Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 23 DV Sviðsljós Jackson gerist svaramaður Gellers Gamalt mál- tæki segir: sækj- ast sér um líkir. Það gæti vel átt við vináttu þeirra Michaels Jacksons, söngv- ara og einfara, og Uri Gellers töframanns sem sumir kalla loddara. Geller varð frægur fyr- ir að fara hönd- um um teskeið- ar og matskeið- ar og beygja þær, að því er virtist án þess að beita neinu afli. Geller seg- ist geta stöðvað klukkur með hugarorku og beygt hnífapör heima i skúffum fólks án þess að vera þar nærri. Hvers vegna hann er svona upptek- inn af því að skemma borðbúnað hefur ekki fengist útskýrt en marg- ir telja Geller argasta loddara og trúð sem enga hæfileika hafi aðra en þá að skrökva að fólki. Allt um það eru þeir Geller og Michael Jackson góðir vinir og seg- ir Geller það vera einkum vegna þess að þeir skilji báðir hvernig það er að falla ekki alveg að hefð- bundnum við- miðum. Þessi vinskapur þeirra staðfest- ist í því að fyrir fáum dögum lét Geller gifta sig í einfaldri athöfn sem fór eigin- lega fram undir berum himni í bakgarði hans og hann fékk Jackson til þess að vera svara- mann. Athöfnin fór fram í Bretlandi þar sem Geller býr en Jackson var að haida fyr- irlestur í Oxford um velferð barna sem frægt er orð- ið. Eitthvað er tímaskyn Jacksons ekki nákvæmt því hann mætit tveimur tímum of.seint til svara- mannsembættisins en sumir vilja alltaf láta bíða eftir sér. Þess má að lokum geta að Gelier hefur talað frjálslega um vinskap þeirra Jacksons við breska fjöl- miðla og meðal annars sagt að Jackson sé nánast fullkominn nema hann fari offari í lýtalækningum og Michael Jackson Jackson tók aö sér embætti svara- manns í brúökaupi Uri Gellers á dögunum en mætti tveimur timum of seint. Johnson fékk ekki að auglýsa Við munum vel eftir Don John- son. Hann er frægur leikari eða var að minnsta kosti frægur leikari í mjög vinsælum sjónvarpsþáttum sem hétu Miami Vice og voru með- al annars sýndir hér á klakanum. Don giftist Michelle Pfeiffer leikkonu og kannski eru þau gift enn þá. Johnson á í sérkennilegum úti- stöðum við dagblaðið San Francisco Chronicle í heimabæ sínum, San Francisco. Blaðið hefur í tvígang birt fréttir af samskiptum Johnsons við konu nokkra sem hann á að hafa hitt á bar þar í bæ. Johnson steig, að sögn blaðsins, í vænginn við konuna og bauð henni fé fyrir félagsskap hennar um stund. Þessu undi konan illa og hafnaði Don og bar söguna í blaðið. Johnson vildi ólmur fá að bera af sér sakir þannig að eftir yrði tekið og vildi fá að kaupa heilsíðuauglýs- ingu í sama blaði til þess að básúna ætlað sakleysi sitt. Þetta vildi blað- ið ekki heyra á minnst og neitaði al- gerlega að selja kappanum auglýs- inguna. Johnson er ævareiður vegna þessa máls og telur að blaðið hafi Don Johnson leikari Johnson á í útistööum viö dagblaö í San Francisco út af fréttum af fylliríi hans. farið á svig við sannleikann og heft tjáningarfrelsi hans. Heilsiðuaug- lýsingin átti að kosta slétta milljón íslenskra króna en þetta mál tengist leikarasamfélaginu með þeim hætti að Phil nokkur Bronstein, sem er ritstjóri umrædds blaðs, er eigin- maður hinnar íturvöxnu leikkonu, Sharon Stone. akat Stsrð: L. 120 cm. B. 180 cm. H. 170 cm. Pallur, 60x180 cm. Fallegt hús fyrir börn í oarða, á leikvelli eða við sumarhúsið. Friðrik A. Jónsson ehf. Eyjarslóö 7 • 121 Reykjavík • Sími 552 2111 GSM 892 0703 og 896 5298 Lék Simpson í klámmynd? O.J. Simpson Næsta uppátæki kappans er aö fara í mál viö timarit sem segir að hann hafi leikiö í klámmynd Fótboltakappinn O.J.Simpson á ekki sjö dagana sæla frekar en endranær. Hann varð frægur að endemum þegar hann var ákærður fyrir morðið á eigin- konu sinni og unnusta hennar og var sýknaður. Margir hefðu glaðst en vand- inn var sá að enginn í Ameríku trúir á sakleysi hans og að auki missti hann al- eiguna í klær lögfræðinga í tengslum við réttarhöldin. Simpson var í fréttum vestra af held- ur óskemmtiiegu tiiefni nýlega en því var haldið fram að hann hefði leikið í klámmynd fyrir sjáifan sig við heldur frumstæðar aðstæður. Sagan snerist um að hann hefði fengið tvær konur til fylgilags við sig og saman hefðu þau öll þrjú gamnað sér næturlangt á hótelher- bergi en Simpson mun hafa verið sá eini sem vissi að öll þeirra atlot voru tekin upp með falinni myndavél. Simp- son var alls ekki skemmt þegar þetta varð heyrinkunnugt og verður það fyrst fyrir að leita á náðir lögfræðinganna sem áður rúðu hann inn að skinni og hefur með tilstilli þeirra ákveðið að fara í mál við blaðið sem flutti fréttimar. Það er hins vegar látið liggja miili hluta að sagan mun vera sönn. mu : Nú færðu sama góða Kaffitárið í nýjum og glaðlegum umbúðum. Þegar þú opnar pokann, lygnir aftur augunum og finnur ilminn dansa á móti þér, er gott til þess að vita að nýi límmiðinn nýtist sem poka- loka og þannig helst kaffið lengur ferskt í pokanum ^UtMpAnMi ^ott! www.kaffitar.is kaffitar@kaffitar.is L ■ ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.