum sem hún hefur komið að. Ekki síst í málinu um öryrkjadóminn sem glögg- ur málafylgjumaður og stjórnmála- maður. Hún gæti vel orðið formaður í beinu framhaldi siðar. Sveitarstjórinn og öryrkjarnir J.M.G. skrifar: Nú vill sveitarstjóri Dalabyggðar láta öryrkja og ellilífeyrisþega í Reykja- vík borga skattana fyrir forstjóra Byggðastofnunar. Margt hefur nú landsbyggðamönnum dottið í hug til að halda fólki kyrru á þeim stöðum þar sem enginn vill vera, en sjálfsagt slær þetta allt út. Öll blöð eru full af viðtöl- um við fólk sem flýr af landsbyggðinni og auð húsin standa eftir. Fróðlegt verður að sjá hvernig þingmenn Reykjavíkur bregðast við þessu síðasta. Enginn rakstur! Gulli hringdi: Hún var skemmtileg hugmynd Torfa Geir- mundsson- ar rakara og félaga hans Har- aldar Dav- íðssonar að raka hátt á annað hund- rað manns sl. laugardag. Og það ókeypis!. En ósköp fannst mér þetta eitthvað nútímalegur rakstur, að nota ekki hnifmn. Hvergi er eins litið um rakstur karla á rakarastofum og hér. Um alla Evrópu og í Bandaríkjunum eru rakarar uppteknir við rakstur. Þar liggur mönnum líka ekki lífið á eins og hér. Og þar raka allir með hníf. Og það er gaman að sjá hnífinn leika í höndum á vönum rökörum. nvl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Torfi mundar græjurnar. - Hnífurinner skemmtilegri. Jónína Bjart- marz alþm. - Hefur hlotiö lof fyrir framgöngu sína sem giöggur máiafyigiumaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.