Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Helgarblað DV DV Áslaug Perla Kristjónsdóttir var lít- il stúlka. Hún var grannvaxin og smá- gerð, með bamslegt frítt andlit. Þrátt fyrir að vera orðin 21 árs var henni þráfaldlega synjað um afgreiðslu og aðgang á skemmtistöðum vegna þess að menn trúðu henni ekki þegar hún sagði til aldurs. Sennilega hefur það verið um klukkan níu að morgni laugardagsins 27. maí árið 2000 sem Áslaug Perla féll af svölum 10. hæðar fjölbýlishúss við Engihjalla 9 í Kópavogi. Enginn veit í smáatriðum hvað gerðist á svölunum þennan laugardagsmorgun en héraðs- dómur Reykjaness komst að þeirri niöurstöðu að banamaður hennar, Ás- geir Ingi Ásgeirsson, heíði í reiðikasti hrint henni fram af svölunum. Dómkvaddur matsmaður telur að fallið hafi varað í 2,3 sekúndur og rétt- arlæknir telur að hún hafi verið lif- andi í fallinu. Hún lést af völdum hinna miklu áverka sem hún hlaut þegar líkami hennar skall á steinstétt- inni þar sem hún fannst. Trylltist gersamlega Áslaug Perla bjó heima hjá móöur sinni, Gerði Bemdsen, við Kapla- skjólsveg. Móðir hennar var ein heima með Andra Pétur, tæplega þriggja ára dótturson sinn sem var í gæslu hjá ömmu sinni þennan morg- un. Hún hafði engar sérstakar áhyggj- m- af því þegar Áslaug Perla var ekki komin heim því hana renndi í grun að hún heföi farið á fund vinar sins sem reyndar bjó í Kópavogi og ef til vill gist þar. „Svo heyrði ég í útvarpinu að ung stúlka hefði fallið af svölum í Kópa- vogi og látist. Af einhverjum ástæðum greip mig óhugur og ég hringdi strax í lögregluna. Ég spurði hvort væri búið að hafa samband við aðstandend- ur og gaf þeim upp nafn dóttur minn- ar. Þegar lögreglumaðurinn bað mig að bíða fór mér að líða mjög ilia. Svo kom hann aftur í símann eftir smá- stund og sagði mér að það væri dóttir mín sem hefði dáið.“ Svona lýsir Gerður því hvemig hún frétti lát yngri dóttur sinnar þennan laugardag fyrir nærri 10 mánuðum síðan. „Ég tryUtist gersamlega. Ég rétt heyrði lögreglumanninn segja aö það væri lögreglukona og prestur á leið- inni til mín en ég missti algerlega stjóm á mér og fleygði símanum frá mér. Þegar þau komu þá vildi ég helst henda þeim út og ég hefði örugglega hent þeim út ef pabbi hennar hefði ekki verið kominn. Ég hafði hringt í hann áður en ég hringdi í lögregluna. Ég var í algerri afneitun og heyrði ekki almennilega hvað hefði gerst. Þetta var svo ólýsanlega erfitt og kvalimar óstjómlegar. Ég skalf svo að ég gat ekki haldið á kaffiboUa, ég hafði verki um aUan likamann og oft hélt ég að ég væri að ganga af göflun- um, að ég myndi hverfa inn í sjálfa mig og koma aldrei aftur. Líðan mín var eins og helvíti á jörð og ég vUdi fá að leggjast inn á spítala og láta taka líf mitt í stað dóttur minnar." Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur sem var myrt 27. maí sl. „Þetta var svo ólýsanlega erfitt og kvallrnar óstjórnlegar. Ég skalf svo aö ég gat ekki haldiö á kaffibolla, ég haföi verki um allan líkamann og oft hélt ég aö ég væri aö ganga afgöflunum, að ég myndi hverfa inn í sjálfa mig og koma aldrei aftur. Líöan mín var eins og helvíti á jörð og ég vildi fá aö leggjast inn á spítala og láta taka líf mitt í stað dóttur minnar. “ Dómur fyrir lífstíð - Gerður Bemdsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur sem féll fyrir hendi morðingja í maí 2000, krefst harðari refsinga og vill lífstíðarfangelsi fyrir banamann dóttur sinnar Eins og lokuð inni í hylki Gerður var eins og lömuð næstu daga á eftir og segir að hún hafi far- ið í gegnum kistulagningu og jarð- arfór eins lokuð inni í hylki. „Ég kveið óskaplega fyrir kistu- lagningunni. Ég hélt að hún væri svo Ula farin að ég treysti mér ekki tU að sjá hana en svo ráðlagði séra Pálmi Matthíasson, sem jarðsöng hana, mér að fara svo ég gæti sleppt af henni hendinni. Mér fannst ótrú- legt að sjá hvað hún leit vel ut. Ég leið í gegnum þetta en svo féU ég saman og lenti langt niður.“ Fljótlega kom að því að aðstand- endur Gerðar og hún sjálf áttuðu sig á því að hjálpar væri þörf og hún komst í meðferð hjá sálfræðingi og geðlækni. Hún telur að það geri sér gott. „En það tekur langan tíma að losna við erfiðar hugsanir. Ég hef litla orku, ég píndi mig i vinnu fyrr en ég treysti mér tU þvi ég gat ekki lifað á hálfum launum. Ég kem oft algerlega úrvinda heim úr vinnu og skríð beint upp í rúm og ég eyði stundum hálfum helgum í hvUd og slökun. Ég á enn þá mjög erfitt með að vera innan um aðra og fer aldrei neitt út á meöal fólks. Ég hef sam- band við fáa, aðaUega tvær systra minna, sem hafa upplifað hvemig það er aö missa bamið sitt, og 2-3 vini.“ Fullt starf aö syrgja Gerður segist ekki hafa leitað tU sorgarsamtaka eða hjálparhópa um sorgarviðbrögð og segir það skoðun sína að fólk beri ekki mikið skyn- bragð á sorgina. „Fólk var að spyrja mig tveimur til þremur mánuðum eftir að þetta gerð- ist hvort ég væri búin að jafna mig, eins og ég hefði aðeins orðið fyrir minni háttar áfaUi. Það heUtust yfir mig ráðleggingar og tUmæli frá fólki sem ég þekkti ekki mikið. Ég leitaði til séra Sigurðar Pálssonar sem reynd- ist mér mjög vel og hann sagði að það væri fuUt starf að syrgja. Það fannst mér vera mjög satt. Ég hef verið að lesa bók eftir Bar- böru D. Rosof sem heitir: The Worst Loss og ég pantaði hjá Máli og menn- ingu. Þessi bók hefur hjálpað mér að- eins að skilja aUar þær tilfinninga- fiækjur sem fylgja barnsmissi." Tíminn læknar ekki öll sár Gerður vakti mikla athygli fyrr í þessari viku þegar hún skrifaði grein í Morgunblaðið og lýsti þeirri skoðun sinni að það sem almennt er talinn lífstíðardómur í íslenskum lögum, eða 16 ár, væri of stuttur dómur og lengja bæri refsirammann upp í raunveru- legt lífstíðarfangelsi. Ásgeir Ingi Ás- geirsson var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraðsdómi í febrúar fyrir morðið á Áslaugu Perlu. í greininni segir Gerð- ur orðrétt: „Tíminn læknar ekki öU sár og aldrei stærsta sár í heimi: að missa barnið sitt. Það eina sem ég tel heUagt í þessum heimi er líf hverrar mann- eskju, það má enginn, aUs enginn snerta annars líf. Ef ég hefði framið einhvern af þessum glæpum fyndist mér ég hafa fyrirgert lífi mínu og vUdi að það yrði tekið frá mér. Ef einhvem tímann er ástæða til þess að dæma einhvern i lífstíðarfang- elsi þá er það þegar hann hefur tekið annars líf. Ég vil gjarnan að einhver svari mér sem vit hefur á hvenær ástæða er til að dæma einhvernú lífs- tíðarfangelsi. Er hægt að fremja stærri glæp en morð? Mig langar einnig að vita hvaða formúla var not- uð þegar þessi 16 ára regla var ákveð- in.“ Auga fyrir auga - Ertu með þessu að biðja um hið forna réttlætislögmál sem Biblían boðar? „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Það hafa þrjár ungar manneskjur faU- ið fyrir hendi morðingja á íslandi á tiltölulega mjög stuttum tíma. Hvert og eitt þeirra hefði átt góðar líkur á að „Ég missti algerlega stjórn á mér og fleygði simanum frá mér. Þegar þau komu þá vildi ég helst henda þeim út og ég hefði örugglega hent þeim út ef pabbi hennar hefði ekki verið kominn.“ 37 Helgarblað lifa 60-70 ár til viðbótar. Það er sá tími sem mér finnst réttlátt að morð- ingi gefi af sinu lífi í staðinn. Sá sem tekur líf annarrar manneskju, hann tekur líka líf foreldra fómarlambanna og líf þeirra hrynur tU grunna. Þótt foreldrar eigi fleiri börn þá eru þau yfirleitt vanbúin að hjálpa þeim gegn- um sorgina með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Ég veit að menn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi hafa setið inni í mesta lagi 60% af tímanum. Þeir fá leyfi tU tveggja mánaða útivist- arleyfis með ákveðnum skilyrðum. Á sama tíma situr fjöldi fórnarlamba og aðstandenda sem er í kringum hvert dauðsfaU og ekkert bætir þeirra missi. Ég leitaði svo hegningarlögin uppi og gat bara engan veginn sætt mig við þessa skilgreiningu. Ég leitaði bæði tU lagadeildar Háskólans sem vísaði mér til Orators og svo fékk ég afrit af lögunum. Mér finnst með ólíkindum að lesa þessi lög því þau virðast vera sniðin með hagsmuni og aðstæður fangans í huga. Ég get ekki skilið lögin með öðr- um hætti en að það sé í raun heimUd tU þess að dæma menn í lífstíðarfang- elsi og það vU ég að sé gert í þessum þremur tilvikum," segir Gerður. Þekkti ekki morðingjann í dómi Héraðsdóms má lesa að Ás- laug Perla og banamaður hennar hafi aldrei hist fyrr en þessa nótt og Gerð- ur telur að augljóst sé að hann hafi vélað hana inn i EngihjaUanum á íolskum forsendum, undir því yfir- skini að hann ætlaði að bjóða henni í partí. „Hún hefði aldrei farið að fara með honum þarna upp á svalirnar. Hún var svo óskaplega lofthrædd. Ég þekkti hana nógu vel til þess.“ Banamaður Áslaugar Perlu fékkst aldrei til þess að lýsa fyrir lögregl- unni nákvæmlega hvað þeim fór á miUi en meðgekk að hafa hrint henni og við það hefði hún faUið fram af svölunum. Atburðarás á vettvangi, vitnaleiðsl- ur og mat sérstaks matsmanns sem var fenginn til að leggja eðlisfræðilegt mat á kringumstæður varð síðan til þess að dómurinn taldi engan vafa leika á sekt Ásgeirs. Orðrétt segir i dómsniðurstöðum: „í atburðarás sem þó er ekki að fuUu ljós, þykir sannað með visan til matsgerðar, rannsóknargagna iög- reglu og vættis vitna að ákærði hafi í reiðikasti brugðist við með kröftugri atlögu að Áslaugu Perlu á meðan hún hafði buxur sínar gyrtar niður fyrir hné og komið henni þannig yfir svala- handriðið með þeim afleiðingum að hún féU tU jarðar og hlaut bana af. Þykir eigi óvarlegt að fuilyrða að á þeirri stundu hafi honum hlotið að vera ljóst að slík atlaga leiddi óhjá- kvæmilega til dauða.“ Gerður segist ekki vera sátt við að lögreglan skyldi ekki kynna henni rétt sinn tU þess að hafa réttargæslu- mann. „Það var leitt fram þarna hvert vitnið á fætur öðru sem vitnaði um Áslaugu Perlu og hennar persónu. Það var eins og verjanda væri mikið í mun að sanna að hún hefði hugsan- lega viljað stytta sér aldur. Þetta er að mínu viti alger fjarstæða. Ég þekkti dóttur mína vel og hún hefði aldrei látið það hvarfla að sér. Við fengum aldrei að heyra neitt um fortíð morðingjans sem mér skUst að sé ekki alveg flekklaus. Mér hefði fundist það skipta meira máli.“ Sex ára í einelti Gerður og Kristjón Haraldsson eignuðust saman tvær dætur, Ragn- heiði og Áslaugu Perlu. Þegar dæturn- ar voru ungar, Áslaug Perla aðeins 12 ára, skildu þau hjón og tveimur árum síðar, þegar Áslaug Perla var 14 ára, urðu tvö dauðsfóU innan fjölskyld- unnar sem tóku mjög á afla aðstand- endur. Gerður telur þó að þessi áfóll, sem voru þung og mörkuðu djúp spor í viðkvæma barnssál, hafi ekki verið þau einu sem mörkuðu hana. „Ég fór með hana til sérfræðings þegar hún var sex ára og hún fékk þá umsögn að hún væri afburða greind. Ástæðan fyrir því að ég fór með hana var að mér fannst hún ekki una sér nógu vel á leikskólanum á Ægisborg. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég komst að því að hún varð fyrir ein- elti á leikskólanum án þess að starfs- fólkið hreyfði legg né lið til að koma í veg fyrir það. Ég var óskaplega slegin yfir þessu því það hefði mér aldrei komið til hugar. Ég er óskaplega hrædd um að þetta hafi haft slæm áhrif á hana.“ Söngur og Ijóðlist Áslaug Perla var sett ári á undan í grunnskóla og lauk grunnskólaprófi frá Hagaskóla og gekk vel að læra enda segir Gerður að hana hafi aldrei skort hugmyndir. „Hún byrjaði að yrkja þegar hún var 13 ára gömul og lét eftir sig meira en 300 ljóð. Hún orti bæði á ensku og íslensku. Hún hafði óskaplega gaman af tónlist og lærði á píanó i mörg ár og hana dreymdi um að vera söngkona. Hún tók þátt í söngvakeppnum, bæði í grunnskóla og framhaldsskóla." Áslaug Perla fór í Kvennaskólann eftir Hagaskóla og gekk námið ágæt- lega. „Hún var forystusauður í eðli sinu og hafði mjög mörg áhugamál. Hún var í kómum í Neskirkju og spilaði körfubolta." Áslaug Perla hætti námi í Kvenna- skólanum eftir þrjá vetur og fór út á vinnumarkaðinn einn vetur en settist síðan aftur á skólabekk í Ármúlaskóla en síðasta misserið sem hún lifði var hún í öldungadeild MH. Hún var í máladeild og þessi önn var sú næst- síðasta að stúdentsprófi. Síðasta verk- efnið sem hún skilaði í skólanum var enskuverkefni, ritgerð um breska rit- höfundinn Oscar Wilde. „Systir hennar hringdi inn í skóla eftir að hún var dáin og þeir sögðu Sýnishorn af ljóðum Áslaugar Perlu. Skórnir Perlan sem merlar í sjónum í hafmu þar sem ég bý. Ég kemst aldrei upp úr þeim skónum sem ég klœddi mig aldrei í. (1995) Gáfuhaus Hún situr meö gáfulegan svip hlustar á gáfulegar samrœður. Hún er eitt eyra og fylgist vel meö. Hún er full af leyndardómsfullum gáfum og ofnotuóum heilasellum. Fer ekki leynt meö gáfulegan augnsvip og skýra andlitsdrætti sem lýsa ótrúlegu rökhugsunarsviöi hennar. Þögn - Og hvað finnst þér svo Rut? Þögn - Hún opnar undursamleg augun og segir: Ha?! (1994) mér að hún hefði fengið átta í ein- kunn fyrir hana,“ segir Gerður. Af Vogi á leiö á Vík Áslaug Perla neytti áfengis þegar kom fram yfir unglingsárin en var staðráðin í að ná tökum á þeirri neyslu. Hún fór í undirbúningsmeð- ferð á Vogi viku áður en hún lést og átti að mæta viku síðar í meðferð á Vík. „Hún var send út á fóstudegi og átti að fara á Vík nærri viku seinna. Mér finnst að Vogur og Vík eigi að vera samtengd. Hún sagði mér að þegar hún færi aftur inn á Vog vildi hún þegar hún kæmi þaðan aftur fá að vera bara einn dag heima áður en hún færi inn á Vik. Tveir yfirmenn á Vogi viðurkenndu í samtölum við mig að þetta hefðu verið mistök. Ég held að það sé viðurkennt að konur þurfa öðruvísi áfengismeðferð en karlar og ég held að Áslaug Perla hafi ekki mætt þeim skilningi og hlýju inni á Vogi sem AA-samtökin byggðu á frá upphafi. Það sést best á því að daginn sem Áslaug Perla fór kvaddi ráðgjafinn hennar hana ekki einu sinni né óskaði henni góðs geng- is og það særði hana.“ Fæ aldrei barniö mitt aftur Gerður er að undirbúa með hjálp vina og aðstandenda útgáfu ljóðabók- ar með ljóðum Áslaugar Perlu en seg- ist hafa átt afar erfitt við að lesa í gegnum ljóðasafnið að dóttur sinni genginni og velja ljóð til birtingar. „Seinast setti ég mér það takmark að lesa fimm ljóð á dag. Þannig komst ég í gegnum þetta.“ Bókin verður bæði á íslensku og ensku og með káputeikningum eftir Gerði sjálfa. Hún hefur einnig hug á að reyna að varðveita með einhverj- um hætti lag eða lög sem Áslaug Perla samdi með aðstoð tölvu og eru til í minni tölvunnar. „Ég finn að þessi vinna og umræð- urnar sem hafa fylgt í kjölfar þessarar greinar sem ég skrifaði hafa veitt mér þrótt og stappað í mig stálinu að minnsta kosti tímabundið. En ég fæ barnið mitt aldrei aftur." -PÁÁ Gerður hefur vakið athygli á því hve stuttir, að hennar mati, lífstíöardómar eru á íslandi Þaö hafa þrjár ungar manneskjur falliö fyrir hendi morðingja á íslandi á tiltölulega mjög stuttum tíma. Hvert og eitt þeirra heföi átt góöar líkur á aö lifa 60-70 ár til viöbótar. Það er sá tími sem mér finnst réttlátt aö morðingi gefi af sínu lífi í staðinn. Sá sem tekur líf annarrar manneskju, hann tekur líka líf foreldra fórnarlambanna og líf þeirra hrynur til grunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.