Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Side 13
13
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
Útlönd
Colin Powell átti fundi með Arafat og Sharon í gær:
Leggur áherslu á frekari
íhlutun Bandaríkjamanna
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Colin Powell, hvatti i gær
ísraela og Palestínumenn til að
binda enda á ofbeldi þjóðanna
og leita sátta eftir átök undan-
farna fimm mánuði sem kostað
hafa 400 manns lífið. Powell,
sem er nú í fór um Miðaustur-
lönd, átti í gær fund með Ariel
Sharon, forsætisráðherraefni
ísraels, og Yasser Arafat, forseta
Palestínu. Að loknum fundinum
með Arafat, sem fram fór í bæn-
um Ramallah á Vesturbakkan-
um, sagði Powell í ávarpi að
Bandaríkin myndu halda fast
við þá stefnu að leiða friðarferl-
ið í Miðausturlöndum undir
stjórn George W. Bush forseta.
Powell, sem hóf fór sína í Eg-
yptalandi, átti einnig fund með
Ariel Sharon í Jerúsalem en
hélt að því búnu til Jórdaníu.
Powell mun einnig heimsækja
leiðtoga Sýrlands, Kúveits og
Sádi-Arabíu.
Hundruð mótmælenda þustu
út á götur þegar Powell og Ara-
fat ræddust við í Ramallah og
sögðu utanríkisráðherranum
„að fara heim“. Talið er að aílt
að 2500 mótmælendur hafi verið þar
samankomnir. Brugðu þeir m.a. á
það ráð að hrópa vígorð að Powell i
gegnum hljóðnema. Þá brenndu
mótmælendur ísraelska þjóðfána og
myndir af Powell.
Á sameiginlegum fréttamanna-
Colin Powell og Arafat í Ramallah
Powell og Arafat takast I hendur á fundi þeirra í gær.
fundi sem Powell og Arafat héldu að
loknum viðræðum þeirra kvartaði
Arafat m.a. undan því að af fundi
þeirra hefði ekki getað orðið nema
með hjálp Abdullah Jórdaníukon-
ungs. Lét Arafat í það skína að ísra-
elsk yfirvöld hefðu bannað honum
að ferðast á þyrlu sinni frá Gaza að
Vesturbakkanum. Sagði Arafat að
málið hefði verið i hnút og engin
lausn fundist fyrr en Abdullah hefði
lánað Arafat einkaþyrlu sína. Skrif-
stofa ísraelska forsætisráðuneytis-
ins vísaði ásökunum Arafats á bug.
Nokkrir Palestínumenn skutu
og særðu tvo ísraela í Jerúsalem
í gær meðan heimsókn Powells
stóð yfir. ísraelskur ökumaður
særðist á höfði er nokkrir
Palestínumenn skutu að bifreið
hans. Þá særðist kona á höndum
og fótum nærri Ofra á Vestur-
bakkanum eftir skotárás frá
nokkrum Palestínumönnum.
Einn Palestínumaður a.m.k.
særðist einnig þegar til átaka
kom í borginni Hebron.
Ariel Sharon, forsætisráð-
herraefni ísraels, sagði í gær að
loknum fundi hans og Powells
að ísraelar gerðu kröfu um að
Palestínumenn létu af frekara
ofbeldi ef friðarviðræður ísraela
og Palestínumanna ættu að
halda áfram. Sagði Sharon að þá
fyrst væri unnt að taka upp
þráðinn i friðarviðræðunum að
nýju.
Powell tók undir orð Sharons
í sameiginlegu ávarpi þeirra að
loknum fundinum í Jerúsalem.
Sagðist Powell þess fullviss að
Sharon myndi vinna af heilind-
um að því að koma á friði milli
þjóðanna.
Að loknum viðræðunum við
Sharon og Arafat hélt Powell á fund
Abdullah Jórdaníukonungs í Amm-
an. Ræddu þeir m.a. viðskiptabann-
ið á trak og loftárásir Breta og
Bandaríkjamanna á írak fyrr í
mánuðinum.
George og Barbara Bush
Voru meöal gesta I Kúveit.
Tíu ár frá því
sigur vannst á
írökum
Stjórnmálamenn og herforingjar
sem komu að Persaflóadeilunni hitt-
ust í Kúveit í gær til að minnast
þess að 10 ár eru liðin frá því að sig-
ur vannst á írökum og hemám
þeirra á Kúveit var brotið á bak aft-
ur. Krónprinsinn af Kúveit og for-
sætisráðherra, Sheikh Saad al-A-
bdulla al-Sabah, stýrði athöfninni
en þar voru stjórnarerindrekar fjöl-
margra ríkja sem voru í lykilstöð-
um í Persaflóadeilunni. Á meðal
gesta voru George Bush, fyrr-
verandi forseti Bandaríkjanna, og
eiginkona hans. Einnig voru þar
Carlos Menem, fyrrum forseti
Argentínu, ásamt John Major, fyrr-
um forsætisráðherra Bretlands, og
Margaret Thatcher, forvera hans.
Þetta eru fyrstu hátíðarhöld í
Kúveit í 10 ár en hingað til hefur
verið talið óviðeigandi að halda upp
á trúar- og hátíðisdaga vegna þeirra
sem enn er saknað frá því í stríðinu.
Á útimarkaöi
Kommúnistar vilja m.a. bæta
kjör aldraöra.
Mikflar vonir
bundnar við
þingkosningar
í Moldavíu
Moldóvar gengu að kjörborðinu í
þingkosningum sem fram fóru í
landinu í gær. Er almennt litið svo
á að úrslitin muni skipta sköpum
fyrir stöðugleika í Moldavíu.
Stjórnmálasérfræðingar voru á
einu máli um að kommúnistar
myndu ná meirihluta á þingi að
nýju en mikil óánægja hefur ríkt
með stefnu stjórnvalda í markaðs-
málum. Endanleg úrslit kosning-
anna verða kunngjörð síðar í dag.
Kommúnistar hafa sett velferðar-
mál ofarlega á stefnuskrá sína.
Segjast þeir m.a. vilja hækka ellilíf-
eyri, auk þess sem þeir ætla að beita
sér fyrir almennum launahækkun-
um.
Leiðtogi Kommúnistaflokksins,
V. Voronin, sagði við fréttamenn á
kjörstað í gær að flokkur hans bygg-
ist við að fá rúmlega 50% atkvæða.
„Þrjátíu prósent studdu okkur í
síðustu kosningum. Við vonum að
sá stuðningur muni aukast um 20-
30% nú,“ sagði hann.
Kommúnistar eru nú með fjöru-
tíu þingsæti af 101 en enginn þing-
flokkur er með hreinan meirihluta
þingsæta.
••af liverju að láta jeppling duga
þegar þú færð alvöru JEPPA á
sama eða enn betra verði?
1
Berðu saman getu, aksturseiginleika,
búnað, þægindi og rekstrartiagkvæmni
jepplinga við það sem þú færð í Suzuki
Grand Vrtara: grindarbyggðum jeppa
með tengjanlegt framhjóladrif og hátt
og lágt drif um millikassa.
3 dyra frá 1.840.000 kr.
5 dyrafrá 2.190.000
Byggður á grind SUZUKl GRAND VITARA
Á meðal nýsbúnaðar eru ABS-hemlar með rafeindastýrðri hemlajöfnun (EBD), rafhitaðir
útispeglar, fjarlæsing og tvístillt samlæsing. Hægt er að stilla hæð ökumannssætis
og stuðning við mjóbak auk þess sem fótarými aftursæta hefur verið aukið.
SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Hátt og lágt drif
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Borgarnes: Bílasala
Vesturlands, sími 437 15 77. ísafjörður: Bllagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 22 30. Sauðárkrókur: Blla-
og búvélasalan, Borgarröst 5, sími 453 66 70. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bílasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, simi 471 30 05.