Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Síða 22
26
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001
DV
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
95 ára______________________
Guörún S. Pétursdóttir,
Víöimel 44, Reykjavík.
85 ára______________________
Bjarni Jörgensson,
Vitastíg 17, Reykjavík.
María Björnsdóttir,
Kleppsvegi 62, Reykjavlk.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Rauðalæk 41, Reykjavik.
75 ára______________________
Eyjólfur Arthúrsson,
Ásgarði 3, Reykjavík.
Helga Sólveig Jensdóttir,
Vanabyggð 7, Akureyri.
Sverrir Jónatansson,
Grænumýri 6, Seltjarnarnesi.
70 ára________________________
Sigurður Þorsteinsson,
Bjarnahóli 2, Höfn.
Þórhallur Þ. Jónsson,
Kópavogsbraut 111, Kópavogi.
80 ára_________________________
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir,
Lundi, Varmahlíð.
Gíslína Kristjánsdóttir,
Birkihæð 10, Garðabæ.
Marinus Schmitz,
Vesturbergi 18, Reykjavík.
Nanna Kristín Bjarnadóttir,
Kringlumýri 27, Akureyri.
Sigtryggur Björnsson,
Héðinsbraut 7, Húsavík.
Sigþór Koch Jóhannsson,
Lundarbrekku 4, Kópavogi.
/algeröur Eisa Pétursdóttir,
Krókahrauni 4, Hafnarfirði.
Fjóla Runólfsdóttir bóndi,
Skarði, Holta- og Land-
sveit. Hún tekur á móti
gestum á Laugalandi laug-
ardagskvöldið 3.3. frá kl.
20.00.
Bjarni Sigurðsson,
Dúfnahólum 2, Reykjavík.
Guölaug M. Jónsdóttir,
Holtagerði 45, Kópavogi.
Hallgrímur Guðmundsson,
Helluhóli 7, Hellissandi.
Hlíf Anna Dagfinnsdóttir,
Hraunbæ 18, Reykjavík.
Jevdokia Vitkovskaja,
Langholti 6, Þórshöfn.
Loftur Jóhannsson,
Salthömrum 5, Reykjavík.
Magnús R. Sigurðsson,
Hnjúki, Blönduósi.
Margrét Rannveig Jónsdóttir,
Öldugranda 7, Reykjavík.
Sævar Friðrik Sveinsson,
Jakaseli 27, Reykjavík.
Þórey Kristín Guöbjartsdóttir,
Garðaflöt 7, Stykkishólmi.
Ægir Jónsson,
Klapparbergi 29, Reykjavík.
40 ára_______T__________________________
Ágúst Viðar Árnason,
Öldugranda 3, Reykjavík.
Áslaug Kristinsdóttir,
Klukkurima 16, Reykjavík.
Elín Huld Haildórsdóttir,
Efstahjalla 13, Kópavogi.
Elsa Gunnarsdóttir,
Ásavegi 27, Vestmannaeyjum.
Patricia Segura Valdes,
Skipasundi 4, Reykjavík.
Vilborg Guðnadóttir,
Bæjargili 91, Garðabæ.
Þóra Sigurðardóttir,
Efstasundi 70, Reykjavík.
Þórólfur Kristján Sverrisson,
Hátúni 21, Eskifirði.
Andlát
Ingigerður Jónsdóttir, Vesturgötu 7,
Reykjavík, andaöist á Landspítalanum í
Fossvogi laugard. 3.2.
Guðmunda Sigurlaug Pétursdóttir lést
á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 2.2.
Sigríður Hulda Einarsdóttir, Árskógum
8, Reykjavík, andaðist á Landspítalan-
um, Fossvogi, að kvöldi fimmtud. 1.2.
Arne Friörik Kristensen frá Þormóðsstöð-
um, Starhólma 4, Kópavogi, lést á líknar-
deild Landspítalans, Kópavogi, 4.2.
Hildur Bjarnadóttir, Árvegi 8, Selfossi,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
sunnud. 4.2.
Ari Birgir Pálsson, Vestmannabraut
51b, Vestmannaeyjum, er látinn.
Jóhanna Kristvinsdóttir, Gillastöðum,
Dalasýslu, lést laugard. 3.2.
Sjöfn Marta Haraldsdóttir, Eiöistorgi
15, Seltjarnarnesi, lést í Taílandi 3.2.
50 ara
Fímmtugur
/
Hermann Oskarsson
dósent við Háskólann á Akureyri
Dr. Hermann Óskarsson, dósent í
félagsfræði við HA, Höfðahlíð 8, Ak-
ureyri, nú að 7, Robert Way, Wiven-
hoe C07 9JG, Colchester, Essex á
Englandi, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Hermann fæddist á Húsavík en
ólst upp á Laugum í Reykjadal og i
Blönduhlið í Skagafirði. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA 1972,
Fil.kand.-prófi í félagsfræði við Há-
skólann í Gautaborg 1980, prófum í
uppeldis- og kennslufræði við KHÍ
1989 og doktorspróf í félagsfræði við
Háskólann í Gautaborg 1996.
Hann var í rannsóknarleyfí við
Háskólann í Gautaborg 1994, var
Fulbright gistifræðimaður við
Wisconsinháskóla í Madison 1997 og
er nú gistifræðimaður í boði Há-
skólans í Essex á Englandi til 2001.
Hermann stundaði sveitastörf á
unglingsárunum, var bygginga-
verkamaður á Laugum í nokkur
sumur og í New York 1969, starfs-
maður við Kísiliðjuna við Mývatn
þrjú sumur, var gjaldkeri Norður-
verks við Laxárvirkjun og veiði-
vörður víð Laxá 1972, starfsmaður
við Kleppsspítala 1974-1975, starfs-
maður við Sumarhótelið á Laugum
1976 og starfsmaður á stofnunum
fyrir þroskahefta í nágrenni Gauta-
borgar 1977 og 1978.
Hermann var forfallakennari við
Héraðsskólann á Laugum 1976,
stundakennari við MA 1988, kenndi
við VMA 1986-95, lektor í félags-
fræði við HA 1987-97 og er dósent
þar frá ársbyrjun 1997. Hann sinnti
námsráðgjöf við MA 1986-88, við
VMA 1986-88 og kenndi á vegum
verkalýðsfélagsins Einingar og Ak-
ureyrarbæjar 1990-93.
Hermann sat í Rannsóknarnáms-
ráði félagsfræðideildar Háskólans i
Gautaborg 1981-84, var formaður
Félags starfsfólks við HA 1991—92,
sat í kennslumálanefnd HA 1992-93,
var formaður samninganefndar Fé-
lags háskólakennara á Akureyri
1992-93, formaður tölvunefndar HA
1997-2000, hefur verið formaður
dómnefndar um lektorshæfi og dós-
enthæfni, fulltrúi kennara í Há-
skólaráði HA frá 1999, varaforseti
háskólaráðs HA og staðgengill rekt-
ors frá 1999 auk þess sem hann hef-
ur gegnt fjölda annarra stjórnunar-
og trúnaðarstarfa fyrir HA.
Hermann sat i stjórn Félags ís-
lenskra námsmanna í Gautaborg og
nágrenni 1977-78, var fulltrúi SÍNE
í Gautaborg 1977-78, sat í trúnaðar-
ráði stúdentagarðsins í Gautaborg
frá 1977-78, sat í stjórn Félag félags-
fræðinga í Gautaborg 1986-87, sat i
framkvæmdaráði Samfylkingarinn-
ar á Norðurlandi eystra 1999-2000,
og var varafor-
maður Samfylk-
ingarinnar á
Norðurlandi
eystra 2000
Fjölskylda
Kona Her-
manns frá 1992
er Karín María
Sveinbjörnsdótt-
ir, f. 12.10. 1951,
framhaldsskóla-
kennari. Hún er
dóttir Svein-
björns Kristjáns-
sonar, f. 23.11.
1923, búsettur í
Garðabæ, og
Sylvíu Kristjáns-
son, f. 25.3. 1924,
d. 27.10. 2000.
Dóttir Her-
manns og Karín-
ar er Sylvía Ósk
Hermannsdóttir,
24.10. 1994, nemi.
Kjörsonur Hermanns frá fyrra
hjónabandi er Arnar Freyr S. Her-
mannsson, f. 28.4.1985, nemi.
Börn Karínar frá fyrra hjóna-
bandi eru Árni Þór Erlendsson, f.
15.5. 1976, starfar við tölvunar- og
kerfisþjónustu, en unnusta hans er
Hildur Elísabet Ingadóttir, f. 8.8.
1975, bankastarfsmaður; Harpa Ýr
Erlendsdóttir, f. 9.2. 1978, aðstoðar-
maður iðjuþjálfa, en sambýlismaður
hennar er Halldór Víglundsson, f.
30.8. 1975, sjúkraþjálfari.
Systkini Hermanns: Friðrik
Ágúst Óskarsson, f. 13.5. 1949, stór-
kaupmaður, búsettur í Mosfellsbæ;
Knútur Óskarsson, f. 23.2. 1952,
framkvæmdastjóri, búsettur í Mos-
fellsbæ; Una María Óskarsdóttir, f.
19.9. 1962, búsett í Kópavogi.
Foreldrar Hermanns eru Óskar
Ágústsson, f. 8.11.1920, íþróttakenn-
ari, og k.h., Elin Friðriksdóttir, f.
8.8. 1923, húsmæðrakennari. Þau
voru lengst af búsett á Laugum en
eru nú búsett í Reykjavík.
Hermann er að heiman í dag.
Sjötíu og fimm ára
Jón Finnsson
hæstaréttarlögmaður
Þorvaldur Ásgeirsson
verkamaður í Vestmannaeyjum
Jón Finnsson hrl.,
Sunnuvegi 9, Hafnar-
flrði, er sjötíu og fimm
ára í dag.
Starfsferill
Jón fæddist á ísafirði.
Hann lauk stúdentsprófi
frá MA 1946, prófi í lög-
fræði frá HÍ1951, stund-
aði nám í sjórétti og
flugrétti við háskólana í
Hamborg og Frankfurt
am Main 1957, öðlaðist hdl.-réttindi
1959 og hrl.-réttindi 1965.
Jón var fulltrúi hjá bæjarfógetan-
um í Hafnarfirði og sýslumanninum
í Gullbringu-og Kjósarsýslu 1951-66,
jafnframt lögreglustjóri á Keflavík-
urflugvelli 1951-54 og sýslumaður
og bæjarfógeti í forfóllum 1960-62.
Jón starfrækti lögmannsstofur i
Reykjavík, ásamt Birni Svein-
björnssyni hrl., 1966-73, Skúla J.
Pálmasyni hrl. 1966-93, Sveini
Hauki Valdemarssyni hrl. 1966-99
og Kristni Hallgrímsson hrl. frá
1989. Hann var dómari í Félagsdómi
1966-67, varadómari í Kjaradómi
1971-77, aðalmaður í Kjaradómi og
Kjaranefnd frá 1977 og formaður
Kjaradóms 1988-93, varadómari í
Hæstarétti 1977-79 í málum, kennd
við Varið land, og setudómari í
ýmsum málum i Hæstarétti.
Jón sat i stjórn Orators 1947—18, í
stjórn Stangaveiðifélags Hafnar-
Qarðar og formaður þess 1970-74,
formaður Landssambands Stanga-
veiðifélaga 1970-73, í stjóm LMFÍ
1975-77, í jafnlaunaráði 1973, jafn-
réttisráði 1976-77, var
stj órnarformaður
steypustöðvarinnar BM
Vallá ehf. 1970-90 og
hefur setið í opinberum
nefndum.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns:
Kristbjörg Jakobsdóttir,
f. 16.5. 1926, cand phil.
og húsfreyja. Hún er
dóttir Jakobs Karlsson-
ar, f. 15.8. 1885, d. 22.6. 1957, skipaaf-
greiðslumanns og bónda í Lundi á
Akureyri, og k.h., Kristínar Sigurð-
ardóttur, f. 1.11. 1881, d. 30.1. 1957,
húsfreyju.
Dóttir Jóns og Kristbjargar er
Kristín, f. 30.12. 1961, BA og hús-
freyja í Hafnarfirði, gift Ásbirni Sig-
þóri Snorrasyni, bifreiðasmið og
rafeindavirkja, og eru börn þeirra
Kristbjörg Tinna, f. 1985, Jón, f.
1992, Tindur Orri, f. 1995, og Ylfa
Hrönn, f. 1997.
Systkini Jóns: Þuríður, f. 27.6.
1915, d. 25.10. 1993, húsmóðir í
Reykjavík; Birgir, f. 19.5.1917, fyrrv.
framkvæmdastjóri og alþm. í
Reykjavík; Ásta, f. 10.9. 1919, hús-
freyja í Reykjavík; Ingibjörg, f.
19.10. 1921, fyrrv. verslunarmaður;
Finnur, f. 29.1. 1923, d. 23.10. 2000,
skipasmiður og handíðakennari.
Jón og kona hans eru erlendis.
Foreldrar Jóns voru Finnur Jóns-
son, f. 28.9. 1894, d. 30.12. 1951, fram-
kvæmdastjóri, alþm. og ráðherra,
og f.k.h., Auður Sigurgeirsdóttir, f.
2.4. 1888, d. 20.6. 1935, húsmóðir.
Þorvaldur Ásgeirs-
son, fyrrv. verkamað-
ur, Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum, er
áttræður í dag.
Starfsferill
Þorvaldur fæddist á
Blönduósi og átti þar
heima til 1971 að und-
anskildum árunum
1938-40. Þá bjó hann
hjá Hrefnu, systur
sinni, og manni henn-
ar, sr. Marinó Kristinssyni að Valla-
nesi á Völlum. Hann var siðan í.
Reykjavík, starfaði í efnalauginni
Glæsi og var í Bretavinnu. Þá æfði
hann hnefaleika hjá Guðmundi Ara-
syni í Ármanni.
Þorvaldur var á vetrarvertíðum
suöur með sjó og i Vestmannaeyjum
og á síld nokkur sumur. Á
Blönduósi stundaði hann m.a. múr-
verk, vann á vélaverkstæðum og
var síðustu starfsárin þar verkstjóri
hjá Blönduósbæ.
Þorvaldur og fjölskylda hans
fluttu í Hafnarfjörðinn 1971. Þar
vann hann í skipasmíðastöðinni
Dröfn, í Reykveri og við logsuðu og
rafsuðu i Berki hf. í fimmtán ár.
Hann og kona hans fluttu til Vest-
mannaeyja 1997 og hafa átt þar
heima síðan.
Þorvaldur stundaði hesta-
mennsku og söng með karlakórum
og kvartett Jónasar Tryggvasonar.
Fjölskylda
Þorvaldur kvæntist 8.6. 1946 Sig-
urborgu Gísladóttur, f.
27.4. 1923, húsmóður.
Foreldrar hennar voru
Gísli Guðmundsson og
Sigríður Guðmunds-
dóttir. Sigurborg ólst
upp á Svarthamri í
Álftafirði hjá Ásgeiri
Kristjánssyni og Hin-
riku Sigurðardóttur.
Börn Þorvalds og
Sigurborgar eru Ás-
geir Ingi Þorvaldsson,
f. 16.7. 1948, kvæntur
Guðfinnu Sveinsdóttur og eru börn
þeirra Sveinn og Borgþór en börn
Ásgeirs og Sigrúnar Pálsdóttur eru
María og Þorvaldur; Hrefna Þor-
valdsdóttir, f. 29.12. 1951, húsfreyja
að Árnesi í Trékyllisvík, en maður
hennar er Valgeir Benediktsson og
eru börn þeirra Ingibjörg, Elísa Ösp
og Rakel; Olgeir Þorvaldsson, f. 19.2.
1961, búsettur að Hauganesi við Dal-
vík, en kona hans er Sigríður Ósk-
arsdóttir og eru börn þeirra Helena
Dögg, Einar Björgvin og Sigurborg
Lilja.
Systkini Þorvalds: Hrefna, nú lát-
in; Sigríður, nú látin; Ása Sigur-
björg, nú látin; Kristín Arndís; Soff-
ía Ingibjörg; Olga, nú látin; Helga
Maggý, nú látin; Zophonías; Val-
garð, nú látinn.
Systursonur og uppeldisbróðir
Þorvalds var Hrafn, nú látinn.
Foreldrar Þorvalds voru Ásgeir
Þorvaldsson, f. 1881, d. 1961, múrari
á'Blönduósi, og Hólmfríður Zophon-
íasdóttir, f. 1889, d. 1955, húsmóðir.
Merkir Islendingar
Ragnar í Smára fæddist í Mundakoti á
Eyrarbakka 7. febrúar 1904, sonur Jóns
Einarssonar hreppstjóra og Guðrúnar Jó-
hannsdóttur. Meðal barna hans er Jón
Óttar, fyrsti sjónvarpssjóri Stöðvar 2.
Ragnar flutti sextán ára til Reykja-
víkur, lauk verslunarprófi 1922, stund-
aði afurðarsölu fyrir bændur um
skeið, varð forstjóri og annar aðaleig-
enda smjörlikisgerðarinnar Smára,
stór eignaraöili í smjörlíksgerðinni
Sól, starfrækti Víkingsprent og Helga-
fell, eitt stærsta bókaforlag landsins.
Ævistarf og köllun Ragnars fólst í því
að styrkja og hvetja unga rithöfunda og
listamenn. Sú köllun gerði hann að áhrifa-
mesta menningarfrömuði þjóðarinnar. Hann
Ragnar í Smára
kynntist Þórbergi og Halldóri Laxness hjá Er-
lendi í Unuhúsi og gaf út verk þeirra, auk
verka Gunnars Gunnarssonar, Tómasar,
Steins og Davíðs. Þá var hann fyrsti út-
gefandi flestra skálda af næstu kynslóð,
styrkti fjölda íslenskra myndlistar-
manna, var hvatamaður að stofnun
Tónlistarskólans og stofnaði, ásamt
Þorvaldi Thoroddsen, Tónlistarfélagið
sem öðrum félögum fremur lagði
grunninn að íslensku tónlistarlífi.
Ragnar var upphaflega mjög vinstri
sinnaður en umpólaðist og var sjálfstæð-
ismaður upp frá þvi. Hann beitti sér mjög
gegn bandaríska herstöðvarsjónvarpinu og
stjórnaði kosningabaráttu og forsetakjöri
Kristjáns Eldjárns 1968. Ragnar lést 1984.
Útför Sigríðar Eyglóar Þórðardóttur,
Vesturbergi 74, Reykjavík, fer fram frá
Fella- og Hólakirkju 12.2. kl. 15.00.
Útför Kjartans Jónssonar, týrrv. leigubif-
reiðarstjóra, Kleppsvegi 46, fer fram frá
Áskirkju föstud. 9.2. kl. 13.30.
Gunnþór Guðjónsson frá Fáskrúösfiröi,
Seljabraut 18, Reykjavík, veröurjarö-
sunginn frá Seljakirkju 8.2. kl. 13.30.
Óskar Sveinbjörn Ingvarsson, Brekku-
byggö 83, Garðabæ, verðurjarðsunginn
frá Vídalínskirkju, Garöabæ, miðvikud.
7.2. kl. 13.30.
Björn Stefánsson, Grænuhllö 13,
Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dóm-
kirkjunni fimmtud. 8.2. kl. 13.30.
Birgir G. Frímannsson verkfræöingur,
Baröaströnd 27, Seltjarnarnesi, veröur
jarðsunginn frá Seltjarnameskirkju
miövikud. 7.2. kl. 13.30.