Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
Fréttir X>V
Harkaleg átök milli Félags nuddara og skólastjóra Nuddskóla íslands:
Skólastjóri læstur úti
- skipt um skrár í hurðum. Stjórnin sagði af sér á átakafundi í gær
Ágreiningur er risinn milli
stjómar Félags íslenskra nuddara
og Guðmundar Skúla Stefánssonar
en hann hefur verið hefur skóla-
stjóri Nuddskóla íslands sem rek-
inn er af félaginu. Guðmundur
Skúli var skólastjóri Nuddskólans
samkvæmt samningi sem átti að
gilda fram til vors 2002 og mun
hafa verið óuppsegjanlegur. Guð-
mundi Skúla var hins vegar vísað
á dyr í skólanum í febrúarbyrjun.
Hann gerði tilraun til að mæta
áfram til vinnu en þá var búið að
skipta um skrár í hurðum skólans.
Ástæða uppsagnarinnar munu
vera samstarfsörðugleikar milli
skólastjóra og stjórnar. Átakafund-
ur var haldinn á Hótel Lind í gær
þar sem sú niðurstaða varð að
stjómin sagði öll af sér.
Guðmundur Skúli Stefánsson
staðfesti aö honum hefði verið sagt
upp vegna samstarfsörðugleika en
vildi ekkert láta hafa eftir sér um
málið að öðru leyti. „Þetta er ekk-
Skólastjóranum vísaö frá
Þegar Guðmundur Skúli Stefánsson, skólastjóri Nuddskólans, mætti til vinnu
í byrjun febrúar kom hann að luktum dyrum.
ert til að tjá sig um. Málið verður í byrjun næsta mánaðar," sagði
tekiö fyrir á aðalfundi seem verður hann.
Jóhanna Haralds formaður Fé-
lags íslenska nuddará neitaði að
upplýsa um hvað ágreiningurinn
snérist en eftirfarandi yflrlýsing
barst DV frá stjórn félagsins
skömmu eftir samtalið:
“Vegna óánægju stjórnar Félags
íslenskra nuddara með störf skóla-
stjóra Nuddskóla íslands var grip-
ið til þeirra aðgerða að víkja hon-
um frá störfum. Félagsfundur var
haldinn þann 25.2. 2001 þar sem
hreinskiptar umræður fóru fram.
Þessi ákvörðun stjórnar stendur,
en vegna ásakana um að eiginhags-
munir hafi að einhverju leyti stað-
iö á bak við hana tók stjórn þeirri
áskorun fundarins að segja af sér
og verður boðað til aöalfundar
fljótlega þar sem ný stjórn verður
kosin.“
Aðspurð um ágreiningsefnið
sagði Jóhanna:
“Þetta er innanhússmál sem tek-
ið veröur á hér.“ -ss
Norðmenn
vilja íslenskt
kvótaár
Terje Martinussen, framkvæmda-
stjóri samtaka norskra fiskvinnslu-
stöðva, hefur lagt til að Norðmenn
fari að fordæmi íslendinga og heíji
kvótaárið 1. september ár hvert.
Martinussen segir að með því að
enda kvótaárið á sumarleyfum líkt
og gert sé á íslandi sé hægt að auka
framleiðni í norskum fiskvinnslu-
fyrirtækjum og ná fram jafnari
framleiðslu án þess að þurfa að
senda starfsfólkið heim utan sumar-
leyfistímans. Þá geti sjómenn tekið
sumarfri á sama tíma og aðrir
starfsmenn í sjávarútvegi.
Þessi skoðun Martinussen kemur
fram í viötali við norska ríkisút-
varpið í Finnmörku en greint er frá
málinu á fréttavef IntraFish. Hann
segir að reyndar geti það reynst
Norðmönnum erfiðara að hefja
kvótaárið 1. september en íslending-
um vegna þess að Noregur stjórni
veiöum á ýmsum stofnum í félagi
við aðrar þjóðir._____-DVÓ
Stolnir veglyklar
koma í leitirnar
Nokkuð hefur verið um það að
fólk hafi stolið veglyklum úr bílum
og ætlað að notfæra sér að komast
frítt í gegnum Hvalfjarðargöng.
Engin hætta er á því aö þjófar kom-
ist frítt í gegn aö sögn Marinós
Tryggvasonar, starfsmanns Spalar,
sem á og rekur Hvalíjarðargöng.
Bróðurparturinn af þeim 30-40 lykl-
um sem stolið hefur verið hafa kom-
ið í leitirnar. Um síðustu helgi var
stolið lykli úr bíl sem var opinn en
sá ökumaður hefur ekki þorað að
vera á ferðinni enda auglýsti eig-
andinn rániö í útvarpinu á þriðju-
dag. „Þeir sem stela veglyklum
komast ekki í gegn því við myndum
bifreiðar um leið og þær koma aö
gjaldsskýli," segir Marinó. Hann
segir að í dag séu um 11.700 veglykl-
ar í umferö. Hann segir mikla aukn-
ingu vera í sölu á veglyklum. í jan-
úar voru seldir 160 veglyklar og sal-
an er talin þekk í febrúar. -DVÓ
Jeppa- og vélsleða-
fólk aðstoðað
Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu
jeppa- og vélsleðamenn sem höföu
verið á ferð á Hellisheiði og utan Gjá-
bakkavegar inn að Skjaldbreið í gær-
kvöld. Þá hafði brostið á með byl og
slæmu skyggni. Ekkert amaði að
ferðalöngunum en þeir þurftu aðstoð
til aö komast.
„Það var vitað hvar þetta fólk var,“
sagði lögreglumaður á Selfossi. -Ótt
DV-MYND PJETUR
Blóm handa Merði
Mörður og Evróvisjónfararnir voru kampakátir við afhendingu blómvandarins í gærkvöld. Sátt hefur náöst í
Evróvisjóndeiiunni.
Sættir takast í Evróvisjóndeilunni:
Mörður meiri maður
- eftir að hafa bakkað, segir Kristján Gíslason söngvari
Popparamir Gunnar Ólason og
Kristján Gíslason réttu fram sáttahönd
í Evróvisjóndeilunni í gærkvöld þegar
þeir færðu Merði Ámasyni blómvönd
á heimili hans við Laugaveg.
Sem kunnugt er hefur Möröur
ákveðið að draga til baka tillögu sina
um að framlag íslands til Evróvisjón-
keppninnar í ár skyldi sungið á ís-
lensku, eftir harða gagnrýni hljóm-
listamanna.
„Þú ert meiri maður fyrir vikið,"
sagði Kristján við Mörð að aflokinni af-
hendingu veglegs blómvandar til að inn-
sigla sögulegar sættir. Söngvaraparið
lagði áherslu á að aldrei hefði verið um
að ræða óvild í garð Marðar af þeirra
hálfu á meðan umræða málsins stóð.
Mörður tók poppurum með virktum
og bauð heimabakaðar bollur fyrir
blómvöndinn. Að því loknu viðmðu
gestir og gestgjafinn það sem lá á bak
viö skoðanir þeirra í Evróvisjónmál-
inu.
„Meiningin var aldrei að ganga gegn
vilja tónlistarmanna heldur var hug-
myndin að koma til móts við þann stóra
hóp sem vill gera íslenskunni hærra
undir höfði," sagði Mörður.
Söngvaraparið lýsti erfiðleikunum
sem fylgdu því að syngja á móðurmál-
inu.
„Þetta er mikið til spurning um pen-
inga því það er erfitt að fá fjármagn í
þessa ferð ef lagið er sungið á íslensku,"
segir Gunnar.
Poppararnir sögðu nú aðeins eitt
standa í vegi fyrir því að þeir kæmust
til Kaupmannahafnar.
„Við eigum bara eftir að velja okkur
pils,“ segja Gunnar og Kristján Evró-
visjónfarar. -jtr
Dorg-meistari
Styrmir Gíslason sigraði í dorgveiðikeppni á Arnarvatni á laugardaginn.
Jeppadeild Útivistar og Arctic Trucks stóðu yrir keppninni.Styrmir sem veiddi
stærsta fisk dagsins tekur við verðlaunum úr hendi Lofts Ágústssonar.
Ungir vilja Björn
Sigurður Kári
Kristjánsson, for-
maður Sambands
ungra sjálfstæðis-
manna hefur lýst því
yfir að hann væri
þeirrar skoðunar að
best væri að Björn
Bjarnason leiddi
lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar.
Siv vinsæl
Samkvæmt niður-
stöðu atkvæða-
greiðslu lesenda
stjórnmálavefs Vís-
is.is nýtur Siv Frið-
leifsdóttir mests
stuðnings til emb-
ættis varaformanns
Framsóknarflokks-
ins af þeim fimm einstaklingum sem
spurt var um. Lesendur gátu gert upp
á milli þeirra Sivjar, Guðna Ágústs-
sonar, Jónínu Bjartmarz, Kristins H.
Gunnarssonar og Ólafs Arnar Har-
aldssonar, sem öll hafa ýmist þegar
boðað framboð í varaformannsemb-
ættið eða gefið í skyn að slíkt fram-
boð sé vel hugsanlegt að þeirra hálfu.
Skjálftavirkni
Um helgina varð vart talsverðrar
skjálftavirkni bæði á Suðurlandi og
í norðanverðum Vatnajökli.
Skjálftavirknin var á bilinu 2 til 3 á
Richter en ekki er talið að ástæða sé
til að óttast að sterkari skjálftar
fylgi í kjölfarið. Stöð tvö sagði frá.
Eldur undir sundlaug
Eldur kviknaði undir sundlaug
Breiðholts í Austurbergi klukkan 17 í
gær. Þegar slökkvilið kom á staðinn
reyndist hér vera um að ræða aðstöðu
nemendafélags Fjölbrautaskólans í
Breiðholti en hún er í kjallara sund-
laugarinnar. Nokkrir nemendur skól-
ans voru í húsinu þegar eldurinn kom
upp. Ekki er vitað um upptök eldsins,
en talið er að kviknað hafi í sófa.
Rannsakar smygl
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra hyggst láta fara fram rannsókn
á sögum um að mikið magn fíkniefna
hafi komist til landsins í gegnum
Vestmannaeyjar vegna þess að fjár- 1
skortur hamlaði rannsókn.
Berrassaður Sjálfstæðisflokkur
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgar-
stjóri í Reykjavík,
sagði í viðtali við
Dag að sér fyndist
síendurtekin um-
ræða sjálfstæðis-
manna um hver
eigi að leiða borgar- I
stjórnarflokk þeirra grátbrosleg.
Umræðan endurspeglaði algeran
glundroða í þeirra röðum.
Reykjavíkurlistinn í einu lagi
í sama viðtali segir Ingibjörg Sól-
rún að sér fyndist rangt hjá hverj-
um þeim flokki sem stendur að
Reykjavikurlistanum að kljúfa sig
frá honum fyrir komandi kosning-
ar. Sér fyndist það þá ekki bera vott
um að hagsmunir borgarinnar og
borgarbúa sætu í fyrirrúmi.
Mikið brunatjón í fyrra
Bunatjón í fyrra var margfalt
miðað við tjón á ári undanfarin 20
ár eða nærri tveir og hálfur millj-
arður króna. Að jafnaði valda 5 til
10 brunar á ári helmingnum af
brunatjóninu. Ástæðan fyrir því að
árið í fyrra sker sig svona úr hvað
brunatjón varðar er stórbruninn
hjá Isfélaginu í Vestmannaeyjum.
ruv.is sagði frá.
-jtr/ss