Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 13
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001
13
X>V_________Sviðsljós
Angelina Jolie
Fréttir herma að
hún hafi fengiö
sér nýtt húðflúr á
afvikinn stað.
Jolie fær
nýtt húðflúr
Leikkonan og ís-
landsvinurinn
Angeline Jolie er
alltaf í fréttum.
Hún vekuralltafat-
hygli með öllu sem
hún segir og gerir.
Hún kom til Is-
lands þegar hún
lék í kvikmyndinni
Tomb Raider
ásamt Rölni Þor-
geirssyni og fleir-
um. Næsta mynd
hennar heitir Orig-
inal Sin og þar leik-
ur hún á móti hinum dökkbrýnda Ant-
onio Banderas og herma fréttir að hér
sé hin versta mynd á ferðinni. Að
minnsta kosti hefur frumsýningu henn-
ar verið frestað þrisvar sinnum en það
þykir jafnan merki um að framleiðend-
ur hafi skotið sig eitthvað í fótinn.
Nýjustu fréttir af Angeline eru hins
vegar þær að hún mun vera komin með
nýtt húðflúr. Hún hefur flaggað
nokkrum húðflúrum fram að þessu og
meöal annars er nafn eiginmanns henn-
ar Billy Bob letrað við mikla dreka-
mynd á upphandlegg hennar vinstra
megin. Nýja húðflúrið fær almenningur
víst ekki að sjá vegna staðsetningar
þess. Ekki er vitað mjög nákvæmlega
hvar það er en það mun vera á framan-
verðum líkama hennar rétt neðan við
nafla en þó ofan lærs. Vegna þess hvar
húðflúrið er er ekki hægt að greina frá
því hvaða mynd það er sem Jolie sá
ástæðu til að staðsetja á svo persónulegt
svæði.
Viltu eyöa
milljón?
Auðjöfurinn
Donald Trump hef-
ur nýlega skýrt frá
nýjasta ævintýri
sínu. Það er nýr
sjónvarpsþáttur
sem Trump hyggst
koma á laggimar
og er mjög óvenju-
leg útgáfa af hefð-
bundnum leikja-
þáttum í sjón-
varpi.
Þátturinn á að
heita: Viltu eyða
milljón? og snýst
nákvæmlega um
það sem nafhið bendir til. Þátttakend-
ur verða gripnir hvar sem til þeirra
næst og þeir fá það verkefiii upp í
hendumar að eyða eins miklu og þeir
geta af einni milljón dollara en fá að-
eins til þess 30 mínútur. Trump hefur
sagt að til þess að auka spennuna
muni sljómendur reyna að grípa fólk
sem er við óvenjulegar aðstæður, bíð-
ur á fæðingardeödinni eða er að ganga
inn kirkjugólfið í eigin brúðkaupi.
Þátttakendur fá að eiga það sem þeim
tekst að kaupa og Tramp mun kynna
þátttinn sjálfúr frá skrifstofú sirrni í
Trump-tuminum á Manhattan í New
York. Það væri ekki amalegt að fá Þor-
stein Vilhjáimsson í þetta. Spumingin
er bara hvort maður myndi ekki missa
dómgreindina og kaupa hlutabréf.
Donald Trump
Donald hefur
ákveðið að setja
afstað nýjan
sjónvarpsþátt
sem heitir: Viltu
eyða milljón?
ur
vinna létt verkí
mmét&r$émðUmr óékmét
Við leitum ejjtir óamitarjji við Jjélasaóamtck, iveitarjjélög cg ótojjnanir
óem œtla að vinna að verkeþnum d óviði umhverjjiómdla eða Jjerðamála í óumar.
Stt'gagerð í Esju
Við bjóðum fram krafta vinnuhópa
ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára
sem starfa hjá okkur á sumrin. Auk
þess sem hóparnir sinna viðhaldi og
snyrtingu í nágrenni mannvirkja
okkar hafa þeir um árabil sinnt
umhverfismálum og aðstöðusköpun
til útivistar og ferðamennsku víða
um land. Við viljum eiga samstarf
um verkefni sem lúta að ræktun,
hreinsun og öðrum umhverfisbómm
ásamt t.d. stígagerð og stikun göngu-
leiða.
orka
iAi im
Landsvirkjun er bakhjarl Þjóðminjasafns íslands
Landsvirkjun
Gróðursetnmg í Kaldárböfða
Við bjóðum fram vinnuframlag
unglinganna og verkstjórn yfir þeim.
Við óskum eftir að samstarfsaðilar
leggi fram vel skilgreind verkefni,
efniskosmað og vinnuskipulag. Verk-
efnin geta verið til lengri eða
skemmri tíma.
Ræktun við Úlfarsfell
Ndnari upplýsingar:
Ragnheiður Olafsdóttir umhverfis-
stjóri og Þorsteinn Hilmarsson
upplýsingafúlltrúi.
Sími 515 9000
landsvirkjun@lv.is
Sjá einnig www.lv.is
Umsóknum skal skila í síðasta lagi
30. mars nk. til Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
tttkm.
Notaðir vélsieðar með
ríflegum afslætti
K
rj
m. II M
afsláttur
á fatnaði og fylgihlutum
Valdar vörur og aukahlutir á einstöku
tilboðsverði á meðan birgðir endast.
Ifc
IVIERKUR
Sími 568 1044