Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 19
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 19 SSmi masem Vélsleðar með meiru Helgarblað DV Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Kawasaki fjórhjólin traust & lipur KLF 220 2WD. 530.000 m/vsk. KVF 300 4WD h/l drif. 695.000 m/vsk. KVF 400 4WD h/i drif. 799.000 m/vsk. eförDD Beðið eftir Beðið eftir - Borgarleikhúsið bíður til hausts Nú er besti sleðatíminn að fara í hönd og við ætlum aó bjóða þeim sem kaupa Polaris vélsleða af árg. 2001, 70-150.000 króna vöruúttekt hjá Bræðrunum Ormsson eða umtalsverðan afslátt í krónum talið. Hafið samband við sölumenn okkar og fáiö nánari upplýsingar um þetta einstaka tækifæri til að eignast sleða með meiru. Backman, Hjálmar Hjálmarsson og þama voru konur í miklum meiri- hluta. Svo var stiklað inn í einhvem dular- fullan hliðarsal til hliðar við stóra sviðið og áhorfendur tildmðu sér á heimasmíðaða palla. Það var engin leikmynd nema tvö bretti sem virtust hafa verið skilin eftir við dymar og rafmagnskapall sem hékk úr loftinu og var látinn tákna tré. Svo byrjaði leik- ritið. Leikhússtjórinn er fyrstur inn Fyrsti maðurinn á svið var Guðjón Pedersen leikhússtjóri sem tók þátt i hópsenu í upphafínu sem virtist eiga að gerast á jámbrautarstöð. Það vora að minnsta kosti allir að bíða. Þarna biðu líka minna þekktir leikarar eins og Kjartan Ragnarsson leikstjóri og Hafliði Amgrímsson dramatúrg. Sjálf- sagt hafa vanar leikhúsrottur þekkt aila statistana í þessu númeri en ekki ég. Svo komu leikaramir í ljós. Það era Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason sem leika Vladimir og Estragon sem era eiginlega aðalsögu- hetjurnar ef óhætt er að gefa þeim það nafn. Það var enn eftir vika af æfmg- um fram að ætlaðri frumsýningu og ég hef fyrir satt að þetta hafi verið i fyrsta sinn sem þeim tókst að komast gegn- um verkið án þess að sleppa einhverju. Kvöldið áður til dæmis slepptu þeir sex ágætis blaðsíðum af þýðingarmikl- um texta. Bara sisvona. En þetta var nú æfrng. Svo koma Bjöm fngi Hilmarsson og Halldór Gylfason sem leika Pozzo og Lucky og það er óskaplega gaman að þessu öllu saman. Menn era barðir og hæddir og sitja fastir í skónum sínum og geta ekki pissað og ég veit ekki hvað. Hver er þessi Godot? Um hvað á leikritið að fjalla Eyvind- ur? Þessari spumingu er oft erfitt að svara og í þau 48 ár sem liðin era frá frumsýningu verksins hefur svars ver- ið leitað við þeirri spumingu hvað höf- undurinn sé eiginlega að fara með þessu verki. Hvaða menn era þetta eig- inlega? hvaðan koma þeir? og hver er þessi ófétis Godot sem þeir era alltaf að bíða eftir? Við þessum spumingum era í raun- inni til mörg svör og greindir og víð- lesnir leikhúsgestir margra landa hafa rýnt í verkið og séð endurspeglast í því leitina að Guði, orðræðu um réttlæti, frelsi, kúgun, sjáifsvitund, tvihyggju og bókstaflega hvað eina sem til mann- legra tilfmninga og mannlegs ástands getur talist. Margar pólitískar hug- myndir um aðrán og kúgun hafa menn og þóst sjá á sveimi í verkinu svo og táknmyndir helstu valdastofnana kirkjunnar. Ég las á Netinu að hugmyndin um að Godot sé í rauninni Guð sé sú út- breiddasta og grunnhyggnasta og hætti þegar í stað við að halda það. Svo benti Benedikt Erlingsson mér á að á einum stað í leikritinu segði Vladimir að Godot væri með hvitt skegg og full- yrti að Vladimir vissi hver Godot væri. Þá fór ég aftur að trúa á Godot sem Guð. Sjálfúr mun Beckett hafa sagt að ef hann hefði viljað fjalla um Guð þá hefði hann skírt persónuna God en ekki Godot. Svo spurði ég róttækan, vel lesinn bókmenntafræðing sem vinnur með mér um hvað leikritið væri. Hún hvessti á mig augun yfir gleraugun og sagði að það fjallaði um getuleysi. Mér seig larður í þessu hugmyndaregni og hætti að spyija. En þetta er nú einu sinni absúrd leikrit svo það er kannski alveg absúrd að vera að velta sér mikið upp úr því um hvað það eiginlega er. Biðin endalausa Ég held að leikritið sé um tvo menn sem era að bíða. Það skrýtna við þennan menningar- viðburð er að leikritið verður ekki frumsýnt fyrr en í haust. Það á nefni- lega að bíða eftir að nýr salur í Borgar- Godot leikhúsinu verði tilbúinn. Hann átti reyndar að vera tilbúinn um áramót en það var beðið eftir iðnaðarmönn- um. Leikfélag Reykjavíkur beið lengi niðri við Tjöm eftir að komast í Borg- arleikhúsið og bíður nú eftir nýjum sal en beið áður lengi eftir því að sam- komulag tækist við Reykjavíkurborg um að borgin keypti af þeim húsið. Þannig erum við álltaf að bíða. Lífið er ekkert nema bið eftir dauðanum, hjónabandi eða skattinum. Á meðan bíða leikaramir og ætla að hittast tvisvar í mánuði fram á haust og halda umrenningunum volgum í höfði sér og sinni. Svo kemur Peter Enquist, hinn sænski leikstjóri, aftur í haust og tuskar þá til í þijár vikur áður en framsýningin skellur á. Á meðan bíðum við með þeim þó við getum varla beðið. Það er beðið eftir Beðið eftir Godot. -PÁÁ Þeir eru að bíða. Einhvern veginn svona munu þeir Hiimir Snær Guönason og Benedikt Erlingsson líta út í hlutverkum sínum í Beðiö eftir Godot. Leikritið veröur ekki sýnt fyrr en í haust. Þangað til bíðum við eftir Beðið eftir Godot. DV-MYNO INGÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.