Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 14
14 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Fréttir I>V Dómar fyrir morö hafa þyngst síðasta áratug - lengstir á íslandi á Norðurlöndum: Meðaldómur yfir islenskum saka- mönnum fyrir manndráp af ásetn- ingi frá árinu 1991 er 14,9 ára fang- elsi (11 brotamenn). Frá árinu 1920-1991 var meðaltalið hins vegar lægra, eða 12,1 ár (samtals 30 brota- menn). Manndrápsrefsingar hafa augljóslega þyngst að meðaltali síð- asta áratug. Fáir í lögmanna- og dómarastétt virðast telja að mann- drápsdómar séu of vægir. Á hinn bóginn heyrast æ háværari raddir um að óviðeigandi sé að fram- kvæmdavaldið geti - eftir að dómar eru upp kveðnir - „ráðskast með“ stóran hluta dómanna og ákveðið hvenær sakamenn fara út á reynslu- lausn. Einn fékk 14 ár - gekk út eftir 7 ár og framdi annað morð Á síðustu árum hafa morðingjar yfirleitt fengið reynslulausn eftir að hafa afplánað 2/3 hluta dómsins - eftir rétt tæp 10 ár sé miðað við meðaltal siðasta áratugar. Síðustu ár hefur dómvenja verið að dæma morðingja í 14-16 ára fangelsi. Hins vegar er ekki meira en rétt rúmur áratugur frá því að morðingi fékk reynslulausn eftir helming afplán- unar á 14 ára fangelsisdómi. Sami maður var fáum árum síðar, árið 1993, dæmdur fyrir annað mann- dráp af ásetningi. Hann hafði þá tekið líf tveggja manna. Þar að auki hafði hann rof- ið 7 ára reynslulausn. BBMi Óttar Sveinsson blaðamaður Hvorki þá né í öðrum manndráps- málum féllst Hæstiréttur íslands á að nýta ákvæði í lögum sem heimil- ar að dæma morðingja í ævilangt fangelsi. Hins vegar skilaði einn dómaranna - þá settur hæstaréttar- dómari - sératkvæði og vildi stað- festa ævilangan fangelsisdóm hér- aðsdóms. Þetta var Ingibjörg Bene- diksdóttir, nú nýskipaður hæsta- réttardómari. Héraðsdómur hafði á þessum tíma einu sinni áður dæmt í ævi- langt fangelsi, tvo menn í Geirfinns- og Guðmundarmálinu. Hæstiréttur stytti dóm tvöfalda morðingjans í 20 ár en hinir ævidómarnir voru stytt- ir í 16 og 17 ára fangelsi. Skýring- una mátti að hluta til rekja til þess að mennirnir tveir voru sakfelldir fyrir líkamsárás sem leiðir af sér dauða í stað ásetningsmanndráps. Einu sinni áður hefur einstak- lingur, kona, verið dæmd fyrir að myrða tvisvar sinnum. Þar var um að ræða ósakhæfa konu sem banaði tveimur sambýlismönnum sínum. Sá sem lengst hefur verið sviptur frelsi vegna manndráps var einnig ósakhæfur. Hann sat inni i 22 ár, enda kvað dómurinn yfir honum á um að brotamaðurinn skyldi sæta ótímabundið öryggisgæslu. íslendingar harðastir Norðurlandaþjóða Miðað við upplýsingar sem komu fram fyrir fáum misserum á alþjóð- legu þingi um sakamál voru fangels- isrefsingar á Islandi á síðasta ára- tug þær hæstu að meðaltali á Norð- urlöndum. Lægstar eru þær á Grænlandi, allt niður í 3ja ára fang- Dómur dæmir 16 ár - framkvæmdavald klippir af eftir föngum. „Ef lagt er 16 ára fangelsi við afbroti og niðurstaðan er sú að fanginn eigi að sitja tvo þriðju hluta þeirrar refsingar - þá á dómarinn að ákveða það. Ekki að dæma sakamann fyrst í 16 ára fangelsi og setja svo í gang einhverjar sjálfvirkar reglur sem þýða að 16 er það sama og 12,“ segirJón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. Undir þetta taka aðrir lögmenn og dómarar. elsi fyrir ásetningsmanndráp. Þar taka dómar mið af ýmsum rökum og málsástæðum sem ekki þættu góð lög hér á landi, miöaö við að morð hafi verið framið - t.a.m. um almenna vopnaeign í landinu, fjöl- skyldu- og félagslegar aðstæður og fleira. Samkvæmt upplýsingum DV er meðalrefsing fyrir manndráp af ásetningi 12 ára fangelsi í Dan- mörku, 8-12 ár í Svíþjóð og Finn- landi en heldur lægri í Noregi, 8-10 ár. Eftir samtöl DV við marga aðila í löggæslu- og dómskerfinu telja menn sjaldnast að fangelsisrefsing- ar fyrir manndráp hér á landi séu of vægar. En menn eru margir óá- nægðir með lögin sem snerta aðra hlið fangelsismála - framkvæmd á fullnustu dæmdra refsinga - þ.e. hver ákveður og hvenær sakamönn- um er sleppt út á reynslulausn. Óþolandi staðreynd? Dómarar og lögmenn, margir hverjir, telja hreinlega óþolandi að framkvæmdavald - það er Fangels- ismálastofnun - ákvarði ein „á bak við luktar dyr“ hvenær föngum skuli sleppt út í frelsið á ný á reynslulausn; það séu dómstólar sem eigi að ákveða hina eiginlegu refsingu brotamanna. Þegar dómari kveður upp 16 ára fangelsi yfir morðingja hefur hann í raun ekkert um það að segja hvenær sakamað- urinn sleppur út aftur. Tökum önnur dæmi: Árið 1994 fengu nær tveir af hverjum þremur islenskum föngum reynslulausn eftir helming afplán- unar. Þriðji hver fangi fór því út eft- ir 2/3 hluta af afplánun refsivistar eins og meginregla laga um fanga- vist kveður á um. Árin 1991-93 losn- aði um helmingur fanga út á reynslulausn eftir helming afplán- unar og sex af hverjum tíu árið 1990. Miðað við þetta má í raun segja að fangelsismálayfirvöld hafi nánast beitt undantekningarákvæði sem meginreglu. Þótt tölurnar eigi vissulega við um upphaf siðasta áratugar telja margir að dómsvaldið sé hreinlega skert þegar framkvæmdavaldið ákveður endanlega, eftir mismun- andi vinnureglum, hvenær fangar skuli látnir lausir. Með þessu telja menn að dómsvaldið sé ekki bara hjá dómurum. Ekki einu sinni á ákæruvaldið, sem sækir sakamálin, neina aðild að því hvort dómum er breytt eða ekki. Sjálfvirk reynslulausn faránleg „Ég tel ekki hægt með neinum stærðfræðilegum aðferðum að ákvarða hæfilegar refsingar við brotum. Slikt þarf að ákveða með refsiramma í lögum og svo með ákvörðunum dómara innan hans. Hvort morð, það að svipta annan mann lífi, verðskuldar 10 eða 20 ár eða ævilangt, ég treysti mér ekki til að hafa sérstaka skoðun á því. En margs konar sjónarmið vegast á þegar ákveðið er um refsingar. Þar skiptir ekki minnstu sá tilgangur refsingar að eiga að geta orðið þeim ógæfumanni, sem glæp hefur framið, til einhvers konar betrunar. Það er æskilegasta markmiðið gagn- vart frelsissviptingu. Þetta er allt mikill harmur og ógæfa. En ég geri miklar athugasemdir við að dómstólar skuli ekki ákveða hina raunverulegu refsingu. Megin- reglan á að vera sú að dómstólar ákveði refsingar - menn séu sviptir frelsi sínu í þann tíma sem dómari ákveður. Það er alveg hugsanlegt að í því sambandi megi hafa möguleika á að víkja frá því en þetta á að vera meginreglan. Það er alveg fáránlegt að mínu mati að vera með sjálfvirkar reglur um að menn skuli hljóta lausn úr fangelsi eftir einhverri reikni- stokksaðferð." - Finnst þér þá koma til greina að eftir helming eða tvo þriðju hluta af- plánunar skuli fangar færðir fyrir dómara? „Já. En aðalatriðið er að ef lagt er 16 ára fangelsi við afbroti og niður- staðan er sú að fanginn eigi að sitja tvo þriðju hluta þeirrar refsingar - þá á dómarinn að ákveða það. Ekki að dæma sakamann fyrst í 16 ára fangelsi og setja svo í gang einhverj- ar sjálfvirkar reglur sem þýða að 16 er það sama og 12.“ Refsirammar mjög misnýttir í úttekt sem Guðjón Ólafur Jóns- son lögmaður gerði um manndráp á íslandi á öldinni kemur fram að karlar eru gerendur i 9 af hverjum 10 morðmálum. Guðjón Ólafur segir að miðað við önnur sakamál sé ramminn í morðmálum mest nýttur - 16 ára fangelsi, að ákvæðinu um lífstíðardóminn undanskildu. Þann- ig séu dæmdar refsingar nær refsilágmarki t.a.m. í nauðgunar- málum, þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarkið 16 ár. Algengur dómur á íslandi í dag fyrir nauðgun er t.a.m. 18-24 mánaða fangelsi. Dómarar ákveða ekki einir lengd fangelsisvistar - lögfræðingar telja margir óþolandi að framkvæmdavald ákveði endanlega lengd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.